Innanland-hvatningarátak og samfélagsmiðlar
Málsnúmer 2004146
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 911. fundur - 22.04.2020
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 17. apríl 2020 frá Markaðsstofu Norðurlands. Ferðamálastofa mun nú á vordögum setja í gang átak til að hvetja Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar og kaupa vörur og þjónustu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Auglýsingastofan Brandenburg sér um þróun átaksins og er efni þess hugsað þannig að það nýtist fyrir alla landshluta og að ferðaþjónustufyrirtæki og fleiri geti nýtt það í sínu eigin markaðsefni. Markaðsstofa Norðurlands mun taka þátt í átakinu en hefur reyndar þegar farið af stað með vinnu við að uppfæra allt efni á íslensku og þýða það efni sem ekki var til.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 76. fundur - 06.05.2020
Lagt fram til kynningar bréf frá Markaðsstofu Norðurlands um sameiginlegt markaðsátak Ferðamálastofu og Markaðsstofa landshlutanna sumarið 2020.