Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
Dagskrá
1.Byggðarráð Skagafjarðar - 905
Málsnúmer 2003004FVakta málsnúmer
Fundargerð 905. fundar byggðarráðs frá 11. mars 2020 lögð fram til afgreiðslu á 396. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð, með leyfi forseta. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 905 Lagt fram bréf dagsett 2. mars 2020 frá sameiningarnefnd sveitarfélaganna Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar. Á fundi sameiningarnefndar þann 25. febrúar 2020 var ákveðið að kanna áhuga annarra sveitarfélaga á Norðurlandi vestra á því að taka þátt í sameiningarviðræðum. Óskað er eftir því að sveitarstjórnir Akrahrepps, Húnaþings vestra og Sveitarfélagsins Skagafjarðar taki afstöðu til þess hvort þau hafi áhuga á þátttöku í sameiningarviðræðum með sveitarfélögum í Austur-Húnavatnssýslu. Óskað er svara fyrir 7. apríl næstkomandi.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar þakkar fyrir erindi frá sameiningarnefnd sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu þar sem óskað er eftir afstöðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar til þátttöku í sameiningarviðræðum með fyrrgreindum sveitarfélögum.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar er jákvætt fyrir frekari sameiningum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Fordæmi frá sameiningum sveitarfélaga í Skagafirði og Vestur-Húnavatnssýslu sýna að slíkar sameiningar skila sér oftar en ekki í öflugum og kraftmiklum einingum sem hafa getu til uppbyggingar góðrar þjónustu og fjárfestinga í nauðsynlegum innviðum samfélagsins.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar telur þó að eðlileg næstu skref af þess hálfu séu viðræður um sameiningu sveitarfélaganna í Skagafirði. Með því sé fyrst látið reyna á sameiningarvilja sveitarfélaga sem hafa áratugalanga reynslu af öflugu og mjög nánu samstarfi áður en ráðist sé í viðræður um á margan hátt flóknari sameiningar fleiri sveitarfélaga á mun stærra landsvæði. Sá tími kann þó að renna upp innan fárra ára ef stjórnvöld fylgja eftir fyrirheitum um styrkingu innviða sem eru á forræði ríkisins á svæðinu, s.s. í bættum samgöngum, fjarskiptum og öruggari orkuafhendingu og með því stækkun þjónustu- og vinnusóknarsvæða, auk styrkingar tekjustofna sveitarfélaga og tilfærslu verkefna sem eðlilegt er að sinnt sé í nærsamfélögum íbúanna.
Bókun fundar Afgreiðsla 905. fundar byggðarráðs staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 905 Lagt fram bréf dagsett 10.03. 2020 frá Sótahnjúki ehf. varðandi framtíðarsýn Sótahnjúks ehf. fyrir Sólgarðatorfuna í Fljótum - hugmyndir um rekstur.
Á fund byggðarráðs kom fulltrúi fyrirtækisins Arnar Þór Árnason og Ólöf Ýrr Atladóttir tók einnig þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað og kynntu þau fyrirtæki sitt og framtíðarsýn með leigu Sólgarðaskóla í huga, að hluta eða öllu leyti.
Byggðarráð þakkar fyrir kynninguna og mun taka erindið til skoðunar.
Bókun fundar Afgreiðsla 905. fundar byggðarráðs staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 905 Málið áður á dagskrá byggðarráðs þann 22. maí 2019. Lagt fram bréf dagsett 20. maí 2019 frá Söguskjóðunni slf. kt. 630517-1760 þar sem félagið sækir um langtímaleigu á húsnæðinu sem það hefur nú á leigu á Sólgörðum í Fljótum. Jafnframt lýsa forsvarsmenn félagsins sig tilbúna til að starfa við sundlaugina á Sólgörðum á umsömdum leigutíma.
Kristín Sigurrós Einarsdóttir forsvarsmaður Söguskjóðunnar slf. tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað undir þessum dagskrárlið og kynnti starfsemi fyrirtækisins og framtíðarfyrirætlanir með leigu Sólgarðaskóla í huga.
Byggðarráð þakkar fyrir kynninguna og mun taka erindið til skoðunar. Bókun fundar Afgreiðsla 905. fundar byggðarráðs staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 905 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. mars 2020 frá starfshópi um framtíð Sólgarðaskóla.
Starfshópur um framtíð Sólgarðaskóla leggur til við byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem jafnframt er stjórn eignasjóðs, að leita eftir samstarfi við stjórnvöld um breytingu á húsnæði Sólgarðaskóla í hagkvæmt leiguhúsnæði líkt og gert hefur verið víðar á landsbyggðinni.
Starfshópurinn leggur jafnframt til að syðsta hluta Sólgarðaskóla, sem áður hýsti leikskóla, verði ekki ráðstafað til langtímanota að sinni, þannig að mögulega verði unnt að opna leikskóla þar aftur ef börnum á leikskólaaldri heldur áfram að fjölga og grundvöllur verður fyrir slíkri starfsemi að nýju.
Þá leggur starfshópurinn að lokum til að á meðan unnið verði að undirbúningi breytinga verði húsnæðið leigt áfram í skammtímaleigu til þess rekstraraðila sem starfrækt hefur ferðaþjónustu í húsnæðinu undanfarna mánuði.
Byggðarráð þakkar starfshópnum fyrir gott starf og mun taka tillögurnar til skoðunar.
Bókun fundar Afgreiðsla 905. fundar byggðarráðs staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 905 Lögð fram tvö bréf dagsett 25. febrúar 2020, frá stjórn Íbúa- og átthagafélags Fljóta um málefni Sólgarða. Annars vegar varðandi viðhald sundlaugar og hins vegar varðandi viðhald og nýtingu skólahússins.
