Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Gunnupphæð fjárhagsaðstoðar 2020
Málsnúmer 1910271Vakta málsnúmer
2.Samráð; Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda (samræmd móttaka flóttafólks og breyting á skipan í innflytjendaráð)
Málsnúmer 1911047Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 5. nóvember 2019 þar sem félagsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 278/2019, "Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda (amræmd móttaka flóttafólks og breyting á skipan í innflytjendaráð)". Umsagnarfrestur er til og með 18.11.2019.
3.Umsagnarbeiðni;frumvarp til laga um um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138 2011 (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn)
Málsnúmer 1911024Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. nóvember 2019 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 66. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 18. nóvember nk.
4.Gjaldskrá tónlistarskóla
Málsnúmer 1910248Vakta málsnúmer
Gjaldskránni vísað frá 149. fundi fræðslunefndar þann 7. nóvember 2019.
Gjaldskráin samþykkt og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar með tveimur atkvæðum Gísla Sigurðssonar (D) og Ingibjargar Huldar Þórðardóttur (B). Bjarni Jónsson (VG og óháð) situr hjá við afgreiðslu málsins.
Bjarni Jónsson (VG og óháð) óskar bókað:
Mikilvægt er að öll börn eigi þess kost að stunda tónlistarskólanám.
Gjaldskráin samþykkt og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar með tveimur atkvæðum Gísla Sigurðssonar (D) og Ingibjargar Huldar Þórðardóttur (B). Bjarni Jónsson (VG og óháð) situr hjá við afgreiðslu málsins.
Bjarni Jónsson (VG og óháð) óskar bókað:
Mikilvægt er að öll börn eigi þess kost að stunda tónlistarskólanám.
5.Gjaldskrá leikskóla
Málsnúmer 1910247Vakta málsnúmer
Gjaldskránni vísað frá 149. fundi fræðslunefndar þann 7. nóvember 2019.
Gjaldskráin samþykkt og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar með tveimur atkvæðum Gísla Sigurðssonar (D) og Ingibjargar Huldar Þórðardóttur (B) gegn einu atkvæði Bjarna Jónssonar (VG og óháð).
Bjarni Jónsson (VG og óháð) óskar bókað:
VG og óháð leggjast á móti enn frekari hækkun leikskólagjalda í Skagafirði, sem voru orðin þau lægstu á landinu áður en meirihluti sjálfstæðisflokks og framsóknarflokks tók við. VG og óháð vilja efla enn frekar fjölskylduvænt samfélag í Skagafirði og telja mikilvægan lið í því að stefna að gjaldfríum leikskóla fyrir börn og fjölskyldur þeirra.
Gjaldskráin samþykkt og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar með tveimur atkvæðum Gísla Sigurðssonar (D) og Ingibjargar Huldar Þórðardóttur (B) gegn einu atkvæði Bjarna Jónssonar (VG og óháð).
Bjarni Jónsson (VG og óháð) óskar bókað:
VG og óháð leggjast á móti enn frekari hækkun leikskólagjalda í Skagafirði, sem voru orðin þau lægstu á landinu áður en meirihluti sjálfstæðisflokks og framsóknarflokks tók við. VG og óháð vilja efla enn frekar fjölskylduvænt samfélag í Skagafirði og telja mikilvægan lið í því að stefna að gjaldfríum leikskóla fyrir börn og fjölskyldur þeirra.
6.Gjaldskrá grunnskóla
Málsnúmer 1910246Vakta málsnúmer
Gjaldskránni vísað frá 149. fundi fræðslunefndar þann 7. nóvember 2019.
Gjaldskráin samþykkt og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar með tveimur atkvæðum Gísla Sigurðssonar (D) og Ingibjargar Huldar Þórðardóttur (B) gegn einu atkvæði Bjarna Jónssonar (VG og óháð).
