Fara í efni

Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning 2020

Málsnúmer 1910276

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 271. fundur - 05.11.2019

Félags- og tómstundanefnd samþykkir að leggja til við byggðaráð eftirfarandi breytingar á reglum Sveitarfélagsins Skagafjarðar um sérstakan húsnæðisstuðning.
1. gr. önnur málsgrein. Felldur verði brott textinn „þeim sem leigja á almennum markaði“.
Málsgreinin hljóði svo: „Sérstakur húsnæðisstuðingur er ætlaður þeim fjölskyldum og einstaklingum sem leigja í Sveitarfélaginu Skagafirði, sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, lítilla eigna, þungrar framfærslubyrði og félagslegra aðstæðna“.
3. gr. 1 liður. Í stað þess að umsækjandi skuli búa í íbúðarhúsnæði á almennum markaði komi textinn „Umsækjandi skal búa í íbúðarhúsnæði í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Breytingarnar taki gildi 1.janúar 2020.Vísað til byggðaráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 888. fundur - 13.11.2019

Málinu vísað frá 271. fundi félags- og tómstundanefndar þann 5. nóvember 2019 til byggðarráðs. Svo var bókað: "Félags- og tómstundanefnd samþykkir að leggja til við byggðaráð eftirfarandi breytingar á reglum Sveitarfélagsins Skagafjarðar um sérstakan húsnæðisstuðning. 1. gr. önnur málsgrein. Felldur verði brott textinn „þeim sem leigja á almennum markaði“. Málsgreinin hljóði svo: „Sérstakur húsnæðisstuðingur er ætlaður þeim fjölskyldum og einstaklingum sem leigja í Sveitarfélaginu Skagafirði, sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, lítilla eigna, þungrar framfærslubyrði og félagslegra aðstæðna“. 3. gr. 1 liður. Í stað þess að umsækjandi skuli búa í íbúðarhúsnæði á almennum markaði komi textinn „Umsækjandi skal búa í íbúðarhúsnæði í Sveitarfélaginu Skagafirði. Breytingarnar taki gildi 1.janúar 2020. Vísað til byggðaráðs."
Byggðarráð samþykkir tillögu félags- og tómstundanefndar og vísar til afgreiðslu sveitastjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 391. fundur - 12.12.2019

Vísað frá 888. fundi byggðarráðs frá 13.nóvmeber sl. til afgreiðslu sveitastjórnar.

Byggðarráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn eftirfarandi breytingar á reglum Sveitarfélagsins Skagafjarðar um sérstakan húsnæðisstuðning.

1. gr. önnur málsgrein. Felldur verði brott textinn "þeim sem leigja á almennum markaði". Málsgreinin hljóði svo: "Sérstakur húsnæðisstuðingur er ætlaður þeim fjölskyldum og einstaklingum sem leigja í Sveitarfélaginu Skagafirði, sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, lítilla eigna, þungrar framfærslubyrði og félagslegra aðstæðna".

3. gr. 1 liður. Í stað þess að umsækjandi skuli búa í íbúðarhúsnæði á almennum markaði komi textinn "Umsækjandi skal búa í íbúðarhúsnæði í Sveitarfélaginu Skagafirði". Breytingarnar taki gildi 1.janúar 2020."

Regína Valdimarsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í atkvæðagreiðslu sem starfmaður Íbúðalánasjóðs.

Borið upp til afgreiðslu sveitastjórnar og samþykkt með 8 atkvæðum.