Tímabundin breyting á gjaldskrá Dagdvalar
Málsnúmer 2003262
Vakta málsnúmerFélags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 276. fundur - 27.03.2020
Mál tekið inn með afbrigðum.
Vegna Covid-19 er leitað er eftir heimild félags- og tómstundanefndar til að gera tillögu til nefndarinnar að tímabundinni gjaldskrá fyrir Dagdvöl. Dagdvöl hefur verið lokað á meðan á veirufaraldri stendur en þess í stað hefur starfsfólk farið heim til fólks og veitt nauðsynlega þjónustu þar eftir því sem hægt er. Ekki þykir sanngjarnt að innheimta fullt gjald Dagdvalar heldur er vilji til að setja tímagjald á þjónustuna.
Félags- og tómstundanefnd samþykkir tillöguna.
Félags- og tómstundanefnd samþykkir tillöguna.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 396. fundur - 01.04.2020
Vísað frá 276. fundi félags- og tómastundanefndar frá 27. mars 2020 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
"Dagdvöl hefur verið lokað á meðan á Covid-19 veirufaraldri stendur yfir en þess í stað hefur starfsfólk farið heim til fólks og veitt nauðsynlega þjónustu eftir því sem hægt er. Af þeim sökum þykir ekki sanngjarnt að innheimta fullt gjald dagdvalar heldur er vilji til að setja tímagjald á þjónustuna þannig að notendur dagdvalar aldraða greiða klukkutímagjald fyrir þjónustu sem fer fram heima eða í húsnæði dagdvalar þann tíma sem þjónustan er skert. Greitt er fyrir heimsókn og ferðatíma og miðast tímagjaldið við daggjald samkvæmt reglugerð um daggjöld stofnana sem ekki eru á föstum fjárlögum og árlegum ákvörðunum Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar um gjaldskrá. Tímagjaldið yrði kr. 200, í stað kr. 1.248 sem er samkvæmt reglugerð. Framangreind breyting tekur gildi 9.mars 2020 og gildir þar til annað er ákveðið."
Tillagan borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
"Dagdvöl hefur verið lokað á meðan á Covid-19 veirufaraldri stendur yfir en þess í stað hefur starfsfólk farið heim til fólks og veitt nauðsynlega þjónustu eftir því sem hægt er. Af þeim sökum þykir ekki sanngjarnt að innheimta fullt gjald dagdvalar heldur er vilji til að setja tímagjald á þjónustuna þannig að notendur dagdvalar aldraða greiða klukkutímagjald fyrir þjónustu sem fer fram heima eða í húsnæði dagdvalar þann tíma sem þjónustan er skert. Greitt er fyrir heimsókn og ferðatíma og miðast tímagjaldið við daggjald samkvæmt reglugerð um daggjöld stofnana sem ekki eru á föstum fjárlögum og árlegum ákvörðunum Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar um gjaldskrá. Tímagjaldið yrði kr. 200, í stað kr. 1.248 sem er samkvæmt reglugerð. Framangreind breyting tekur gildi 9.mars 2020 og gildir þar til annað er ákveðið."
Tillagan borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.