Umhverfis- og samgöngunefnd - 166
Málsnúmer 2002012F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 394. fundur - 11.03.2020
Fundargerð 166. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 17. febrúar 2020 lögð fram til afgreiðslu á 394. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Ingibjörg Huld Þórðardóttir kynnti fundargerð. Álfhildur Leifsdóttir og Ingibjörg Huld Þórðardóttir kvöddu sér hljóðs.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 166 Undir þessum lið fundar sátu eftirtaldir fulltrúar frá búnaðarsambandi Skagafjarðar;
Guðrún Kristín Eiríksdóttir
Guðrún Lárusdóttir
Haraldur Þór Jóhannsson
Ástþór Örn Arnason
Davíð Logi Jónsson
Rætt var almennt um framtíðarskipulag á sorpmálum í dreifbýli og nauðsyn þess að kynna flokkun sorps með betri hætti.
Sviðstjóra er falið að taka saman upplýsingar um tilraunaverkefni í Hegranesi en ekki hefur verið tekið ákvörðun um breytingar á sorphirðu í Hegranesi.
Bókun fundar Afgreiðsla 166. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 166 Formaður umhverfis- og samgöngunefndar ásamt sviðsstjóra áttu fund með Önnu Maríu Hafsteinsdóttur á Veðramóti og Ásdísi Eddu Ásgeirsdóttur á Tungu vegna sorpmála. Anna og Ásdís eru ósáttar með það að gámur við Skarðsrétt hafi verið fjarlægður og eins að íbúum hafi ekki verið formlega tilkynnt um að gámurinn yrði fjarlægður. Sviðsstjóri ásamt nefndinni harmar að ekki hafi verið staðið rétt að kynningu þess að ákveðið hafi verið að fjarlægja gáma við Skarðsrétt, Ljósheima og Varmalæk. Bókun fundar Afgreiðsla 166. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 166 Lagt var fyrir erindi frá íbúa- og átthagafélagi Fljóta vegna stöðu sorpmála í Fljótum.
Búið er að óska eftir gámi undir pappa og pappír á gámasvæðið og er sviðstjóra falið að fylgja því eftir.
Bókun fundar Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
Að heilt ár líði frá íbúafundi án þess að sé brugðist með fullnægjandi hætti er óásættanlegt. Sorpmál í Fljótum hafa lengi verið í ólestri og óskir íbúa hafa verið í takt við þá áherslu á sorpflokkun, endurvinnslu og fegrun umhverfis sem sveitarfélagið hefur á sinni stefnuskrá. Íbúafundir verða ótrúverðugir með þessum hætti, þarna er þörf á að gera betur, bæði í sorpmálum og í því að bregðast við niðurstöðum íbúafunda, við ættum öll að taka það til okkar.
Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson.
Afgreiðsla 166. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 166 Lögð var fyrir fundinn tillaga frá Umhverfisráðgjöf Íslands um verklag og kostnað við gerð umhverfisáætlunar fyrir sveitarfélagið fyrir tímabilið 2020 til 2040.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar til byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 166. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 166 Lagt var fyrir fundinn erindi frá Umhverfisstofnun þar sem farið er yfir endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Ljóst er að auka þarf endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs og að auka þarf upplýsingagjöf til almennings varðandi flokkun.
Nefndin leggur til að Sveitarfélagið leiti leiða til að efla fræðslu um flokkun sorps með það að leiðarljósi að ná til allra íbúa sveitarfélagins í samstarfi við Flokku ehf. Nefndin boðar verkefnastjóra atvinnu- og menningarmála á næsta fund nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 166. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 166 Lögð voru fyrir fundinn til kynningar drög að frumniðurstöðum líkanareikninga fyrir Sauðárkrókshöfn, unna af siglingasviði Vegagerðarinnar. Í reikningunum er verið að skoða þrjú tilfelli, bæði saman og í sitthvoru lagi. Í fyrsta lagi eru skoðuð áhrif þess að fjarlægja totu sem liggur í suðvestur úr norðurgarði í innsiglingu Sauðárkrókshafnar ásamt því að framlengja norðurgarð un 20 til 30m. Í öðru lagi eru skoðuð áhrif nýs viðlegukants sunnan við suðurbryggju og í þriðja lagi er skoðuð útfærsla á nýrri ytri höfn.
Nefndin leggur til að fulltrúar frá siglingasviði Vegagerðarinnar verði boðaðir á fund nefndarinnar þegar vinnu við líkanareikninga er lokið. Bókun fundar Afgreiðsla 166. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 166 Lagt var fyrir nefndina erindi frá Golfklúbbi Skagafjarðar varðandi golfvöllinn á Hlíðarenda en golfklúbburinn fagnar 50 ára afmæli á árinu 2020.
Í erindinu segir m.a. að "Golfvallarsvæðið þarf að vera hluti af útivistarsvæði bæjarins þar sem golf, útivist og ferðamannaiðnaður næðu að sameinast á einu svæði."
Í niðurlagi erindis er óskað eftir því að umhverfis- og samgöngunefnd taki til athugunar að efla golfvallarsvæðið sem útivistarsvæði.
Nefndin óskar eftir fundi með fulltrúum frá Golfklúbbi Skagafjarðar til frekari umræðu.
Bókun fundar Afgreiðsla 166. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 166 Lagt var fyrir fundinn til kynningar erindi frá Hafnasambandi Íslands varðandi kórónasmit og sóttvarnaráætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 166. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.