Fara í efni

Greiðslu fyrir stuðningsfjölsk.2020

Málsnúmer 1910277

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 271. fundur - 05.11.2019

Félags- og tómstundanefnd samþykkir að fjárhæðir greiðslna vegna þjónustu stuðningsfjölskylda verið eftirfarandi frá 1.janúar 2020.
1. fl.: Börn sem eru algerlega háð öðrum með athafnir daglegs lífs.
Greiddar eru kr. 22.000 fyrir hvern sólarhring.
2. fl.: Börn sem þurfa verulega aðstoð við athafnir daglegs lífs og gæslu.
Greiddar eru kr. 19.500 fyrir hvern sólarhring.
3. fl.: Börn sem þurfa minni aðstoð en skv. 1. og 2. fl. en þurfa eftirlit við athafnir daglegs lífs.
Greiddar eru kr. 17.500 fyrir hvern sólarhring.
Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli barnaverndarlaga skv. 2.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins.
Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli félagsþjónustulaga skv. 3.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins.
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra, óskar eftirfarandi bókað:
Greiðslur til stuðningsfjölskyldna er brýnt að hækka, ekki síst í ljósi þess að ekki er tekið þátt í neinum útlögðum kostnaði vegna afþreyingu skjólstæðings. Hækkun greiðslna gerir stuðningsfjölskyldum kleift að koma enn betur til móts við þarfir skjólstæðinga. Lítill munur er á greiðslum milli flokka þó mikill munur sé á þjónustuþörf þar á milli.
Lögð fram tillaga um hækkun svo greiðslur stuðningsfjölskyldna í sveitarfélaginu séu sambærilegar við greiðslur hjá Reykjavíkurborg.
Greiðslur á sólarhring:
* umönnunarflokkur 1: 38.915
* umönnunarflokkur 2: 30.115
* umönnunarflokkur 3: 23.190
Samanburður á milli Reykjavíkur og Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Reglur Reykjavíkurborgar 2019
Stuðningsfjölskylda skv. barnaverndarlögum
Upphæð 2019
Greiðslur á sólarhring
21.765
Álagsgjald
28.260
Sérstakt álagsgjald
40.170

Stuðningsfjölskylda skv. lögum um fatlað folk (á sólarhring eftir umönnunarflokki)
Upphæð 2019
Umönnunarflokkur 1
38.915
Umönnunarflokkur 2
30.115
Umönnunarflokkur 3
23.190

Reglur Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2019
1.fl.: Börn sem eru algerlega háð öðrum með athafnir daglegs lífs.
Greiddar eru kr. 21.500 fyrir hvern sólarhring.
2.fl.: Börn sem þurfa verulega aðstoð við athafnir daglegs lífs og gæslu.
Greiddar eru kr. 19.000 fyrir hvern sólarhring.
3. fl.: Börn sem þurfa minni aðstoð en skv. 1. og 2. fl. en þurfa eftirlit við athafnir daglegs lífs.
Greiddar eru kr. 17.000 fyrir hvern sólarhring.

Tillaga Steinunnar Rósu Guðmundsdóttur borin undir atkvæði. Tillagan er felld með tveimur atkvæðum gegn einu.
Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks óska bókað að fjárhæðir hafa hækkað töluvert undanfarið og taka mið af gjaldskrám fyrir þessa þjónustu í nágrannasveitarfélögum.
Tillaga meirihluta borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum.
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra, óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til byggðaráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 888. fundur - 13.11.2019

Málinu vísað frá 271. fundi félags- og tómstundanefndar þann 5. nóvember 2019.
Bjarni Jónsson leggur fram svohljóðandi breytingartillögu við samþykkt félags- og tómstundanefndar um hækkun svo greiðslur stuðningsfjölskyldna í sveitarfélaginu séu sambærilegar við greiðslur hjá Reykjavíkurborg.
Greiðslur á sólarhring:
* umönnunarflokkur 1: 38.915
* umönnunarflokkur 2: 30.115
* umönnunarflokkur 3: 23.190
Samanburður á milli Reykjavíkur og Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Reglur Reykjavíkurborgar 2019
Stuðningsfjölskylda skv. barnaverndarlögum árið 2019:
Greiðslur á sólarhring
21.765
Álagsgjald 28.260
Sérstakt álagsgjald 40.170

