Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
1.Byggðarráð Skagafjarðar - 896
Málsnúmer 2001007FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 896 Sveitarfélagið auglýsti lóð 24 á Nöfum, landnúmer 143965, til leigu í desember 2019. Alls bárust níu umsóknir um lóðina.
Að fenginni umsögn Fjáreigendafélags Sauðárkróks samþykkir byggðarráð að úthluta Sigurði Steingrímssyni lóð 24 á Nöfum frá og með 1. janúar 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 896. fundar byggðarráðs staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 896 Sveitarfélagið auglýsti lóð 01 á Nöfum, landnúmer 218100, til leigu í desember s.l. Alls bárust tíu umsóknir um lóðina.
Að fenginni umsögn Fjáreigendafélags Sauðárkróks samþykkir byggðarráð að úthluta Herði Sigurjónssyni lóð 01 á Nöfum frá og með 1. janúar 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 896. fundar byggðarráðs staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 896 Lagður fram viðauki númer 9 við fjárhagsáætlun 2019. Lagt er til að framlag til málaflokks 07-Bruna- og almannavarnir verði hækkað um 3,5 milljónir króna. Hækkun framlagsins verður mætt með lækkun á launapotti á málaflokki 27-Óvenjulegir liðir um sömu fjárhæð.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr 13 "Viðauki 9 við fjárhagsáætlun 2019-2023". Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 896 Lagðar fram reglur sveitarfélagsins um heilsuræktarstyrki til starfsmanna árið 2020.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr 12. Heilsuræktarstyrkur 2020 reglur. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 896 Málið áður á dagskrá 895. fundar byggðarráðs 9. janúar 2020. Undir þessum dagskrárlið komu Ari Jóhann Sigurðsson formaður heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra og Sigurjón Þórðarson heilbrigðisfulltrúi Norðurlands vestra, til viðræðu.
Byggðarráð stefnir á að eiga fund með forstjóra N1 ehf. í næstu viku. Bókun fundar Afgreiðsla 896. fundar byggðarráðs staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 896 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. desember 2019 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 317/2019, "Drög að frumvarpi um Hálendisþjóðgarð". Umsagnarfrestur er framlengdur til og með 20.01.2020. Byggðarráð samþykkti á fundi sínum þann 9. janúar 2020, að fela sveitarstjóra að senda inn umsögn í samráði við önnur sveitarfélög á Norðurlandi vestra sem eiga hagsmuni að gæta. Bókun fundar Afgreiðsla 896. fundar byggðarráðs staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 896 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. janúar 2020 þar sem mennta- og menningarmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 2/2020, "Áform um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningarmálaráðuneytis vegna laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.". Umsagnarfrestur er til og með 20.01.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 896. fundar byggðarráðs staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 896 Lögð fram til kynningar drög að reglum vegna auglýsinga á/í íþróttamannvirkjum og íþrótasvæðum sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 896. fundar byggðarráðs staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
2.Byggðarráð Skagafjarðar - 897
Málsnúmer 2001011FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 897 Jörðin Borgarey, F2140930, var auglýst til sölu í upphafi árs 2020 og tilboðsfrestur gefinn til 14. janúar 2020. Fasteignasala Sauðárkróks ehf. er umsjónaraðili með sölu jarðarinnar.
Sjö tilboð bárust í jörðina.
Byggðarráð samþykkir að taka tilboði hæstbjóðanda, Hestasport-ævintýraferðir ehf.
Bókun fundar Afgreiðsla 897. fundar byggðarráðs staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 897 Lögð fram sameiginleg umsögn Húnavatnshrepps, Húnaþings vestra, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps við frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, sbr. kynningu málsins á samráðsgátt stjórnvalda. Sveitarfélögin hafa fjallað um málið á fyrri stigum og eru fyrri bókanir og umsagnir fylgiskjöl með umsögn þessari.
Frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð er kynnt samhliða frumvarpi til laga um Þjóðgarðsstofnun og þjóðgarða. Í því frumvarpi koma fram meginreglur um þjóðgarða sem gilda myndu um hálendisþjóðgarð og nær umsögnin jafnframt til þess frumvarps. Sveitarfélögin eru landstór. Mörk þeirra liggja á Langjökul, Hofsjökul og Kjöl og ná yfir víðáttumikil landsvæði innan miðhálendisins. Tillögur nefndar um undirbúning Miðhálendisþjóðgarðs hafa gert ráð fyrir að stór landsvæði sveitarfélaganna falli innan þjóðgarðs. Málefnið varðar sveitarfélögin og íbúa þess miklu. Svæði sem lagt hefur verið til að falli innan þjóðgarðs hafa verið í umsjón sveitarfélaganna vegna nálægðar og stöðu afréttarmálefna síðustu árhundruð. Á síðustu áratugum hefur ábyrgð og umsjón sveitarfélaga verið formfest með auknu stjórnsýslulegu hlutverki, t.d. á sviði skipulagsmála.
Sveitarfélögin leggjast gegn framgangi frumvarpsins í núverandi mynd.
Umsögnin í heild sinni verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir umsögnina með tveimur atkvæðum Stefáns Vagns Stefánssonar (B) og Gísla Sigurðssonar (D). Ólafur Bjarni Haraldsson (BL) óskar bókað að hann styðji framangreinda umsögn.
Bjarni Jónsson (Vg og óháð) óskar bókað að Vg og óháð standi ekki að umsögninni og bókar eftirfarandi:
Miðhálendisþjóðgarður sem er í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar stuðlar að náttúrvernd á einstöku svæði sem geymir ósnortnar vistgerðir fágætan gróður og dýralíf og sérstæðar jarðmyndanir. Hann yrði sá stærsti í Evrópu með tilheyrandi aðdráttarafli. Rannsókn sem gerð hefur verið á 12 svæðum hérlendis sýnir að beinn efnahagslegur ávinningur er ótvíræður af friðlýstum svæðum. Fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila að meðaltali 23 krónur sér til baka. Þjóðgarðurinn skapar störf bæði í þjónustu og landvörslu sem mikilvægt er tryggja að verði í heimabyggð. Leggja þarf áherslu á að unnið verði náið með heimamönnum í öllu ferlinu sem stjórnarflokkarnir þrír og ríkisstjórn tók ákvörðun um og hagsmuna heimafólks og sérstaklega bænda verði gætt í hvívetna.
Eins og dæmi sanna getur þjóðgarður rennt stoðum undir hefðbundna landnýtingu sem heimil er rétthöfum landsins. Í gegnum stjórnunar- og verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn fara svæðisráð hvers svæðis með afskipti og stjórnun um þetta. Svæðisráðin móta einnig skipulagáætlanir. Svæðisráðin eru að meirihluta fjölskipuð af heimafólki. Ástæða er þó til að leggja áherslu á að skipulagsvald sveitarfélaga og aðkoma þeirra að ákvarðanatöku verði styrkt enn frekar og tryggt í lögum og reglugerðum sem á þeim byggja, forræði heimamanna á svæðum sem um ræðir og að stjórn, stjórnsýsla og störf sem af starfsemi þjóðgarðs leiða, verði að mestu leiti staðsett í þeim héruðum sem land eiga að þjóðgarðinum.
Bókun fundar Afgreiðsla 897. fundar byggðarráðs staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með sjö atkvæðum. Bjarni Jónsson og Sigurjón Þórðarson óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðsluna.
3.Byggðarráð Skagafjarðar - 898
Málsnúmer 2001012FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 898 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. janúar 2020, úr máli 2001213 hjá sýslumannsembætti Norðurlands vestra. Tómas Árdal f.h. Stá ehf., kt.520997-2029, sækir um leyfi til að reka veitingastað KK restaurant í flokki III að Aðalgötu 16, 550 Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 898. fundar byggðarráðs staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 898 Lögð fram umsókn frá Oddfellow, Húsfélaginu Víðigrundar 5, dagsett 12. janúar 2020 um lækkun fasteignaskatts 2020 vegna fasteignarinnar F2132365 Víðigrund 5, félagsheimili.
