Byggðarráð Skagafjarðar - 899
Málsnúmer 2001017F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 393. fundur - 12.02.2020
Fundargerð 899. fundar byggðarráðs frá 29. janúar 2020 lögð fram til afgreiðslu á 393. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 899 Á fund byggðarráðs komu Ari Jóhann Sigurðsson formaður Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra og Sigurjón Þórðarson heilbrigðisfulltrúi Norðurlands vestra til viðræðu um stöðu mála varðandi bensínleka á Hofsósi. Forstjóri N1 ehf. mun koma til viðræðu á næsta fund ráðsins. Bókun fundar Afgreiðsla 899. fundar byggðarráðs staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 899 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 26. janúar 2020, frá Álfhildi Leifsdóttur þar sem hún óskar eftir svörum við eftirfarandi spurningum:
1. Hvenær er áætlað að Sveitarfélagið Skagafjörður hætti að greiða leigu fyrir Minjahúsið í ljósi þess að Byggðarsafn Skagfirðinga er að flytja í þar til gert geymsluhúsnæði?
Svar: Í fjárhagsáætlun ársins 2020 er gert ráð fyrir 3 mkr. í leigu fyrir afnot af
Minjahúsinu. Flutningar eru þó langt komnir í nýtt varðveislurými að Borgarflöt og
líklegt að unnt verði að segja upp leiguafnotum a.m.k. efri hæðar Minjahúss innan
skamms og neðri hæð síðar á árinu þegar flutningum er að fullu lokið.
2. Í Greinargerð umhverfisstefnu fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð fyrir árið 2020
-2040 segir: "Sveitarfélagið Skagafjörður hefur verið leiðandi í úrgangsmálum og sorpflokkun á Íslandi og skal stefnt á að gera enn betur á því sviði, sér í lagi í dreifbýli."
Hver er stefna sveitarfélagsins hvað varðar sorphirðu í dreifbýli? Verður haldið áfram
með tilraunaverkefni með flokkun í Hegranesi sem ánægja hefur verið með og það
útvíkkað á fleiri svæði?
Svar: Á vegum um hverfis- og samgöngunefndar er unnið að stefnumótun varðandi
sorphirðu í dreifbýli. Ljóst er að leita þarf leiða til að minnka útgjöld og/eða afla aukinna tekna í málaflokknum sem rekinn hefur verið með miklum halla undanfarin ár og er bilið milli gjalda og tekna mun meira í dreifbýli en þéttbýli.
Nú í ár verður unnið að uppbyggingu gámasvæðis við Varmahlíð en fyrir áramót var
skrifað undir verksamning við lægstbjóðanda vegna verksins. Einnig er stefnt á að klára hönnun og hefja vinnu við samskonar svæði á Hofsósi á þessu ári. Ný gámasvæði verða afgirt og þannig útbúin að auka megi flokkunina enn frekar á þeim úrgangi sem þangað berst. Gert er ráð fyrir að svæðin verði mönnuð á opnunartímum en að einnig verði hægt að koma með óflokkað og flokkað sorp utan opnunartíma. Útfærsla og stefna stjórnvalda varðandi flokkun liggur ekki fyrir en umhverfisráðherra ætlar að leggja fram á vorþingi frumvarp til breytinga á lögum um úrgangsmál. Í þeim tillögum verður líklega lagt upp með skyldu á flokkun á heimilisúrgangi, samræmdar merkingar úrgangsflokka o.s.frv., en ekki liggur fyrir nánari útfærsla þess af hálfu ráðherra. Sveitarfélög landsins fylgjast átekta með því sem fram muni koma í frumvarpinu, hversu langt þær skyldur muni ganga og hvort eitthvert fjármagn fylgi með auknum skyldum eða hvort kostnaðurinn eigi alfarið að lenda á notendum þjónustunnar. Bókun fundar Afgreiðsla 899. fundar byggðarráðs staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 899 Lagður fram viðauki nr. 10 við fjárhagsáætlun 2019. Viðaukinn er gerður til að hækka framlag til fjárfestinga eignasjóðs og til að bakfæra áætlaða sölu fasteigna. Óráðstöfuðum fjármunum í launapotti er ráðstafað á málaflokka 02 og 04. Gerðar eru millifærslur vegna útgjalda á milli málaflokka í A hluta. Tekjur í A hluta vegna Jöfnunarsjóðs eru hækkaðar um 16,3 mkr. Rekstrarframlag til B hluta er hækkað um 7 mkr.
Samtals mynda breytingar í rekstri A og B hluta rekstrarafgang að fjárhæð 38,0 mkr. og heildaráhrif á sjóðstreymi er að handbært fé lækkar um 5,6 mkr.
Byggðarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 14 Viðauki 10 við fjárhagsáætlun 2019-2023. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 899 Lagður fram viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2020 vegna sölu fasteigna. Breytingarnar eiga við um A hluta sveitarsjóðs. Eignir eru lækkaðar um 4,4 mkr., rekstrarafgangur hækkar um 56,3 mkr. og handbært fé hækkar um 60,7 mkr.
Byggðarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 15 Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2020-2024. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 899 Farið yfir ráðningarferli sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs. Þóra Pétursdóttir ráðgjafi hjá Capacent var í símasambandi við fundarmenn og kynnti niðurstöðu, úrvinnslu og greiningu umsókna að loknum viðtölum við umsækjendur.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við þann aðila sem hæst skoraði af þeim umsækjendum sem boðaðir voru í viðtal. Bókun fundar Afgreiðsla 899. fundar byggðarráðs staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 899 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 21. janúar 2020. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 12/2020, "Landgræðsluáætlun - drög að lýsingu". Umsagnarfrestur er til og með 03.03.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 899. fundar byggðarráðs staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 899 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. janúar 2020. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 11/2020, "Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 54/1990 um innflutning dýra.". Umsagnarfrestur er til og með 30.01.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 899. fundar byggðarráðs staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 899 Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 20. janúar 2020, þar sem boðað er til XXXV. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 26. mars 2020. Landsþingið verður haldið í Reykjavík. Bókun fundar Afgreiðsla 899. fundar byggðarráðs staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.