Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Birgðastöð Olíudreifingar við Eyrarveg 143293 Umsókn um að fjarlægja mannvirki.
Málsnúmer 2003095Vakta málsnúmer
2.Framtíðarstarfsemi í Sólgarðaskóla
Málsnúmer 2003163Vakta málsnúmer
Málið síðast á dagskrá 908. fundar byggðarráðs þann 1. apríl 2020. Undir þessum dagskrárlið tóku fulltrúar starfshóps um framtíðarstarfsemi Sólgarðaskóla annars vegar og Íbúa- og átthagafélags Fljóta hins vegar, þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.
Byggðarráð samþykkiir að breyta fyrri ákvörðun um leigu á Sólgarðaskóla í skammtímaleigu og leigja húsnæðið ekki, heldur reyna að hraða eftir föngum breytingu á fasteigninni í hagkvæmt leiguhúsnæði. Jafnframt samþykkir byggðarráð að auglýsa eftir rekstraraðila að sundlauginni á Sólgörðum til langs tíma með þeim skilyrðum að sundlaugin verði opin almenningi með sambærilegum hætti og er í öðrum sundlaugum sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkiir að breyta fyrri ákvörðun um leigu á Sólgarðaskóla í skammtímaleigu og leigja húsnæðið ekki, heldur reyna að hraða eftir föngum breytingu á fasteigninni í hagkvæmt leiguhúsnæði. Jafnframt samþykkir byggðarráð að auglýsa eftir rekstraraðila að sundlauginni á Sólgörðum til langs tíma með þeim skilyrðum að sundlaugin verði opin almenningi með sambærilegum hætti og er í öðrum sundlaugum sveitarfélagsins.
3.Lóð númer 70 við Sauðárhlíð
Málsnúmer 2002229Vakta málsnúmer
Málið áður á dagskrá 907. fundar byggðarráðs þann 25. mars 2020. Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsti til sölu fasteign á lóð númer 70 við Sauðárhlíð á Sauðárkróki, fasteignanr. F2132646, landnr. 144009. Um er að ræða hlöðu sem byggð var árið 1959, u.þ.b. 80 m2 og stendur á 2400 m2 lóð. Ráðstöfun lóðar er bundin því skilyrði að hefðbundinn lóðarleigusamningur verði gerður til allt að 25 ára, sem taki m.a. mið af skilmálum sem komu fram í auglýsingu, skilmálum á heimasíðu sveitarfélagsins og/eða leiða af hugmyndum bjóðanda, sbr. síðargreind greinargerð. Takmörkuð mannvirki verða leyfð á lóðinni, lægri en núverandi hlaða, sem hæfi umhverfinu, skv. nánari skipulagsskilmálum. Heimilt verður að rífa hlöðu ef þurfa þykir.
Tilboðsgjafar tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað í sitt hvoru lagi. Fyrst Kristinn T. Björgvinsson og Sigurpáll Aðalsteinsson og síðan fulltrúar Sauðárkróksbakarís ehf. og gagns ehf., Róbert Óttarsson og Magnús Freyr Gíslason.
Tilboðsgjafar tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað í sitt hvoru lagi. Fyrst Kristinn T. Björgvinsson og Sigurpáll Aðalsteinsson og síðan fulltrúar Sauðárkróksbakarís ehf. og gagns ehf., Róbert Óttarsson og Magnús Freyr Gíslason.
4.Beiðni um kaup á Austurgötu 11 á Hofsósi
Málsnúmer 2002026Vakta málsnúmer
Málið áður á dagskrá 902. fundar byggðarráðs þann 19. febrúar 2020.
Byggðarráð samþykkir að fasteignin verði ekki seld að svo stöddu.
Byggðarráð samþykkir að fasteignin verði ekki seld að svo stöddu.
5.Snjómokstur veturinn 2019-2020
Málsnúmer 2003285Vakta málsnúmer
Byggðarráð fjallaði um snjóalög og snjómokstur í sveitarfélaginu.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna þörf á auka snjómokstri í dreifbýli sveitarfélagsins, sambærilegt og gert var árið 2013 og í framhaldi senda erindi til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna kostnaðar sem sveitarfélagið hefur lagt út frá desember 2019 til vors 2020.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna þörf á auka snjómokstri í dreifbýli sveitarfélagsins, sambærilegt og gert var árið 2013 og í framhaldi senda erindi til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna kostnaðar sem sveitarfélagið hefur lagt út frá desember 2019 til vors 2020.
6.Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
Málsnúmer 2002253Vakta málsnúmer
Málið áður á dagskrá 904. fundar byggðarráðs þann 4. mars 2020 og var þá vísað til umsagnar félags- og tómstundanefndar og fræðslunefndar. Félags- og tómstundanefnd og fræðslunefnd bókuðu svo á fundum sínum þann 27. mars 2020: "[...]nefnd fagnar þessu erindi og beinir því til byggðarráðs að fela fjölskyldusviði að undirbúa þátttöku í verkefninu ásamt því að greina það ítarlega með tilliti til þess hvað nú þegar er verið að gera í sveitarfélaginu sem fellur vel að inntaki þess og hvar þarf að bæta úr. Greiningunni fylgi tillaga að úrbótum."
Byggðarráð tekur undir bókanir nefndanna og samþykkir að vísa erindinu til sveitarstjórnar.
Byggðarráð tekur undir bókanir nefndanna og samþykkir að vísa erindinu til sveitarstjórnar.
7.Hugmyndir og ábendingar að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf
Málsnúmer 2003207Vakta málsnúmer
Erindið rætt á fyrri fundum byggðarráðs.
Byggðarráð ræddi stöðu atvinnulífs í sveitarfélaginu og mögulegar aðgerðir.
Byggðarráð ræddi stöðu atvinnulífs í sveitarfélaginu og mögulegar aðgerðir.
8.Bréf ÍSÍ til sveitarfélaga vegna Covid 19
Málsnúmer 2004032Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands til sveitarfélaga, dagsett 1. apríl 2020 varðandi íþróttahreyfinguna og COVID-19.
9.Yfirlýsing frá ársreikningaskrá RSK vegna áhrifa af COVID-19
Málsnúmer 2004023Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu/reikningsskila- og upplýsinganefnd, þar sem minnt er á yfirlýsingu frá ársreikningaskrá ríkisskattstjóra vegna áhrifa af COVID-19 frá 17. mars 2020, varðandi gerð ársreiknings fyrir árið 2019.
10.Tilkynningar vegna COVID 19
Málsnúmer 2003115Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 3. apríl 2020, varðandi framlengingu heilbrigðisráðherra á samkomubanni til 4. maí 2020.
Fundi slitið - kl. 13:54.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna að málinu frekar og boðað verður til annars fundar eftir páska.