Byggðarráð samþykkir að fella niður fasteignaskatt af framangreindri fasteign um 30% samkvæmt reglum sveitarfélagsins þar um. Bókun fundar Afgreiðsla 898. fundar byggðarráðs staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 898 Lögð voru fyrir tilboð í verkið Leikskóli á Hofsósi. Alls bárust tvö tilboð í verkið;
Friðrik Jónsson ehf., 188.782.925 kr.
Uppsteypa ehf., 159.705.806 kr.
Kostnaðaráætlun verksins hljóðaði upp á 143.007.623 kr.
Byggðarráð felur sviðstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að ganga til samninga við lægstbjóðanda á grundvelli tilboðs hans.
Bókun fundar Afgreiðsla 898. fundar byggðarráðs staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 898 Lögð fram tvö tilboð í fasteignina Laugarvegur 17, Varmahlíð, F2140812 sem er í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps.
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leiti að ganga að hærra tilboðinu frá Ditte Clausen og Frímanni Viktori Sigurðssyni. Bókun fundar Afgreiðsla 898. fundar byggðarráðs staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
4.Byggðarráð Skagafjarðar - 899
Málsnúmer 2001017FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 899 Á fund byggðarráðs komu Ari Jóhann Sigurðsson formaður Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra og Sigurjón Þórðarson heilbrigðisfulltrúi Norðurlands vestra til viðræðu um stöðu mála varðandi bensínleka á Hofsósi. Forstjóri N1 ehf. mun koma til viðræðu á næsta fund ráðsins. Bókun fundar Afgreiðsla 899. fundar byggðarráðs staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 899 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 26. janúar 2020, frá Álfhildi Leifsdóttur þar sem hún óskar eftir svörum við eftirfarandi spurningum:
1. Hvenær er áætlað að Sveitarfélagið Skagafjörður hætti að greiða leigu fyrir Minjahúsið í ljósi þess að Byggðarsafn Skagfirðinga er að flytja í þar til gert geymsluhúsnæði?
Svar: Í fjárhagsáætlun ársins 2020 er gert ráð fyrir 3 mkr. í leigu fyrir afnot af
Minjahúsinu. Flutningar eru þó langt komnir í nýtt varðveislurými að Borgarflöt og
líklegt að unnt verði að segja upp leiguafnotum a.m.k. efri hæðar Minjahúss innan
skamms og neðri hæð síðar á árinu þegar flutningum er að fullu lokið.
2. Í Greinargerð umhverfisstefnu fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð fyrir árið 2020
-2040 segir: "Sveitarfélagið Skagafjörður hefur verið leiðandi í úrgangsmálum og sorpflokkun á Íslandi og skal stefnt á að gera enn betur á því sviði, sér í lagi í dreifbýli."
Hver er stefna sveitarfélagsins hvað varðar sorphirðu í dreifbýli? Verður haldið áfram
með tilraunaverkefni með flokkun í Hegranesi sem ánægja hefur verið með og það
útvíkkað á fleiri svæði?
Svar: Á vegum um hverfis- og samgöngunefndar er unnið að stefnumótun varðandi
sorphirðu í dreifbýli. Ljóst er að leita þarf leiða til að minnka útgjöld og/eða afla aukinna tekna í málaflokknum sem rekinn hefur verið með miklum halla undanfarin ár og er bilið milli gjalda og tekna mun meira í dreifbýli en þéttbýli.
Nú í ár verður unnið að uppbyggingu gámasvæðis við Varmahlíð en fyrir áramót var
skrifað undir verksamning við lægstbjóðanda vegna verksins. Einnig er stefnt á að klára hönnun og hefja vinnu við samskonar svæði á Hofsósi á þessu ári. Ný gámasvæði verða afgirt og þannig útbúin að auka megi flokkunina enn frekar á þeim úrgangi sem þangað berst. Gert er ráð fyrir að svæðin verði mönnuð á opnunartímum en að einnig verði hægt að koma með óflokkað og flokkað sorp utan opnunartíma. Útfærsla og stefna stjórnvalda varðandi flokkun liggur ekki fyrir en umhverfisráðherra ætlar að leggja fram á vorþingi frumvarp til breytinga á lögum um úrgangsmál. Í þeim tillögum verður líklega lagt upp með skyldu á flokkun á heimilisúrgangi, samræmdar merkingar úrgangsflokka o.s.frv., en ekki liggur fyrir nánari útfærsla þess af hálfu ráðherra. Sveitarfélög landsins fylgjast átekta með því sem fram muni koma í frumvarpinu, hversu langt þær skyldur muni ganga og hvort eitthvert fjármagn fylgi með auknum skyldum eða hvort kostnaðurinn eigi alfarið að lenda á notendum þjónustunnar. Bókun fundar Afgreiðsla 899. fundar byggðarráðs staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 899 Lagður fram viðauki nr. 10 við fjárhagsáætlun 2019. Viðaukinn er gerður til að hækka framlag til fjárfestinga eignasjóðs og til að bakfæra áætlaða sölu fasteigna. Óráðstöfuðum fjármunum í launapotti er ráðstafað á málaflokka 02 og 04. Gerðar eru millifærslur vegna útgjalda á milli málaflokka í A hluta. Tekjur í A hluta vegna Jöfnunarsjóðs eru hækkaðar um 16,3 mkr. Rekstrarframlag til B hluta er hækkað um 7 mkr.
Samtals mynda breytingar í rekstri A og B hluta rekstrarafgang að fjárhæð 38,0 mkr. og heildaráhrif á sjóðstreymi er að handbært fé lækkar um 5,6 mkr.
Byggðarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 14 Viðauki 10 við fjárhagsáætlun 2019-2023. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 899 Lagður fram viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2020 vegna sölu fasteigna. Breytingarnar eiga við um A hluta sveitarsjóðs. Eignir eru lækkaðar um 4,4 mkr., rekstrarafgangur hækkar um 56,3 mkr. og handbært fé hækkar um 60,7 mkr.
Byggðarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 15 Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2020-2024. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 899 Farið yfir ráðningarferli sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs. Þóra Pétursdóttir ráðgjafi hjá Capacent var í símasambandi við fundarmenn og kynnti niðurstöðu, úrvinnslu og greiningu umsókna að loknum viðtölum við umsækjendur.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við þann aðila sem hæst skoraði af þeim umsækjendum sem boðaðir voru í viðtal. Bókun fundar Afgreiðsla 899. fundar byggðarráðs staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 899 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 21. janúar 2020. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 12/2020, "Landgræðsluáætlun - drög að lýsingu". Umsagnarfrestur er til og með 03.03.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 899. fundar byggðarráðs staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 899 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. janúar 2020. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 11/2020, "Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 54/1990 um innflutning dýra.". Umsagnarfrestur er til og með 30.01.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 899. fundar byggðarráðs staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 899 Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 20. janúar 2020, þar sem boðað er til XXXV. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 26. mars 2020. Landsþingið verður haldið í Reykjavík. Bókun fundar Afgreiðsla 899. fundar byggðarráðs staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
5.Byggðarráð Skagafjarðar - 900
Málsnúmer 2002002FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 900 Til fundarins mættu Eggert Þór Kristófersson og Hinrik Örn Bjarnason til að ræða málefni bensínstöðvar N1 á Hofsósi.
Bókun fundar Afgreiðsla 900. fundar byggðarráðs staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 900 Málið áður á dagskrá 894. fundar byggðarráðs þar sem lagt var fram bréf frá Skíðadeild UMF Tindastóls, dagsett 3. desember 2019, þar sem Sigurður Bjarni Rafnsson, formaður deildarinnar, óskaði eftir því að deildin losni undan gildandi samningi við sveitarfélagið frá 20. desember 2017. Skíðadeild Tindastóls treystir sér ekki lengur til að reka skíðasvæðið áfram á þeim forsendum sem kveður á í samningnum. Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra að eiga viðræður við forsvarsmenn skíðadeildarinnar um erindið.