Bjarni Jónsson (VG og óháð) óskar bókað:
VG og óháð vilja efla enn frekar fjölskylduvænt samfélag í Skagafirði og telja mikilvægan lið í því að stefna að gjaldfríum grunnskóla fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Í því felst að skólamáltíðir verði verði börnum að kostnaðarlausu. Ennfremur leggjum mikla áherslu á að eldaður sé frá frá grunni í skólunum sjálfum, góður og hollur matur, sem mest úr heimabyggð. Við minnum á þá stefnumörkun Skagafjarðar að í skólum sveitarfélagsins sé eins og kostur er boðið upp á holla og fjölbreytta fæðu svo sem kjöt, fisk, mjólkurvörur og grænmeti sem framleidd er í Skagafirði. Með því telur sveitarfélagið að komið sé til móts við bæði lýðheilsumarkmið, gildi heilsueflandi samfélags og lágmörkun kolefnisspors.
Gjaldskráin samþykkt og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar með tveimur atkvæðum Gísla Sigurðssonar (D) og Ingibjargar Huldar Þórðardóttur (B) gegn einu atkvæði Bjarna Jónssonar (VG og óháð).
Bjarni Jónsson (VG og óháð) óskar bókað:
VG og óháð vilja efla enn frekar fjölskylduvænt samfélag í Skagafirði og telja mikilvægan lið í því að stefna að gjaldfríum grunnskóla fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Í því felst að skólamáltíðir verði verði börnum að kostnaðarlausu. Ennfremur leggjum mikla áherslu á að eldaður sé frá frá grunni í skólunum sjálfum, góður og hollur matur, sem mest úr heimabyggð. Við minnum á þá stefnumörkun Skagafjarðar að í skólum sveitarfélagsins sé eins og kostur er boðið upp á holla og fjölbreytta fæðu svo sem kjöt, fisk, mjólkurvörur og grænmeti sem framleidd er í Skagafirði. Með því telur sveitarfélagið að komið sé til móts við bæði lýðheilsumarkmið, gildi heilsueflandi samfélags og lágmörkun kolefnisspors.
7.Gjaldskrá brunavarna - slökkvitækjaþjónusta 2020
Málsnúmer 1910270Vakta málsnúmer
Gjaldskránni vísað frá 162. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 8. nóvember 2019.
Byggðaráð samþykkir tillögu umhverfis- og samgöngunefndar.
Tillögunni vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðaráð samþykkir tillögu umhverfis- og samgöngunefndar.
Tillögunni vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
8.Gjaldskrá brunavarna 2020
Málsnúmer 1910264Vakta málsnúmer
Gjaldskránni vísað frá 162. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 8. nóvember 2019.
Byggðaráð samþykkir tillögu umhverfis- og samgöngunefndar.
Tillögunni vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðaráð samþykkir tillögu umhverfis- og samgöngunefndar.
Tillögunni vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
9.Gjaldskrá Skagfjarðarhafna 2020
Málsnúmer 1910267Vakta málsnúmer
Gjaldskránni vísað frá 162. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 8. nóvember 2019.
Byggðaráð samþykkir tillögu umhverfis- og samgöngunefndar.
Tillögunni vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðaráð samþykkir tillögu umhverfis- og samgöngunefndar.
Tillögunni vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
10.Gjaldskrá hunda- og kattahalds 2020
Málsnúmer 1910265Vakta málsnúmer
Gjaldskránni vísað frá 162. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 8. nóvember 2019.
Byggðaráð samþykkir tillögu umhverfis- og samgöngunefndar.
Tillögunni vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðaráð samþykkir tillögu umhverfis- og samgöngunefndar.
Tillögunni vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
11.Gjaldskrá fráveitu og tæmingu rotþróa 2020
Málsnúmer 1910268Vakta málsnúmer
Gjaldskránni vísað frá 162. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 8. nóvember 2019.
Byggðaráð samþykkir tillögu umhverfis- og samgöngunefndar.
Tillögunni vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðaráð samþykkir tillögu umhverfis- og samgöngunefndar.
Tillögunni vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
12.Undirbúningur hitaveituframkvæmda í Hegranesi
Málsnúmer 1908088Vakta málsnúmer
Málið áður á dagskrá 876. fundar byggðarráðs þann 21. ágúst 2019. Lögð fram svohljóðandi bókun 64. fundar veitunefndar frá 5. nóvember 2019: "Lögð var fram til kynningar hönnun og kostnaðaráætlun vegna lagningar hitaveitu um norðanvert Hegranes unnin af Braga Þór Haraldssyni á Verkfræðistofunni Stoð ehf. Veitunefnd leggur til og vísar til byggðarráðs að lagning hitaveitu um norðanvert Hegranes verði á fjárhagsáætlun næsta árs."