Svör:
Starfsmenn veitu- og framkvæmdasviðs hafa metið skemmdir á þakkanti skólahússins ásamt almennu ástandi hússins. Verið er að leggja drög að framkvæmdum vegna viðgerða og kanna hugsanlegar tryggingabætur vegna þess tjóns sem varð í óveðrinu í desember.
Framtíðarhlutverk húsnæðisins hefur verið til umfjöllunar í starfshópi um framtíð
Sólgarðaskóla. Byggðarráð hefur fengið tillögur ráðsins og er með þær til skoðunar ásamt erindum sem hafa borist frá tveimur aðilum. Byggðarráð hyggst taka ákvörðun í málinu á næstu dögum.
Hvað varðar sundlaugina á Sólgörðum þá er það forgangsatriði að koma sundlaugarkerfinu í ásættanlegt horf. Mögulega má breyta annarri forgangsröðun hvað varðar klefa, ytra byrði hússins og girðingu umhverfis laugina.
Byggðarráð felur starfsmanni eignasjóðs og staðgengli sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að ræða við forsvarsmenn Íbúa- og átthagafélags Fljóta um mögulegar breytingar á forgangsröðun þeirra framkvæmda.
Bókun fundar Afgreiðsla 905. fundar byggðarráðs staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 905 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. janúar 2020 úr máli 2001220 hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Með umsókn dags. 16.01.2020 sækir Arnar Þór Árnason, kt. 070267-4389, f.h. Sótahnjúks ehf., kt.691012-1740, um leyfi til að reka gististað í flokki IV að Sólgörðum, 570 Fljót. Fasteignanúmer 2143857.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 905. fundar byggðarráðs staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 905 Lagt fram bréf dagsett 28. febrúar 2020 frá Sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju. Sótt er um niðurfellingu fasteignaskatts ársins 2020 af Safnaðarheimilinu við Aðalgötu 1, Sauðárkróki, F213-1092 á grundvelli reglugerðar um fasteignaskatt nr. 1160/2005.
Byggðarráð samþykkir að fella niður álagðan fasteignaskatt 2020 af fasteigninni. Bókun fundar Afgreiðsla 905. fundar byggðarráðs staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 905 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. febrúar 2020 frá Félagi húsbílaeigenda. Í erindinu kemur fram að í 22. gr. Náttúruverndarlaga segir m.a.:
„Utan þéttbýlis skal leita leyfis landeiganda eða annars rétthafa ef nota á tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi, húsbíla og annan sambærilegan búnað utan skipulagðra tjaldsvæða.“
Félagð óskar leyfis „landeiganda eða annars rétthafa“, þ.e. sveitafélaganna þar sem það á við „ef nota á tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi, húsbíla og annan sambærilegan búnað utan skipulagðra tjaldsvæða“.
Bókun fundar Afgreiðsla 905. fundar byggðarráðs staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 905 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. mars 2020 þar sem mennta- og menningarmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 60/2020, „Menntastefna 2030 - drög að tillögu til þingsályktunar“. Umsagnarfrestur er til og með 13.03.2020.
Byggðarráð tekur undir markmið þingsályktunarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 905. fundar byggðarráðs staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 905 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. mars 2020 þar sem forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 55/2020, „Uppbygging innviða“. Umsagnarfrestur er til og með 31.03.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 905. fundar byggðarráðs staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 905 Lögð fram til kynningar 1. útgáfa af Viðbragðsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar við heimsfaraldri, dagsett 9. mars 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 905. fundar byggðarráðs staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 905 Lagt fram til kynningar aðalfundarboð Landssamtaka landeigenda á Íslandi (LLÍ), þann 19. mars 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 905. fundar byggðarráðs staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum.
2.Byggðarráð Skagafjarðar - 906
Málsnúmer 2003009FVakta málsnúmer
Fundargerð 906. fundar byggðarráðs frá 18. mars 2020 lögð fram til afgreiðslu á 396. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð, með leyfi forseta. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 906 Byggðarráð samþykkir að tilnefna Sigfús Inga Sigfússon sveitarstjóra sem aðalmann og Gísla Sigurðsson byggðarráðsmann til vara í aðgerðarstjórn Norðurlands vestra. Bókun fundar Afgreiðsla 906. fundar byggðarráðs staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 906 Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að undirbúa tillögur að útfærslu afslátta af gjöldum vegna skerðinga á vistun barna í leik- og grunnskólum Skagafjarðar í samræmi tillögur sem verið er að móta í samráði sveitarfélaga landsins. Bókun fundar Afgreiðsla 906. fundar byggðarráðs staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 906 Byggðarráð er sammála um að fyrsti kostur sé að fara eftir tillögum starfshóps um framtíð Sólgarðaskóla um að leita eftir samstarfi við stjórnvöld um breytingu á húsnæði Sólgarðaskóla í hagkvæmt leiguhúsnæði líkt og gert hefur verið víðar á landsbyggðinni. Jafnframt að hluta Sólgarðaskóla, sem áður hýsti leikskóla, verði ekki ráðstafað til langtímanota að sinni, þannig að mögulega verði unnt að opna leikskóla þar aftur ef börnum á leikskólaaldri heldur áfram að fjölga og grundvöllur verður fyrir slíkri starfsemi að nýju.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa skólahúsnæðið til skammtímaleigu. Jafnframt felur byggðarráð sveitarstjóra að kanna með leigu á sundlaugarmannvirkjum til langs tíma með þeim skilyrðum að sundlaugin verði opin almenningi. Bókun fundar Afgreiðsla 906. fundar byggðarráðs staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 906 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. mars 2020 frá Guðmundi Rúnari Guðmundssyni, þar sem hann sækir um leyfi fyrir hönd Vélhjólaklúbbs Skagafjarðar um að halda lokaumferð í Íslandsmóti í snjócrossi þann 4. apríl 2020 á AVIS skíðasvæðinu í Tindastóli. Einnig er óskað leyfis til þess að halda snjóspyrnusýningu um kvöldið á svæði austan við Minjahúsið. Með erindinu fylgir staðfesting á leyfi stjórnar Skíðadeildar Tindastóls fyrir mótshaldi á skíðasvæðinu.