Á fundinn mætti formaður Skíðadeildar UMF Tindastóls, Sigurður Bjarni Rafnsson og fór yfir stöðu mála skíðasvæðisins. Byggðarráð samþykkti að vísa viðhaldsfjárfestingu á svæðinu til gerðar viðauka. Bókun fundar Afgreiðsla 900. fundar byggðarráðs staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 900 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. janúar 2020, úr máli 2001193 hjá sýslumannsembætti Norðurlands vestra. Madara Sudare kt. 250579-3449, Skógargötu 8 550 Sauðárkróki, sækir um leyfi til að reka gististað í flokki II fjöldi gesta 2 að Skógargötu 8, 550 Sauðárkróki. Fyrir er leyfi sem gildir til 26.09.2020 að Skógargötu 8 Sölvahús málsnúmer 1605398, gistileyfi fyrir 5 manns, það leyfi fellur úr gildi nú þegar þessi umsókn verður afgreidd.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 900. fundar byggðarráðs staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 900 Lagt fram bréf, dagsett 16. janúar 2020, frá Mannvirkjastofnun þar sem fylgt er eftir úttekt sem gerð var á Brunavörnum Skagafjarðar þann 28. ágúst 2019. Markmið úttektarinnar var að fylgja því eftir hvernig slökkviliðið vinnur í samræmi við lög, reglugerðir og eigin brunavarnaáætlun. Niðurstöður úttektarinnar voru sendar slökkviliðsstjóra þann 22. október 2019 til umsagnar og gerði hann ekki athugasemd við úttekt Mannvirkjastofnunar.
Helstu niðurstöður úttektar Mannvirkjastofnunar fyrir árið 2019 eru þær að uppsetning loftpressu þarfnast úrbóta, krafa er um öryggisstraumrofa við áfyllingu og öryggiskeðjur á slöngur. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun beinir þeim tilmælum til sveitarstjórnar að úrbætur verði gerðar sem fyrst. Bókun fundar Afgreiðsla 900. fundar byggðarráðs staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 900 Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að Steinn Leó Sveinsson verði ráðinn sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 16 Auglýsing sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs. Samþykkt samhljóða.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 900 Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 30. janúar 2020,frá nefndasviði Alþingis. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 35/1970, um Kristnisjóð o.fl., með síðari breytingum (ókeypis lóðir), 50. mál.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar telur núverandi fyrirkomulag vera farsælt.
Bókun fundar Afgreiðsla 900. fundar byggðarráðs staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 900 Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 27. janúar 2020, frá nefndasviði Alþingis. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012, með síðari breytingum (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 457. mál.
Bókun fundar Afgreiðsla 900. fundar byggðarráðs staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum. - 5.8 2001257 Umsagnarbeiðni; þingsályktunartillaga um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöldByggðarráð Skagafjarðar - 900 Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 30. janúar 2020, frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld,64. mál.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggst gegn framkominni tillögu þar sem hún mun verða íþyngjandi fyrir íbúa landsbyggðarinnar.
Bjarni Jónsson (Vg og óháð) óskar bókað að hann standi ekki að umsögninni. Bókun fundar Afgreiðsla 900. fundar byggðarráðs staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með átta atkvæðum. Bjarni Jónsson (Vg og óháð) óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 900 Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 17. janúar 2020, þar sem Samband íslenskra sveitarfélaga sendir til kynningar stefnu Sambandsins um samfélagslega ábyrgð. Í inngangi stefnunnar segir að Samband íslenskra sveitarfélaga sýni samfélagslega ábyrgð í starfsemi sinni, við ákvarðanatöku og ráðgjöf og sé til fyrirmyndar í málefnum sjálfbærrar þróunar og loftlags. Þetta skapi vettvang fyrir sveitarfélögin til að læra hvert af öðru og auki þekkingu þeirra og hæfni til að takast á við áskoranir á sviði loftlagsmála og sjálfbærrar þróunar. Bókun fundar Afgreiðsla 900. fundar byggðarráðs staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 900 Lagt fram bréf, dagsett 17. janúar 2020, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka. Með vísan til 5. gr. 2. mgr. laga nr. 162/2006 með síðari breytingum hefur stjórn Sambandsins sett viðmiðunarreglur um að sveitarfélag skal veita stjórnmálasamtökum, sem fengið hafa a.m.k. einn mann kjörinn í sveitarstjórn eða hlotið hið minnsta 5% atkvæða í næstliðnum sveitarstjórnarkosningum, árleg framlög til starfsemi sinnar. Skal framlögum úthlutað í hlutfalli við atkvæðamagn. Miða skal við 175 kr. á hvern íbúa sem á lögheimili í sveitarfélaginu 1. janúar á ári hverju. Þessi fjárhæð tekur breytingum árlega miðað við vísitölu neysluverðs í október ár hvert.
Skilyrði úthlutunar framlaga er að viðkomandi stjórnmálasamtök hafi áður uppfyllt upplýsingaskyldu sína samkvæmt lögum við ríkisendurskoðanda. Á því ári sem sveitarstjórnarkosningar eru haldnar skal úthlutað helmingi árlegs framlags fyrir kosningar en síðari helmingi að þeim loknum í samræmi við kjörfylgi.
Reglurnar eiga einungis við sveitarfélög þar sem bundnar hlutfallskosningar eru viðhafðar. Bókun fundar Afgreiðsla 900. fundar byggðarráðs staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
6.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 73
Málsnúmer 2001015FVakta málsnúmer
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 73 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Kvenfélagi Staðarhrepps vegna Dags kvenfélagskonunnar 2020 dagsett 07.01.2020.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar fyrir erindið og samþykkir að veita 50.000 kr styrk vegna Dags kvenfélagskonunnar sem haldinn verður hátíðlegur 1. febrúar. Tekið af fjárhagslið 05890. Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 73 Tekið fyrir málefni félagsheimilisins Árgarðs og tjaldstæðisins á Steinsstöðum.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd ákveður að bjóða út saman rekstur félagsheimilisins Árgarðs og tjaldstæðins á Steinsstöðum. Nefndin felur starfsmönnum nefndarinnar að auglýsa eftir rekstraraðila. Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 73 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Sögusetri íslenska hestsins dagsett 19.01.2020.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Sögusetrið um 1.500.000 kr til starfseminnar á árinu 2020. Fjármunir teknir af málaflokki 05890. Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 73 Farið yfir rekstrarupplýsingar 2018 fyrir upplýsingamiðstöðina í Varmahlíð.
Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 73 Tekið fyrir mál vísað frá sveitarstjórn til atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar um mótun framtíðarsýnar sýningarhalds Byggðasafns Skagfirðinga á Sauðárkróki.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að starfsmenn nefndarinnar ásamt Berglindi Þorsteinsdóttur skipi starfshóp um mótun framtíðarsýnar sýningarhalds Byggðasafns Skagfirðinga á Sauðárkróki. Starfshópurinn skili tillögum að framtíðarsýn til nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 73 Lagt fram til kynningar bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, dagsett 30. desember 2019 varðandi úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2019/2020. Sauðárkróki er úthlutað 140 þorskígildistonnum og Hofsós 15 þorskígildistonnum.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd leggur til eftirfarandi breytingar á reglugerð nr 676/2019 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2019/2020 í Sveitarfélaginu Skagafirði:
1.
Nýtt ákvæði 4. greinar reglugerðarinnar verður: "Hámarksúthlutun fiskiskipa yfir 50 brúttótonnum af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi byggðarlags verður 14 þorskígildistonn á skip.“
2.
