Fara í efni

Fræðslunefnd - 152

Málsnúmer 2001008F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 393. fundur - 12.02.2020

Fundargerð 152. fundar fræðslunefndar frá 30. janúar 2020 lögð fram til afgreiðslu á 393. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Laufey Kristín Skúladóttir kynnti fundargerð. Sigurjón Þórðarson, Laufey Kristín Skúladóttir, Jóhanna Ey Harðardóttir, Bjarni Jónsson, Laufey Kristín Skúladóttir og Stefán Vagn Stefánson kvöddu sér hljóðs.
Stutt fundarhlé var gert fyrir atkvæðagreiðslu um fund fræðslunefndar.
  • Fræðslunefnd - 152 Lagt er til að framleiðsla hádegisverðar fyrir Ársali og Árskóla verði boðin út til þriggja ára frá og með 1. júní 2020 til loka júlí 2023.

    Til skoðunar hefur verið að hefja framleiðslu hádegisverðar fyrir þær þrjár starfsstöðvar sem mynda leik- og grunnskólann á Sauðárkróki í eldhúsi leikskólans Ársala. Stærð eldhúss og grunnbúnaður Ársala leyfir slíka framleiðslu en ljóst er að byggja þarf við inngang að austanverðu rými fyrir fyrir frystigeymslu og þá þarf einnig að breyta uppröðun í eldhúsi, fjölga niðurföllum og kaupa nýjan eldunarbúnað. Áætlaður kostnaður vegna þeirra breytinga er um 55 milljónir króna.

    Samningar við þá tvo verktaka sem annast framleiðslu hádegisverðar renna út nú í maílok. Sviðsstjóri hefur skilað minnisblaði um málið sem liggur fyrir fundinum. Með hliðsjón af þeim upplýsingum sem þar koma fram, bæði hvað varðar tímaramma sem og framkvæmdakostnað, þykir ekki unnt að ráðast í breytingar á fyrirkomulagi hádegisverðar að þessu sinni. Því er lagt til að framleiðsla hádegisverðar fyrir Ársali og Árskóla verði boðin út í einu lagi til þriggja ára. Í útboðslýsingum skal lögð mikil áhersla á íslenskt/skagfirskt hráefni, heilsusamlegt mataræði og að lágmarka vistspor þjónustunnar með því m.a. að nýta sem mest hráefni úr heimabyggð. Auk þess verði gerð krafa um að rekstraraðili veiti upplýsingar um uppruna, innihaldslýsingar og framleiðsluhætti þeirra vara sem boðið er upp á. Farið verði eftir ábendingum Landlæknisembættisins um samsetningu matartegunda og í hverjum skóla verði matseðlar yfirfarnir og samþykktir. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á sveigjanleika í útboðinu hvað varðar fjölda matarskammta með tilliti til starfstíma beggja skólastiga, leikskóla og grunnskóla. Fjöldi matarskammta nú er um 650.


    Auður Björk Birgisdóttir óskar bókað.
    Fulltrúi VG og óháðra lagði fram tillögu þess efnis að eldað yrði frá grunni í eldhúsum allra grunn- og leikskóla héraðsins í nóvember 2018. Var þeirri tillögu fylgt eftir með fyrirspurn um kostnað við að elda frá grunni miðað við kostnað við aðkeyptan mat í janúar 2019. Sýndi sá útreikningur umtalsverðan sparnað við að elda frá grunni miðað við aðkeyptan mat. Það virðist vera samhljómur um að elda frá grunni sé bæði hagstæðara og betur til þess fallið að tryggja að hráefni, eldun og framreiðsla sé í samræmi við ráðleggingar Landlæknisembættisins um mataræði og í samræmi við ákvörðun Sveitarfélagsins Skagafjarðar að gerast aðili að Heilsueflandi samfélagi. Því ætti að halda áfram að skoða lausnir að því að elda mat frá grunni fyrir alla grunn- og leikskóla Skagafjarðar.

    Fræðslunefnd samþykkir að bjóða út framleiðslu matar fyrir Ársali og Árskóla til þriggja ára.
    Bókun fundar Bjarni Jónsson tók til máls og lagði að afgreiðslu málsins yrði frestað og því vísað til byggðarráðs og eignasjóðs.
    Tillagan felld með sjö atkvæðum geng tveimur.
    Bjarni Jónsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
    Eignasjóður hefur ekki farið yfir forsendur þeirra útreikninga sem lagðir eru fram undir málinu varðandi kostnað við að koma upp eða bæta aðstöðu til matreiðslu og aðbúnaðar því tengdu, eða samanburð valkosta, þar sem taka þarf tillit til fleiri þátta en fjármuna til skemmri tíma, svo sem lýðheilsumarkmiða. Vandi er til að Eignasjóður fari yfir þau mál er til framkvæmda og viðhaldsverkefna heyra hjá stofnunum sveitarfélagsins.
    Bjarni Jónsson og Sigurjón Þórðarson, VG og óháð

    Afgreiðsla 152. fundar fræðslunefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með sjö atkvæðum. Bjarni Jónsson og Sigurjón Þórðarson greiddu atkvæði á móti.

