Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 71
Málsnúmer 1911026F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 391. fundur - 12.12.2019
Fundargerð 71. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 28. nóvember 2019 lögð fram til afgreiðslu á 391. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson, Stefán Vagn Stefánsson, Gísli Sigurðsson, Bjarni Jónsson, Gísli Sigurðsson, Álfhildur Leifsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Bjarni Jónsson og Jóhanna Ey Harðardóttir kvöddu sér hljóðs.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 71 Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 05 (menningarmál)á árinu 2020.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 71 Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 13 (atvinnumál)á árinu 2020.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 71 Tekin fyrir beiðni frá Stefaníu Hjördísi Leifsdóttur fyrir hönd Ferðaþjónustunnar á Brúnastöðum, dagsett 10.05.2019 um framlengingu á leigusamningi um félagsheimilið Ketilás.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að gera skammtíma samning við Ferðaþjónustuna á Brúnastöðum út árið 2020.
Nefndin samþykkir að fyrri hluta árs 2020 verði rekstur félagsheimilisins auglýstur til leigu frá og með 1. janúar 2021 og til lengri tíma. Starfsmönnum nefndarinnar falið að auglýsa eftir rekstraraðila fyrir félagsheimilið og óskar jafnframt eftir upplýsingum um hvernig viðkomandi hyggist standa að rekstri og framtíðaráformum. Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 71 Tekin fyrir beiðni frá Mörtu Maríu Friðþjófsdóttur dagsett 30.10.2019 þar sem hún óskar eftir því að auglýst verði eftir nýjum rekstraraðila fyrir félagsheimilið Árgarð.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að rekstur félagsheimilisins verði auglýstur til leigu til lengri tíma. Starfsmönnum nefndarinnar falið að auglýsa eftir rekstraraðila fyrir félagsheimilið og óskar jafnframt eftir upplýsingum um hvernig viðkomandi hyggist standa að rekstri og framtíðaráformum. Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 71 Tekinn fyrir samningur sveitarfélagsins við Króksbíó um rekstur félagsheimilisins Bifrastar.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að gera skammtíma samning við Króksbíó út árið 2020.
Nefndin samþykkir að fyrri hluta árs 2020 verði rekstur félagsheimilisins auglýstur til leigu frá og með 1. janúar 2021 og til lengri tíma. Starfsmönnum nefndarinnar falið að auglýsa eftir rekstraraðila fyrir félagsheimilið og óskar jafnframt eftir upplýsingum um hvernig viðkomandi hyggist standa að rekstri og framtíðaráformum. Bókun fundar Fulltrúar VG og óháðra óskað bókað: Mikilvægt er að menningarsögulegu gildi og menningarstarfsemi í félagsheimilinu Bifröst sé sómi sýndur og horft sé til Bifrastar sem eins af menningarhúsum Skagafjarðar.
Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum
Afgreiðsla 71. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.