Í 6. grein reglugerðarinnar verði veitt undanþága frá löndun til vinnslu. Til vara að bátar undir 50 brúttótonnum fái undanþágu frá löndun til vinnslu.
3.
Þá leggur atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd til að ákvæði 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verði: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðarkvóta innan sveitarfélagsins.
4.
Ennfremur leggur atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd til að sú skylda þeirra sem fá úthlutað byggðakvóta til að landa tvöföldu því magni sem þeir fá úthlutað til vinnslu, líkt og kveðið er á um í 6. grein reglugerðarinnar, verði felld niður.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd bókar eftirfarandi:
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd mótmælir harðlega niðurstöðum úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2019-2020 hvað varðar úthlutun til Hofsóss. Niðurstaða atvinnuvega- og nýsköpunaráðuneytis hvað Skagafjörð varðar er að úthluta aðeins 15 þorskígildistonnum til Hofsóss og 140 þorskígildistonnum til Sauðárkróks.
Niðurstaða þessi er með öllu óásættanleg hvað varðar úthlutun til Hofsóss og ljóst að reglur um úthlutun byggðakvóta mæta engan veginn tilgangi þess að úthluta byggðakvóta til byggðarlaga sem standa höllum fæti, s.s. eins og til Hofsóss. Það punktakerfi sem úthlutað er eftir horfir aftur síðustu 10 ár og mælir samdrátt aflaheimilda og vinnslu á þeim tíma en tekur í engu tillit til þess að samdráttar sem orðið hefur fyrir lengri tíma en 10 árum. Má því ætla að reglur sjávarútvegsráðuneytisins geri ráð fyrir að annað hvort hafi sjómenn gefist upp á þessum tíma eða þá að ástandið hafi lagast með öðrum hætti, en alls ekki að ástand geti verið óbreytt eða verra en áður eins og í tilfelli Hofsóss, sérstaklega þegar horft er til úthlutunar byggðakvóta til Hofsóss, en úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2010-2011 var 145 þorskígildistonn en nú fiskveiðiárið 2019-2020 einungis 15 þorsksígildistonn eða samtals 89,7% samdráttur á 9 árum.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að breyta reglum um úthlutun byggðakvóta á þann hátt að tekið verið tillit til lengri tíma og fleiri aðstæðna en núverandi reglur kveða á um. Mikilvægt er að reglur um byggðakvóta séu raunverulega sniðnar að því markmiði að styðja við byggðir sem standa höllum fæti vegna breytinga í sjávarútvegi.
Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
7.Félags- og tómstundanefnd - 274
Málsnúmer 2001009FVakta málsnúmer
-
Félags- og tómstundanefnd - 274 Samstarfssamningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Félags eldri borgara í Skagafirði sem undirritaður var á Sauðárkróki þann 7. nóvember 2019 var lagður fram til kynningar. Nefndin lýsir ánægju sinni með samninginn og leggur til að Félags- og tómstundanefnd fundi með stjórn F.E.B.S fyrir næsta starfsár. Bókun fundar Afgreiðsla 274. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 274 Lagður fram tölvupóstur frá Grétari Örvarssyni, fyrir hönd Stjórnarinnar, þar sem óskað er eftir afnotum að íþróttahúsinu á Sauðárkróki endurgjaldslaust vegna dansleiks í Sæluviku. Nefndin hafnar beiðninni með vísan í gjaldskrá íþróttamannvirkja. Mikilvægt er að árétta að afnot af íþróttahúsinu til slíkra viðburða felur óhjákvæmilega í sér kostnað sem fellur á íþróttahúsið. Kostnaður þessi er fyrst og fremst aukinn launakostnaður vegna uppsetningar á sviði, lagningar hlífðarlags á gólf, skreytinga og ljósabúnaðar, þrifa, aukins eftirlits á meðan á leigu stendur o.fl. Vegna þessa hefur verið sett sértök gjaldskrá fyrir útleigu til ýmissa menningarviðburða/dansleikja. Gjaldskránni er ætlað að koma að einhverju leyti til móts við þann kostnað sem slík úleiga felur í sér. Bókun fundar Afgreiðsla 274. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 274 Lagður fram tölvupóstur frá Leikhópnum Lottu þar sem óskað er eftir afnotum að íþróttahúsinu á Sauðárkróki endurgjaldslaust vegna leiksýningar. Nefndin hafnar beiðninni þar sem um viðburð er að ræða sem selt er inn á.
Mikilvægt er að árétta að afnot af íþróttahúsinu til slíkra viðburða felur óhjákvæmilega í sér kostnað sem fellur á íþróttahúsið. Gjaldskrá fyrir útleigu á íþróttahúsinu er ætlað að koma að einhverju leyti til móts við þann kostnað sem slík úleiga felur í sér. Húsaleiga væri í þessu tilviki um 25 þús. kr. Bókun fundar Afgreiðsla 274. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum. -
Félags- og tómstundanefnd - 274 Lagðar fram reglur vegna auglýsinga á/í íþróttamannvirkjum og íþróttasvæðum sveitarfélagsins. Nefndin samþykkir framlagðar reglur. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 17 Auglýsingar og nafngiftir íþróttamannvirkja. Samþykkt samhljóða.
-
Félags- og tómstundanefnd - 274 Erindi frá stjórn GSS tekið fyrir. Nefndin felur sviðsstjóra að vinna áfram að málinu. Bókun fundar Afgreiðsla 274. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 274 Jafnréttisþing 2020 verður haldið þann 20. febrúar í Hörpu. Nefndin samþykkir að þeir nefndarmenn sem sjái sér fært að mæta taki þátt. Bókun fundar Afgreiðsla 274. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 274 Lagðar fram til kynningar leiðbeiningar fyrir sveitarfélög varðandi framkvæmd frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni samkvæmt lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk, með langvarandi stuðningsþarfir. Frístundastjóra hefur verið falið að halda utan um vinnu við gerð verklagsreglna innan Sveitarfélagsins Skagafjarðar, unnar útfrá þessum leiðbeiningum. Myndaður hefur verið starfshópur sem skila mun tillögum á vormánuðum. Bókun fundar Afgreiðsla 274. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 274 Erindi frá Félagi eldri borgara í Skagafirði.
Í samræmi við fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 samþykkir nefndin að veita Félagi eldri borgara í Skagafirði 280.000 króna styrk vegna félagsstarfa. Bókun fundar Afgreiðsla 274. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum. -
Félags- og tómstundanefnd - 274 Erindi frá Helgu Bjarnadóttur f.h. eldri borgara sem sækja félagsstarf á Löngumýri.
Í samræmi við fjárhagsáætlun 2020 samþykkir nefndin að veita 150.000 króna styrk vegna húsaleigu á Löngumýri. Bókun fundar Afgreiðsla 274. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum. -
Félags- og tómstundanefnd - 274 Erindi frá Félagi eldri borgara á Hofsósi.
Í samræmi við fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 samþykkir nefndin að veita Félagi eldri borgara á Hofsósi 100.000 króna styrk vegna félagsstarfa. Bókun fundar Afgreiðsla 274. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum. -
Félags- og tómstundanefnd - 274 Lögð fram beiðni um styrk frá Aflinu á Akureyri. Nefndin samþykkir að styrkja Aflið um 100.000 krónur vegna starfsins á árinu 2020 og hvetur jafnframt til þess að samtökin heimsæki grunnskólana í Skagafirði með erindi um forvarnir. Bókun fundar Afgreiðsla 274. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 274 Lögð fram umsókn frá Berginu um rekstrarstyrk fyrir árið 2020. Nefndin samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 75.000 af málaflokki 02890. Ýmsir styrkir og framlög. Bókun fundar Afgreiðsla 274. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 274 Lögð fram umsókn frá Kvennaathvarfinu um rekstrarstyrk fyrir árið 2020. Nefndin samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 75.000 af málaflokki 02890. Ýmsir styrkir og framlög. Bókun fundar Afgreiðsla 274. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 274 Lögð fram styrkbeiðni frá Stígamótum vegna starfsemi samtakanna. Nefndin telur sér ekki fært að veita styrk að þessu sinni en óskar Stígamótum alls góðs í störfum sínum. Bókun fundar Afgreiðsla 274. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
8.Fræðslunefnd - 152
Málsnúmer 2001008FVakta málsnúmer
-
Fræðslunefnd - 152 Lagt er til að framleiðsla hádegisverðar fyrir Ársali og Árskóla verði boðin út til þriggja ára frá og með 1. júní 2020 til loka júlí 2023.