Byggðarráð samþykkir að veita leyfi fyrir keppninni, svo fremi að önnur skilyrði fyrir mótinu séu uppfyllt. Bókun fundar Afgreiðsla 906. fundar byggðarráðs staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 906 Lagt fram bréf dagsett 28. febrúar 2020 frá Olíudreifingu ehf. þar sem óskað er leyfis til þess að fjarlægja fasteignir í birgðastöð félagsins við Eyrarveg á Sauðárkróki, olíugeyma, dæluhús og geymsluhúsnæði, fasteignarnúmer 2131421, matshlutar 01 til 07, ásamt eldsneytislögnum stöðvarinnar sem eru ofanjarðar. Allt lagnakerfið frá bryggju inn í stöð verður tæmt af eldsneyti og lagnirnar hreinsaðar.
Byggðarráð samþykkir að vísa málinu til meðferðar skipulagsfulltrúa og felur sveitarstjóra að óska eftir fundi með fulltrúum fyrirtækisins. Bókun fundar Afgreiðsla 906. fundar byggðarráðs staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 906 Sveitarfélaginu Skagafirði hefur borist tillaga að vali á bjóðanda í örútboði nr. 21075 RS raforka sveitafélög.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagajarðar samþykkir að fara að tillögu Ríkiskaupa og mun tilkynning um val tilboðs verða send bjóðendum í útboðskerfinu. Tilkynnt verður um töku tilboðs þegar biðtíma er lokið, ef engin kæra berst til kærunefndar útboðsmála. Við töku tilboða er komið á samningssamband milli kaupanda og seljanda.
Bókun fundar Afgreiðsla 906. fundar byggðarráðs staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 906 Lögð var fyrir 166. fund umhverfis- og samgöngunefndar, þann 17. febrúar 2020, tillaga frá Umhverfisráðgjöf Íslands um verklag og kostnað við gerð umhverfisáætlunar fyrir sveitarfélagið fyrir tímabilið 2020 til 2040. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti tillöguna fyrir sitt leyti og vísaði til byggðaráðs.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.
Bókun fundar Afgreiðsla 906. fundar byggðarráðs staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 906 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. mars 2020 þar sem forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 55/2020, „Uppbygging innviða“. Umsagnarfrestur er til og með 31.03.2020.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar afar góðri vinnu átakshóps um úrbætur á innviðum og þakkar stjórnvöldum fyrir skjót og góð viðbrögð í kjölfar fárviðrisins sem gekk yfir Ísland í desember sl.
Þær tillögur til aðgerða sem koma fram á innvidir2020.is eru mjög góðar og mikilvægt að hraða þeim sem kostur er.
Byggðarráð vill þó benda á mikilvægi þess að hraðað verði enn frekar aðgerðum sem felast í jarðstrengjavæðingu dreifikerfis raforku og þrífösun því samfara. Mikilvægt er að þeir hlutar dreifikerfis raforku í Skagafirði sem verst fóru í veðrinu verði endurnýjaðir strax á árunum 2020-2021. Er þar m.a. um að ræða Skagalínu, Reykjastrandarlínu og Glaumbæjarlínu. Þá þarf að tryggja að flutningskerfi raforku geti staðið undir hlutverki sínu en mikilvægir þættir byggðalínunnar duttu m.a. út í desember.
Þá vill byggðarráð ítreka að lagfæringum á sjóvarnargörðum við Strandveg og Skarðseyri verði hraðað sem nokkur kostur er, að framkvæmdir við nýjan hafnargarð á Sauðárkróki hefjist hið fyrsta og að fjárveiting verði veitt strax á árinu 2020 til kaupa á nýjum hafnsögubáti fyrir Skagafjarðarhafnir. Allir þessir þættir lúta að auknu öryggi og viðbrögðum til að koma í veg fyrir stórtjón og stöðvun atvinnulífs á og við hafnarsvæðið á Sauðárkróki.
Að lokum er áréttað að öll atriði sem lúta að aukinni getu viðbragsaðila, s.s. heilbrigðisstofnana, sjúkraflutninga og sjúkraflugs, öryggi fjarskiptakerfis o.s.frv. eru mjög brýn og verða að njóta alls forgangs. Byggðarráð fagnar þeirri ákvörðun um að setja Alexandersflugvöll aftur inn í grunnnet innanlandsflugs og brýnir fyrir stjórnvöldum að hann fari sem slíkur inn í samgönguáætlun.
Bókun fundar Afgreiðsla 906. fundar byggðarráðs staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 906 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. mars 2020 þar sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 65/2020, "Frumvarp til breytinga á lögum um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða". Umsagnarfrestur er til og með 20.03.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 906. fundar byggðarráðs staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 906 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. mars 2020 þar sem mennta- og menningarmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 66/2020, "Reglur um erlend heiti háskóla". Umsagnarfrestur er til og með 20.03.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 906. fundar byggðarráðs staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 906 Farið yfir viðbragðsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar, 2. útgáfu. Bókun fundar Afgreiðsla 906. fundar byggðarráðs staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 906 Ingvar Gýgjar Sigurðarson verkstjóri kom á fundinn til viðræðu um snjóalög og snjómokstur í Fljótum. Bókun fundar Afgreiðsla 906. fundar byggðarráðs staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum.