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að undirbúa gerð viðauka við fjárhagsáætlun 2019 vegna hluta framkvæmdarinnar og vísar því sem útaf stendur til gerðar fjárhagsáætlunar 2020.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að undirbúa gerð viðauka við fjárhagsáætlun 2019 vegna hluta framkvæmdarinnar og vísar því sem útaf stendur til gerðar fjárhagsáætlunar 2020.
13.Viðmiðurnarupph. v 21. gr.laga um málefni fatl.fólks styrkir til náms,verkf. og tækjakaupa.
Málsnúmer 1910278Vakta málsnúmer
Málinu vísað frá 271. fundi félags- og tómstundanefndar þann 5. nóvember 2019.
Byggðaráð samþykkir tillögu félags- og tómstundanefndar með tveimur atkvæðum Gísla Sigurðssonar (D) og Ingibjargar Huld Þórðardóttur (B). Bjarni Jónsson, fulltrúi VG og óháðra, óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.
Tillögunni vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Bjarni Jónsson (VG og óháðir) ítrekar svohljóðandi bókun fulltrúa VG og óháðra í félags- og tómstundanefnd:
Í ljósi þess að greiðslur hafa verið óbreyttar frá árinu 2013, er hækkun upp á 2,9% fyrir þarfa styrki af þessu tagi fyrir fatlaða einstaklinga skammarlega lág.
Gísli Sigurðsson (D) og Ingibjörg Huld Þórðardóttir (B) ítreka bókun fulltrúa Sjálfstæðis -og Framsóknarflokks í félags- og tómstundanefnd:
Í ljósi þess að flestar styrkbeiðnir eru vegna tölvukaupa og verð á tölvum hafa frekar lækkað síðustu ár er ekki talin ástæða til frekari hækkana.
Byggðaráð samþykkir tillögu félags- og tómstundanefndar með tveimur atkvæðum Gísla Sigurðssonar (D) og Ingibjargar Huld Þórðardóttur (B). Bjarni Jónsson, fulltrúi VG og óháðra, óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.
Tillögunni vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Bjarni Jónsson (VG og óháðir) ítrekar svohljóðandi bókun fulltrúa VG og óháðra í félags- og tómstundanefnd:
Í ljósi þess að greiðslur hafa verið óbreyttar frá árinu 2013, er hækkun upp á 2,9% fyrir þarfa styrki af þessu tagi fyrir fatlaða einstaklinga skammarlega lág.
Gísli Sigurðsson (D) og Ingibjörg Huld Þórðardóttir (B) ítreka bókun fulltrúa Sjálfstæðis -og Framsóknarflokks í félags- og tómstundanefnd:
Í ljósi þess að flestar styrkbeiðnir eru vegna tölvukaupa og verð á tölvum hafa frekar lækkað síðustu ár er ekki talin ástæða til frekari hækkana.
14.Greiðslu fyrir stuðningsfjölsk.2020
Málsnúmer 1910277Vakta málsnúmer
Málinu vísað frá 271. fundi félags- og tómstundanefndar þann 5. nóvember 2019.
Bjarni Jónsson leggur fram svohljóðandi breytingartillögu við samþykkt félags- og tómstundanefndar um hækkun svo greiðslur stuðningsfjölskyldna í sveitarfélaginu séu sambærilegar við greiðslur hjá Reykjavíkurborg.
Greiðslur á sólarhring:
* umönnunarflokkur 1: 38.915
* umönnunarflokkur 2: 30.115
* umönnunarflokkur 3: 23.190
Samanburður á milli Reykjavíkur og Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Reglur Reykjavíkurborgar 2019
Stuðningsfjölskylda skv. barnaverndarlögum árið 2019:
Greiðslur á sólarhring
21.765
Álagsgjald 28.260
Sérstakt álagsgjald 40.170
Stuðningsfjölskylda skv. lögum um fatlað fólk (á sólarhring eftir umönnunarflokki)
Upphæð 2019
Umönnunarflokkur 1
38.915
Umönnunarflokkur 2
30.115
Umönnunarflokkur 3
23.190
Reglur Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2019
1.fl.: Börn sem eru algerlega háð öðrum með athafnir daglegs lífs.