    Bjarni Jónsson gerði grein fyrir atkvæðum Vg og óháðra.
    Það veldur talsverðri undrun að sjá meirihluta fræðslunefndar nú leggja til að framleiðsla matar fyrir grunn- og leikskóla á Sauðárkróki verði boðin út til 3 ára, eða vel inn á kjörtímabil næstu sveitarstjórnar og hverfa þannig frá markmiðum um að eldað sé frá grunni í skólunum sjálfum. Sömuleiðis er grafið undan markmiðum verkefnisins heilsueflandi samfélags sem sveitarfélagið hefur nú gerst aðili að. Óljóst er hvernig tryggt verður í útboði að boðið verði upp á hollan og fjöllbreyttan mat úr héraði þannig að fullnægjandi sé, enda getur slíkt falið í sér meiri kostnað. Flestir geta tekið undir mikilvægi þess að börn fái sem hollastan og fjölbreyttastan mat, jafnvel þó að hann geti orðið aðeins dýrari fyrir vikið. Í útboði og þegar matur er útbúinn fjarri þeim stað sem hann er fram borinn, er vandasamara að tryggja slík lýðheislumarkmið.
    Fulltrúi VG og óháðra lagði fram tillögu þess efnis að eldað yrði frá grunni í eldhúsum allra grunn- og leikskóla héraðsins í nóvember 2018. Var þeirri tillögu fylgt eftir með fyrirspurn um kostnað við að elda frá grunni miðað við kostnað við aðkeyptan mat í janúar 2019. Sýndi sá útreikningur umtalsverðan sparnað við að elda frá grunni miðað við aðkeyptan mat. Það virðist vera samhljómur um að elda frá grunni sé bæði hagstæðara og betur til þess fallið að tryggja að hráefni, eldun og framreiðsla sé í samræmi við ráðleggingar Landlæknisembættisins um mataræði og í samræmi við ákvörðun Sveitarfélagsins Skagafjarðar að gerast aðili að Heilsueflandi samfélagi. Því ætti að halda áfram að skoða lausnir að því að elda mat frá grunni fyrir alla grunn- og leikskóla Skagafjarðar.

    Bjarni Jónsson og Sigurjón Þórðarson, VG og óháð
  • Fræðslunefnd - 152 Lagður fram tölvupóstur frá Spíru ehf, Tómasi H. Árdal, þar sem lýst er vilja til að þjónusta Sveitarfélagið Skagafjörð um skólamáltíðir bæði fyrir grunnskóla og leikskóla. Fræðslunefnd þakkar erindið og vísar í ákvörðun í lið 1 hér að framan um að bjóða framleiðslu hádegisverðar fyrir Ársali og Árskóla út til þriggja ára. Bókun fundar Afgreiðsla 152. fundar fræðslunefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 152 Leiðbeiningar Menntamálastofnunar um verklag við ráðningar kennara og stjórnenda við leik-,grunn- og framhaldsskóla lagðar fram til kynningar. Leiðbeiningar þessar eru gerðar í kjölfar nýrra laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, nr. 95/2019. Lög þessi fela í sér þá veigamiklu breytinu fá eldri lögum að eitt leyfisbréf gildir fyrir kennara þessara þriggja skólastiga. Með lögunum er lögfestur hæfnisrammi um menntun og hæfni kennara og skólastjórnenda sem lýsir þeirri hæfni sem kennarar þurfa að búa yfir til samræmis við þá ábyrgð sem felst í starfi þeirra.