3.Byggðarráð Skagafjarðar - 907
Málsnúmer 2003011FVakta málsnúmer
Fundargerð 907. fundar byggðarráðs frá 25. mars 2020 lögð fram til afgreiðslu á 396. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð, með leyfi forseta. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 907 Byggðarráð fjallaði um hugmyndir og ábendingar að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf. Byggðarráð mun safna saman hugmyndum og vinna áfram að þeim aðgerðum sem nauðsynlegar eru á hverjum tíma, miðað við aðstæður og horfur, í nánu samstarfi við ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga. Ljóst er að frekari aðgerða er þörf og málið verður á dagskrá byggðarráðs á meðan ástandið vegna COVID-19 varir. Bókun fundar Afgreiðsla 907. fundar byggðarráðs staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 907 Málið áður á dagskrá 906. fundar byggðarráðs þann 18. mars 2020.
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. mars 2020 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi leiðbeiningar um aðgerðir fyrir heimilin vegna COVID-19 faraldursins og leiðbeiningar við ákvarðanir um afslátt af greiðsluhlutdeild notenda í velferðarþjónustu.
Útbreiðsla COVID-19 veirunnar veldur miklu raski á allri starfsemi í Sveitarfélaginu Skagafirði. Hefur þetta ástand einnig áhrif á bæði fyrirtæki og heimili með fyrirsjáanlegu tekjutapi á næstu mánuðum.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að eftirfarandi verði samþykkt sem fyrstu aðgerðir af hálfu sveitarfélagsins:
a)
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir eftirfarandi breytingu á eindögum í samþykktri gjaldskrá fasteignagjalda árið 2020. Eindögum gjalddaga frá 1. apríl til 1. október 2020 verður seinkað um tvo mánuði, þ.e. eindagi gjaldaga 1. apríl verður 30. júní 2020 o.s.frv.
b)
Vegna þeirra raskana sem orðið hafa á þjónustu stofnana sveitarfélagsins vegna COVID-19 veirunnar mun greiðsluhlutdeild einungis ná til þeirrar þjónustu sem raunverulega er nýtt í þjónustu stofnana sveitarfélagsins, þ.e. leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla, frístund og dagdvöl aldraðra, og verður innheimta þjónustunnar endurskoðuð í því ljósi. Skal sú tilhögun hefjast frá og með þeim tíma sem þjónusta var skert vegna COVID-19 veirunnar en um er að ræða tímabundna ákvörðun sem gildir til loka maí nk. Endurskoðun fer fram að teknu tilliti til aðstæðna og verður fyrirkomulagið auglýst að nýju eigi síðar en 15. maí nk.
c)
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs heimild til fullnaðarafgreiðslu skv. ofangreindu.
Sveitarstjórn mun í framhaldinu skoða fleiri leiðir til að bregðast við ástandinu, fylgjast með aðgerðum ríkisstjórnar og því hvernig önnur sveitarfélög bregðast við og vera í sambandi við Samband íslenskra sveitarfélaga um nánari útfærslur.
Bókun fundar Afgreiðsla 907. fundar byggðarráðs staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 907 Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsti til sölu fasteign á lóð númer 70 við Sauðárhlíð á Sauðárkróki, fasteignanr. F2132646, landnr. 144009. Um er að ræða hlöðu sem byggð var árið 1959, u.þ.b. 80 m2 og stendur á 2400 m2 lóð. Ráðstöfun lóðar er bundin því skilyrði að hefðbundinn lóðarleigusamningur verði gerður til allt að 25 ára, sem taki m.a. mið af skilmálum sem komu fram í auglýsingu, skilmálum á heimasíðu sveitarfélagsins og/eða leiða af hugmyndum bjóðanda, sbr. síðargreind greinargerð. Takmörkuð mannvirki verða leyfð á lóðinni, lægri en núverandi hlaða, sem hæfi umhverfinu, skv. nánari skipulagsskilmálum. Heimilt verður að rífa hlöðu ef þurfa þykir. Tilboðsfrestur rann út á miðnætti þann 18. mars 2020.
Tvö tilboð bárust innan tilskilins frests. Annað frá Sauðárkróksbakarí ehf. og gagn ehf. fyrir hönd óstofnaðs dótturfélags og hitt frá Kristni T. Björgvinssyni og Sigurpáli Aðalsteinssyni.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að fara yfir tilboðin og óska eftir að bjóðendur komi á fund byggðarráðs til viðræðu um tilboðin. Bókun fundar Afgreiðsla 907. fundar byggðarráðs staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 907 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. mars 2020 frá sýslumannsembætti Norðurlands vestra, úr máli 2003274. Óskað er umsagnar um umsókn dagsetta 12.mars 2020 þar sem Gunnar Rögnvaldsson, kt. 031067-3919, Löngumýri, 560 Varmahlíð, f.h. Löngumýrarskóla sækir um leyfi til að reka gististað í flokki II að Löngumýri, 561 Varmahlíð.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 907. fundar byggðarráðs staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 907 Lagt fram bréf dagsett 16. mars 2020 frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélag Íslands varðandi styrktarsjóð EBÍ 2019. Vakin er athygli á að aðildarsveitarfélögum EBÍ er heimilt að senda inn umsókn í sjóðinn sem er vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaganna en ekki vegna almennra rekstrarverkefna þeirra. Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2020.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kynna málið fyrir sviðsstjórum. Bókun fundar Afgreiðsla 907. fundar byggðarráðs staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 907 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 21. mars 2020 þar sem velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða, 666. mál.
Byggðarráð fagnar framkomnu frumvarpi. Bókun fundar Afgreiðsla 907. fundar byggðarráðs staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 907 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. mars 2020 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 74/2020, "Drög að breytingu á reglugerð um framkvæmdaleyfi". Umsagnarfrestur er til og með 31.03. 2020.