Greiddar eru kr. 21.500 fyrir hvern sólarhring.
2.fl.: Börn sem þurfa verulega aðstoð við athafnir daglegs lífs og gæslu.
Greiddar eru kr. 19.000 fyrir hvern sólarhring.
3. fl.: Börn sem þurfa minni aðstoð en skv. 1. og 2. fl. en þurfa eftirlit við athafnir daglegs lífs.
Greiddar eru kr. 17.000 fyrir hvern sólarhring.
Breytingartillagan borin undir atkvæði og felld með tveimur atkvæðum Gísla Sigurðssonar (D) og Ingibjargar Huldar Þórðardóttur (B) gegn einu atkvæði Bjarna Jónssonar (VG og óháðir).
Tillaga félags- og tómstundanefndar borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum Gísla og Ingibjargar gegn atkvæði Bjarna. Tillögunni vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Bjarni Jónsson leggur fram svohljóðandi breytingartillögu við samþykkt félags- og tómstundanefndar um hækkun svo greiðslur stuðningsfjölskyldna í sveitarfélaginu séu sambærilegar við greiðslur hjá Reykjavíkurborg.
Greiðslur á sólarhring:
* umönnunarflokkur 1: 38.915
* umönnunarflokkur 2: 30.115
* umönnunarflokkur 3: 23.190
Samanburður á milli Reykjavíkur og Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Reglur Reykjavíkurborgar 2019
Stuðningsfjölskylda skv. barnaverndarlögum árið 2019:
Greiðslur á sólarhring
21.765
Álagsgjald 28.260
Sérstakt álagsgjald 40.170
Stuðningsfjölskylda skv. lögum um fatlað fólk (á sólarhring eftir umönnunarflokki)
Upphæð 2019
Umönnunarflokkur 1
38.915
Umönnunarflokkur 2
30.115
Umönnunarflokkur 3
23.190
Reglur Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2019
1.fl.: Börn sem eru algerlega háð öðrum með athafnir daglegs lífs.
Greiddar eru kr. 21.500 fyrir hvern sólarhring.
2.fl.: Börn sem þurfa verulega aðstoð við athafnir daglegs lífs og gæslu.
Greiddar eru kr. 19.000 fyrir hvern sólarhring.
3. fl.: Börn sem þurfa minni aðstoð en skv. 1. og 2. fl. en þurfa eftirlit við athafnir daglegs lífs.
Greiddar eru kr. 17.000 fyrir hvern sólarhring.
Breytingartillagan borin undir atkvæði og felld með tveimur atkvæðum Gísla Sigurðssonar (D) og Ingibjargar Huldar Þórðardóttur (B) gegn einu atkvæði Bjarna Jónssonar (VG og óháðir).
Tillaga félags- og tómstundanefndar borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum Gísla og Ingibjargar gegn atkvæði Bjarna. Tillögunni vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
15.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning 2020
Málsnúmer 1910276Vakta málsnúmer
Málinu vísað frá 271. fundi félags- og tómstundanefndar þann 5. nóvember 2019 til byggðarráðs. Svo var bókað: "Félags- og tómstundanefnd samþykkir að leggja til við byggðaráð eftirfarandi breytingar á reglum Sveitarfélagsins Skagafjarðar um sérstakan húsnæðisstuðning. 1. gr. önnur málsgrein. Felldur verði brott textinn „þeim sem leigja á almennum markaði“. Málsgreinin hljóði svo: „Sérstakur húsnæðisstuðingur er ætlaður þeim fjölskyldum og einstaklingum sem leigja í Sveitarfélaginu Skagafirði, sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, lítilla eigna, þungrar framfærslubyrði og félagslegra aðstæðna“. 3. gr. 1 liður. Í stað þess að umsækjandi skuli búa í íbúðarhúsnæði á almennum markaði komi textinn „Umsækjandi skal búa í íbúðarhúsnæði í Sveitarfélaginu Skagafirði. Breytingarnar taki gildi 1.janúar 2020. Vísað til byggðaráðs."
