Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
1.Byggðarráð Skagafjarðar - 901
Málsnúmer 2002006FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 901 Á fundinn mætti Skapti Steinbjörnsson frá Hestamannafélaginu Skagfirðingi til að ræða umsókn félagsins til að halda Landsmót hestamanna árið 2024 að Hólum í Hjaltadal.
Byggðarráð samþykkir að styðja við umsókn um Landsmót 2024. Bókun fundar Afgreiðsla 901. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 901 Málið áður á dagskrá 894. fundar byggðarráðs þar sem lagður var fram tölvupóstur, dagsettur 9. desember 2019, frá Kristjáni Bjarna Halldórssyni, formanni Golfklúbbs Skagafjarðar,þar sem byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra að bjóða formanninum á fund byggðarráðs.
Mættir eru á fundinn Kristján Bjarni Halldórsson, formaður Golfklúbbs Skagafjarðar og Kristján Jónasson gjaldkeri. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að yfirfara samningana. Bókun fundar Afgreiðsla 901. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 901 Lagt fram bréf, dagsett 4. febrúar 2020, frá Ungmennasambandi Skagafjarðar þar sem fram kemur að í mars næstkomandi verði haldið 100. ársþing UMSS og þann 17. apríl verði félagið 110 ára. Á 100. ársþingi UMSS, áður en formleg dagskrá hefst, verður gestum og kjörfulltrúum boðið upp á mat úr héraði. Á ársþinginu mun UMSS sýna sögu félagsins frá 1910-2020 en sambandið hlaut styrk frá UMFÍ til að safna saman og koma á prent gömlum myndum. Áætlað er að að sýna á fleiri viðburðum í sveitarfélaginu á þessu afmælisári félagsins.
Fjöldi gesta á 100. ársþingi UMSS er áætlaður um 70-100 manns. Telma Knútsdóttir framkvæmdastjóri UMSS, sækir um styrk fyrir hönd stjórnar, að upphæð 150.000 - 350.000 kr, styrkupphæð miðist við fjölda gesta og staðsetningu ársþingsins.
Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 250.000 kr. Bókun fundar Afgreiðsla 901. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 901 Með bréfi dagsettu 3. febrúar 2020 sækir Frímúrarastúkan Mælifell, kt. 580490-1079 um styrk til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr., 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
Byggðarráð samþykkir í ljósi fyrirliggjandi gagna og með vísan til reglna sveitarfélagsins að veita styrk sem nemur 30% af álögðum fasteignaskatti árins 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 901. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 901 Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 6. febrúar 2020, frá Nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um Alexandersflugvöll sem varaflugvöll fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli, 130. mál.
Byggðarráð styður málið og vill árétta að Sveitarfélagið Skagafjörður hefur á undanförnum árum lagt mikla áherslu á uppbyggingu Alexandersflugvallar sem varaflugvallar vegna góðra lendingarskilyrða og landfræðilegrar legu flugvallarins. Það er óumdeild að lendingarskilyrði séu með því besta sem gerist á landinu og þeir dagar þar sem völlurinn lokar vegna veðurskilyrða eru fátíðir og slíkt myndi heyra til undantekinga með bættum vallarbúnaði. Jafnframt er ljóst að uppbygging vallarins myndi hafa veruleg jákvæð áhrif á ferðaþjónustu á Norðurlandi öllu. Bókun fundar Stefán Vagn Stefánsson gerir tillögu um að sveitarstjórn taki undir bókun byggðarráðs svohljóðandi:
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins styður málið og vill árétta að Sveitarfélagið Skagafjörður hefur á undanförnum árum lagt mikla áherslu á uppbyggingu Alexandersflugvallar sem varaflugvallar vegna góðra lendingarskilyrða og landfræðilegrar legu flugvallarins. Það er óumdeild að lendingarskilyrði séu með því besta sem gerist á landinu og þeir dagar þar sem völlurinn lokar vegna veðurskilyrða eru fátíðir og slíkt myndi heyra til undantekinga með bættum vallarbúnaði. Jafnframt er ljóst að uppbygging vallarins myndi hafa veruleg jákvæð áhrif á ferðaþjónustu á Norðurlandi öllu.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
Afgreiðsla 901. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 901 Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 5. febrúar 2020. Forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 25/2020, „Tillaga til þingsályktunar um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021-2025. “. Umsagnarfrestur er til og með 24.02.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 901. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 901 Lagt fram til kynningar bréf, dagsett 5. febrúar 2020, frá Efemíu Fanneyju Valgeirsdóttur og Agli Örlygssyni þar sem gerðar eru athugasemdir við sölu jarðarinnar Borgarey í gamla Lýtingsstaðahreppi m.a. það að byggðarráð samþykkti á fundi sínum þann 20. janúar síðastliðinn að taka kauptilboði í jörðina. Við það falli landið úr landbúnaðrnotkun og verði ekki nýtt til búvöruframleiðslu. Athugasemdir eru gerðar við lögfræðiálit sem sveitarfélagið lét vinna árið 2013 til að athuga hvort hömlur væru á sölu jarðarinnar og einnig bent á tilmæli Skipulagsstofnunar til sveitarfélagsins að flokka þyrfti landbúnaðarland til grundvallar skipulagsákvörðunum um nýtingu í samræmi við Landsskipulagsstefnu 2015-2026.
Meðfylgjandi bréfinu er kaupsamningur og afsal, þinglýst dags 24. febrúar 1975, þar hreppsnefnd Lýtingsstaðahrepps kaupir jörðina Borgarey með þeirri kvöð að land jarðarinnar verði óaðskiljanlegur hluti allra jarða í Lýtingsstaðahreppi.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu í samráði við ráðið.
Bókun fundar Afgreiðsla 901. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
2.Byggðarráð Skagafjarðar - 902
Málsnúmer 2002015FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 902 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. febrúar 2020 frá Hoffelli ehf. þar sem fyrirtækið óskar eftir viðræðum við fulltrúa sveitarfélagsins um uppbyggingu nokkurra íbúða á Hofsósi og í Varmahlíð. Þessar íbúðir gætu hentað þeim sem vildu flytja úr stærri fasteignum í minni.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að setja sig í samband við forráðamann Hoffells ehf. til að finna hentugan fundartíma. Bókun fundar Afgreiðsla 902. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 902 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 5. febrúar 2020 frá leigjendum Austurgötu 11 á Hofsósi, Jóhanni Oddgeiri Jóhannssyni og Grétu Dröfn Jónsdóttur. Óska þau eftir fá fasteignina Austurgötu 11 á Hofsósi keypta að undangenginni skoðun og mati fagaðila á ástandi fasteignarinnar.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra fá verðmat frá fasteignasala á fasteigninni. Bókun fundar Afgreiðsla 902. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 902 Lögð fram tillaga um viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2020. Lagt er til að rekstrarframlag til málaflokks 06-Æskulýðs- og íþróttamál, deildar 06650-Skíðasvæði hækki um 5,4 milljónir króna vegna viðhalds á snjótroðara og uppfærslu miðasölukerfis. Handbært fé verði lækkað um sömu fjárhæð.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 18 "Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2020-2024."Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 902 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 902. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
- 2.5 2001212 Stefna og framkvæmdaáætlun Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar í barnaverndarmálum 2018-2022Byggðarráð Skagafjarðar - 902 Lögð fram drög að stefnu og framkvæmdaáætlun Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar í barnaverndarmálum 2018-2022. Barnaverndarnefnd Skagafjarðar samþykkti drögin á 214. fundi sínum þann 19. desember 2019 og vísaði þeim til afgreiðslu byggðarráðs og Akrahrepps til staðfestingar.
