Skipulags- og byggingarnefnd - 366
Málsnúmer 2002001F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 393. fundur - 12.02.2020
Fundargerð 366. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 5. febrúar 2020 lögð fram til afgreiðslu á 393. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi varaforseta, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 366 Fyrir liggja, vegna endurskoðunar á aðalskipulagi, vinnudrög til yfirferðar varðandi þéttbýliskjarnana í sveitarfélaginu og mörk þeirra þe. vegna Steinsstaða, Varmahlíðar, Sauðárkróks, Hóla og Hofsós. Farið yfir íbúðar- og atvinnusvæði og greiningu á þeim. Stefán Gunnar Thors var með á fjarfundi.
Bókun fundar Afgreiðsla 366. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.