Forsendur úthlutunar fjármuna til kennslu í grunnskólum
Málsnúmer 2003019
Vakta málsnúmerFræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 153. fundur - 27.03.2020
Sviðsstjóri kynnti verkefni sem verið er að setja af stað af hálfu Mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem felur í sér að skoða forsendur úthlutunar fjármuna til kennslu í grunnskólum og þróa viðmið þar að lútandi. Sveitarfélagið Skagafjörður er eitt þrettán sveitarfélaga sem tekur þátt í verkefninu. Verkefnið hófst með formlegum hætti í morgun með fjarfundi allra aðila og er gert ráð fyrir að því ljúki í desember á þessu ári.