Fara í efni

Fjallskilasamþykkt fyrir Skagafjarðarsýslu frá 2017

Málsnúmer 1912073

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 210. fundur - 29.05.2020

Lagt fram afrit af bréfi til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis frá Bændasamtökum Íslands, dagsett 18. maí 2020 varðandi umsögn um fjallskilasamþykkt Skagafjarðar.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Jóhannesi H. Ríkharðssyni og Valdimar Sigmarssyni að fara yfir athugasemdirnar ásamt fulltrúa Akrahrepps.

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 212. fundur - 21.08.2020

Farið yfir fjallskilasamþykkt Skagafjarðar og athugasemdir við hana m.a. frá Akrahreppi.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að taka málið fyrir á næsta fundi.

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 216. fundur - 11.12.2020

Lögð fram drög að endurskoðaðri fjallskilasamþykkt fyrir Skagafjarðarsýslu. Farið yfir samþykktina.
Landbúnaðarnefnd mun taka málið upp á öðrum fundi.

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 217. fundur - 31.03.2021

Lögð fram drög að endurskoðaðri fjallskilasamþykkt fyrir Skagafjarðarsýslu.
Landbúnaðarnefnd samþykkir framlagða fjallskilasamþykkt fyrir Skagafjarðarsýslu með áorðnum breytingum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs falið að ljúka málinu gagnvart Akrahreppi og ráðuneyti.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 410. fundur - 19.05.2021

Lögð fram drög að endurskoðaðri fjallskilasamþykkt fyrir Skagafjarðarsýslu.
Landbúnaðarnefnd hefur á fundi sínum þann 31. nars 2021, samþykkt framlagða fjallskilasamþykkt fyrir Skagafjarðarsýslu með áorðnum breytingum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs falið að ljúka málinu gagnvart Akrahreppi og ráðuneyti.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 220. fundur - 19.07.2021

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 3. júní 2021 frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, þar sem tilkynnt er um að ráðuneytið hafi staðfest Fjallskilasamþykkt Skagafjarðarsýslu og sent til birtingar í Stjórnartíðindum.