Byggðarráð samþykkir framlögð drög og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 14 "Stefna og framkvæmdaáætlun Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar í barnaverndarmálum 2018-2022" Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 902 Lögð fram áskorun frá fundi skólaráðs Árskóla þann 30. október 2019 til fræðslunefndar, um að fræðslunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar beiti sér fyrir því að flýta eins og kostur er hönnun og skipulagi endanlegrar skólalóðar Árskóla, þar sem gert verði ráð fyrir þeim leiktækjum sem skólinn á nú þegar og eru í geymslu á vegum sveitarfélagsins. Þá skorar skólaráð einnig á fræðslunefnd að beita sér fyrir því að haldið verði áfram við endurnýjun á A-álmu skólans. Fræðslunefnd tók erindið fyrir á 151. fundi sínum þann 12. desember 2019 og bókaði svo: "Lögð fram áskorun frá skólaráði Árskóla um að fræðslunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar beiti sér fyrir því að flýta eins og kostur er hönnun og skipulagi endanlegrar skólalóðar Árskóla, þar sem gert verði ráð fyrir þeim leiktækjum sem skólinn á nú þegar og eru í geymslu á vegum sveitarfélagsins. Þá skorar skólaráð einnig á fræðslunefnd að beita sér fyrir því að haldið verði áfram við endurnýjun á A-álmu skólans. Fræðslunefnd telur mikilvægt að allir skólar í Skagafirði séu vel búnir og mun hér eftir sem hingað til beita sér fyrir uppbyggingu þeirra. Tekið skal fram að á áætlun ársins 2020 er gert ráð fyrir 3 milljónum króna til skipulags lóðarinnar við Árskóla. Að öðru leyti vísar nefndin erindinu til byggðarráðs. Fræðslunefnd samþykkir einnig að kynna erindið í félags- og tómstundanefnd þar sem óskað hefur verið eftir afstöðu skólaráðs til hjólabrettagarðs við skólann."
Byggðarráð áréttar að í fjárhagsáætlun ársins 2020 er gert ráð fyrir 3 milljónum króna til skipulags lóðarinnar við Árskóla. Varðandi áframhaldandi framkvæmdir við A-álmu Árskóla verða þær teknar í aðdraganda gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 902. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 902 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. febrúar 2020 frá Agli Örlygssyni og Efemíu Fanney Valgeirsdóttur, Daufá, þar sem þau gera athugasemdir vegna sölu sveitarfélagsins á jörðinni Borgarey.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 902. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 902 Lagt fram bréf dagsett 11. febrúar 2020 frá Heiðrúnu Ósk Eymundsdóttur og Pétri Erni Sveinssyni, Saurbæ, þar sem þaug gera athugasemdir við sölu sveitarfélagsins á jörðinni Borgarey.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 902. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með átta atkvæðum. Jóhanna Ey Harðardóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 902 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. febrúar 2020 frá nefndasviði Alþingis. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnarfrumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003,með síðari breytingum (fæðingarstaður og sveitarfélag fyrsta lögheimilis barns), 119. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 902. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 902 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 5. febrúar 2020 frá nefndasviði Alþingis þar sem send er til umsagnar tillaga til þingsályktunar um Tröllaskagagöng milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar, 302. mál.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda eftirfarandi umsögn:
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar framkominni þingsályktunartillögu um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra láti hefja vinnu við rannsóknir, frumhönnun og mat á hagkvæmni á gerð jarðganga á Tröllaskaga.
Sveitarfélagið Skagafjörður og Akureyrarbær hafa á undanförnum misserum lagt þunga áherslu á að hagkvæmni og samfélagsleg áhrif með tilkomu Tröllaskagaganga verði könnuð til hins ítrasta. Sveitarfélögin sendu m.a. áskorun til stjórnvalda í febrúar árið 2019, þess efnis að þau fjármagni grunnrannsóknir og samanburð á kostum á legu mögulegra jarðganga undir Tröllaskaga, auk rannsókna á samfélagslegum og efnahagslegum áhrifum slíkra ganga.
Fyrirfram er ljóst að með tilkomu Tröllaskagaganga myndi vinnusóknarsvæði á Mið-Norðurlandi stækka verulega og þjóðhagsleg og samfélagsleg áhrif yrðu mikil. Samgöngubót sem þessi myndi styrkja Mið-Norðurland verulega sem raunverulegan valkost við höfuðborgarsvæðið og styrkja svæðið á margháttaða vegu. Eru þá ótalin öryggissjónarmiðin en þau hafa endurspeglast vel í vetur í þeirri tíðu lokun vega sem verið hefur á Mið-Norðurlandi. Má þannig nefna að þjóðvegur 1 um Vatnsskarð hefur verið lokaður í 16 skipti síðan 10. desember sl., þjóðvegur 1 um Öxnadalsheiði í 18 skipti frá sama tíma, Þverárfjall um 24 skipti og Siglufjarðarvegur um 22 skipti. Þess má geta að þjóðvegur 1 um Vatnsskarð og Öxnadalsheiði er í þjónustuflokki 2 hjá Vegagerðinni á meðan Þverárfjallsvegur og Siglufjarðarvegur eru í þjónustuflokki 3, sem skýrir þennan mun á fjölda lokunardaga. Með tilkomu Tröllaskagaganga yrði því unnt að tryggja mun betur samgöngur á milli stærstu þéttbýlisstaða á Mið-Norðurlandi, auka öryggi vegfarenda, bæta öryggi þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda, styrkja samfélögin á svæðinu, stækka vinnusóknarsvæði, efla ferðaþjónustu ? og svona mætti lengi halda áfram.
Öll teikn eru á lofti um að hér sé um að ræða einhverja þjóðhagslega hagkvæmustu
samgöngubót sem hægt er að ráðast í á landsbyggðinni og því afar brýnt að nú þegar verði hafin vinna við rannsóknir, frumhönnun og útreikninga á hagkvæmni á gerð jarðganga á Tröllaskaga. Bókun fundar Stefán Vagn Stefánsson gerir tillögum um að sveitarstjórn taki undir bókun byggðarráðs svohljóðandi:
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar framkominni þingsályktunartillögu um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra láti hefja vinnu við rannsóknir, frumhönnun og mat á hagkvæmni á gerð jarðganga á Tröllaskaga. Sveitarfélagið Skagafjörður og Akureyrarbær hafa á undanförnum misserum lagt þunga áherslu á að hagkvæmni og samfélagsleg áhrif með tilkomu Tröllaskagaganga verði könnuð til hins ítrasta. Sveitarfélögin sendu m.a. áskorun til stjórnvalda í febrúar árið 2019, þess efnis að þau fjármagni grunnrannsóknir og samanburð á kostum á legu mögulegra jarðganga undir Tröllaskaga, auk rannsókna á samfélagslegum og efnahagslegum áhrifum slíkra ganga. Fyrirfram er ljóst að með tilkomu Tröllaskagaganga myndi vinnusóknarsvæði á Mið-Norðurlandi stækka verulega og þjóðhagsleg og samfélagsleg áhrif yrðu mikil. Samgöngubót sem þessi myndi styrkja Mið-Norðurland verulega sem raunverulegan valkost við höfuðborgarsvæðið og styrkja svæðið á margháttaða vegu. Eru þá ótalin öryggissjónarmiðin en þau hafa endurspeglast vel í vetur í þeirri tíðu lokun vega sem verið hefur á Mið-Norðurlandi. Má þannig nefna að þjóðvegur 1 um Vatnsskarð hefur verið lokaður í 16 skipti síðan 10. desember sl., þjóðvegur 1 um Öxnadalsheiði í 18 skipti frá sama tíma, Þverárfjall um 24 skipti og Siglufjarðarvegur um 22 skipti. Þess má geta að þjóðvegur 1 um Vatnsskarð og Öxnadalsheiði er í þjónustuflokki 2 hjá Vegagerðinni á meðan Þverárfjallsvegur og Siglufjarðarvegur eru í þjónustuflokki 3, sem skýrir þennan mun á fjölda lokunardaga. Með tilkomu Tröllaskagaganga yrði því unnt að tryggja mun betur samgöngur á milli stærstu þéttbýlisstaða á Mið-Norðurlandi, auka öryggi vegfarenda, bæta öryggi þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda, styrkja samfélögin á svæðinu, stækka vinnusóknarsvæði, efla ferðaþjónustu ? og svona mætti lengi halda áfram. Öll teikn eru á lofti um að hér sé um að ræða einhverja þjóðhagslega hagkvæmustu samgöngubót sem hægt er að ráðast í á landsbyggðinni og því afar brýnt að nú þegar verði hafin vinna við rannsóknir, frumhönnun og útreikninga á hagkvæmni á gerð jarðganga á Tröllaskaga.
Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
Afgreiðsla 902. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum. - 2.11 2002094 Samráð; Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélagaByggðarráð Skagafjarðar - 902 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. febrúar 2020 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 29/2020, "Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga". Umsagnarfrestur er til og með 24.02. 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 902. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 902 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. febrúar 2020 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 30/2020, "Áform um frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum nr. 77/2019". Umsagnarfrestur er til og með 26.02. 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 902. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 902 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 13. febrúar 2020 þar sem dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 35/2020, "Frumvarp til breytinga á áfengislögum". Umsagnarfrestur er til og með 20.02. 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 902. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
- 2.14 2002111 Samráð; Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteignaByggðarráð Skagafjarðar - 902 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 13. febrúar 2020 þar sem forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 34/2020, "Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna". Umsagnarfrestur er til og með 23.02. 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 902. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 902 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 14. febrúar 2020 þar sem félagsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 37/2020, "Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum (vinnutími starfsmanna sem veita notendastýrða persónulega aðstoð)". Umsagnarfrestur er til og með 28.02. 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 902. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
3.Byggðarráð Skagafjarðar - 903
Málsnúmer 2002023FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 903 Lögð fram sameiginleg greinargerð og árangusrsmat Eldvarnabandalagsins og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um auknar eldvarnir.
Það er niðurstaða slökkviliðsstjóra að verkefnið hafi gengið vel fyrir sig og skilað tilætluðum árangri, hvort sem litið er til eldvarna á vinnustöðum eða heimilum. Slökkviliðsstjóri fann fyrir auknum áhuga á eldvörnum og aukinni sölu á eldvarnabúnaði. Hann segist hafa fundið fyrir miklum meðbyr með verkefninu og telur að það muni hjálpa mjög til við eldvarnaeftirlit í mannvirkjum sveitarfélagsins.
Það er sameiginleg niðurstaða að samstarf Brunavarna Skagafjarðar og Eldvarnabandalagsins hafi gengið vel og samskipti samstarfsaðilanna hafi verið með ágætum. Svavar Atli Birgisson, slökkviliðsstjóri kom á fundinn og fór yfir og kynnti niðurstöðu verkefnisins. Bókun fundar Afgreiðsla 903. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 903 Lagt fram bréf frá Róberti Smára Gunnarssyni, dagsett 14. febrúar 2020 þar sem hann leggur fram nokkrar fyrirspurnir vegna Félagsheimilisins Bifrastar við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki. Fyrirspurnirnar snúast um ástand hússins, aðgengi og framtíðarnot.
Svör:
Frá árinu 2005 hefur verið varið um 23 milljónum króna í viðhald félagsheimilisins. Ríflega helmingi þess fjármagns var varið í viðgerð á þaki árin 2015 og 2016. Inni í þessari tölu eru ekki kaup á búnaði sem talsverðar fjárhæðir hafa farið í.
Til að uppfylla kröfur nútímans um aðgengi að húsnæðinu þarf að ráðast í mjög kostnaðarsamar aðgerðir. Nokkrar útfærslur eru til á bættu aðgengi að Bifröst en húsnæðið er á nokkuð mörgum pöllum og því enn erfiðara en ella að uppfylla kröfur um aðgengi. Framkvæmdir vegna bætts aðgengis að Félagsheimilinu Bifröst eru ekki á fjárhagsáætlun þessa árs.
Ekki hefur farið út heildarúttekt á húsnæðinu en búið er að fara í fjölda ástandsskoðana og er ástand hússins vel þekkt. Ljóst er að þörf er á algjörri endurnýjun á húsnæðinu ef það á að nýtast áfram sem samkomuhús sem uppfyllir kröfur nútímans varðandi aðgengi, brunavarnir og almennt notagildi.
Unnið er að undirbúningi vegna byggingar menningarhúss á Sauðárkróki. Í kjölfar hönnunar þar er ljóst að sett verður í gang vinna við að meta hvernig félagsheimilið Bifröst getur sem best þjónað samfélaginu. Bókun fundar Afgreiðsla 903. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 903 Lögð fram sameigileg viljayfirlýsing frá 7. nóvember 2019, milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps um uppbyggingu skólamannvirkja í Varmahlíð.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórnirnar að í verkefnastjórn sitji skólastjóri Leikskólans Birkilundar, skólastjóri Varmahlíðarskóla, skólastjóri Tónlistarskóla Skagafjarðar, fræðslustjóri, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og framkvæmdastjórar sveitarfélaganna. Bókun fundar Forseti gerir tilllögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 15 "Verkefnastjórn um uppbyggingu skólamannvirkja í Varmahlíð". Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 903 Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa til sölu fasteignina Lóð númer 70 við Sauðárhlíð, F2132646, landnr. 144009. Um er að ræða hlöðu sem byggð var árið 1959, u.þ.b. 80 m2 og stendur á 2400 m2 lóð. Sveitarstjóra sömuleiðis falið að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2020.
Bókun fundar Afgreiðsla 903. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 903 Lögð fram drög að samþykktum fyrir öldungaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem settar eru skv. samþykktum um stjórn og fundarsköp fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð nr. 961/2013, 2. mgr. 38. gr. laga nr. 40/1991 (lög um félagsþjónustu sveitarfélaga) og 8. gr. laga nr. 125/1999 (lög um málefni aldraðra). Vísað til byggðarráðs frá 275. fundi félags- og tómstundanefndar þann 19. febrúar 2020.
Byggðarráð samþykkir framlögð drög og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tilllögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 16 "Öldungaráð samþykktir". Samþykkt samhljóða. - 3.6 2002094 Samráð; Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélagaByggðarráð Skagafjarðar - 903 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. febrúar 2020 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 29/2020, "Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga". Umsagnarfrestur er til og með 27.02. 2020.
Meirihluti byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar og áheyrnarfulltrúi ByggðaListans eru fylgjandi þeim áherslum í frumvarpinu sem stuðla að hvötum til frjálsra sameininga sveitarfélaga. Má þar sérstaklega nefna þá áherslu að Jöfnunarsjóði sveitarfélaga verði gert mögulegt að veita aðstoð vegna sameininga í sjö ár í stað fimm. Einnig að heimildir sveitarfélaga til að halda fjarfundi verði víkkaðar frá því sem nú er. Þá er ákvæði um stefnu um þjónustustig jákvætt skref.
Byggðarráð leggur jafnframt áherslu á að árleg framlög til Jöfnunarsjóðs verði aukin svo bráðabirgðaákvæði í lögum um tekjustofna sveitarfélaga, sem hefur þann tilgang að veita Jöfnunarsjóði sveitarfélaga heimild til að halda eftir einum milljarði árlega og safna í sjóð til að styðja við sameiningu sveitarfélaga, leiði ekki til skertra almennra framlaga úr Jöfnunarsjóði til sveitarfélaga.
Bjarni Jónsson (Vg og óháð) tekur ekki þátt í ofangreindri bókun og óskar bókað:
Margt er jákvætt að finna í tillögunni, ekki síst er snýr að útfærslum er lúta að því að styrkja lýðræðislega aðkomu íbúa í víðlendum sveitarfélögum að ákvarðanatöku, sömuleiðis á starfsskilyrðum kjörinna fulltrúa og þá er hægt að taka undir markmið um styrkingu innviða, tekjustofna sveitarfélaga og aukið samstarf ríkis og sveitarfélaga á margvíslegum sviðum. Víða er nokkuð augljóst að ef vel er á málum haldið getur frekari sameining sveitarfélaga styrkt þau, bætt þjónustu við íbúa og gefið sveitarfélögunum aukinn slagkraft. Á sumum svæðum er þetta hins vegar ekki jafn augljóst, svo sem vegna landfræðilegrar staðsetningar eða samsetningar byggðar.
