Fara í efni

Framtíðarstarfsemi í Sólgarðaskóla

Málsnúmer 2003163

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 906. fundur - 18.03.2020

Byggðarráð er sammála um að fyrsti kostur sé að fara eftir tillögum starfshóps um framtíð Sólgarðaskóla um að leita eftir samstarfi við stjórnvöld um breytingu á húsnæði Sólgarðaskóla í hagkvæmt leiguhúsnæði líkt og gert hefur verið víðar á landsbyggðinni. Jafnframt að hluta Sólgarðaskóla, sem áður hýsti leikskóla, verði ekki ráðstafað til langtímanota að sinni, þannig að mögulega verði unnt að opna leikskóla þar aftur ef börnum á leikskólaaldri heldur áfram að fjölga og grundvöllur verður fyrir slíkri starfsemi að nýju.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa skólahúsnæðið til skammtímaleigu. Jafnframt felur byggðarráð sveitarstjóra að kanna með leigu á sundlaugarmannvirkjum til langs tíma með þeim skilyrðum að sundlaugin verði opin almenningi.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 908. fundur - 01.04.2020

Málið áður á dagskrá 906. fundi byggðarráðs þann 18. mars 2020.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir að fulltrúar starfshóps um framtíðarstarfsemi Sólgarðaskóla og Íbúa- og átthagafélags Fljóta komi til viðræðu á næsta byggðarráðsfund í gegnum fjarfundarbúnað.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 909. fundur - 08.04.2020

Málið síðast á dagskrá 908. fundar byggðarráðs þann 1. apríl 2020. Undir þessum dagskrárlið tóku fulltrúar starfshóps um framtíðarstarfsemi Sólgarðaskóla annars vegar og Íbúa- og átthagafélags Fljóta hins vegar, þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.
Byggðarráð samþykkiir að breyta fyrri ákvörðun um leigu á Sólgarðaskóla í skammtímaleigu og leigja húsnæðið ekki, heldur reyna að hraða eftir föngum breytingu á fasteigninni í hagkvæmt leiguhúsnæði. Jafnframt samþykkir byggðarráð að auglýsa eftir rekstraraðila að sundlauginni á Sólgörðum til langs tíma með þeim skilyrðum að sundlaugin verði opin almenningi með sambærilegum hætti og er í öðrum sundlaugum sveitarfélagsins.