Byggðarráð samþykkir tillögu félags- og tómstundanefndar og vísar til afgreiðslu sveitastjórnar.
Byggðarráð samþykkir tillögu félags- og tómstundanefndar og vísar til afgreiðslu sveitastjórnar.
16.Reglur um Hvatapeninga 2020
Málsnúmer 1910251Vakta málsnúmer
Reglum um Hvatapeninga 2020 vísað til byggðarráðs frá 271. fundi félags- og tómstundanefndar þann 5. nóvember 2019.
Reglurnar bornar undir atkvæði og samþykktar með tveimur atkvæðum Gísla Sigurðssonar (D) og Ingibjargar Huld Þórðardóttur (B). Samþykkt að vísa reglunum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Bjarni Jónsson (Vg) og Ólafur Bjarni Haraldsson (ByggðaLista) óska bókað:
Í ljósi þess að núverandi aldurstakmark úthlutunar er ekki endurskoðað og fært í 0-18 ár teljum við að jöfnuður sé ekki tryggður og styðjum því ekki reglur um Hvatapeninga í þessari mynd.
Gísli Sigurðsson og Ingibjörg Huld Þórðardóttir óska bókað:
Meirihluti sveitarstjórnar leggur áherslu á það forgangsmál að leitast við að jafna aðstöðumun á milli barna í dreifbýli og þéttbýli til íþrótta- og tómstundaiðkunar. Samhliða er verið að stíga skref til lækkunar aldursmarks vegna úthlutunar hvatapeninga. Með þessum hætti skipar Sveitarfélagið Skagafjörður sér í hóp þeirra sveitarfélaga í landinu sem best gera við fjölskyldufólk.
Reglurnar bornar undir atkvæði og samþykktar með tveimur atkvæðum Gísla Sigurðssonar (D) og Ingibjargar Huld Þórðardóttur (B). Samþykkt að vísa reglunum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Bjarni Jónsson (Vg) og Ólafur Bjarni Haraldsson (ByggðaLista) óska bókað:
Í ljósi þess að núverandi aldurstakmark úthlutunar er ekki endurskoðað og fært í 0-18 ár teljum við að jöfnuður sé ekki tryggður og styðjum því ekki reglur um Hvatapeninga í þessari mynd.
Gísli Sigurðsson og Ingibjörg Huld Þórðardóttir óska bókað:
Meirihluti sveitarstjórnar leggur áherslu á það forgangsmál að leitast við að jafna aðstöðumun á milli barna í dreifbýli og þéttbýli til íþrótta- og tómstundaiðkunar. Samhliða er verið að stíga skref til lækkunar aldursmarks vegna úthlutunar hvatapeninga. Með þessum hætti skipar Sveitarfélagið Skagafjörður sér í hóp þeirra sveitarfélaga í landinu sem best gera við fjölskyldufólk.
17.Hvatapeningar til barna yngri en 6 ára
Málsnúmer 1903218Vakta málsnúmer
Lögð fram bókun 271. fundar félags- og tómstundanefndar frá 5. nóvember 2019.
Bjarni Jónsson (Vg) og Ólafur Bjarni Haraldsson (ByggðaLista) leggja fram breytingartillögu við samþykkt félags- og tómstundanefndar um að núverandi aldurstakmark úthlutunar Hvatapeninga yrði endurskoðað og fært úr 5-18 í 0-18 ára, því mikilvægt sé að jöfnuður gildi í úthlutun Hvatapeninga.
Breytingartillagan borin undir atkvæði og felld með tveimur atkvæðum Gísla Sigurðssonar (D) og Ingibjörgu Huld Þórðardóttur (B).
Tillaga félags- og tómstundanefndar borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum Gísla og Ingibjargar gegn atkvæði Bjarna. Tillögunni vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Bjarni Jónsson og Ólafur Bjarni Haraldsson óska bókað:
Undirritaðir telja að með tillögu meirihluta sé jöfnuður ekki tryggður nægjanlega með því að lækka aldur einungis um eitt ár. Við undirstrikum því áður fram lagða tillögu okkar og leggjum áherslu á mikilvægi þess að Sveitarfélagið Skagafjörður er heilsueflandi samfélag og ætti því að stuðla að samveru fjölskyldunnar í íþrótta- og tómstundastarfi, óháð aldri og fjárhag.
