Framkvæmda- og viðhaldsáætlun í 04 árið 2020
Málsnúmer 2002077
Vakta málsnúmerFræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 153. fundur - 18.02.2020
Farið var yfir framkvæmda- og viðhaldsáætlun ársins 2020 fyrir málaflokk 04, fræðslumál. Fræðslunefnd fagnar þeim verkefnum sem áætluð eru á árinu, ekki síst nýbyggingu leikskóla á Hofsósi, en ráðgert er að framkvæmdir hefjist strax í mars eða apríl. Þá ber einnig að fagna áformum um hönnun íþróttahúss á Hofsósi, viðbyggingu við leikskólann á Sauðárkróki, hönnun lóðar við Árskóla og hönnun skólamannvirkja í Varmahlíð. Nefndin lýsir einnig yfir ánægju vegna áforma um skiptingu lóðar við Ársali- eldra stig og gróðursetningu skjólbeltis þar. Mörg smærri verkefni er að finna á framkvæmda- og viðhaldslistanum sem öll stuðla að bættri aðstöðu skólanna. Fræðslunefnd væntir þess að öll þessi verkefni komist til framkvæmda á árinu.