Byggðarráð fagnar framkomnum drögum að breytingu á reglugerð um framkvæmdaleyfi. Bókun fundar Afgreiðsla 907. fundar byggðarráðs staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 907 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. mars 2020 þar sem dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 80/2020, "Drög að frumvarpi til kosningalaga". Umsagnarfrestur er til og með 08.04.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 907. fundar byggðarráðs staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 907 Lögð fram til kynningar auglýsing dagsett 18. mars 2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011.
Einnig lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 19. mars 2020 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti varðandi breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011. Til að tryggja starfhæfi sitt og til að auðvelda ákvarðanatöku er öllum sveitarstjórnum heimilt að taka eftirfarandi ákvarðanir:
1. Að nota fjarfundarbúnað á fundum sveitarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins, án þess að fjarlægðir séu miklar, samgöngur innan sveitarfélags séu erfiðar eða mælt sé fyrir um notkun slíks búnaðar í samþykktum sveitarfélagsins.
2. Að ákveða að engin takmörk verði á fjölda fundarmanna sem taka þátt í fundum sveitarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins með fjarfundarbúnaði.
3. Að ákveða að valdsvið nefnda verði með öðrum hætti en mælt er fyrir um í samþykktum sveitarfélagsins.
4. Að fela fastanefnd eða einstökum starfsmönnum sveitarfélagsins fullnaðarafgreiðslu tiltekinna mála sem varða ekki verulega fjárhag sveitarfélags og lög eða eðli máls mæla ekki sérstaklega gegn, þrátt fyrir að kveðið sé um annað í samþykktum sveitarfélagsins.
5. Að ákveða að staðfesting fundargerða sveitarstjórnar verði með öðrum hætti en mælt er fyrir um í 10. og 11. gr. auglýsingar um leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna, nr. 22/2013. Bókun fundar Afgreiðsla 907. fundar byggðarráðs staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 907 Lagt fram til kynningar ódagsett erindi, móttekið 19. mars 2020, frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, til aðila sem sinna mennta- og menningarstarfi á Norðurlandi vestra. Bókun fundar Afgreiðsla 907. fundar byggðarráðs staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum.
4.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 75
Málsnúmer 2003003FVakta málsnúmer
Fundargerð 75. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 11. mars 2020 lögð fram til afgreiðslu á 396. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð, með leyfi forseta. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 75 Umsækjandi dró styrkbeiðni til baka. Bókun fundar Afgreiðsla 75. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 75 Lagt fram bréf dags. 21.febrúar 2020 frá Kolfinnu Kristínardóttur um styrkbeiðni vegna matarhátíðar í Sæluviku.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd tekur vel í erindið og felur starfsmönnum nefndarinnar að fá nánari upplýsingar um útfærslu verkefnisins. Bókun fundar Afgreiðsla 75. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 75 Tekin fyrir umsókn um rekstur félagsheimilisins Árgarðs. Ákveðið var að auglýsa reksturinn á 73. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 22. janúar og rann umsóknarfrestur út þann 19. febrúar sl. Alls barst ein umsókn.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að ganga til samninga við Friðrik Rúnar Friðriksson og leggja samninginn fyrir nefndina. Bókun fundar Afgreiðsla 75. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 75 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 75. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 75 Lagðar fram til kynningar upplýsingar um komur skemmtiferðaskipa í Skagafjörð 2020 - 2022. 18 skip eru bókuð á þessu tímabili.
Kynningarfundur um verkefnið Clean up Iceland, þar sem farþegar frá leiðangurskipum fara í land og tína rusl við strendur Íslands. Fundurinn verður haldinn þann 28. mars nk á Sauðárkróki.
Bókun fundar Afgreiðsla 75. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum.
5.Félags- og tómstundanefnd - 276
Málsnúmer 2003012FVakta málsnúmer
Fundargerð 276 fundar félags- og tómstundanefndar frá 27. mars 2020 lögð fram til afgreiðslu á 396. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð, með leyfi forseta. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Félags- og tómstundanefnd - 276 Lögð fram fundargerð Ungmennaráðs sveitarfélagsins frá 2. mars s.l. þar sem lagt er til að reglur um starfsemi ráðsins verði teknar til endurskoðunar. Frístundastjóra falið að vinna drög að nýjum reglum sem lagðar verða fram fyrir næsta fund. Samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 276. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 276 Eins og kunnugt er hefur verið unnið ötullega að viðbrögðum við Covid-19 faraldrinum í allri stjórnsýslu sveitarfélagsins. Leitast hefur verið við að fylgja öllum viðmiðum og ráðleggingum Sóttvarnarlæknis, Landlæknisembættisins og Lögreglustjóraembættisins. Varðandi félagsþjónustu og frístundaþjónustu sérstaklega hefur verið reynt að halda starfsemi stofnana í eins föstu formi og hægt er m.v. takmarkanir yfirvalda og aðstæður á hverjum stað.
Félags- og tómstundanefnd vill koma á framfæri þökkum til allra starfsmanna félags- og frístundaþjónustu fyrir þeirra samstöðu og samtakamáttar við að hindra útbreiðslu veirunnar.
Bókun fundar Afgreiðsla 276. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum. -
Félags- og tómstundanefnd - 276 Frístundastjóri upplýsti um reglubundna könnun Umboðsmanns barna. Könnuninni hefur verið svarað. Bókun fundar Afgreiðsla 276. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 276 Á fundi sínum þann 4. mars s.l. fjallaði byggðarráð um erindi UNICEF á Íslandi þar sem hvatt er til þess að sveitarfélög á Íslandi skrái sig formlega til þátttöku í verkefninu ,,Barnvæn sveitarfélög ? Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.“ Byggðarráð tók jákvætt í erindið og vísaði því til umsagnar í félags- og tómstundanefnd og fræðslunefnd.