Til skoðunar hefur verið að hefja framleiðslu hádegisverðar fyrir þær þrjár starfsstöðvar sem mynda leik- og grunnskólann á Sauðárkróki í eldhúsi leikskólans Ársala. Stærð eldhúss og grunnbúnaður Ársala leyfir slíka framleiðslu en ljóst er að byggja þarf við inngang að austanverðu rými fyrir fyrir frystigeymslu og þá þarf einnig að breyta uppröðun í eldhúsi, fjölga niðurföllum og kaupa nýjan eldunarbúnað. Áætlaður kostnaður vegna þeirra breytinga er um 55 milljónir króna.
Samningar við þá tvo verktaka sem annast framleiðslu hádegisverðar renna út nú í maílok. Sviðsstjóri hefur skilað minnisblaði um málið sem liggur fyrir fundinum. Með hliðsjón af þeim upplýsingum sem þar koma fram, bæði hvað varðar tímaramma sem og framkvæmdakostnað, þykir ekki unnt að ráðast í breytingar á fyrirkomulagi hádegisverðar að þessu sinni. Því er lagt til að framleiðsla hádegisverðar fyrir Ársali og Árskóla verði boðin út í einu lagi til þriggja ára. Í útboðslýsingum skal lögð mikil áhersla á íslenskt/skagfirskt hráefni, heilsusamlegt mataræði og að lágmarka vistspor þjónustunnar með því m.a. að nýta sem mest hráefni úr heimabyggð. Auk þess verði gerð krafa um að rekstraraðili veiti upplýsingar um uppruna, innihaldslýsingar og framleiðsluhætti þeirra vara sem boðið er upp á. Farið verði eftir ábendingum Landlæknisembættisins um samsetningu matartegunda og í hverjum skóla verði matseðlar yfirfarnir og samþykktir. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á sveigjanleika í útboðinu hvað varðar fjölda matarskammta með tilliti til starfstíma beggja skólastiga, leikskóla og grunnskóla. Fjöldi matarskammta nú er um 650.
Auður Björk Birgisdóttir óskar bókað.
Fulltrúi VG og óháðra lagði fram tillögu þess efnis að eldað yrði frá grunni í eldhúsum allra grunn- og leikskóla héraðsins í nóvember 2018. Var þeirri tillögu fylgt eftir með fyrirspurn um kostnað við að elda frá grunni miðað við kostnað við aðkeyptan mat í janúar 2019. Sýndi sá útreikningur umtalsverðan sparnað við að elda frá grunni miðað við aðkeyptan mat. Það virðist vera samhljómur um að elda frá grunni sé bæði hagstæðara og betur til þess fallið að tryggja að hráefni, eldun og framreiðsla sé í samræmi við ráðleggingar Landlæknisembættisins um mataræði og í samræmi við ákvörðun Sveitarfélagsins Skagafjarðar að gerast aðili að Heilsueflandi samfélagi. Því ætti að halda áfram að skoða lausnir að því að elda mat frá grunni fyrir alla grunn- og leikskóla Skagafjarðar.
Fræðslunefnd samþykkir að bjóða út framleiðslu matar fyrir Ársali og Árskóla til þriggja ára. Bókun fundar Bjarni Jónsson tók til máls og lagði að afgreiðslu málsins yrði frestað og því vísað til byggðarráðs og eignasjóðs.
Tillagan felld með sjö atkvæðum geng tveimur.
Bjarni Jónsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Eignasjóður hefur ekki farið yfir forsendur þeirra útreikninga sem lagðir eru fram undir málinu varðandi kostnað við að koma upp eða bæta aðstöðu til matreiðslu og aðbúnaðar því tengdu, eða samanburð valkosta, þar sem taka þarf tillit til fleiri þátta en fjármuna til skemmri tíma, svo sem lýðheilsumarkmiða. Vandi er til að Eignasjóður fari yfir þau mál er til framkvæmda og viðhaldsverkefna heyra hjá stofnunum sveitarfélagsins.
Bjarni Jónsson og Sigurjón Þórðarson, VG og óháð
Afgreiðsla 152. fundar fræðslunefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með sjö atkvæðum. Bjarni Jónsson og Sigurjón Þórðarson greiddu atkvæði á móti.
Bjarni Jónsson gerði grein fyrir atkvæðum Vg og óháðra.
Það veldur talsverðri undrun að sjá meirihluta fræðslunefndar nú leggja til að framleiðsla matar fyrir grunn- og leikskóla á Sauðárkróki verði boðin út til 3 ára, eða vel inn á kjörtímabil næstu sveitarstjórnar og hverfa þannig frá markmiðum um að eldað sé frá grunni í skólunum sjálfum. Sömuleiðis er grafið undan markmiðum verkefnisins heilsueflandi samfélags sem sveitarfélagið hefur nú gerst aðili að. Óljóst er hvernig tryggt verður í útboði að boðið verði upp á hollan og fjöllbreyttan mat úr héraði þannig að fullnægjandi sé, enda getur slíkt falið í sér meiri kostnað. Flestir geta tekið undir mikilvægi þess að börn fái sem hollastan og fjölbreyttastan mat, jafnvel þó að hann geti orðið aðeins dýrari fyrir vikið. Í útboði og þegar matur er útbúinn fjarri þeim stað sem hann er fram borinn, er vandasamara að tryggja slík lýðheislumarkmið.
Fulltrúi VG og óháðra lagði fram tillögu þess efnis að eldað yrði frá grunni í eldhúsum allra grunn- og leikskóla héraðsins í nóvember 2018. Var þeirri tillögu fylgt eftir með fyrirspurn um kostnað við að elda frá grunni miðað við kostnað við aðkeyptan mat í janúar 2019. Sýndi sá útreikningur umtalsverðan sparnað við að elda frá grunni miðað við aðkeyptan mat. Það virðist vera samhljómur um að elda frá grunni sé bæði hagstæðara og betur til þess fallið að tryggja að hráefni, eldun og framreiðsla sé í samræmi við ráðleggingar Landlæknisembættisins um mataræði og í samræmi við ákvörðun Sveitarfélagsins Skagafjarðar að gerast aðili að Heilsueflandi samfélagi. Því ætti að halda áfram að skoða lausnir að því að elda mat frá grunni fyrir alla grunn- og leikskóla Skagafjarðar.
Bjarni Jónsson og Sigurjón Þórðarson, VG og óháð
-
Fræðslunefnd - 152 Lagður fram tölvupóstur frá Spíru ehf, Tómasi H. Árdal, þar sem lýst er vilja til að þjónusta Sveitarfélagið Skagafjörð um skólamáltíðir bæði fyrir grunnskóla og leikskóla. Fræðslunefnd þakkar erindið og vísar í ákvörðun í lið 1 hér að framan um að bjóða framleiðslu hádegisverðar fyrir Ársali og Árskóla út til þriggja ára. Bókun fundar Afgreiðsla 152. fundar fræðslunefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
- 8.3 2001023 Leiðbeiningar um verklag við ráðningar kennara og skólastjórnenda leik-, grunn- og framhaldsskólaFræðslunefnd - 152 Leiðbeiningar Menntamálastofnunar um verklag við ráðningar kennara og stjórnenda við leik-,grunn- og framhaldsskóla lagðar fram til kynningar. Leiðbeiningar þessar eru gerðar í kjölfar nýrra laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, nr. 95/2019. Lög þessi fela í sér þá veigamiklu breytinu fá eldri lögum að eitt leyfisbréf gildir fyrir kennara þessara þriggja skólastiga. Með lögunum er lögfestur hæfnisrammi um menntun og hæfni kennara og skólastjórnenda sem lýsir þeirri hæfni sem kennarar þurfa að búa yfir til samræmis við þá ábyrgð sem felst í starfi þeirra.
