Fara í efni

Öldungaráð erindisbréf

Málsnúmer 2001183

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 275. fundur - 19.02.2020

Lögð fram drög að samþykktum fyrir Öldungaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem settar eru skv. samþykktum um stjórn og fundarsköp fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð nr. 961/2013, 2. mgr. 38. gr. laga nr. 40/1991 (lög um félagsþjónustu sveitarfélaga) og 8. gr. laga nr. 125/1999 (lög um málefni aldraðra). Búið er að funda með fulltrúum eldri borgara og HSN. Félags- og tómstundanefnd fagnar því að Öldungaráðið sé að verða að veruleika og samþykkir drögin fyrir sitt leyti. Nefndin vísar þeim jafnframt til byggðarráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 903. fundur - 26.02.2020

Lögð fram drög að samþykktum fyrir öldungaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem settar eru skv. samþykktum um stjórn og fundarsköp fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð nr. 961/2013, 2. mgr. 38. gr. laga nr. 40/1991 (lög um félagsþjónustu sveitarfélaga) og 8. gr. laga nr. 125/1999 (lög um málefni aldraðra). Vísað til byggðarráðs frá 275. fundi félags- og tómstundanefndar þann 19. febrúar 2020.
Byggðarráð samþykkir framlögð drög og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 394. fundur - 11.03.2020

Samþykkt og vísað frá 903. fundi byggðarráðs 26.febrúar 2020 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram drög að samþykktum fyrir öldungaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem settar eru skv. samþykktum um stjórn og fundarsköp fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð nr. 961/2013, 2. mgr. 38. gr. laga nr. 40/1991 (lög um félagsþjónustu sveitarfélaga) og 8. gr. laga nr. 125/1999 (lög um málefni aldraðra). Vísað til byggðarráðs frá 275. fundi félags- og tómstundanefndar þann 19. febrúar 2020.
Framlögð drög borin upp til afgreiðslu og samþykkt með 9 atkvæðum.