Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd - 275

Málsnúmer 2002016F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 394. fundur - 11.03.2020

Fundargerð 275 fundar félags- og tómstundanefndar frá 19. ferbrúar 2020 lögð fram til afgreiðslu á 394. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 275 Lagt fram erindi frá Degi Þór Baldvinssyni, hafnarstjóra sveitarfélagsins, þar sem kannað er hvort sveitarfélagið hefði áhuga á að starfrækja Sjávarútvegsskóla unga fólksins. Verkefnið er starfrækt í samvinnu Háskólans á Akureryi, sveitarfélaga og sjávarútvegsfyrirtækja á Norður- og Austurland. Verkefnið yrði hluti af Vinnuskólanum. Nefndin lýsir ánægju með verkefni þetta og samþykkir þátttöku. Bókun fundar Afgreiðsla 275. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 275 Lögð fram umsókn Guðrúnar Erlu Sigursteinsdóttur um daggæslu á einkaheimili. Félags- og tómstundanefnd samþykkir bráðabirgðaleyfi vegna daggæslu á einkaheimili til eins árs fyrir Guðrúnu Erlu Sigursteinsdóttur, Hólavegi 27, Sauðárkróki, sbr. 15. gr. reglugerðar nr. 907/2005, fyrir 5 börnum að eigin barni meðtöldu, allan daginn, enda sæki Guðrún Erla námskeið fyrir dagforeldra svo fljótt sem kostur er. Bókun fundar Afgreiðsla 275. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 275 Lögð fram drög að samþykktum fyrir Öldungaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem settar eru skv. samþykktum um stjórn og fundarsköp fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð nr. 961/2013, 2. mgr. 38. gr. laga nr. 40/1991 (lög um félagsþjónustu sveitarfélaga) og 8. gr. laga nr. 125/1999 (lög um málefni aldraðra). Búið er að funda með fulltrúum eldri borgara og HSN. Félags- og tómstundanefnd fagnar því að Öldungaráðið sé að verða að veruleika og samþykkir drögin fyrir sitt leyti. Nefndin vísar þeim jafnframt til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 275. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 275 Félags- og tómstundanefnd leggur til að starfsmenn fjölskyldusviðs kanni og greini þörf fyrir hádegisverð fyrir eldri borgara í dreifbýli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og skili minnisblaði til nefndarinnar. Horft er til þess að hádegisverðurinn verði eldaður í Varmahlíðarskóla annars vegar og Grunnskólanum austan Vatna hins vegar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 275. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 394. fundi sveitarstjórnar 11. mars 2020 með níu atkvæðum.