Eins og málin standa nú eru hinsvegar bara sum sveitarfélög sem munu samkvæmt frumvarpinu borga fyrir sameiningarátak ráðherra með skertum framlögum úr jöfnunarsjóði sem ætluð eru til lögbundinna verkefna eins og að halda uppi skólastarfi á meðan mörg þeirra stærri sleppa. Eitt þeirra Reykjavíkurborg hefur að auki gert 6 milljarða kröfu á Jöfnunarsjóðinn vegna þess hlutverks hans að jafna möguleika sveitarfélaga til að halda uppi lögbundinni þjónustu eins og skólastarfi. Að óbreyttu gæti þetta haft alvarlegar afleiðingar fyrir mörg sveitarfélög á landsbyggðinni. Á þessu vakti ég athygli á alþingi 28. janúar sl. Í ljósi þessarar stöðu og þess að efasemdir eru uppi um réttmæti lögþvingaðra sameininga sveitarfélaga, er vart hægt að styðja tillöguna að óbreyttu. Bókun fundar Afgreiðsla 903. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 903 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 13. febrúar 2020 þar sem mennta- og menningarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 32/2020, "Reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns". Umsagnarfrestur er til og með 27.02. 2020.
Byggðarráð tekur undir bókun atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar frá 19. febrúar 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 903. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 903 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 14. febrúar 2020 þar sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 41/2020, "Drög að frumvarpi um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (tengdir aðilar)". Umsagnarfrestur er til og með 24.02. 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 903. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 903 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 14. febrúar 2020 þar sem atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 39/2020, "Reglugerð um vernd landbúnaðarlands". Umsagnarfrestur er til og með 28.02. 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 903. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum. - 3.10 2002125 Samráð; Drög að frumvarpi um breytingar á ýmsum lögum á málefnasviði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.Byggðarráð Skagafjarðar - 903 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 14. febrúar 2020 þar sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 40/2020, "Drög að frumvarpi um breytingar á ýmsum lögum á málefnasviði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna einföldunar regluverks og stjórnsýslu (lög á sviði sjávarútvegs, fiskeldis og lax- og silungs.)". Umsagnarfrestur er til og með 28.02.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 903. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 903 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 21. febrúar 2020 þar sem forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 46/2020, „Frumvarp til laga um breytingu á upplýsingalögum, nr. 140/2012, með síðari breytingum (réttarstaða þriðja aðila o.fl.)“. Umsagnarfrestur er til og með 05.03.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 903. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
4.Byggðarráð Skagafjarðar - 904
Málsnúmer 2002028FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 904 Byggðarráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 904. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 904 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 27. febrúar 2020 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi sameiningarnámsferð til Bergen 30. ágúst til 2. september 2020. Alþingi hefur samþykkt þingsályktunartillögu sem felur í sér áform um sameiningar sveitarfélaga. Hliðstætt verkefni stóð yfir í Noregi frá 2014 til 1. janúar 2020 þegar allar sameiningar áttu að vera í höfn. Þann dag hafði norskum sveitarfélögum fækkað úr 428 í 356.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga. Bókun fundar Afgreiðsla 904. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 904 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 25. febrúar 2020 frá UNICEF á Íslandi varðandi Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fylgir erindinu sameiginlegt bréf dagsett 30. janúar 2020, frá félagsmálaráðuneytinu og UNICEF á Íslandi. UNICEF á Íslandi hefur þróað verkefni fyrir innleiðingu Barnasáttmálans innan sveitarfélaga ? verkefnið barnvæn sveitarfélög. Opnað hefur verið fyrir umsóknir og er áhugasöm sveitarfélögum um allt land hvött til að kynna sér verkefnið og skrá sig til leiks.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því umsagnar félags- og tómstundanefndar og fræðslunefndar. Bókun fundar Afgreiðsla 904. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 904 Lögð fram tillaga um viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun ársins 2020 að fjárhæð 8.800 þús.kr. Viðaukinn innifelur millifærslu vegna launakostnaðar þar sem 19.215 þús.kr. eru færðar af málaflokki 27 yfir á ýmsar rekstrareiningar. Viðhaldsfé eignasjóðs er hækkað um 800 þús.kr. og fjárfestingaliður eignasjóðs hækkaður um 8.000 þús.kr. Gert er ráð fyrir að mæta útgjöldunum með lækkun handbærs fjár.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tilllögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 19 "Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2020-2024". Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 904 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 25. febrúar 2020 frá nefndasviði Alþingis þar sem velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, og lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999, með síðari breytingum (réttur til einbýlis á öldrunarstofnunum), 323. mál.
Byggðarráð er sammála þeim markmiðum sem koma fram í frumvarpinu. Bókun fundar Afgreiðsla 904. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 904 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 27. febrúar 2020 frá nefndasviði Alþingis þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 311. mál.
Byggðarráð fagnar framkomnu frumvarpi og vísar í áður framkomnar bókanir sveitarstjórnar um mikilvægi flugvallarins í Vatnsmýrinni fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Mikilvæg staðsetning vallarins með tilsjón af sjúkraflutningum fyrir landsbyggðina hefur aukist verulega á síðustu árum með færslu verkefna af sjúkrahúsum sem staðsett eru á landsbyggðinni til Landsspítala. Að mati byggðarráð er hér um að ræða þjóðaröryggismál er varðar alla íbúa landsins og því rétt að allir kosningabærir íbúar þess fái að segja skoðun sína. Bókun fundar Stefán Vagn Stefánsson gerir tillögu um að bókun byggðarráðs verði gerð að bókun sveitarstjórnar svohljóðandi:
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar framkomnu frumvarpi og vísar í áður framkomnar bókanir sveitarstjórnar um mikilvægi flugvallarins í Vatnsmýrinni fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Mikilvæg staðsetning vallarins með tilsjón af sjúkraflutningum fyrir landsbyggðina hefur aukist verulega á síðustu árum með færslu verkefna af sjúkrahúsum sem staðsett eru á landsbyggðinni til Landsspítala. Að mati byggðarráð er hér um að ræða þjóðaröryggismál er varðar alla íbúa landsins og því rétt að allir kosningabærir íbúar þess fái að segja skoðun sína.
Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
Afgreiðsla 904. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 904 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 24. febrúar 2020 frá Landssamtökum landeigenda á Íslandi varðandi frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna. Bókun fundar Afgreiðsla 904. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 904 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 3. mars 2020 frá Umhverfisstofnun varðandi áætlun um meðhöndlun úrgangs í heimsfarandri vegna COVID-19 veirunnar.
Undir þessum dagskrárlið kom til viðræðu Svavar Atli Birgisson, slökkviliðsstjóri og formaður Almannavarnarnefndar Skagafjaðar. Bókun fundar Afgreiðsla 904. fundar byggðarráðs staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
5.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 74
Málsnúmer 2002014FVakta málsnúmer
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 74 Tekin fyrir safnstefna Byggðasafns Skagfirðinga sem unnin var af Berglindi Þorsteinsdóttur forstöðumanni Byggðasafns Skagfirðinga. Málið áður á dagskrá 72. fundar nefndarinnar þann 30.12.19.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir safnstefnuna. Nefndin þakkar Berglindi fyrir vel unna stefnu.
