Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
Fundurinn var haldinn í fjarbúnaði í gegnum Microsoft Teams.
1.Kosning foramanns fræðslunefndar 2020
Málsnúmer 2003127Vakta málsnúmer
Elín Árdís Björnsdóttir, varaformaður fræðslunefndar, setti fund og lagði fram tillögu um Axel Kárason sem formann nefndarinnar í stað fráfarandi formanns, Laufeyjar K. Skúladóttur. Tillagan samþykkt samhljóða. Um leið og nefndin býður Axel velkominn til starfa og óskar honum velfarnaðar í störfum sínum, vill nefndin koma á framfæri þökkum til Laufeyjar fyrir hennar störf og óska henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Nýkjörinn formaður tók að þessu búnu við stjórn fundarins.
Nýkjörinn formaður tók að þessu búnu við stjórn fundarins.
2.Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
Málsnúmer 2002253Vakta málsnúmer
Á fundi sínum þann 4. mars s.l. fjallaði byggðarráð um erindi UNICEF á Íslandi þar sem hvatt er til þess að sveitarfélög á Íslandi skrái sig formlega til þátttöku í verkefninu ,,Barnvæn sveitarfélög ? Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.“ Byggðarráð tók jákvætt í erindið og vísaði því til umsagnar í félags- og tómstundanefnd og fræðslunefnd.
Fræðslunefnd fagnar þessu erindi og beinir því til byggðarráðs að fela fjölskyldusviði að undirbúa þátttöku í verkefninu ásamt því að greina það ítarlega með tilliti til þess hvað nú þegar er verið að gera í sveitarfélaginu sem fellur vel að inntaki þess og hvar þarf að bæta úr. Greiningunni fylgi tillaga að úrbótum.
Fræðslunefnd fagnar þessu erindi og beinir því til byggðarráðs að fela fjölskyldusviði að undirbúa þátttöku í verkefninu ásamt því að greina það ítarlega með tilliti til þess hvað nú þegar er verið að gera í sveitarfélaginu sem fellur vel að inntaki þess og hvar þarf að bæta úr. Greiningunni fylgi tillaga að úrbótum.
3.Til upplýsinga vegna heimsfaraldurs kórónaveiru
Málsnúmer 2002282Vakta málsnúmer
Eins og kunnugt er hefur verið unnið ötullega að viðbrögðum við Covid-19 faraldrinum í allri stjórnsýslu sveitarfélagsins. Leitast hefur verið við að fylgja öllum viðmiðum og ráðleggingum Sóttvarnarlæknis, Landlæknisembættisins og Lögreglustjóraembættisins. Varðandi skólana sérstaklega hefur verið reynt að halda starfsemi þeirra í eins föstu formi og hægt er m.v. takmarkanir yfirvalda og aðstæður á hverjum stað.
Fræðslunefnd vill koma á framfæri þökkum til allra starfsmanna skólanna fyrir þeirra samstöðu og samtakamátt við að hindra útbreiðslu veirunnar. Starfsmenn hafa unnið þrekvirki við að halda skólunum í eins miklu jafnvægi og mögulegt er, sýnt mikla umhyggju gagnvart börnunum og komið til móts við heimilin eins og unnt er. Starf þeirra er ómetanlegt.
Fræðslunefnd vill koma á framfæri þökkum til allra starfsmanna skólanna fyrir þeirra samstöðu og samtakamátt við að hindra útbreiðslu veirunnar. Starfsmenn hafa unnið þrekvirki við að halda skólunum í eins miklu jafnvægi og mögulegt er, sýnt mikla umhyggju gagnvart börnunum og komið til móts við heimilin eins og unnt er. Starf þeirra er ómetanlegt.
4.Forsendur úthlutunar fjármuna til kennslu í grunnskólum
Málsnúmer 2003019Vakta málsnúmer
Sviðsstjóri kynnti verkefni sem verið er að setja af stað af hálfu Mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem felur í sér að skoða forsendur úthlutunar fjármuna til kennslu í grunnskólum og þróa viðmið þar að lútandi. Sveitarfélagið Skagafjörður er eitt þrettán sveitarfélaga sem tekur þátt í verkefninu. Verkefnið hófst með formlegum hætti í morgun með fjarfundi allra aðila og er gert ráð fyrir að því ljúki í desember á þessu ári.
Fundi slitið - kl. 17:08.