Félags- og tómstundanefnd fagnar þessu erindi og beinir því til byggðarráðs að fela fjölskyldusviði að undirbúa þátttöku í verkefninu ásamt því að greina það ítarlega með tilliti til þess hvað nú þegar er verið að gera í sveitarfélaginu sem fellur vel að inntaki verkefnisins og hvar þarf að bæta úr. Greiningunni fylgi tillaga að úrbótum.
Bókun fundar Afgreiðsla 276. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum. -
Félags- og tómstundanefnd - 276 Vegna Covid-19 er leitað er eftir heimild félags- og tómstundanefndar til að gera tillögu til nefndarinnar að tímabundinni gjaldskrá fyrir Dagdvöl. Dagdvöl hefur verið lokað á meðan á veirufaraldri stendur en þess í stað hefur starfsfólk farið heim til fólks og veitt nauðsynlega þjónustu þar eftir því sem hægt er. Ekki þykir sanngjarnt að innheimta fullt gjald Dagdvalar heldur er vilji til að setja tímagjald á þjónustuna.
Félags- og tómstundanefnd samþykkir tillöguna.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 9 "Tímabundin breyting á gjaldskrá Dagdvalar" Samþykkt samhljóða.
6.Fræðslunefnd - 153
Málsnúmer 2003001FVakta málsnúmer
Fundargerð 153. fundar fræðslunefndar frá 27. mars 2020 lögð fram til afgreiðslu á 396. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð, með leyfi forseta. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Fræðslunefnd - 153 Elín Árdís Björnsdóttir, varaformaður fræðslunefndar, setti fund og lagði fram tillögu um Axel Kárason sem formann nefndarinnar í stað fráfarandi formanns, Laufeyjar K. Skúladóttur. Tillagan samþykkt samhljóða. Um leið og nefndin býður Axel velkominn til starfa og óskar honum velfarnaðar í störfum sínum, vill nefndin koma á framfæri þökkum til Laufeyjar fyrir hennar störf og óska henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Nýkjörinn formaður tók að þessu búnu við stjórn fundarins.
Bókun fundar Afgreiðsla 153. fundar fræðslunefndar staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 27. mars 2020 með níu atkvæðum -
Fræðslunefnd - 153 Á fundi sínum þann 4. mars s.l. fjallaði byggðarráð um erindi UNICEF á Íslandi þar sem hvatt er til þess að sveitarfélög á Íslandi skrái sig formlega til þátttöku í verkefninu ,,Barnvæn sveitarfélög ? Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.“ Byggðarráð tók jákvætt í erindið og vísaði því til umsagnar í félags- og tómstundanefnd og fræðslunefnd.
Fræðslunefnd fagnar þessu erindi og beinir því til byggðarráðs að fela fjölskyldusviði að undirbúa þátttöku í verkefninu ásamt því að greina það ítarlega með tilliti til þess hvað nú þegar er verið að gera í sveitarfélaginu sem fellur vel að inntaki þess og hvar þarf að bæta úr. Greiningunni fylgi tillaga að úrbótum.
Bókun fundar Afgreiðsla 153. fundar fræðslunefndar staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 27. mars 2020 með níu atkvæðum -
Fræðslunefnd - 153 Eins og kunnugt er hefur verið unnið ötullega að viðbrögðum við Covid-19 faraldrinum í allri stjórnsýslu sveitarfélagsins. Leitast hefur verið við að fylgja öllum viðmiðum og ráðleggingum Sóttvarnarlæknis, Landlæknisembættisins og Lögreglustjóraembættisins. Varðandi skólana sérstaklega hefur verið reynt að halda starfsemi þeirra í eins föstu formi og hægt er m.v. takmarkanir yfirvalda og aðstæður á hverjum stað.
Fræðslunefnd vill koma á framfæri þökkum til allra starfsmanna skólanna fyrir þeirra samstöðu og samtakamátt við að hindra útbreiðslu veirunnar. Starfsmenn hafa unnið þrekvirki við að halda skólunum í eins miklu jafnvægi og mögulegt er, sýnt mikla umhyggju gagnvart börnunum og komið til móts við heimilin eins og unnt er. Starf þeirra er ómetanlegt. Bókun fundar Afgreiðsla 153. fundar fræðslunefndar staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 27. mars 2020 með níu atkvæðum -
Fræðslunefnd - 153 Sviðsstjóri kynnti verkefni sem verið er að setja af stað af hálfu Mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem felur í sér að skoða forsendur úthlutunar fjármuna til kennslu í grunnskólum og þróa viðmið þar að lútandi. Sveitarfélagið Skagafjörður er eitt þrettán sveitarfélaga sem tekur þátt í verkefninu. Verkefnið hófst með formlegum hætti í morgun með fjarfundi allra aðila og er gert ráð fyrir að því ljúki í desember á þessu ári.
Bókun fundar Afgreiðsla 153. fundar fræðslunefndar staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 27. mars 2020 með níu atkvæðum
7.Skipulags- og byggingarnefnd - 368
Málsnúmer 2003008FVakta málsnúmer
Fundargerð 368. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 24. mars 2020 lögð fram til afgreiðslu á 396. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi varaforseta, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 368 Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs Dalvíkurbyggðar óskar, vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Dalvíkurbyggar 2008-2020, eftir umsögn um skipulags- og matslýsingu verkefnisins, áfangaskýrsla 1.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við erindið. Bókun fundar Afgreiðsla 368. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 368 Svanbjörn Jón Garðarsson kt. 140350-2659 eigandi að frístundalandi úr landi Neðra-Áss í Hjaltadal, landnúmer 223410, óskar eftir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar á eftirfarandi.
