Fara í efni

Reglur um Hvatapeninga 2020

Málsnúmer 1910251

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 271. fundur - 05.11.2019

Tillaga að endurskoðuðum reglum um Hvatapeninga lögð fram.
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra og Anna Lilja Guðmundsdóttir fulltrúi Byggðalista, óska eftirfarandi bókað:
Í ljósi þess að núverandi aldurstakmark úthlutunar er ekki endurskoðað og fært í 0-18 ár teljum við að jöfnuður sé ekki tryggður og styðjum því ekki reglur um Hvatapeninga í þessari mynd.
Tillagan borin upp og samþykkt með tveimur atkvæðum. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til byggðarráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 888. fundur - 13.11.2019

Reglum um Hvatapeninga 2020 vísað til byggðarráðs frá 271. fundi félags- og tómstundanefndar þann 5. nóvember 2019.
Reglurnar bornar undir atkvæði og samþykktar með tveimur atkvæðum Gísla Sigurðssonar (D) og Ingibjargar Huld Þórðardóttur (B). Samþykkt að vísa reglunum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Bjarni Jónsson (Vg) og Ólafur Bjarni Haraldsson (ByggðaLista) óska bókað:
Í ljósi þess að núverandi aldurstakmark úthlutunar er ekki endurskoðað og fært í 0-18 ár teljum við að jöfnuður sé ekki tryggður og styðjum því ekki reglur um Hvatapeninga í þessari mynd.
Gísli Sigurðsson og Ingibjörg Huld Þórðardóttir óska bókað:
Meirihluti sveitarstjórnar leggur áherslu á það forgangsmál að leitast við að jafna aðstöðumun á milli barna í dreifbýli og þéttbýli til íþrótta- og tómstundaiðkunar. Samhliða er verið að stíga skref til lækkunar aldursmarks vegna úthlutunar hvatapeninga. Með þessum hætti skipar Sveitarfélagið Skagafjörður sér í hóp þeirra sveitarfélaga í landinu sem best gera við fjölskyldufólk.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 391. fundur - 12.12.2019

Vísað frá 888. fundi byggðarráðs frá 13. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð er fram tillaga að endurskoðuðum reglum um Hvatapeninga.

Fulltrúar minnihluta sitja hjá og óska bókað.
Undirrituð telja að með tillögu meirihluta sé jöfnuður ekki tryggður nægjanlega með því að lækka aldur einungis um eitt ár. Við undirstrikum því áður fram lagða tillögu okkar og leggjum áherslu á mikilvægi þess að Sveitarfélagið Skagafjörður er heilsueflandi samfélag og ætti því að stuðla að samveru fjölskyldunnar í íþrótta- og tómstundastarfi, óháð aldri og fjárhag. Þann 9. júlí sl. lögðu VG og óháð ásamt Byggðalista fram tillögu í félags- og tómstundanefnd um að núverandi aldurstakmark úthlutunar Hvatapeninga yrði endurskoðað og fært úr 6-18 í 0-18 ára, því mikilvægt sé að jöfnuður gildi í úthlutun Hvatapeninga

Jóhanna Ey Harðardóttir og Ragnheiður Halldórsdóttir fulltrúar Byggðalistans
Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir fulltrúar VG og óháðra.


Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 5 atkvæðum.