Inga Katrín vék af fundi undir þessum lið. Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 74 Tekin fyrir rekstarsamningur við Króksbíó um rekstur félagsheimilisins Bifrastar dagsett 09.12.2019.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samninginn. Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 74 Tekin fyrir samningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar við Hátækniseturs Íslands um fjárveitingu til rekstrar Fab Lab á Sauðárkróki.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi samning. Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 74 Tekið fyrir minnisblað um fyrirhugaða ferð á JEC koltrefjasýningu í París þann 3-5. mars nk.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að senda tvo fulltrúa frá sveitarfélaginu. Fulltrúarnir verða Gunnsteinn Björnsson formaður nefndarinnar og Sigfús Ólafur Guðmundsson starfsmaður nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 74 Tekin til umfjöllunar umsagnarbeiðni um reglugerð um rekstur hérðasskjalasafna dagsett 13.02.20.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd leitaði til héraðsskjalavarðar varðandi málið og nefndin samþykkir að senda inn eftirfarandi umsögn.
Drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns
Mál nr. 32/2020
Umsögn Atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti umsögn um fyrri drög reglugerðar þann 14. Júní 2017. Sem fyrr er gert athugasemd við þau þrjú atriði sem þóttu vega hvað þyngst; rekstrarleyfi, fjármál og rafræn gögn.
Rekstrarleyfi
2. grein í reglugerðardrögum hljóðar svo:
„Sveitarstjórn eða byggðasamlag getur sótt um leyfi til reksturs héraðsskjalasafns til Þjóðskjalasafns Íslands. Einungis þeim sveitarstjórnum og byggðasamlögum sem hafa fengið leyfi til reksturs héraðsskjalasafns er heimilt að reka slíkt safn. Þjóðskjalasafn Íslands veitir leyfi til reksturs héraðsskjalasafns að fengnu samþykki ráðherra. Rekstur héraðsskjalasafns er á ábyrgð þess sveitarfélags eða þeirra sveitarfélaga sem að því standa.
Umsókn skal afgreidd innan þriggja mánaða frá því að fullnægjandi gögn hafa verið lögð fram. Með umsókn byggðasamlags um rekstur héraðsskjalasafns skal fylgja samþykkt fyrir byggðasamlagið.“
2. málsgrein 6. gr. í reglugerðardrögum hljóðar svo:
„Sveitarfélögum og byggðasamlögum er heimilt að reka héraðsskjalasafn, sem þegar er í rekstri við gildistöku þessarar reglugerðar, án þess að hafa fengið útgefið rekstrarleyfi á grundvelli þessarar reglugerðar í allt að þrjú ár sbr. bráðabirgðaákvæði laga um opinber skjalasöfn.“
Sem fyrr teljum við það mun eðlilegra að þau sveitarfélög sem nú þegar reka héraðsskjalasafn fái sjálfkrafa formlegt leyfi til að reka héraðsskjalasafn og þurfi ekki að sækja sérstaklega um það leyfi enda hafa söfnin lotið faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands til þessa. Þjóðskjalasafn getur kallað eftir upplýsingum frá rekstraraðilum ef þurfa þykir.
Fjármál
Meðal skilyrða sem talin eru upp í 3. grein, í lið 2 reglugerðardraga er eftirfarandi:
„Sjálfstæður fjárhagur. Héraðsskjalasafn skal hafa sjálfstæðan fjárhag, aðskilinn frá öðrum rekstri eiganda. Reikningar héraðsskjalasafns skulu vera áritaðir af löggiltum endurskoðanda. Héraðsskjalasafn skal árlega senda skýrslu um starfsemi sína til Þjóðskjalasafns Íslands sem gefur út leiðbeiningar um innihald skýrslunnar.“
Sem fyrr gerum við eftirfarandi athugasemd: Það er ekki ljóst á hvaða ákvæði í lögum um opinber skjalasöfn 2014/77 þessi liður byggir né hver er tilgangurinn með þessari grein. Í mörgum tilvikum, sérstaklega þegar rekstur héraðsskjalasafns er á höndum eins sveitarfélags, eru reikningar héraðsskjalasafns endurskoðaðir í heildarúttekt endurskoðanda á reikningum sveitarfélagsins. Héraðsskjalasafnið er þá A-hluta stofnun. Ef markmiðið með þessari grein er að Þjóðskjalasafn Íslands geti fengið vissar upplýsingar um rekstur héraðsskjalasafns sem settar eru fram í ársskýrslu safnsins þá má auðveldlega fá þær upplýsingar fram þó fjárhagur safnsins sé ekki „sjálfstæður“. Orða þarf þá þessa grein á annan og skýrari hátt.
Rafræn gögn
Meðal skilyrða sem talin eru upp í 3. grein, í lið 3.b. reglugerðardraga er eftirfarandi:
„Geymsluhúsnæði safnsins skal vera með þeim hætti að langtímavarðveisla skjala sé tryggð. Rafræn skjöl afhent safninu skulu vera í lokuðu rými sem er aðgangsstýrt og ekki í tengslum við opið net. Þjóðskjalasafn Íslands gefur út leiðbeiningar um skjalageymslur.“
Og 7. grein reglugerðardraga sem hljóða svo:
„Búnaður. Héraðsskjalasafn skal hafa yfir að ráða búnaði (vél- og hugbúnaði) og sérfræðiþekkingu til viðtöku og vörslu rafrænna gagna sem tryggja að viðtaka og varðveisla rafrænna gagna uppfylli reglur þar að lútandi sem settar eru á grundvelli laga. Þjóðskjalasafn Íslands gefur út leiðbeiningar um búnað til varðveislu rafrænna gagna á héraðsskjalasafni.“
Hér þyrfti að vera skýrt hvað „yfir að ráða“ merkir. Þarf hvert og eitt safn að uppfylla þessi skilyrði eða geta þau haft samstarf sín á milli? Má útvista þessum þætti að nokkru eða öllu leyti, til dæmi með samningi við Þjóðskjalasafn Íslands, eða aðra stofnun á vegum sveitarfélaga? Ef haldið er fast í það að hvert og eitt héraðsskjalasafn uppfylli þessar tilteknu kröfur mun það verða „banamein“ margra héraðsskjalasafna. Nauðsynlegt er að opna á samstarf milli sveitarfélaga varðandi þennan þátt.
Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
6.Félags- og tómstundanefnd - 275
Málsnúmer 2002016FVakta málsnúmer
-
Félags- og tómstundanefnd - 275 Lagt fram erindi frá Degi Þór Baldvinssyni, hafnarstjóra sveitarfélagsins, þar sem kannað er hvort sveitarfélagið hefði áhuga á að starfrækja Sjávarútvegsskóla unga fólksins. Verkefnið er starfrækt í samvinnu Háskólans á Akureryi, sveitarfélaga og sjávarútvegsfyrirtækja á Norður- og Austurland. Verkefnið yrði hluti af Vinnuskólanum. Nefndin lýsir ánægju með verkefni þetta og samþykkir þátttöku. Bókun fundar Afgreiðsla 275. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 275 Lögð fram umsókn Guðrúnar Erlu Sigursteinsdóttur um daggæslu á einkaheimili. Félags- og tómstundanefnd samþykkir bráðabirgðaleyfi vegna daggæslu á einkaheimili til eins árs fyrir Guðrúnu Erlu Sigursteinsdóttur, Hólavegi 27, Sauðárkróki, sbr. 15. gr. reglugerðar nr. 907/2005, fyrir 5 börnum að eigin barni meðtöldu, allan daginn, enda sæki Guðrún Erla námskeið fyrir dagforeldra svo fljótt sem kostur er. Bókun fundar Afgreiðsla 275. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 275 Lögð fram drög að samþykktum fyrir Öldungaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem settar eru skv. samþykktum um stjórn og fundarsköp fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð nr. 961/2013, 2. mgr. 38. gr. laga nr. 40/1991 (lög um félagsþjónustu sveitarfélaga) og 8. gr. laga nr. 125/1999 (lög um málefni aldraðra). Búið er að funda með fulltrúum eldri borgara og HSN. Félags- og tómstundanefnd fagnar því að Öldungaráðið sé að verða að veruleika og samþykkir drögin fyrir sitt leyti. Nefndin vísar þeim jafnframt til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 275. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 275 Félags- og tómstundanefnd leggur til að starfsmenn fjölskyldusviðs kanni og greini þörf fyrir hádegisverð fyrir eldri borgara í dreifbýli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og skili minnisblaði til nefndarinnar. Horft er til þess að hádegisverðurinn verði eldaður í Varmahlíðarskóla annars vegar og Grunnskólanum austan Vatna hins vegar.