Samþykkt verði stofnun og heiti lóðanna Ásvegur 6 og Ásvegur 9 eins og þær eru sýndar á meðfylgjandi uppdrætti og lóðarblöðum. Lóðin Ásvegur 6 verður 6464 ferm. Lóðin Ásvegur 9 verður 1089 ferm.
Þá er óskað eftir að skipulags- og byggingarnefnd og sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykki hnitsetta afmörkun og ný heiti lóðanna Neðri- Ás 2 lóð, landnúmer 146479, Neðri-Ás 2 lóð 4 landnúmer 187516 og Neðri-Ás 2 lóð 5 landnúmer 146480.
Neðri- Ás 2 lóð, landnúmer 146479, verður 4464 ferm og fær heitið Ásvegur 2
Neðri- Ás 2 lóð 4, landnúmer 187516 er 750 ferm. Verður 1174 ferm og fær heitið Ásvegur 7
Neðri- Ás 2 lóð 5, landnúmer 146480 er 2744 ferm Verður 4463 ferm og fær heitið Ásvegur 4.
Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 368. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 368 Tryggvi Már Ingvarsson kt. 040977-3259, f.h. Björns Valdimarssonar kt. 090155-7099, Bjarnheiðar K. Guðmundsdóttur kt. 010548-2339, Bjarkar Guðmundsdóttur kt. 050653-7819, Þórunnar Guðmundsdóttur kt. 130949-2239 og Sjafnar Guðmundsdóttur kt. 170955-3829 leggur fram hnitasettan uppdrátt ásamt greinargerð með yfirlýsingu um eignamörk/afmörkunar á lóðinni Minni-Grindill lóð 146859.
Stærð og afmörkun lóðarinnar Minni-Grindill lóð 146859 samþykkt eins og grein er fyrir henni gerð í fyrirliggjandi greinargerð sem dagsett er 21. febrúar 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 368. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 368 Á 364. Fundi Skipulags- og byggingarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 16. apríl 2019 var Sverri Þór Kristjánssyni kt. 290560-2419 úthlutuð lóðin Melatún 2 á Sauðarkróki, fyrir einbýlishús. Staðfest í sveitarstjórn 24.apríl 2019. Fyrir liggur staðfest og undirritað samkomulag dags. 13. mars 2020 á milli aðila um að Sverrir Þór skili inn lóðinni til sveitarfélagsins. Aðilar eru sammála um að hvorugur aðili hafi kröfu á hinn vegna málsins.
Skipulag- og byggingarnefnd samþykkir fyrirliggjandi samkomulag. Bókun fundar Afgreiðsla 368. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 368 Ingi Björn Árnason kt. 310381-3579, leggur fram umsókn dags. 24.2.2020, f.h. Marbælis ehf kt. 700402-5840, um heimild til að stofna 10.344,5 m2 lóð/landspildu úr landi Marbælis L146058. Óskað er eftir að spildan fái heitið Lindholt. Meðfylgjandi gögn eru afstöðuuppdráttur nr. S01 úr verki 787301 útg. 6. nóvember 2019. unnin af Stoð verkfræðistofu. Aðkoma að nýrri lóð/landspildu mun liggja um land Marbælis L146058. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 368. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 368 Gunnar Kr. Sigmundsson verkefnastjóri hjá Olíudreifingu ehf. Kt. 660695-2069 leggur fram umsókn um leyfi til að fjarlægja eftirfarandi fasteignir sem staðsettar eru sem birgðastöð félagsins við Eyrarveg á Sauðárkróki:
a) 622,4m3 ofanjarðar-geymir/tankur með merkinguna T00824, Fastanr. 213 1421. Mhl 01-010101
b) 161,9m3 ofanjarðar-geymir/tankur með merkinguna T0020, Fastanr. 213 1421. Mhl 07-010101
c) 358,2m3 ofanjarðar-geymir/tankur með merkinguna T0021, Fastanr. 213 1421. Mhl 04-010101
d) 537,1m3 ofanjarðar-geymir/tankur með merkinguna T0083, Fastanr. 213 1421. Mhl 02-010101
e) 466,1m3 ofanjarðar-geymir/tankur með merkinguna T0162, Fastanr. 213 1421. Mhl 03-0101
f) 16,8m2 geymsluhúsnæði, fastanr. 213 1421. Mhl 05-0101
g) 5,6m2 dæluhús fastanr. 213 1421. Mhl 06-0101
Þá er óskað eftir leyfi til að fjarlægja allar ofanjarðar eldsneytislagnir stöðvarinnar.
Allt lagnakerfi frá bryggju inn að stöð verður tæmt af eldsneyti og lagnir hreinsaðar.
Ekki er gert ráð fyrir að fjarlægja lagnir sem eru neðanjarðar.
Öryggisgirðing umhverfis svæðið verður ekki fjarlægð að svo stöddu.
Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir að Olíudreifing ehf. geri nánari grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum og viðbúnaði ef í ljós kemur að olíumengun reynist vera í kringum eða undir tönkum sem verða fjarlægðir. Þá er sömuleiðis óskað eftir að Olíudreifing ehf. skili inn yfirlýsingu frá Umhverfisstofnun varðandi það sjónarmið Olíudreifingar ehf. að umbeðin framkvæmd sé hvorki háð starfsleyfi, né ákvæði greinar 1.5. í starfsleyfi fyrir olíubirgðastöð Olíudreifingar ehf á Sauðárkróki.
