Byggðarráð Skagafjarðar - 900
Málsnúmer 2002002F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 393. fundur - 12.02.2020
Fundargerð 900. fundar byggðarráðs frá 6.febrúar 2020 lögð fram til afgreiðslu á 393. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 900 Til fundarins mættu Eggert Þór Kristófersson og Hinrik Örn Bjarnason til að ræða málefni bensínstöðvar N1 á Hofsósi.
Bókun fundar Afgreiðsla 900. fundar byggðarráðs staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 900 Málið áður á dagskrá 894. fundar byggðarráðs þar sem lagt var fram bréf frá Skíðadeild UMF Tindastóls, dagsett 3. desember 2019, þar sem Sigurður Bjarni Rafnsson, formaður deildarinnar, óskaði eftir því að deildin losni undan gildandi samningi við sveitarfélagið frá 20. desember 2017. Skíðadeild Tindastóls treystir sér ekki lengur til að reka skíðasvæðið áfram á þeim forsendum sem kveður á í samningnum. Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra að eiga viðræður við forsvarsmenn skíðadeildarinnar um erindið.
Á fundinn mætti formaður Skíðadeildar UMF Tindastóls, Sigurður Bjarni Rafnsson og fór yfir stöðu mála skíðasvæðisins. Byggðarráð samþykkti að vísa viðhaldsfjárfestingu á svæðinu til gerðar viðauka. Bókun fundar Afgreiðsla 900. fundar byggðarráðs staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 900 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. janúar 2020, úr máli 2001193 hjá sýslumannsembætti Norðurlands vestra. Madara Sudare kt. 250579-3449, Skógargötu 8 550 Sauðárkróki, sækir um leyfi til að reka gististað í flokki II fjöldi gesta 2 að Skógargötu 8, 550 Sauðárkróki. Fyrir er leyfi sem gildir til 26.09.2020 að Skógargötu 8 Sölvahús málsnúmer 1605398, gistileyfi fyrir 5 manns, það leyfi fellur úr gildi nú þegar þessi umsókn verður afgreidd.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 900. fundar byggðarráðs staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 900 Lagt fram bréf, dagsett 16. janúar 2020, frá Mannvirkjastofnun þar sem fylgt er eftir úttekt sem gerð var á Brunavörnum Skagafjarðar þann 28. ágúst 2019. Markmið úttektarinnar var að fylgja því eftir hvernig slökkviliðið vinnur í samræmi við lög, reglugerðir og eigin brunavarnaáætlun. Niðurstöður úttektarinnar voru sendar slökkviliðsstjóra þann 22. október 2019 til umsagnar og gerði hann ekki athugasemd við úttekt Mannvirkjastofnunar.
Helstu niðurstöður úttektar Mannvirkjastofnunar fyrir árið 2019 eru þær að uppsetning loftpressu þarfnast úrbóta, krafa er um öryggisstraumrofa við áfyllingu og öryggiskeðjur á slöngur. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun beinir þeim tilmælum til sveitarstjórnar að úrbætur verði gerðar sem fyrst. Bókun fundar Afgreiðsla 900. fundar byggðarráðs staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 900 Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að Steinn Leó Sveinsson verði ráðinn sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 16 Auglýsing sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs. Samþykkt samhljóða.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 900 Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 30. janúar 2020,frá nefndasviði Alþingis. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 35/1970, um Kristnisjóð o.fl., með síðari breytingum (ókeypis lóðir), 50. mál.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar telur núverandi fyrirkomulag vera farsælt.
Bókun fundar Afgreiðsla 900. fundar byggðarráðs staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 900 Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 27. janúar 2020, frá nefndasviði Alþingis. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012, með síðari breytingum (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 457. mál.
Bókun fundar Afgreiðsla 900. fundar byggðarráðs staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum. - .8 2001257 Umsagnarbeiðni; þingsályktunartillaga um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöldByggðarráð Skagafjarðar - 900 Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 30. janúar 2020, frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld,64. mál.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggst gegn framkominni tillögu þar sem hún mun verða íþyngjandi fyrir íbúa landsbyggðarinnar.
Bjarni Jónsson (Vg og óháð) óskar bókað að hann standi ekki að umsögninni. Bókun fundar Afgreiðsla 900. fundar byggðarráðs staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með átta atkvæðum. Bjarni Jónsson (Vg og óháð) óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 900 Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 17. janúar 2020, þar sem Samband íslenskra sveitarfélaga sendir til kynningar stefnu Sambandsins um samfélagslega ábyrgð. Í inngangi stefnunnar segir að Samband íslenskra sveitarfélaga sýni samfélagslega ábyrgð í starfsemi sinni, við ákvarðanatöku og ráðgjöf og sé til fyrirmyndar í málefnum sjálfbærrar þróunar og loftlags. Þetta skapi vettvang fyrir sveitarfélögin til að læra hvert af öðru og auki þekkingu þeirra og hæfni til að takast á við áskoranir á sviði loftlagsmála og sjálfbærrar þróunar. Bókun fundar Afgreiðsla 900. fundar byggðarráðs staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 900 Lagt fram bréf, dagsett 17. janúar 2020, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka. Með vísan til 5. gr. 2. mgr. laga nr. 162/2006 með síðari breytingum hefur stjórn Sambandsins sett viðmiðunarreglur um að sveitarfélag skal veita stjórnmálasamtökum, sem fengið hafa a.m.k. einn mann kjörinn í sveitarstjórn eða hlotið hið minnsta 5% atkvæða í næstliðnum sveitarstjórnarkosningum, árleg framlög til starfsemi sinnar. Skal framlögum úthlutað í hlutfalli við atkvæðamagn. Miða skal við 175 kr. á hvern íbúa sem á lögheimili í sveitarfélaginu 1. janúar á ári hverju. Þessi fjárhæð tekur breytingum árlega miðað við vísitölu neysluverðs í október ár hvert.
Skilyrði úthlutunar framlaga er að viðkomandi stjórnmálasamtök hafi áður uppfyllt upplýsingaskyldu sína samkvæmt lögum við ríkisendurskoðanda. Á því ári sem sveitarstjórnarkosningar eru haldnar skal úthlutað helmingi árlegs framlags fyrir kosningar en síðari helmingi að þeim loknum í samræmi við kjörfylgi.
Reglurnar eiga einungis við sveitarfélög þar sem bundnar hlutfallskosningar eru viðhafðar. Bókun fundar Afgreiðsla 900. fundar byggðarráðs staðfest á 393. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2020 með níu atkvæðum.