Veitunefnd - 65
Málsnúmer 2001013F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 393. fundur - 12.02.2020
Fundargerð 65. fundar veitunefndar frá 22. janúar 2020 lögð fram til afgreiðslu á 393. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs.
-
Veitunefnd - 65 Farið var yfir greinargerð Skagafjarðarveitna vegna óveðurs dagana 10. til 13. desember sl. Langflestar dælustöðvar hitaveitu eru búnar varaaflsvélum sem fara sjálfkrafa í gang við rafmagnsleysi.
Í óveðrinu voru um 15 dælustöðvar hitaveitu keyrðar á varaaflsvélum vegna rafmagnsleysis eða rafmagnstruflana og tókst að halda heitu vatni á öllum veitusvæðum án langvarandi truflana.
Veitunefnd hrósar starfsmönnum Skagafjarðarveitna fyrir vel unnin störf.
Nefndin bendir á að uppbygging undanfarinna ára í hitaveitu sönnuðu gildi sitt í óveðrinu og telur nauðsynlegt að halda uppbyggingunni áfram á næstu árum. Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar veitunefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 65 Farið var yfir efni kynningarfundar á vegum Samorku og Sambands íslenskra sveitarfélaga um ákvörðun gjaldskrár vatnsveitna sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar veitunefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 níu atkvæðum.
-
Veitunefnd - 65 Farið var yfir stöðu framkvæmda við hitaveitu frá Hofsósi að Neðra Ási og Ásgarði.
Útboðshluta verksins telst nú lokið en unnið er að frágangi í dælustöðvum.
Stefnt er á að hleypa vatni á stofnlagnir í mars mánuði. Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar veitunefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 65 Verkfræðistofunni Stoð hefur verið falið að vinna að gerð útboðsgagna og kostnaðaráætlunar vegna nýframkvæmdar hitaveitu á norðanverðu Hegranesi.
Veitunefnd samþykkir að bjóða vinnuhluta verksins út um leið og útboðsgögn liggja fyrir.
Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar veitunefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 65 Lögð var fram teikning sem sýnir stöðu ljósleiðaravæðingar í dreifbýli um áramótin 2019 / 2020.
Veitunefnd leggur til að unnið verði að útboði á lagningu ljósleiðara í Hjaltadal og Deildardal á þessu ári. Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar veitunefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 65 Lagt var fram erindi frá Guðmundi Sverrissyni vegna lagningu hitaveitu og ljósleiðara í Deildardal.
Veitunefnd felur sviðstjóra að svara erindinu. Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar veitunefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 níu atkvæðum.