Bókun fundar Afgreiðsla 368. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 368 Davíð Logi Jónsson kt. 300188-2819 og Embla Dóra Björnsdóttir kt. 290486-2629 eigendur lögbýlisins Egg L146368 leggja fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar nytjaskógræktunar á um 28,3ha svæði í landi jarðarinnar. Um er að ræða stækkun á svæði sem í hefur verið gróðursett samtals 34 ha. Heildarstærð skógræktarsvæðis verður því um 59,3ha. Umrætt svæði er skilgreint í gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 sem landbúnaðarland. Svæðið nýtur ekki sérstakrar náttúruverndar og hefur ekki verið skoðað með tilliti til skráningu eða leitar að fornminjum.
Nefndin frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir að lögð verði fram umsögn Minjavarðar og Vegagerðarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 368. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 368 Fyrir liggur, til kynningar, lóðarblað vegna lóðarinnar Knarrarstígur 1 á Sauðárkróki. Vinnudrög unnin af Stoð ehf og skipulagsfulltrúa.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram. Bókun fundar Afgreiðsla 368. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 368 101. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 368. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum.
8.Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 23
Málsnúmer 2003010FVakta málsnúmer
Fundargerð 23. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks frá 18. mars 2020 lögð fram til afgreiðslu á 396. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð, með leyfi forseta. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 23 Ingvar Páll Ingvarsson, verkefnastjóri fór yfir stöðu framkvæmda við endurgerð Sundlaugar Sauðárkróks, 1. áfanga. Verkið er á lokametrunum. Bókun fundar Fundargerð 23. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 23 Ingvar Páll Ingvarsson verkefnisstjóri fór yfir teikningadrög að 2. áfanga byggingar við Sundlaug Sauðárkróks.
Byggingarnefnd samþykkir að vinna áfram samkvæmt fyrirliggjandi drögum. Bókun fundar Fundargerð 23. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks staðfest á 396. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020 með níu atkvæðum.
9.Tímabundin breyting á gjaldskrá Dagdvalar
Málsnúmer 2003262Vakta málsnúmer
Vísað frá 276. fundi félags- og tómastundanefndar frá 27. mars 2020 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
"Dagdvöl hefur verið lokað á meðan á Covid-19 veirufaraldri stendur yfir en þess í stað hefur starfsfólk farið heim til fólks og veitt nauðsynlega þjónustu eftir því sem hægt er. Af þeim sökum þykir ekki sanngjarnt að innheimta fullt gjald dagdvalar heldur er vilji til að setja tímagjald á þjónustuna þannig að notendur dagdvalar aldraða greiða klukkutímagjald fyrir þjónustu sem fer fram heima eða í húsnæði dagdvalar þann tíma sem þjónustan er skert. Greitt er fyrir heimsókn og ferðatíma og miðast tímagjaldið við daggjald samkvæmt reglugerð um daggjöld stofnana sem ekki eru á föstum fjárlögum og árlegum ákvörðunum Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar um gjaldskrá. Tímagjaldið yrði kr. 200, í stað kr. 1.248 sem er samkvæmt reglugerð. Framangreind breyting tekur gildi 9.mars 2020 og gildir þar til annað er ákveðið."
Tillagan borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
"Dagdvöl hefur verið lokað á meðan á Covid-19 veirufaraldri stendur yfir en þess í stað hefur starfsfólk farið heim til fólks og veitt nauðsynlega þjónustu eftir því sem hægt er. Af þeim sökum þykir ekki sanngjarnt að innheimta fullt gjald dagdvalar heldur er vilji til að setja tímagjald á þjónustuna þannig að notendur dagdvalar aldraða greiða klukkutímagjald fyrir þjónustu sem fer fram heima eða í húsnæði dagdvalar þann tíma sem þjónustan er skert. Greitt er fyrir heimsókn og ferðatíma og miðast tímagjaldið við daggjald samkvæmt reglugerð um daggjöld stofnana sem ekki eru á föstum fjárlögum og árlegum ákvörðunum Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar um gjaldskrá. Tímagjaldið yrði kr. 200, í stað kr. 1.248 sem er samkvæmt reglugerð. Framangreind breyting tekur gildi 9.mars 2020 og gildir þar til annað er ákveðið."
Tillagan borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
10.Endurtilnefning varafulltrúa í almannavarnarnefnd
Málsnúmer 2003132Vakta málsnúmer
Endurtilnefna þarf varafulltrúa í almannavarnarnefnd í stað Laufeyar Kristínar Skúladóttir sem hefur fengið leyfi frá nefndarstörfum.
Forseti getir tillögu um Ingibjörgu Huld Þórðardóttur.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og telst hún því rétt kjörin.
Forseti getir tillögu um Ingibjörgu Huld Þórðardóttur.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og telst hún því rétt kjörin.
11.Endurtilnefning varamanns fræðslunefndar
Málsnúmer 2003133Vakta málsnúmer
Endurtilnefna þarf varafulltrúa í fræðslunefnd í stað Axels Kárasonar sem kjörinn var aðalmaður á aukafundi sveitarstjórar þann 26.mars sl.
Forseti getir tillögu um Stefán Vagn Stefánsson.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og telst hann því rétt kjörinn.
Forseti getir tillögu um Stefán Vagn Stefánsson.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og telst hann því rétt kjörinn.
12.Fundagerðir Heilbrigðiseftirlits Nl. v 2020
Málsnúmer 2001005Vakta málsnúmer
Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra frá 4. mars 2020 lögð fram til kynningar á 365. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020
13.Fundagerðir stjórnar SÍS 2020
Málsnúmer 2001002Vakta málsnúmer
Fundargerð 880. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. mars 2020 lögð fram til kynningar á 365. fundi sveitarstjórnar 1. apríl 2020
Fundi slitið - kl. 16:50.
Samþykkt samhljóða.
Fundurinn var haldinn í gegnum fjarfundabúnað.