Fara í efni

Fræðslunefnd - 153

Málsnúmer 2002010F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 394. fundur - 11.03.2020

Fundargerð 153. fundar fræðslunefndar frá 19. febrúar 2020 lögð fram til afgreiðslu á 394. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Laufey Kristín Skúladóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 153 Farið yfir bráðabirgðaniðurstöðu rekstrar fyrir málaflokk 04, fræðslumál, fyrir rekstrarárið 2019. Fræðslunefnd fagnar þeim góða árangri sem náðst hefur með nákvæmri áætlanagerð og mikilli eftirfylgni með rekstri. Ástæða er til að hrósa stjórnendum stofnana og starfsmönnum fjölskyldusviðs fyrir reglubundna yfirferð og aðgætni í rekstri en um leið hvetja til enn meiri árvekni gagnvart samþykktri fjárhagsáætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 153. fundar fræðslunefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 153 Farið var yfir framkvæmda- og viðhaldsáætlun ársins 2020 fyrir málaflokk 04, fræðslumál. Fræðslunefnd fagnar þeim verkefnum sem áætluð eru á árinu, ekki síst nýbyggingu leikskóla á Hofsósi, en ráðgert er að framkvæmdir hefjist strax í mars eða apríl. Þá ber einnig að fagna áformum um hönnun íþróttahúss á Hofsósi, viðbyggingu við leikskólann á Sauðárkróki, hönnun lóðar við Árskóla og hönnun skólamannvirkja í Varmahlíð. Nefndin lýsir einnig yfir ánægju vegna áforma um skiptingu lóðar við Ársali- eldra stig og gróðursetningu skjólbeltis þar. Mörg smærri verkefni er að finna á framkvæmda- og viðhaldslistanum sem öll stuðla að bættri aðstöðu skólanna. Fræðslunefnd væntir þess að öll þessi verkefni komist til framkvæmda á árinu. Bókun fundar Afgreiðsla 153. fundar fræðslunefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.