Félags- og tómstundanefnd - 274
Málsnúmer 2001009F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 393. fundur - 12.02.2020
Fundargerð 274 fundar félags- og tómstundanefndar frá 30. janúar 2020 lögð fram til afgreiðslu á 393. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Félags- og tómstundanefnd - 274 Samstarfssamningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Félags eldri borgara í Skagafirði sem undirritaður var á Sauðárkróki þann 7. nóvember 2019 var lagður fram til kynningar. Nefndin lýsir ánægju sinni með samninginn og leggur til að Félags- og tómstundanefnd fundi með stjórn F.E.B.S fyrir næsta starfsár. Bókun fundar Afgreiðsla 274. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 274 Lagður fram tölvupóstur frá Grétari Örvarssyni, fyrir hönd Stjórnarinnar, þar sem óskað er eftir afnotum að íþróttahúsinu á Sauðárkróki endurgjaldslaust vegna dansleiks í Sæluviku. Nefndin hafnar beiðninni með vísan í gjaldskrá íþróttamannvirkja. Mikilvægt er að árétta að afnot af íþróttahúsinu til slíkra viðburða felur óhjákvæmilega í sér kostnað sem fellur á íþróttahúsið. Kostnaður þessi er fyrst og fremst aukinn launakostnaður vegna uppsetningar á sviði, lagningar hlífðarlags á gólf, skreytinga og ljósabúnaðar, þrifa, aukins eftirlits á meðan á leigu stendur o.fl. Vegna þessa hefur verið sett sértök gjaldskrá fyrir útleigu til ýmissa menningarviðburða/dansleikja. Gjaldskránni er ætlað að koma að einhverju leyti til móts við þann kostnað sem slík úleiga felur í sér. Bókun fundar Afgreiðsla 274. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 274 Lagður fram tölvupóstur frá Leikhópnum Lottu þar sem óskað er eftir afnotum að íþróttahúsinu á Sauðárkróki endurgjaldslaust vegna leiksýningar. Nefndin hafnar beiðninni þar sem um viðburð er að ræða sem selt er inn á.
Mikilvægt er að árétta að afnot af íþróttahúsinu til slíkra viðburða felur óhjákvæmilega í sér kostnað sem fellur á íþróttahúsið. Gjaldskrá fyrir útleigu á íþróttahúsinu er ætlað að koma að einhverju leyti til móts við þann kostnað sem slík úleiga felur í sér. Húsaleiga væri í þessu tilviki um 25 þús. kr. Bókun fundar Afgreiðsla 274. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum. -
Félags- og tómstundanefnd - 274 Lagðar fram reglur vegna auglýsinga á/í íþróttamannvirkjum og íþróttasvæðum sveitarfélagsins. Nefndin samþykkir framlagðar reglur. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 17 Auglýsingar og nafngiftir íþróttamannvirkja. Samþykkt samhljóða.
-
Félags- og tómstundanefnd - 274 Erindi frá stjórn GSS tekið fyrir. Nefndin felur sviðsstjóra að vinna áfram að málinu. Bókun fundar Afgreiðsla 274. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 274 Jafnréttisþing 2020 verður haldið þann 20. febrúar í Hörpu. Nefndin samþykkir að þeir nefndarmenn sem sjái sér fært að mæta taki þátt. Bókun fundar Afgreiðsla 274. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 274 Lagðar fram til kynningar leiðbeiningar fyrir sveitarfélög varðandi framkvæmd frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni samkvæmt lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk, með langvarandi stuðningsþarfir. Frístundastjóra hefur verið falið að halda utan um vinnu við gerð verklagsreglna innan Sveitarfélagsins Skagafjarðar, unnar útfrá þessum leiðbeiningum. Myndaður hefur verið starfshópur sem skila mun tillögum á vormánuðum. Bókun fundar Afgreiðsla 274. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 274 Erindi frá Félagi eldri borgara í Skagafirði.
Í samræmi við fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 samþykkir nefndin að veita Félagi eldri borgara í Skagafirði 280.000 króna styrk vegna félagsstarfa. Bókun fundar Afgreiðsla 274. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum. -
Félags- og tómstundanefnd - 274 Erindi frá Helgu Bjarnadóttur f.h. eldri borgara sem sækja félagsstarf á Löngumýri.
Í samræmi við fjárhagsáætlun 2020 samþykkir nefndin að veita 150.000 króna styrk vegna húsaleigu á Löngumýri. Bókun fundar Afgreiðsla 274. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum. -
Félags- og tómstundanefnd - 274 Erindi frá Félagi eldri borgara á Hofsósi.
Í samræmi við fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 samþykkir nefndin að veita Félagi eldri borgara á Hofsósi 100.000 króna styrk vegna félagsstarfa. Bókun fundar Afgreiðsla 274. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum. -
Félags- og tómstundanefnd - 274 Lögð fram beiðni um styrk frá Aflinu á Akureyri. Nefndin samþykkir að styrkja Aflið um 100.000 krónur vegna starfsins á árinu 2020 og hvetur jafnframt til þess að samtökin heimsæki grunnskólana í Skagafirði með erindi um forvarnir. Bókun fundar Afgreiðsla 274. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 274 Lögð fram umsókn frá Berginu um rekstrarstyrk fyrir árið 2020. Nefndin samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 75.000 af málaflokki 02890. Ýmsir styrkir og framlög. Bókun fundar Afgreiðsla 274. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 274 Lögð fram umsókn frá Kvennaathvarfinu um rekstrarstyrk fyrir árið 2020. Nefndin samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 75.000 af málaflokki 02890. Ýmsir styrkir og framlög. Bókun fundar Afgreiðsla 274. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 274 Lögð fram styrkbeiðni frá Stígamótum vegna starfsemi samtakanna. Nefndin telur sér ekki fært að veita styrk að þessu sinni en óskar Stígamótum alls góðs í störfum sínum. Bókun fundar Afgreiðsla 274. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.