    Bókun fundar Afgreiðsla 152. fundar fræðslunefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 152 Lögð fram eftirfarandi tillaga:
    Ákvörðun um hvort fella skuli niður skólahald í leik-, grunn- og tónlistarskóla í Sveitarfélaginu Skagafirði vegna slæmrar veðurspár eða mikillar ófærðar er alla jafna í höndum fræðsluþjónustu og skólastjórnenda að höfðu samráði við skólabílstjóra og yfirmanns snjómoksturs hjá sveitarfélaginu. Samráð skal einnig haft við sveitarstjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
    Þegar brýn ástæða þykir til getur Almannavarnarnefnd sveitarfélagsins og/eða Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra gefið fyrirmæli um að fella niður allt skólahald og loka skólum á einstaka stöðum í Skagafirði eða í öllum firðinum ef svo ber undir. Tilkynning/tilmæli þess efnis skal send til sveitarstjóra, sviðsstjóra fjölskyldusviðs og fræðslustjóra með sannalegum hætti, svo sem tölvupósti eða sms.
    Bókun fundar Afgreiðsla 152. fundar fræðslunefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 152 Menntastefna Skagafjarðar lögð fram til staðfestingar. Fræðslunefnd og starfshópur á vegum fræðsluþjónustu hafa unnið að gerð nýrrar menntastefnu fyrir Skagafjörð. Haldnir hafa verið fjölmargir fundir með hagsmunaaðilum skólasamfélagsins og jafnframt hafa verið haldnir opnir fundir þar sem íbúum Skagafjarðar hefur gefist kostur á að koma með ábendingar og hugmyndir við stefnumótunarvinnuna. Menntastefna Skagafjarðar er leiðarljós skólastarfs í Skagafirði. Hún nær til leik-, grunn og framhaldsskóla, tónlistarskóla og frístundatarfs. Menntastefnan markar ramma um megináherslur í starfi skóla og skólaþjónustu og er ætlað að mæta þeim áskorunum sem felast í stöðugum samfélags- og tæknibreytingum í samfélaginu.
    Fræðslunefnd lýsir ánægju sinni með metnaðarfulla menntastefnu og þakkar öllum þeim sem komið hafa að gerð hennar fyrir þeirra framlag. Um leið og fræðslunefnd samþykkir stefnuna hvetur hún íbúa til að kynna sér hana vel.

    Auður Björk Birgisdóttir - fulltrúi VG og óháðra óskar bókað.
    Þeir sem komu að gerð menntastefnu Skagafjarðar eiga þakkir skildar. Mörg metnaðarfull áform eru í menntastefnunni og er nauðsynlegt að henni sé fylgt vel eftir bæði með því fjármagni sem þarf til fræmkvæmda þeirra fjölmörgu atriða sem þar eru nefnd sem og með nauðsynlegri endurmenntun kennara allra skólastiga.

    Bókun fundar
    Afgreiðsla 152. fundar fræðslunefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 152 Á síðasta ári var ákveðið að bjóða skólaakstur á Sauðárkróki út til eins árs. Fyrirkomulag akstursins var breytt frá því sem hafði verið og tekur nú ekki einungis til aksturs til og frá Árskóla á skólatíma, heldur nær hann einnig til skólaferðalaga á vegum Árskóla og Ársala. Þá hefur akstursmánuðum verið fækkað með það að markmiði að hvetja börn til að ganga/hjóla í skólann haust- og vormánuðina í samræmi við markmið um Heilsueflandi samfélag. Ánægja ríkir með fyrirkomulagið. Samningur við verktaka rennur út í skólalok á þessu ári en vilji er til að halda núverandi fyrirkomulagi akstursins áfram.

    Lagt er til að akstur á Sauðárkróki verði boðinn út að nýju til þriggja ára. Útboðið verði með sama sniði og nú er í gildi og útboðsgögn sem unnin voru á síðasta ári höfð til grundvallar nýrri útboðslýsingu.
    Fræðslunefnd samþykkir að bjóða út skólaakstur á Sauðárkróki til þriggja ára.
    Bókun fundar Afgreiðsla 152. fundar fræðslunefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 152 Lagt fram bréf frá Menntamálastofnun þar sem tilkynnt er að ekki er hægt að verða við umsókn Sveitarfélagsins Skagafjarðar um ytra mat leikskólanna Birkilundar og Tröllaborgar. Bókun fundar Afgreiðsla 152. fundar fræðslunefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 152 Lagðar fram til kynningar desemberskýrslur leikskólanna 2019. Um er að ræða tölulegar upplýsingar sem árlega eru sendar Hagstofu Íslands. Bókun fundar Afgreiðsla 152. fundar fræðslunefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 152 Tillaga meirihluta um útfærslur á bættu starfsumhverfi í leikskólum Skagafjarðar:

    Að tillögu fræðslunefndar þann 22. ágúst 2019 var skipaður starfshópur sem skoða átti
    starfsumhverfi leikskóla í Skagafirði með það að markmiði að bæta starfsumhverfi og minnka álag á nemendur og starfsfólk. Ákvörðun þessi er í samræmi við áherslur meirihluta sveitarstjórnar um að tryggja áfram metnaðarfullt starf í leik- og grunnskólum Skagafjarðar. Auk þeirra tillagna sem hér liggja fyrir voru reglur um stuðning vegna náms í leikskólafræðum samþykktar í september 2018.

