Fara í efni

Viðauki 10 við fjárhagsáætlun 2019-2023

Málsnúmer 2001224

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 899. fundur - 29.01.2020

Lagður fram viðauki nr. 10 við fjárhagsáætlun 2019. Viðaukinn er gerður til að hækka framlag til fjárfestinga eignasjóðs og til að bakfæra áætlaða sölu fasteigna. Óráðstöfuðum fjármunum í launapotti er ráðstafað á málaflokka 02 og 04. Gerðar eru millifærslur vegna útgjalda á milli málaflokka í A hluta. Tekjur í A hluta vegna Jöfnunarsjóðs eru hækkaðar um 16,3 mkr. Rekstrarframlag til B hluta er hækkað um 7 mkr.
Samtals mynda breytingar í rekstri A og B hluta rekstrarafgang að fjárhæð 38,0 mkr. og heildaráhrif á sjóðstreymi er að handbært fé lækkar um 5,6 mkr.
Byggðarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 393. fundur - 12.02.2020

Vísað frá 899.fundi byggaðrráðs frá 29. janúar 2020 til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Lagður fram viðauki nr. 10 við fjárhagsáætlun 2019. Viðaukinn er gerður til að hækka framlag til fjárfestinga eignasjóðs og til að bakfæra áætlaða sölu fasteigna. Óráðstöfuðum fjármunum í launapotti er ráðstafað á málaflokka 02 og 04. Gerðar eru millifærslur vegna útgjalda á milli málaflokka í A hluta. Tekjur í A hluta vegna Jöfnunarsjóðs eru hækkaðar um 16,3 mkr. Rekstrarframlag til B hluta er hækkað um 7 mkr. Samtals mynda breytingar í rekstri A og B hluta rekstrarafgang að fjárhæð 38,0 mkr. og heildaráhrif á sjóðstreymi er að handbært fé lækkar um 5,6 mkr.

Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs, þá Stefán Vagn Stefánsson, Sigurjón Þórðarson Gísli Sigurðsson.

Viðauki 10 við fjárhagsáætlun 2019-2023 borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.