Fara í efni

Fyrirspurn

Málsnúmer 1911080

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 888. fundur - 13.11.2019

Lögð fram fyrirspurn Ólafs Bjarna Haraldssonar, dagsett 9. nóvember 2019.
Er búið að koma hita á útileikvelli við Varmahlíðarskóla, þ.e. körfu- og fótboltavelli? Ef svo er ekki, af hvaða ástæðum og hvenær er fyrirhugað að hiti verði kominn á þá? Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Greinargerð með fyrirspurn;
Á ferðum mínum um sveitarfélagið nýlega tók ég efrir að nýr körfuboltavöllur við Varmahlíðarskóla var klakalagður og ljóst að ekki var hiti á vellinum. Það getur verið hættulegt þeim sem nota völlinn, sem og kostnaðarsamt fyrir sveitarfélagið ef frostskemmdir á lögnum vallarins verða. Einnig sýndist mér gervigrasvöllurinn óupphitaður og óska ég eftir skýringum á því.
Ólafur Bjarni Haraldsson Byggðalista

Eftirfarandi svar lagt fram:
"Undanfarna daga hefur verið unnið að uppsetningu tengigrindar fyrir snjóbræðslu í körfuboltavöll í Varmahlíð en ekki tókst að klára verkið fyrir upphaf skólaárs vegna anna hjá verktaka. Stefnt er á að kominn verði hiti á völlinn á næstu dögum. Frostlögur var kominn á slaufur undir velli fyrir haustið svo ekki er hætta á að þær hafi orðið fyrir skemmdum.
Hitalagnir undir sparkvelli í Varmahlíð eru í virkni og hafa verið það í allt haust."