Stuðningsfjölskylda skv. lögum um fatlað fólk (á sólarhring eftir umönnunarflokki)
Upphæð 2019
Umönnunarflokkur 1
38.915
Umönnunarflokkur 2
30.115
Umönnunarflokkur 3
23.190

Reglur Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2019
1.fl.: Börn sem eru algerlega háð öðrum með athafnir daglegs lífs.
Greiddar eru kr. 21.500 fyrir hvern sólarhring.
2.fl.: Börn sem þurfa verulega aðstoð við athafnir daglegs lífs og gæslu.
Greiddar eru kr. 19.000 fyrir hvern sólarhring.
3. fl.: Börn sem þurfa minni aðstoð en skv. 1. og 2. fl. en þurfa eftirlit við athafnir daglegs lífs.
Greiddar eru kr. 17.000 fyrir hvern sólarhring.

Breytingartillagan borin undir atkvæði og felld með tveimur atkvæðum Gísla Sigurðssonar (D) og Ingibjargar Huldar Þórðardóttur (B) gegn einu atkvæði Bjarna Jónssonar (VG og óháðir).

Tillaga félags- og tómstundanefndar borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum Gísla og Ingibjargar gegn atkvæði Bjarna. Tillögunni vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 391. fundur - 12.12.2019

Vísað frá 888. fundi byggðarráðs frá 13. nóv. sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Lögð fram tillaga um að fjárhæðir greiðslna vegna þjónustu stuðningsfjölskylda verið eftirfarandi frá 1. janúar 2020.
1. fl.: Börn sem eru algerlega háð öðrum með athafnir daglegs lífs. Greiddar eru kr. 22.000 fyrir hvern sólarhring.
2. fl.: Börn sem þurfa verulega aðstoð við athafnir daglegs lífs og gæslu. Greiddar eru kr. 19.500 fyrir hvern sólarhring.
3. fl.: Börn sem þurfa minni aðstoð en skv. 1. og 2. fl. en þurfa eftirlit við athafnir daglegs lífs. Greiddar eru kr. 17.500 fyrir hvern sólarhring. Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli barnaverndarlaga skv. 2.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins.
Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli félagsþjónustulaga skv. 3.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins.
Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér hljóðs og óskar bókað: Greiðslur til stuðningsfjölskyldna er brýnt að hækka, ekki síst í ljósi þess að ekki er tekið þátt í neinum útlögðum kostnaði vegna afþreyingu skjólstæðings. Hækkun greiðslna gerir stuðningsfjölskyldum kleift að koma enn betur til móts við þarfir skjólstæðinga. Lítill munur er á greiðslum milli flokka þó mikill munur sé á þjónustuþörf þar á milli.

Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson VG og óháðum

Gísli Sigurðsson tók til máls og óskar bókað:
Sveitarfélögum í landinu er í sjálfsvald sett að setja sína gjaldskrá til handa stuðningsfjölskyldum. Á árinu 2017 hækkuðu greiðslur Sveitarfélagsins Skagafjarðar til stuðningsfjölskyldna sbr. eftirfarandi: Greiðslur í 1. flokki um 15%, greiðslur í 2. flokki um 31% og í 3. flokki um 52%. Fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir að greiðslur hækki um 2-3%. Þegar greiðslur til stuðningsfjölskyldna eru ákvarðaðar er m.a. horft til þess hvað önnur sveitarfélög á landsbyggðinni gera og eru greiðslur okkar nú í góðu samræmi við m.a. það sem gert er t.d. á Akureyri. Það sem þó vegur einna þyngst við ákvörðun gjaldskrár er sú staðreynd að Sveitarfélagið Skagafjörður býður upp á að fjölskyldur fatlaðra barna geti einnig nýtt Skammtímadvöl á Sauðárkróki. Sú þjónusta, að fjölskyldur fatlaðra barna eigi hvoru tveggja kost á stuðningsfjölskyldu og skammtímadvöl er óvíða í boði. Heildarkostnaður við þjónustu vegna stuðnings við fjölskyldur fatlaðra barna og ungmenna hvað þetta varðar er því síst minni hjá Sveitarfélaginu Skagafirði en hjá Reykjavíkurborg, trúlega mun meiri.


Stefán Vagn Stefánsson
Gísli Sigurðsson
Regína Valdimarsdóttir
Ingibjörg Huld Þórðardóttir
Laufey Kristín Skúladóttir



Bjarni Jónsson og Álhhildur Leifsdóttir óakað bókað að þau sitji hjá við atkvæðagreiðslu.Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 7 atkvæðum.