Fara í efni

Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2020-2024

Málsnúmer 2002121

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 902. fundur - 19.02.2020

Lögð fram tillaga um viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2020. Lagt er til að rekstrarframlag til málaflokks 06-Æskulýðs- og íþróttamál, deildar 06650-Skíðasvæði hækki um 5,4 milljónir króna vegna viðhalds á snjótroðara og uppfærslu miðasölukerfis. Handbært fé verði lækkað um sömu fjárhæð.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 394. fundur - 11.03.2020

Vísað frá 902. fundi byggðarráðs 19. febrúar 2020 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram tillaga um viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2020. Lagt er til að rekstrarframlag til málaflokks 06-Æskulýðs- og íþróttamál, deildar 06650-Skíðasvæði hækki um 5,4 milljónir króna vegna viðhalds á snjótroðara og uppfærslu miðasölukerfis. Handbært fé verði lækkað um sömu fjárhæð. Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka.
Framlagður Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2020-2024 borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með 9 atkvæðum.