Bókun fundar Afgreiðsla 152. fundar fræðslunefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 152 Lögð fram eftirfarandi tillaga:
Ákvörðun um hvort fella skuli niður skólahald í leik-, grunn- og tónlistarskóla í Sveitarfélaginu Skagafirði vegna slæmrar veðurspár eða mikillar ófærðar er alla jafna í höndum fræðsluþjónustu og skólastjórnenda að höfðu samráði við skólabílstjóra og yfirmanns snjómoksturs hjá sveitarfélaginu. Samráð skal einnig haft við sveitarstjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Þegar brýn ástæða þykir til getur Almannavarnarnefnd sveitarfélagsins og/eða Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra gefið fyrirmæli um að fella niður allt skólahald og loka skólum á einstaka stöðum í Skagafirði eða í öllum firðinum ef svo ber undir. Tilkynning/tilmæli þess efnis skal send til sveitarstjóra, sviðsstjóra fjölskyldusviðs og fræðslustjóra með sannalegum hætti, svo sem tölvupósti eða sms.
Bókun fundar Afgreiðsla 152. fundar fræðslunefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 152 Menntastefna Skagafjarðar lögð fram til staðfestingar. Fræðslunefnd og starfshópur á vegum fræðsluþjónustu hafa unnið að gerð nýrrar menntastefnu fyrir Skagafjörð. Haldnir hafa verið fjölmargir fundir með hagsmunaaðilum skólasamfélagsins og jafnframt hafa verið haldnir opnir fundir þar sem íbúum Skagafjarðar hefur gefist kostur á að koma með ábendingar og hugmyndir við stefnumótunarvinnuna. Menntastefna Skagafjarðar er leiðarljós skólastarfs í Skagafirði. Hún nær til leik-, grunn og framhaldsskóla, tónlistarskóla og frístundatarfs. Menntastefnan markar ramma um megináherslur í starfi skóla og skólaþjónustu og er ætlað að mæta þeim áskorunum sem felast í stöðugum samfélags- og tæknibreytingum í samfélaginu.
Fræðslunefnd lýsir ánægju sinni með metnaðarfulla menntastefnu og þakkar öllum þeim sem komið hafa að gerð hennar fyrir þeirra framlag. Um leið og fræðslunefnd samþykkir stefnuna hvetur hún íbúa til að kynna sér hana vel.
Auður Björk Birgisdóttir - fulltrúi VG og óháðra óskar bókað.
Þeir sem komu að gerð menntastefnu Skagafjarðar eiga þakkir skildar. Mörg metnaðarfull áform eru í menntastefnunni og er nauðsynlegt að henni sé fylgt vel eftir bæði með því fjármagni sem þarf til fræmkvæmda þeirra fjölmörgu atriða sem þar eru nefnd sem og með nauðsynlegri endurmenntun kennara allra skólastiga.
Bókun fundar
Afgreiðsla 152. fundar fræðslunefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 152 Á síðasta ári var ákveðið að bjóða skólaakstur á Sauðárkróki út til eins árs. Fyrirkomulag akstursins var breytt frá því sem hafði verið og tekur nú ekki einungis til aksturs til og frá Árskóla á skólatíma, heldur nær hann einnig til skólaferðalaga á vegum Árskóla og Ársala. Þá hefur akstursmánuðum verið fækkað með það að markmiði að hvetja börn til að ganga/hjóla í skólann haust- og vormánuðina í samræmi við markmið um Heilsueflandi samfélag. Ánægja ríkir með fyrirkomulagið. Samningur við verktaka rennur út í skólalok á þessu ári en vilji er til að halda núverandi fyrirkomulagi akstursins áfram.
Lagt er til að akstur á Sauðárkróki verði boðinn út að nýju til þriggja ára. Útboðið verði með sama sniði og nú er í gildi og útboðsgögn sem unnin voru á síðasta ári höfð til grundvallar nýrri útboðslýsingu.
Fræðslunefnd samþykkir að bjóða út skólaakstur á Sauðárkróki til þriggja ára.
Bókun fundar Afgreiðsla 152. fundar fræðslunefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 152 Lagt fram bréf frá Menntamálastofnun þar sem tilkynnt er að ekki er hægt að verða við umsókn Sveitarfélagsins Skagafjarðar um ytra mat leikskólanna Birkilundar og Tröllaborgar. Bókun fundar Afgreiðsla 152. fundar fræðslunefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 152 Lagðar fram til kynningar desemberskýrslur leikskólanna 2019. Um er að ræða tölulegar upplýsingar sem árlega eru sendar Hagstofu Íslands. Bókun fundar Afgreiðsla 152. fundar fræðslunefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 152 Tillaga meirihluta um útfærslur á bættu starfsumhverfi í leikskólum Skagafjarðar:
Að tillögu fræðslunefndar þann 22. ágúst 2019 var skipaður starfshópur sem skoða átti
starfsumhverfi leikskóla í Skagafirði með það að markmiði að bæta starfsumhverfi og minnka álag á nemendur og starfsfólk. Ákvörðun þessi er í samræmi við áherslur meirihluta sveitarstjórnar um að tryggja áfram metnaðarfullt starf í leik- og grunnskólum Skagafjarðar. Auk þeirra tillagna sem hér liggja fyrir voru reglur um stuðning vegna náms í leikskólafræðum samþykktar í september 2018.
Í kjölfar skýrslu starfshópsins sem lögð var fyrir fræðslunefnd á síðasta fundi hennar, þann 16. desember s.l., samþykkti sveitarstjórn að veita átta milljónum króna á þessu ári til að hrinda í framkvæmd tillögum starfshópsins. Gert er ráð fyrir að tillögurnar komi til framkvæmda eins fljótt og auðið er, í síðasta lagi þann 1. maí n.k.
Þær tillögur sem formaður og varaformaður fræðslunefndar leggja til að ráðist verði í eru eftirfarandi:
* Tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar um 3 klukkustundir í viku í leikskólunum þremur. Árangur verkefnisins verði metinn reglulega skv. matskvörðum með tilliti til þess hvort verkefnið verður framlengt.
* Gert er ráð fyrir auknu fjármagni vegna fagfunda í Ársölum.
* Undirbúningstími verði aukinn og samræmdur á öllum deildum leikskólanna.
* Starfsmaður Þjónustumiðstöðvar sinni starfi húsvarðar í allt að fjóra tíma í viku í Ársölum.
* Milli jóla og nýárs verði lágmarksstarfsemi í Ársölum og leitað eftir skráningum barna þá daga. Þeir foreldrar sem eru með börn sín heima fá afslátt af leikskólagjöldum.
* Við breytingar á húsnæði eða nýbyggingar verði horft til tillagna starfshópsins um breytt rýmisviðmið.
Er með þessu komið til móts við þær tillögur sem liggja fyrir frá starfshópi sem skipaður var í ágúst sem og til móts við óskir leikskólastjórnenda. Greining á kostnaði liggur fyrir og rúmast aðgerðirnar innan þess fjárhagsramma sem samþykktur var í fjárhagsáætlun þessa árs auk viðbótarfjármagns sem kemur með nýjum kjarasamningum á vinnumarkaði. Hvað varðar frekari útfærslu og umfjöllun um tillögur skýrslunnar að öðru leyti er vísað til minnisblaðs sviðsstjóra undir málinu.
