Fara í efni

Leitað leyfis landeiganda eða annars rétthafa, erindi til allra sveitastjórna

Málsnúmer 2002232

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 905. fundur - 11.03.2020

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. febrúar 2020 frá Félagi húsbílaeigenda. Í erindinu kemur fram að í 22. gr. Náttúruverndarlaga segir m.a.:
„Utan þéttbýlis skal leita leyfis landeiganda eða annars rétthafa ef nota á tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi, húsbíla og annan sambærilegan búnað utan skipulagðra tjaldsvæða.“
Félagð óskar leyfis „landeiganda eða annars rétthafa“, þ.e. sveitafélaganna þar sem það á við „ef nota á tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi, húsbíla og annan sambærilegan búnað utan skipulagðra tjaldsvæða“.