Bókun fundar Afgreiðsla 275. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
7.Fræðslunefnd - 153
Málsnúmer 2002010FVakta málsnúmer
-
Fræðslunefnd - 153 Farið yfir bráðabirgðaniðurstöðu rekstrar fyrir málaflokk 04, fræðslumál, fyrir rekstrarárið 2019. Fræðslunefnd fagnar þeim góða árangri sem náðst hefur með nákvæmri áætlanagerð og mikilli eftirfylgni með rekstri. Ástæða er til að hrósa stjórnendum stofnana og starfsmönnum fjölskyldusviðs fyrir reglubundna yfirferð og aðgætni í rekstri en um leið hvetja til enn meiri árvekni gagnvart samþykktri fjárhagsáætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 153. fundar fræðslunefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 153 Farið var yfir framkvæmda- og viðhaldsáætlun ársins 2020 fyrir málaflokk 04, fræðslumál. Fræðslunefnd fagnar þeim verkefnum sem áætluð eru á árinu, ekki síst nýbyggingu leikskóla á Hofsósi, en ráðgert er að framkvæmdir hefjist strax í mars eða apríl. Þá ber einnig að fagna áformum um hönnun íþróttahúss á Hofsósi, viðbyggingu við leikskólann á Sauðárkróki, hönnun lóðar við Árskóla og hönnun skólamannvirkja í Varmahlíð. Nefndin lýsir einnig yfir ánægju vegna áforma um skiptingu lóðar við Ársali- eldra stig og gróðursetningu skjólbeltis þar. Mörg smærri verkefni er að finna á framkvæmda- og viðhaldslistanum sem öll stuðla að bættri aðstöðu skólanna. Fræðslunefnd væntir þess að öll þessi verkefni komist til framkvæmda á árinu. Bókun fundar Afgreiðsla 153. fundar fræðslunefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
8.Landbúnaðarnefnd - 209
Málsnúmer 2002024FVakta málsnúmer
-
Landbúnaðarnefnd - 209 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 21. febrúar 2020 frá Jóni Kolbeini Jónssyni, héraðsdýralækni Norðurlands vestra þar sem tilkynnt er um að greinst hafi hefðbundin riða í sauðfé á bænum Grófargili í Skagafirði.
Undir þessum dagskrárlið kom Jón Kolbeinn Jónsson til fundar við landbúnaðarnefnd, svo og Bjarni Bragason fjallskilastjóri fjallskilanefndar Seyluhrepps, úthluta og Elvar Eylert Einarsson varafjallskilastjóri.
Landbúnaðarnefnd harmar að riðutilfelli hafi komið upp á jörðinni Grófargili. Fram kom í máli Jón Kolbeins Jónssonar héraðsdýralæknis að það er í verkarhing hans að sjá um að Grófargilsrétt verði hreinsuð og nánasta umhverfi hennar. MAST sér um að útvega fjármagn til verksins. Áður en verkið hefst þarf fjallskilanefndin að ganga frá leigusamningi við landeiganda, um lóð undir réttinni og nánasta umhverfi. Fjallskilanefndin hefur umsjón með endurgerð Grófargilsréttar. Bókun fundar Afgreiðsla 209. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 209 Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds í þéttbýli frá Sigurði Steingrímssyni, kt. 201246-2889,dagsett 21.02.2020. Sótt er um leyfi fyrir 20 kindur.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að veita leyfi fyrir 20 kindur. Bókun fundar Afgreiðsla 209. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 209 Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds í þéttbýli frá Herði Sigurjónssyni, kt. 210656-4059,dagsett 21.10.2019. Sótt er um leyfi fyrir 25 kindur og 15 hænur.
Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir 25 kindur og 15 hænur. Bókun fundar Afgreiðsla 209. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 209 Lagt fram bréf dagsett 31. janúar 2020 frá veiðimönnum sem sveitarfélagið hefur samið við um refa- og minkaveiði í sveitarfélaginu. Leggja þeir til að gerðar verði ákveðnar breytingar á gjaldskrá fyrra árs.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela starfsmönnum sveitarfélagsins að afla gagna frá nágrannasveitarfélögum, fyrir næsta fund nefndarinnar, um hvaða verðlaun þau eru að greiða vegna minka- og refaveiða. Bókun fundar Afgreiðsla 209. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 209 Lögð fram bréf dagsett 17. febrúar 2020, frá landeigendum og yfirráðamönnum jarðeigna í Flókadal þar sem farið er þess á leit að frá og með komandi sumri verði afréttargirðing endurbyggð sem fjárheld varsla, þar sem girðingarstæðið var og er.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu fjallskilanefndar Vestur-Fljóta. Bókun fundar Afgreiðsla 209. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
9.Skipulags- og byggingarnefnd - 367
Málsnúmer 2002017FVakta málsnúmer
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 367 Vinnufundur vegna heildarendurskoðunar á aðalskipulagi, undirbúningur undir vinnslutillögu og íbúafundi. Vinnugögn fyrir fundinn eru uppfærðir þéttbýlisuppdrættir, drög að sveitarfélagsuppdrætti, skýringarmyndir fyrir landbúnaðar- og verndarsvæði, efnistökusvæði og ferðaþjónustustaði ásamt drögum að flokkun landbúnaðarlands og skilmálum fyrir það. Stefán Gunnar Thors sat fundinn undir þessum lið.
Bókun fundar Afgreiðsla 367. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 367 Lóðin Skarð land landnúmer 207858 er í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og er samkvæmt þinglýstu lóðarblaði frá 18. maí 2006 10.563 fermetrar. Fyrir liggur nýtt lóðarblað dagsett 20. febrúar 2020 sem gerir grein fyrir breyttri lóðarstærð. Lóðin verður eftir breytingu 3534 fermetrar. Breytingin er tilkomin vegna fyrirhugaðrar stækkunar á lóðinni Skarðseyri 5. Samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að ganga frá málinu með þessum hætti. Bókun fundar Afgreiðsla 367. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 367 Fyrir liggur tillaga að breyttri stærð lóðarinnar Skarðseyri 5, lóð Steinullarverksmiðjunnar hf. Samkvæmt lóðarleigusamningi frá 12. desember 1984 er lóðin 24.380 m2 en breytist samkvæmt fyrirliggjandi lóðarblaði sem dagsett er 20. febrúar 2020 og verður 33.203 m2.
Samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning ganga frá málinu með þessum hætti.
Bókun fundar Afgreiðsla 367. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 367 Jón Einar Kjartansson kt. 311068-5209 sækir f.h. Hlíðarendabúsins ehf. kt. 500717-1300 um heimild skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að skipta 14072 m² lóð fyrir frístundahús úr landi jarðarinnar Miklabæjar, landnúmer L146569 ásamt því að nefna lóðina Miklibær 4. Framlagður hnitsettur afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Uppdrátturinn er númer S04 í verki 760502, dagsettur 31. október 2019.
Óskað er eftir að lóðin verði leyst úr landbúnaðarnotum.Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146569. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 367. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 367 100. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar.
Bókun fundar Afgreiðsla 367. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
10.Umhverfis- og samgöngunefnd - 166
Málsnúmer 2002012FVakta málsnúmer
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 166 Undir þessum lið fundar sátu eftirtaldir fulltrúar frá búnaðarsambandi Skagafjarðar;
Guðrún Kristín Eiríksdóttir
Guðrún Lárusdóttir
Haraldur Þór Jóhannsson
Ástþór Örn Arnason
Davíð Logi Jónsson
Rætt var almennt um framtíðarskipulag á sorpmálum í dreifbýli og nauðsyn þess að kynna flokkun sorps með betri hætti.