Þann 9. júlí sl. lögðu VG og óháð ásamt Byggðalista fram tillögu í félags- og tómstundanefnd um að núverandi aldurstakmark úthlutunar Hvatapeninga yrði endurskoðað og fært úr 6-18 í 0-18 ára, því mikilvægt sé að jöfnuður gildi í úthlutun Hvatapeninga.
Gísli Sigurðsson og Ingibjörg Huld Þórðardóttir óska bókað:
Vísað til bókunar meirihluta félags- og tómstundanefndar og ítrekað að Sveitarfélagið Skagafjörður hefur tekið reglur um Hvatapeninga og upphæðir til gagngerrar endurskoðunar. Fjármunir til verkefnisins hafa verið auknir verulega og jafnframt hefur ítarlegt samtal við UMSS farið fram. Styrkir til íþróttafélaganna hafa einnig verið auknir. Mikilvægt er að halda til haga að góð sátt ríkir um að æfinga- og þátttökugjöldum sé stillt í hóf. Þegar horft er til annarra sveitarfélaga er augljóst að Sveitarfélagið Skagafjörður skipar sér sess meðal þeirra sem best gera við fjölskyldufólk. Á það m.a. við um gjöld fyrir leikskóla, tónlistarskóla, foreldragreiðslur o.fl. Hvað varðar aldursmörk úthlutunar Hvatapeninga sérstaklega, þá voru reglur hjá 31 sveitarfélagi í landinu skoðaðar. Af þeim voru 5 sveitarfélög með aldursmörk frá 0 ára, 3 sveitarfélög voru með aldursmörk frá 4 ára, 6 sveitarfélög með aldursmörk frá 5 ára og 17 sveitarfélög með aldursmörk frá 6 ára aldri. Af þessu má ljóst vera að Sveitarfélagið Skagafjörður gerir vel hvað aldursmörk varðar í samanburði við önnur sveitarfélög. Það er alltaf álitamál hvernig á að forgangsraða þeim fjármunum sem til ráðstöfunar eru á hverjum tíma. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur mikinn vilja til að forgangsraða í þágu fjölskyldunnar og telur sig gera það vel. Hvað varðar jöfnuð gagnvart aðstöðu barna til íþrótta- og tómstundaæfinga er áhersla nú lögð á að jafna aðstöðumun barna í dreifbýli og þéttbýli og hafa fjármunir verið auknir til ýmissa verkefna er því tengist. M.a. er nýbúið að koma á þjónustu við börn austan Vatna með því að flétta íþrótta- og tómstundastarf inn í samfelldan skóladag og jafnframt hefur fyrirkomulag frístundastrætó verið breytt og ferðum fjölgað. Með þessu er leitast við að koma sem best til móts við íbúa í dreifbýli sem þéttbýli Skagafjarðar og jafna aðstöðumun þar á milli, samhliða því sem aldursviðmið eru lækkuð.
Bjarni Jónsson (Vg) og Ólafur Bjarni Haraldsson (ByggðaLista) leggja fram breytingartillögu við samþykkt félags- og tómstundanefndar um að núverandi aldurstakmark úthlutunar Hvatapeninga yrði endurskoðað og fært úr 5-18 í 0-18 ára, því mikilvægt sé að jöfnuður gildi í úthlutun Hvatapeninga.
Breytingartillagan borin undir atkvæði og felld með tveimur atkvæðum Gísla Sigurðssonar (D) og Ingibjörgu Huld Þórðardóttur (B).
Tillaga félags- og tómstundanefndar borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum Gísla og Ingibjargar gegn atkvæði Bjarna. Tillögunni vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Bjarni Jónsson og Ólafur Bjarni Haraldsson óska bókað:
Undirritaðir telja að með tillögu meirihluta sé jöfnuður ekki tryggður nægjanlega með því að lækka aldur einungis um eitt ár. Við undirstrikum því áður fram lagða tillögu okkar og leggjum áherslu á mikilvægi þess að Sveitarfélagið Skagafjörður er heilsueflandi samfélag og ætti því að stuðla að samveru fjölskyldunnar í íþrótta- og tómstundastarfi, óháð aldri og fjárhag.