Laufey Kr. Skúladóttir, formaður og fulltrúi B-lista í fræðslunefnd
Elín Árdís Björnsdóttir, varaformaður og fulltrúi D-lista í fræðslunefnd
Jóhanna Ey Harðardóttir bókar:
Vegamikil vinna hefur átt sér stað innan vinnuhóps um bætt starfsumhverfi í leikskólum Skagafjarðar og vil ég nýta tækifærið og þakka vinnuhópnum fyrir vel unnin störf. Leikskólar eru hjarta hvers samfélags og mikilvægt að starf þeirra sé metið sem skyldi, það jákvætt að einhugur er í fræðslunefnd um þessi mál og fagna ég því að fyrsta skrefið sé tekið.
Fræðslunefnd fagnar þessu skrefi að bættu starfsumhverfi leikskólanna. Leikskólarnir eru afar mikilvægar stofnanir í samfélaginu og mikilvægt að halda vel utan um þær. Fræðslunefnd samþykkir tillögurnar. Bókun fundar Laufey Kristín Skúladóttir lagði fram eftirfarndi bókun:
Rétt er að ítreka í ljósi umræðunnar að varðandi næst síðasta liðinn í tillögunni:
"Milli jóla og nýárs verði lágmarksstarfsemi í Ársölum og leitað eftir skráningum barna þá daga. Þeir foreldrar sem eru með börn sín heima fá afslátt af leikskólagjöldum."
Þar er að sjálfsögðu átt við alla leikskóla Skagafjarðar en ekki eingöngu leikskólann Ársali. Var það yfirsjón af hálfu nefndarinnar að setja það ekki skýrar fram. Við leiðréttum það hér með.
Jóhanna Ey Harðardóttir tók til máls og ítrekar bókun sína frá fundi fræðslunefndar.
Vegamikil vinna hefur átt sér stað innan vinnuhóps um bætt starfsumhverfi í leikskólum Skagafjarðar og vil ég nýta tækifærið og þakka vinnuhópnum fyrir vel unnin störf. Leikskólar eru hjarta hvers samfélags og mikilvægt að starf þeirra sé metið sem skyldi, það er jákvætt að einhugur er í fræðslunefnd um þessi mál og fagna ég því að fyrsta skrefið sé tekið.
Afgreiðsla 152. fundar fræðslunefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 152 Lagðar fram til kynningar Hagstofuskýrslur grunnskólanna 2019. Um er að ræða tölulegar upplýsingar sem árlega eru sendar Hagstofu Íslands. Bókun fundar Afgreiðsla 152. fundar fræðslunefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
9.Skipulags- og byggingarnefnd - 365
Málsnúmer 2001020FVakta málsnúmer
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 365 Ólafur E. Friðriksson kt 030957-4749 óskar eftir fh. lóðarhafa, Sýls ehf. Borgarröst 8, Sauðárkróki að skipulags og byggingarnefnd og sveitarstjórn taki til skipulagslegrar meðferðar og afgreiðslu deiliskipulagstillögu af lóðinni. Fyrirhugað er að breyta gamla skólahúsinu á lóðinni í fjölbýlishús með 11 íbúðum. Jafnframt að skipta lóðinni upp í fjóra hluta, þannig að auk lóðar undir fjölbýlishúsið verði skilgreindar þrjár nýjar lóðir. Tvær lóðir fyrir parhús við Freyjugötu og ein lóð fyrir parhús við Ránarstíg. Deiliskipulagssvæðið/reiturinn afmarkast af Freyjugötu í vestri, Ránarstíg í suðri, Sæmundargötu í austri og af íbúðarhúsalóðum við Knarrarstíg í norðri. Stærð skipulagssvæðisins er 6.760 m². Skipulagslýsing vegna deiliskipulags á lóðinni Freyjugata 25 á Sauðárkróki var auglýst og kynnt samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr 18. Freyjugata 25 - Deiliskipulag. Samþykkt samhljóða.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 365 Fyrir liggur tillaga að breyttri lóðarstærð lóðarinnar Skarðseyri 5, lóð Steinullarverksmiðjunnar hf. Samkvæmt lóðarleigusamningi er lóðin 24.380 m2 en breytist samkvæmt fyrirliggjandi tillögu og verður 32.202 m2. Tillagan er sett fram á uppdrætti sem ber heitið Skarðseyri 5 blað 4, dagsett 23. janúar 2020. Skipulagsfulltrúa falið að ganga frá málinu. Bókun fundar Afgreiðsla 365. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 365 Sæmundur Jónsson kt. 160191-3339, þinglýstur eigandi Fosshóls 1 í Sæmundarhlíð, landnúmer 229259, óskar heimildar skipulags- og byggingarnefndar til að stofna byggingarreit fyrir íbúðarhús á lóðinni skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-102 í verki 7870-01, dags. 8. janúar 2020. Fyrirliggur jákvæð umsögn minjavarðar. Erindið samþykkt.
Skipulagsfulltrúa falið að afgreiða málið þegar umsögn Vegagerðarinnar um vegtenging hefur borist.
Bókun fundar Afgreiðsla 365. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 365 Guðmundur Svavarsson kt. 010965-3149 óskar eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar til að gera bílastæði fyrir einn bíl framan við lóðina Kvistahlíð 4. Um er að ræða 4,5 metra til suðurs frá núverandi innkeyrslustút á grasfleti yfir lagnasvæði sveitarfélagsins. Meðfylgjandi loftmynd sem gerir grein fyrir umbeðinni framkvæmd. Erindið samþykkt með eftirfarandi skilmálum:
Eigandi skal kynna sér legu lagna á svæðinu, verði tjón á lögnum í eigu sveitarfélagsins vegna framkvæmda við bílastæði skal húseigandi tilkynna það og bera kostnað við viðgerð á lögnum. Ef kemur til viðhalds á lögnum í eigu sveitarfélagsins undir umræddu bílastæði skal eigandi bera kostnað af yfirborðsfrágangi að viðgerð lokinni.
Bókun fundar Afgreiðsla 365. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 365 Fyrir liggja, vegna endurskoðunar á aðalskipulagi, vinnudrög til yfirferðar varðandi þéttbýliskjarnana í sveitarféalginu,Steinsstaði, Varmahlíð, Sauðárkrók, Hóla og Hofsós. Farið yfir íbúðarsvæðin, greiningu á þeim og svæði fyrir atvinnustarfsemi. Mörk þéttbýslikjarnanna rædd og farið yfir kosti og galla að breyta þeim. Rætt um tengingar af þjóðvegi inn í þéttbýliskjarnana.Undir þessum lið sat Stefán Gunnar Thors fundinn. Bókun fundar Afgreiðsla 365. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 365 99. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar Bókun fundar 99. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020.
10.Skipulags- og byggingarnefnd - 366
Málsnúmer 2002001FVakta málsnúmer
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 366 Fyrir liggja, vegna endurskoðunar á aðalskipulagi, vinnudrög til yfirferðar varðandi þéttbýliskjarnana í sveitarfélaginu og mörk þeirra þe. vegna Steinsstaða, Varmahlíðar, Sauðárkróks, Hóla og Hofsós. Farið yfir íbúðar- og atvinnusvæði og greiningu á þeim. Stefán Gunnar Thors var með á fjarfundi.
Bókun fundar Afgreiðsla 366. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
11.Veitunefnd - 65
Málsnúmer 2001013FVakta málsnúmer
-
Veitunefnd - 65 Farið var yfir greinargerð Skagafjarðarveitna vegna óveðurs dagana 10. til 13. desember sl. Langflestar dælustöðvar hitaveitu eru búnar varaaflsvélum sem fara sjálfkrafa í gang við rafmagnsleysi.
Í óveðrinu voru um 15 dælustöðvar hitaveitu keyrðar á varaaflsvélum vegna rafmagnsleysis eða rafmagnstruflana og tókst að halda heitu vatni á öllum veitusvæðum án langvarandi truflana.