Sviðstjóra er falið að taka saman upplýsingar um tilraunaverkefni í Hegranesi en ekki hefur verið tekið ákvörðun um breytingar á sorphirðu í Hegranesi.
Bókun fundar Afgreiðsla 166. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 166 Formaður umhverfis- og samgöngunefndar ásamt sviðsstjóra áttu fund með Önnu Maríu Hafsteinsdóttur á Veðramóti og Ásdísi Eddu Ásgeirsdóttur á Tungu vegna sorpmála. Anna og Ásdís eru ósáttar með það að gámur við Skarðsrétt hafi verið fjarlægður og eins að íbúum hafi ekki verið formlega tilkynnt um að gámurinn yrði fjarlægður. Sviðsstjóri ásamt nefndinni harmar að ekki hafi verið staðið rétt að kynningu þess að ákveðið hafi verið að fjarlægja gáma við Skarðsrétt, Ljósheima og Varmalæk. Bókun fundar Afgreiðsla 166. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 166 Lagt var fyrir erindi frá íbúa- og átthagafélagi Fljóta vegna stöðu sorpmála í Fljótum.
Búið er að óska eftir gámi undir pappa og pappír á gámasvæðið og er sviðstjóra falið að fylgja því eftir.
Bókun fundar Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
Að heilt ár líði frá íbúafundi án þess að sé brugðist með fullnægjandi hætti er óásættanlegt. Sorpmál í Fljótum hafa lengi verið í ólestri og óskir íbúa hafa verið í takt við þá áherslu á sorpflokkun, endurvinnslu og fegrun umhverfis sem sveitarfélagið hefur á sinni stefnuskrá. Íbúafundir verða ótrúverðugir með þessum hætti, þarna er þörf á að gera betur, bæði í sorpmálum og í því að bregðast við niðurstöðum íbúafunda, við ættum öll að taka það til okkar.
Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson.
Afgreiðsla 166. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 166 Lögð var fyrir fundinn tillaga frá Umhverfisráðgjöf Íslands um verklag og kostnað við gerð umhverfisáætlunar fyrir sveitarfélagið fyrir tímabilið 2020 til 2040.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar til byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 166. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 166 Lagt var fyrir fundinn erindi frá Umhverfisstofnun þar sem farið er yfir endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Ljóst er að auka þarf endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs og að auka þarf upplýsingagjöf til almennings varðandi flokkun.
Nefndin leggur til að Sveitarfélagið leiti leiða til að efla fræðslu um flokkun sorps með það að leiðarljósi að ná til allra íbúa sveitarfélagins í samstarfi við Flokku ehf. Nefndin boðar verkefnastjóra atvinnu- og menningarmála á næsta fund nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 166. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 166 Lögð voru fyrir fundinn til kynningar drög að frumniðurstöðum líkanareikninga fyrir Sauðárkrókshöfn, unna af siglingasviði Vegagerðarinnar. Í reikningunum er verið að skoða þrjú tilfelli, bæði saman og í sitthvoru lagi. Í fyrsta lagi eru skoðuð áhrif þess að fjarlægja totu sem liggur í suðvestur úr norðurgarði í innsiglingu Sauðárkrókshafnar ásamt því að framlengja norðurgarð un 20 til 30m. Í öðru lagi eru skoðuð áhrif nýs viðlegukants sunnan við suðurbryggju og í þriðja lagi er skoðuð útfærsla á nýrri ytri höfn.
Nefndin leggur til að fulltrúar frá siglingasviði Vegagerðarinnar verði boðaðir á fund nefndarinnar þegar vinnu við líkanareikninga er lokið. Bókun fundar Afgreiðsla 166. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 166 Lagt var fyrir nefndina erindi frá Golfklúbbi Skagafjarðar varðandi golfvöllinn á Hlíðarenda en golfklúbburinn fagnar 50 ára afmæli á árinu 2020.
Í erindinu segir m.a. að "Golfvallarsvæðið þarf að vera hluti af útivistarsvæði bæjarins þar sem golf, útivist og ferðamannaiðnaður næðu að sameinast á einu svæði."
Í niðurlagi erindis er óskað eftir því að umhverfis- og samgöngunefnd taki til athugunar að efla golfvallarsvæðið sem útivistarsvæði.
Nefndin óskar eftir fundi með fulltrúum frá Golfklúbbi Skagafjarðar til frekari umræðu.
Bókun fundar Afgreiðsla 166. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 166 Lagt var fyrir fundinn til kynningar erindi frá Hafnasambandi Íslands varðandi kórónasmit og sóttvarnaráætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 166. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
11.Umhverfis- og samgöngunefnd - 167
Málsnúmer 2002027FVakta málsnúmer
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 167 Dagur Þór Baldvinsson, hafnarstjóri, fór yfir ársyfirlit fyrir Skagafjarðarhafnir fyrir árið 2019. Einnig var farið yfir verkefni næstu ára, þ.á.m. breytingar og viðbætur í Sauðárkrókshöfn og Hofsóshöfn, móttöku skemmtiferðaskipa á Sauðárkróki o.fl.
Í máli hafnarstjóra kom m.a. fram að umsvif hafnarsjóðs hafa aukist mikið síðustu ár og hafa tekjur hans t.a.m. ríflega tvöfaldast síðan árið 2015.
Alls er búið að bóka 14 komur skemmtiferðaskipa á Sauðárkók á næstu þremur árum, tveimur í ár, átta árið 2021 og fjórum árið 2022.
Á samgönguáætlun 2020 til 2024 eru áætlaðar 385 milljónir í framlag ríkissjóðs til hafnarframkvæmda á Sauðárkróki og Hofsósi í endurbyggingu viðlegukanta, viðhaldsdýpkana og frumrannsókna vegna stækkunar á Sauðárkrókshöfn.
Bókun fundar Afgreiðsla 167. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 167 Lögð var fram til kynningar fundargerð 419 frá Hafnasambandi Íslands. Bókun fundar Afgreiðsla 167. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 167 Lagt var fram erindi frá veitu- og framkvæmdasviði Sveitarfélagsins Skagafjarðar til siglingasviðs Vegagerðarinnar, dagsett 26. febrúar 2020, þar sem farið var yfir atburði síðustu vikna og mánuði tengdum veðri og sjólagi. Í erindinu er einkum rætt um tvo atburði þar sem sjór gekk á land með tjóni og röskunum fyrir fyrirtæki á hafnarsvæðinu og annara vegfarenda. Lögð er áhersla á að þörf sé á lagfæringu eða endurgerð varnargarða við Skarðseyri og Strandveg á Sauðárkróki og að framkvæmdirnar þoli ekki bið.
Þegar hefur borist jákvætt svar við erindinu frá siglingasviði Vegagerðarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 167. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 167 Lagt var fram til kynningar erindi frá Umhverfisstofnun varðandi verklagsreglur og áætlun um meðhöndlun úrgangs og smithættu af úrgangi vegna heimsfaraldurs COVID-19. Bókun fundar Afgreiðsla 167. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 167 Lagður var fram tölvupóstur frá Hjörleifi Jóhannessyni varðandi veg 7827 í Unadal. Í póstinum er lagt til að sett verði ræsisrör undir veginn við Brúnkollumel, í landi Sandfells, þar sem vegur fer reglulega á kaf á þessum stað, bæði yfir veturinn og á vorin þegar snjóa leysir.
Sviðstjóra falið að ræða við Vegagerðina um framkvæmdina.
Bókun fundar Afgreiðsla 167. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
12.Veitunefnd - 66
Málsnúmer 2002029FVakta málsnúmer
-
Veitunefnd - 66 Lagðar voru fram til kynningar verklagsreglur og áætlun um meðhöndlun úrgangs og smithættu af úrgangi vegna heimsfaraldurs COVID-19. Bókun fundar Afgreiðsla 66. fundar veitunefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 níu atkvæðum.
