Framtíðarstarfsemi í Sólgarðaskóla
Málsnúmer 2003163
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 908. fundur - 01.04.2020
Málið áður á dagskrá 906. fundi byggðarráðs þann 18. mars 2020.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir að fulltrúar starfshóps um framtíðarstarfsemi Sólgarðaskóla og Íbúa- og átthagafélags Fljóta komi til viðræðu á næsta byggðarráðsfund í gegnum fjarfundarbúnað.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir að fulltrúar starfshóps um framtíðarstarfsemi Sólgarðaskóla og Íbúa- og átthagafélags Fljóta komi til viðræðu á næsta byggðarráðsfund í gegnum fjarfundarbúnað.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 909. fundur - 08.04.2020
Málið síðast á dagskrá 908. fundar byggðarráðs þann 1. apríl 2020. Undir þessum dagskrárlið tóku fulltrúar starfshóps um framtíðarstarfsemi Sólgarðaskóla annars vegar og Íbúa- og átthagafélags Fljóta hins vegar, þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.
Byggðarráð samþykkiir að breyta fyrri ákvörðun um leigu á Sólgarðaskóla í skammtímaleigu og leigja húsnæðið ekki, heldur reyna að hraða eftir föngum breytingu á fasteigninni í hagkvæmt leiguhúsnæði. Jafnframt samþykkir byggðarráð að auglýsa eftir rekstraraðila að sundlauginni á Sólgörðum til langs tíma með þeim skilyrðum að sundlaugin verði opin almenningi með sambærilegum hætti og er í öðrum sundlaugum sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkiir að breyta fyrri ákvörðun um leigu á Sólgarðaskóla í skammtímaleigu og leigja húsnæðið ekki, heldur reyna að hraða eftir föngum breytingu á fasteigninni í hagkvæmt leiguhúsnæði. Jafnframt samþykkir byggðarráð að auglýsa eftir rekstraraðila að sundlauginni á Sólgörðum til langs tíma með þeim skilyrðum að sundlaugin verði opin almenningi með sambærilegum hætti og er í öðrum sundlaugum sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa skólahúsnæðið til skammtímaleigu. Jafnframt felur byggðarráð sveitarstjóra að kanna með leigu á sundlaugarmannvirkjum til langs tíma með þeim skilyrðum að sundlaugin verði opin almenningi.