Fara í efni

Gunnupphæð fjárhagsaðstoðar 2020

Málsnúmer 1910271

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 271. fundur - 05.11.2019

Félag- og tómstundanefnd samþykkir að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar frá 1.janúar 2020 verði reiknuð með sama hætti og verið hefur, þ.e. viðmiðun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar árið 2020 verði 82% af lágmarks atvinnuleysisbótum á mánuði eins og þær eru í nóvember 2019. Full fjárhagsaðstoð einstaklings frá og með 1.janúar 2020 er því 229.370 kr. Vísað til byggðaráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 888. fundur - 13.11.2019

Málinu vísað frá 271. fundi félags- og tómstundanefndar þann 5. nóvember 2019.
Byggðaráð samþykkir tillögu félags- og tómstundanefndar.
Tillögunni vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 391. fundur - 12.12.2019

Vísað frá 888. fundi byggðrráðs 13. nóv. sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Lagt er til að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar frá 1.janúar 2020 verði reiknuð með sama hætti og verið hefur, þ.e. viðmiðun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar árið 2020 verði 82% af lágmarks atvinnuleysisbótum á mánuði eins og þær eru í nóvember 2019. Full fjárhagsaðstoð einstaklings frá og með 1.janúar 2020 er því 229.370 kr.
Gjaldskráin borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.