-
Veitunefnd - 66 Lagt var fram til kynningar svarbréf frá Skagafjarðarveitum vegna fyrirspurnar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis varðandi gjaldskrár vatnsveitna. Bókun fundar Afgreiðsla 66. fundar veitunefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 níu atkvæðum.
-
Veitunefnd - 66 Farið var yfir stöðu framkvæmda við hitaveitu frá Hofsósi að Ásgarði og Neðra Ási.
Unnið er að frágangi á dælustöðvum og er stefnt á að vatni verði hleypt á stofnlögn í apríl mánuði. Bókun fundar Afgreiðsla 66. fundar veitunefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 66 Farið var yfir drög að útboðsgögnum fyrir hitaveitu- og ljósleiðara á norðanverðu Hegranesi.
Gert er ráð fyrir að verkið verði boðið út í mars mánuði. Bókun fundar Afgreiðsla 66. fundar veitunefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 níu atkvæðum.
13.Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 22
Málsnúmer 2002007FVakta málsnúmer
-
Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 22 Indriði Þór Einarsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, og Ingvar Páll Ingvarsson, verkefnastjóri, mættu á fundinn og fóru yfir stöðu framkvæmda við Sundlaug Sauðárkróks. Bókun fundar Fundargerð 22. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 22 Indriði Þór Einarsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, og Ingvar Páll Ingvarsson, verkefnastjóri, fóru yfir framkvæmdir á hönnun 2. áfanga á Sundlaug Sauðárkróks.
Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks samþykkir að halda áfram með framkomnar tillögur. Bókun fundar Fundargerð 22. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
14.Stefna og framkvæmdaáætlun Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar í barnaverndarmálum 2018-2022
Málsnúmer 2001212Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að stefnu og framkvæmdaáætlun Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar í barnaverndarmálum 2018-2022. Barnaverndarnefnd Skagafjarðar samþykkti drögin á 214. fundi sínum þann 19. desember 2019 og vísaði þeim til afgreiðslu byggðarráðs og Akrahrepps til staðfestingar.
Framlögð stefna og framkvæmdaáætlun Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar í barnaverndarmálum 2018-2022 borin upp til afgreiðslu og samþykkt með 9 atkvæðum.
15.Verkefnastjórn um uppbyggingu skólamannvirkja í Varmahlíð
Málsnúmer 2002189Vakta málsnúmer
Lögð fram sameigileg viljayfirlýsing frá 7. nóvember 2019, milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps um uppbyggingu skólamannvirkja í Varmahlíð. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórnirnar að í verkefnastjórn sitji skólastjóri Leikskólans Birkilundar, skólastjóri Varmahlíðarskóla, skólastjóri Tónlistarskóla Skagafjarðar, fræðslustjóri, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og framkvæmdastjórar sveitarfélaganna.
Framlögð viljayfirlýsing borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.
16.Öldungaráð samþykktir
Málsnúmer 2001183Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að samþykktum fyrir öldungaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem settar eru skv. samþykktum um stjórn og fundarsköp fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð nr. 961/2013, 2. mgr. 38. gr. laga nr. 40/1991 (lög um félagsþjónustu sveitarfélaga) og 8. gr. laga nr. 125/1999 (lög um málefni aldraðra). Vísað til byggðarráðs frá 275. fundi félags- og tómstundanefndar þann 19. febrúar 2020.
Framlögð drög borin upp til afgreiðslu og samþykkt með 9 atkvæðum.
17.Öldungaráð kosning fulltrúa
Málsnúmer 2001182Vakta málsnúmer
Á fundi sveitarstjórnar þann 20. júní 2018 voru Sigríður Svavarsdóttir og Ragnheiður Halldórsdóttir kjörnar aðalmenn og Einar Gíslason og Alex Már Sigurbjörnsson kjörnir varamenn. Fyrir þessum fundi eru því tillögur um kjör á einum aðal- og varamanni framangreindum aðilum til viðbótar.
Forseti geri tillögu um Þórdísi Friðbjörnsdóttur sem aðalmann og Harald Þór Jóhannsson sem varamann.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og teljast þau því rétt kjörin.
18.Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2020-2024
Málsnúmer 2002121Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga um viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2020. Lagt er til að rekstrarframlag til málaflokks 06-Æskulýðs- og íþróttamál, deildar 06650-Skíðasvæði hækki um 5,4 milljónir króna vegna viðhalds á snjótroðara og uppfærslu miðasölukerfis. Handbært fé verði lækkað um sömu fjárhæð. Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka.
Framlagður Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2020-2024 borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með 9 atkvæðum.
19.Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2020-2024
Málsnúmer 2003007Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga um viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun ársins 2020 að fjárhæð 8.800 þús.kr. Viðaukinn innifelur millifærslu vegna launakostnaðar þar sem 19.215 þús.kr. eru færðar af málaflokki 27 yfir á ýmsar rekstrareiningar. Viðhaldsfé eignasjóðs er hækkað um 800 þús.kr. og fjárfestingaliður eignasjóðs hækkaður um 8.000 þús.kr. Gert er ráð fyrir að mæta útgjöldunum með lækkun handbærs fjár.
Framlagður viðauki nr 3 við fjárhagsáætlun ársins 2020 borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 9 atkvæðum.
20.Umsókn um langtímalán 2020
Málsnúmer 2002019Vakta málsnúmer
Umsóknin borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.
21.Lausn frá nefndarstörfum
Málsnúmer 2003042Vakta málsnúmer
Stefán Vagn Stefánsson og Laufey Kristín Skúladóttir tóku til máls.
Sveitarstjórn samþykkir að veita Laufey Kristínu Skúladóttur lausn frá störfum og þakkar henni fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.
22.Endurtilnefning fulltrúa frá B lista í sveitarstjórn
Málsnúmer 2003065Vakta málsnúmer
Endurtilnefna þarf bæði aðalmann og varamann.
Forseti gerir tillögu um Axel Kárason sem verið hefur varamaður sem aðalfulltrúa og Jóhannes H Ríkharðsson sem varafulltrúa.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og teljast þeir því rétt kjörnir.
23.Endurtilnefning fyrsta varaforseta sveitarstjórnar
Málsnúmer 2003068Vakta málsnúmer
Forseti gerir tillögu um Ingibjörgu Huld Þórðardóttur.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og telst hún því rétt kjörin.
24.Endurtilnefning fulltúa í veitunefnd
Málsnúmer 2003057Vakta málsnúmer
Forseti gerir tillögu um Eyrúnu Sævarsdóttur.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og telst hún því rétt kjörin.
25.Endurtilnefning fulltrúa í fræðslunefnd
Málsnúmer 2003063Vakta málsnúmer
Forseti gerir tillögu um Axel Kárason sem aðalmann.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og telst hann því rétt kjörinn.
26.Endurtilnefning fulltrúa í atvinnu- menningar- og kynningarnefnd
Málsnúmer 2003064Vakta málsnúmer
Forseti gerir tillögu um Ingibjörgu Huld Þórðardóttur.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og telst hún því rétt kjörin.
27.Endurtilnefning fulltrúa á ársþing SSNV
Málsnúmer 2003069Vakta málsnúmer
Forseti gerir tillögu um að Haraldur Þór Jóhannsson sem verið hefur varamaður, verði aðalmaður og í hans stað sem varamaður komi Guðný H. Axelsdóttir.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og teljast þau því rétt kjörinn.
28.Endurtilnefning fulltrúa í Fulltrúaráð Farskólans
Málsnúmer 2003066Vakta málsnúmer
Forseti gerir tillögu um Axel Kárason.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast hann því rétt kjörinn.
29.Fundagerðir stjórnar SÍS 2020
Málsnúmer 2001002Vakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 17:27.