Þann 9. júlí sl. lögðu VG og óháð ásamt Byggðalista fram tillögu í félags- og tómstundanefnd um að núverandi aldurstakmark úthlutunar Hvatapeninga yrði endurskoðað og fært úr 6-18 í 0-18 ára, því mikilvægt sé að jöfnuður gildi í úthlutun Hvatapeninga.
Gísli Sigurðsson og Ingibjörg Huld Þórðardóttir óska bókað:
Vísað til bókunar meirihluta félags- og tómstundanefndar og ítrekað að Sveitarfélagið Skagafjörður hefur tekið reglur um Hvatapeninga og upphæðir til gagngerrar endurskoðunar. Fjármunir til verkefnisins hafa verið auknir verulega og jafnframt hefur ítarlegt samtal við UMSS farið fram. Styrkir til íþróttafélaganna hafa einnig verið auknir. Mikilvægt er að halda til haga að góð sátt ríkir um að æfinga- og þátttökugjöldum sé stillt í hóf. Þegar horft er til annarra sveitarfélaga er augljóst að Sveitarfélagið Skagafjörður skipar sér sess meðal þeirra sem best gera við fjölskyldufólk. Á það m.a. við um gjöld fyrir leikskóla, tónlistarskóla, foreldragreiðslur o.fl. Hvað varðar aldursmörk úthlutunar Hvatapeninga sérstaklega, þá voru reglur hjá 31 sveitarfélagi í landinu skoðaðar. Af þeim voru 5 sveitarfélög með aldursmörk frá 0 ára, 3 sveitarfélög voru með aldursmörk frá 4 ára, 6 sveitarfélög með aldursmörk frá 5 ára og 17 sveitarfélög með aldursmörk frá 6 ára aldri. Af þessu má ljóst vera að Sveitarfélagið Skagafjörður gerir vel hvað aldursmörk varðar í samanburði við önnur sveitarfélög. Það er alltaf álitamál hvernig á að forgangsraða þeim fjármunum sem til ráðstöfunar eru á hverjum tíma. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur mikinn vilja til að forgangsraða í þágu fjölskyldunnar og telur sig gera það vel. Hvað varðar jöfnuð gagnvart aðstöðu barna til íþrótta- og tómstundaæfinga er áhersla nú lögð á að jafna aðstöðumun barna í dreifbýli og þéttbýli og hafa fjármunir verið auknir til ýmissa verkefna er því tengist. M.a. er nýbúið að koma á þjónustu við börn austan Vatna með því að flétta íþrótta- og tómstundastarf inn í samfelldan skóladag og jafnframt hefur fyrirkomulag frístundastrætó verið breytt og ferðum fjölgað. Með þessu er leitast við að koma sem best til móts við íbúa í dreifbýli sem þéttbýli Skagafjarðar og jafna aðstöðumun þar á milli, samhliða því sem aldursviðmið eru lækkuð.
18.Skíðasvæðið í Tindastóli
Málsnúmer 1910208Vakta málsnúmer
Málið áður á dagskrá 886. fundar byggðarráðs, þann 31. október 2019. Lagt fram bréf dagsett 11. október 2019 frá skíðadeild Tindastóls þar sem deildin óskar eftir því að fá leyfi til að nefna skíðasvæðið í Tindastóli, AVIS skíðasvæðið í Tindastóli. Skíðadeild Tindastóls er rekstraraðili skíðasvæðisins samkvæmt samningi við Sveitarfélagið Skagafjörð.
Málið rætt og samþykkt að fresta afgreiðslu málsins þar til tillaga að stefnu um nafngiftir íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu hefur verið lögð fram.
Málið rætt og samþykkt að fresta afgreiðslu málsins þar til tillaga að stefnu um nafngiftir íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu hefur verið lögð fram.
19.Fyrirspurn
Málsnúmer 1911080Vakta málsnúmer
Lögð fram fyrirspurn Ólafs Bjarna Haraldssonar, dagsett 9. nóvember 2019.
