Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

71. fundur 28. nóvember 2019 kl. 09:30 - 10:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Sigríður Magnúsdóttir varaform.
  • Ragnheiður Halldórsdóttir ritari
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Álfhildur Leifsdóttir
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir
  • Regína Valdimarsdóttir
Fundargerð ritaði: Sigfús Ólafur Guðmundsson Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2020 - Menningarmál - málaflokkur 05

Málsnúmer 1911038Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 05 (menningarmál)á árinu 2020.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til byggðarráðs.

2.Fjárhagsáætlun 2020 - Ferðamál - Málaflokkur 13

Málsnúmer 1911039Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 13 (atvinnumál)á árinu 2020.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til byggðarráðs.

3.Ósk um framlengingu á leigusamning - Ketilás

Málsnúmer 1909147Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni frá Stefaníu Hjördísi Leifsdóttur fyrir hönd Ferðaþjónustunnar á Brúnastöðum, dagsett 10.05.2019 um framlengingu á leigusamningi um félagsheimilið Ketilás.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að gera skammtíma samning við Ferðaþjónustuna á Brúnastöðum út árið 2020.
Nefndin samþykkir að fyrri hluta árs 2020 verði rekstur félagsheimilisins auglýstur til leigu frá og með 1. janúar 2021 og til lengri tíma. Starfsmönnum nefndarinnar falið að auglýsa eftir rekstraraðila fyrir félagsheimilið og óskar jafnframt eftir upplýsingum um hvernig viðkomandi hyggist standa að rekstri og framtíðaráformum.

4.Rekstur félagsheimilisins Árgarðs 2019

Málsnúmer 1911195Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni frá Mörtu Maríu Friðþjófsdóttur dagsett 30.10.2019 þar sem hún óskar eftir því að auglýst verði eftir nýjum rekstraraðila fyrir félagsheimilið Árgarð.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að rekstur félagsheimilisins verði auglýstur til leigu til lengri tíma. Starfsmönnum nefndarinnar falið að auglýsa eftir rekstraraðila fyrir félagsheimilið og óskar jafnframt eftir upplýsingum um hvernig viðkomandi hyggist standa að rekstri og framtíðaráformum.

5.Félagsheimilið Bifröst - rekstur

Málsnúmer 1911196Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir samningur sveitarfélagsins við Króksbíó um rekstur félagsheimilisins Bifrastar.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að gera skammtíma samning við Króksbíó út árið 2020.
Nefndin samþykkir að fyrri hluta árs 2020 verði rekstur félagsheimilisins auglýstur til leigu frá og með 1. janúar 2021 og til lengri tíma. Starfsmönnum nefndarinnar falið að auglýsa eftir rekstraraðila fyrir félagsheimilið og óskar jafnframt eftir upplýsingum um hvernig viðkomandi hyggist standa að rekstri og framtíðaráformum.

Fundi slitið - kl. 10:30.