    Í kjölfar skýrslu starfshópsins sem lögð var fyrir fræðslunefnd á síðasta fundi hennar, þann 16. desember s.l., samþykkti sveitarstjórn að veita átta milljónum króna á þessu ári til að hrinda í framkvæmd tillögum starfshópsins. Gert er ráð fyrir að tillögurnar komi til framkvæmda eins fljótt og auðið er, í síðasta lagi þann 1. maí n.k.

    Þær tillögur sem formaður og varaformaður fræðslunefndar leggja til að ráðist verði í eru eftirfarandi:
    * Tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar um 3 klukkustundir í viku í leikskólunum þremur. Árangur verkefnisins verði metinn reglulega skv. matskvörðum með tilliti til þess hvort verkefnið verður framlengt.
    * Gert er ráð fyrir auknu fjármagni vegna fagfunda í Ársölum.
    * Undirbúningstími verði aukinn og samræmdur á öllum deildum leikskólanna.
    * Starfsmaður Þjónustumiðstöðvar sinni starfi húsvarðar í allt að fjóra tíma í viku í Ársölum.
    * Milli jóla og nýárs verði lágmarksstarfsemi í Ársölum og leitað eftir skráningum barna þá daga. Þeir foreldrar sem eru með börn sín heima fá afslátt af leikskólagjöldum.
    * Við breytingar á húsnæði eða nýbyggingar verði horft til tillagna starfshópsins um breytt rýmisviðmið.

    Er með þessu komið til móts við þær tillögur sem liggja fyrir frá starfshópi sem skipaður var í ágúst sem og til móts við óskir leikskólastjórnenda. Greining á kostnaði liggur fyrir og rúmast aðgerðirnar innan þess fjárhagsramma sem samþykktur var í fjárhagsáætlun þessa árs auk viðbótarfjármagns sem kemur með nýjum kjarasamningum á vinnumarkaði. Hvað varðar frekari útfærslu og umfjöllun um tillögur skýrslunnar að öðru leyti er vísað til minnisblaðs sviðsstjóra undir málinu.

    Laufey Kr. Skúladóttir, formaður og fulltrúi B-lista í fræðslunefnd
    Elín Árdís Björnsdóttir, varaformaður og fulltrúi D-lista í fræðslunefnd

    Jóhanna Ey Harðardóttir bókar:
    Vegamikil vinna hefur átt sér stað innan vinnuhóps um bætt starfsumhverfi í leikskólum Skagafjarðar og vil ég nýta tækifærið og þakka vinnuhópnum fyrir vel unnin störf. Leikskólar eru hjarta hvers samfélags og mikilvægt að starf þeirra sé metið sem skyldi, það jákvætt að einhugur er í fræðslunefnd um þessi mál og fagna ég því að fyrsta skrefið sé tekið.


    Fræðslunefnd fagnar þessu skrefi að bættu starfsumhverfi leikskólanna. Leikskólarnir eru afar mikilvægar stofnanir í samfélaginu og mikilvægt að halda vel utan um þær. Fræðslunefnd samþykkir tillögurnar.
    Bókun fundar Laufey Kristín Skúladóttir lagði fram eftirfarndi bókun:
    Rétt er að ítreka í ljósi umræðunnar að varðandi næst síðasta liðinn í tillögunni:
    "Milli jóla og nýárs verði lágmarksstarfsemi í Ársölum og leitað eftir skráningum barna þá daga. Þeir foreldrar sem eru með börn sín heima fá afslátt af leikskólagjöldum."
    Þar er að sjálfsögðu átt við alla leikskóla Skagafjarðar en ekki eingöngu leikskólann Ársali. Var það yfirsjón af hálfu nefndarinnar að setja það ekki skýrar fram. Við leiðréttum það hér með.

    Jóhanna Ey Harðardóttir tók til máls og ítrekar bókun sína frá fundi fræðslunefndar.
    Vegamikil vinna hefur átt sér stað innan vinnuhóps um bætt starfsumhverfi í leikskólum Skagafjarðar og vil ég nýta tækifærið og þakka vinnuhópnum fyrir vel unnin störf. Leikskólar eru hjarta hvers samfélags og mikilvægt að starf þeirra sé metið sem skyldi, það er jákvætt að einhugur er í fræðslunefnd um þessi mál og fagna ég því að fyrsta skrefið sé tekið.

    Afgreiðsla 152. fundar fræðslunefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 152 Lagðar fram til kynningar Hagstofuskýrslur grunnskólanna 2019. Um er að ræða tölulegar upplýsingar sem árlega eru sendar Hagstofu Íslands. Bókun fundar Afgreiðsla 152. fundar fræðslunefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.