Veitunefnd hrósar starfsmönnum Skagafjarðarveitna fyrir vel unnin störf.
Nefndin bendir á að uppbygging undanfarinna ára í hitaveitu sönnuðu gildi sitt í óveðrinu og telur nauðsynlegt að halda uppbyggingunni áfram á næstu árum. Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar veitunefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 65 Farið var yfir efni kynningarfundar á vegum Samorku og Sambands íslenskra sveitarfélaga um ákvörðun gjaldskrár vatnsveitna sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar veitunefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 níu atkvæðum.
-
Veitunefnd - 65 Farið var yfir stöðu framkvæmda við hitaveitu frá Hofsósi að Neðra Ási og Ásgarði.
Útboðshluta verksins telst nú lokið en unnið er að frágangi í dælustöðvum.
Stefnt er á að hleypa vatni á stofnlagnir í mars mánuði. Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar veitunefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 65 Verkfræðistofunni Stoð hefur verið falið að vinna að gerð útboðsgagna og kostnaðaráætlunar vegna nýframkvæmdar hitaveitu á norðanverðu Hegranesi.
Veitunefnd samþykkir að bjóða vinnuhluta verksins út um leið og útboðsgögn liggja fyrir.
Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar veitunefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 65 Lögð var fram teikning sem sýnir stöðu ljósleiðaravæðingar í dreifbýli um áramótin 2019 / 2020.
Veitunefnd leggur til að unnið verði að útboði á lagningu ljósleiðara í Hjaltadal og Deildardal á þessu ári. Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar veitunefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 65 Lagt var fram erindi frá Guðmundi Sverrissyni vegna lagningu hitaveitu og ljósleiðara í Deildardal.
Veitunefnd felur sviðstjóra að svara erindinu. Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar veitunefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 níu atkvæðum.
12.Heilsuræktarstyrkur 2020 reglur
Málsnúmer 2001068Vakta málsnúmer
Lagðar fram reglur sveitarfélagsins um heilsuræktarstyrki til starfsmanna árið 2020.
Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
13.Viðauki 9 við fjárhagsáætlun 2019-2023
Málsnúmer 2001119Vakta málsnúmer
Lagður fram viðauki númer 9 við fjárhagsáætlun 2019. Lagt er til að framlag til málaflokks 07-Bruna- og almannavarnir verði hækkað um 3,5 milljónir króna. Hækkun framlagsins verður mætt með lækkun á launapotti á málaflokki 27-Óvenjulegir liðir um sömu fjárhæð.
Viðauki 9 við fjárhagsáætlun 2019-2023 borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með níu atkvæðum.
14.Viðauki 10 við fjárhagsáætlun 2019-2023
Málsnúmer 2001224Vakta málsnúmer
Lagður fram viðauki nr. 10 við fjárhagsáætlun 2019. Viðaukinn er gerður til að hækka framlag til fjárfestinga eignasjóðs og til að bakfæra áætlaða sölu fasteigna. Óráðstöfuðum fjármunum í launapotti er ráðstafað á málaflokka 02 og 04. Gerðar eru millifærslur vegna útgjalda á milli málaflokka í A hluta. Tekjur í A hluta vegna Jöfnunarsjóðs eru hækkaðar um 16,3 mkr. Rekstrarframlag til B hluta er hækkað um 7 mkr. Samtals mynda breytingar í rekstri A og B hluta rekstrarafgang að fjárhæð 38,0 mkr. og heildaráhrif á sjóðstreymi er að handbært fé lækkar um 5,6 mkr.
Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs, þá Stefán Vagn Stefánsson, Sigurjón Þórðarson Gísli Sigurðsson.
Viðauki 10 við fjárhagsáætlun 2019-2023 borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.
15.Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2020-2024
Málsnúmer 2001233Vakta málsnúmer
Lagður fram viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2020 vegna sölu fasteigna. Breytingarnar eiga við um A hluta sveitarsjóðs. Eignir eru lækkaðar um 4,4 mkr., rekstrarafgangur hækkar um 56,3 mkr. og handbært fé hækkar um 60,7 mkr.
Viðauki 1 við fjárhagaáætun 2020-2024 borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.
16.Auglýsing sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Málsnúmer 1912057Vakta málsnúmer
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að Steinn Leó Sveinsson verði ráðinn sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs.
Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
17.Auglýsingar og nafngiftir íþróttamannvirkja
Málsnúmer 1912012Vakta málsnúmer
Lagðar fram reglur vegna auglýsinga á/í íþróttamannvirkjum og íþróttasvæðum sveitarfélagsins.
Framlagðar reglur bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.
18.Freyjugata 25 - Deiliskipulag
Málsnúmer 1711178Vakta málsnúmer
"Ólafur E. Friðriksson kt 030957-4749 óskar eftir fh. lóðarhafa, Sýls ehf. Borgarröst 8, Sauðárkróki að skipulags og byggingarnefnd og sveitarstjórn taki til skipulagslegrar meðferðar og afgreiðslu deiliskipulagstillögu af lóðinni. Fyrirhugað er að breyta gamla skólahúsinu á lóðinni í fjölbýlishús með 11 íbúðum. Jafnframt að skipta lóðinni upp í fjóra hluta, þannig að auk lóðar undir fjölbýlishúsið verði skilgreindar þrjár nýjar lóðir. Tvær lóðir fyrir parhús við Freyjugötu og ein lóð fyrir parhús við Ránarstíg. Deiliskipulagssvæðið/reiturinn afmarkast af Freyjugötu í vestri, Ránarstíg í suðri, Sæmundargötu í austri og af íbúðarhúsalóðum við Knarrarstíg í norðri. Stærð skipulagssvæðisins er 6.760 m². Skipulagslýsing vegna deiliskipulags á lóðinni Freyjugata 25 á Sauðárkróki var auglýst og kynnt samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna."
Tillaga um að deiliskipulagstillaga á lóðinni Freyjugata 25 á Sauðárkróki verði auglýst og kynnt samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 borin uppp til afgreiðslu og samþykkt með átta atkvæðum. Ingibjörg Huld Þórðardóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslunni.
19.Kosning fulltrúa á ársþing SSNV
Málsnúmer 2001176Vakta málsnúmer
Á 371. fundi sveitarstjórnar þann 27. júní 2018 voru 11 aðalmenn og varmenn þeirra kosnir til setu á ársþingi SSNV frá Sveitarfélaginu Skagafirði.
Samkvæmt gr. 3.1 í samþykktum SSNV eiga fulltrúar sveitarfélaganna sæti á ársþingi
samk. eftirfarandi:
Einn fulltrúi fyrir hvert sveitarfélag á starfssvæðinu, auk eins fulltrúa fyrir hverja
byrjaða 400 íbúa í sveitarfélaginu 1. janúar á því ári sem þingið er haldið.
Sveitarfélagíð Skagafjörður á því 1 fastafulltrúa og 11 fulltrúa samkv. íbúafjölda sem
var 4035 þann 1. janúar 2020 eða samtals 12 fulltrúa.
Tilnefna þarf því 1 aðalmann og 1 varamann í viðbót.
Forseti gerir tillögu um Axel Kárason aðalmann, sem var varamaður og Eyrún Sævarsdóttir varamann.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörinn.
20.Samþykkt um hesthús og umgengni í hesthúsahverfinu á Sauðárkróki
Málsnúmer 2001195Vakta málsnúmer
Framlögð samþykkt borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
21.Skagfirskar leiguíbúðir hses - 19
Málsnúmer 2001016FVakta málsnúmer
22.Skagfirskar leiguíbúðir hses - 20
Málsnúmer 2001022FVakta málsnúmer
23.Fundagerðir Heilbrigðiseftirlits Nl. v 2020
Málsnúmer 2001005Vakta málsnúmer
24.Fundagerðir stjórnar SÍS 2020
Málsnúmer 2001002Vakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 14:45.