Er búið að koma hita á útileikvelli við Varmahlíðarskóla, þ.e. körfu- og fótboltavelli? Ef svo er ekki, af hvaða ástæðum og hvenær er fyrirhugað að hiti verði kominn á þá? Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Greinargerð með fyrirspurn;
Á ferðum mínum um sveitarfélagið nýlega tók ég efrir að nýr körfuboltavöllur við Varmahlíðarskóla var klakalagður og ljóst að ekki var hiti á vellinum. Það getur verið hættulegt þeim sem nota völlinn, sem og kostnaðarsamt fyrir sveitarfélagið ef frostskemmdir á lögnum vallarins verða. Einnig sýndist mér gervigrasvöllurinn óupphitaður og óska ég eftir skýringum á því.
Ólafur Bjarni Haraldsson Byggðalista
Eftirfarandi svar lagt fram:
"Undanfarna daga hefur verið unnið að uppsetningu tengigrindar fyrir snjóbræðslu í körfuboltavöll í Varmahlíð en ekki tókst að klára verkið fyrir upphaf skólaárs vegna anna hjá verktaka. Stefnt er á að kominn verði hiti á völlinn á næstu dögum. Frostlögur var kominn á slaufur undir velli fyrir haustið svo ekki er hætta á að þær hafi orðið fyrir skemmdum.
Hitalagnir undir sparkvelli í Varmahlíð eru í virkni og hafa verið það í allt haust."
Er búið að koma hita á útileikvelli við Varmahlíðarskóla, þ.e. körfu- og fótboltavelli? Ef svo er ekki, af hvaða ástæðum og hvenær er fyrirhugað að hiti verði kominn á þá? Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Greinargerð með fyrirspurn;
Á ferðum mínum um sveitarfélagið nýlega tók ég efrir að nýr körfuboltavöllur við Varmahlíðarskóla var klakalagður og ljóst að ekki var hiti á vellinum. Það getur verið hættulegt þeim sem nota völlinn, sem og kostnaðarsamt fyrir sveitarfélagið ef frostskemmdir á lögnum vallarins verða. Einnig sýndist mér gervigrasvöllurinn óupphitaður og óska ég eftir skýringum á því.
Ólafur Bjarni Haraldsson Byggðalista
Eftirfarandi svar lagt fram:
"Undanfarna daga hefur verið unnið að uppsetningu tengigrindar fyrir snjóbræðslu í körfuboltavöll í Varmahlíð en ekki tókst að klára verkið fyrir upphaf skólaárs vegna anna hjá verktaka. Stefnt er á að kominn verði hiti á völlinn á næstu dögum. Frostlögur var kominn á slaufur undir velli fyrir haustið svo ekki er hætta á að þær hafi orðið fyrir skemmdum.
Hitalagnir undir sparkvelli í Varmahlíð eru í virkni og hafa verið það í allt haust."
20.Uppsögn leigusamnings - lóð 24 á Nöfum L143965
Málsnúmer 1909296Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. september 2019 þar sem lóðarleigusamningi Auðbjargar Pálsdóttur, kt. 170150-4309, vegna Lóðar 24 á Nöfum er sagt upp. Landnúmer 143965.
Byggðarráð samþykkir að lóðin verði auglýst til leigu frá 1. janúar 2020.
Byggðarráð samþykkir að lóðin verði auglýst til leigu frá 1. janúar 2020.
21.Uppsögn lóðar no 1 á Nöfum, landnr. 218100
Málsnúmer 1911010Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dagsett 4. nóvember 2019 frá Svanhildi Dagbjörtu Einarsdóttur, kt. 101248-4109 þar sem hún segir upp f.h. lóðarhafa, lóðarleigusamningi vegna Lóðar 01 á Nöfum frá 31. desember 2019 að telja. Landnúmer 218100.
Byggðarráð samþykkir að lóðin verði auglýst til leigu frá 1. janúar 2020.
Byggðarráð samþykkir að lóðin verði auglýst til leigu frá 1. janúar 2020.
Fundi slitið - kl. 16:00.
Byggðaráð samþykkir tillögu félags- og tómstundanefndar.
Tillögunni vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.