Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
Samþykkt var samhljóða í upphafi fundar að taka mál 2004186 - Úthlutun styrkja úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2020, á dagskrá með afbrigðum.
1.Hugmyndir og ábendingar að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf
Málsnúmer 2003207Vakta málsnúmer
Erindið einnig rætt á fyrri fundum byggðarráðs.
Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir kom á fund byggðarráðs undir þessum dagskrárlið til viðræðu.
Byggðarráð samþykkir að setja á fót starfshóp undir forystu Dr. Hólmfríðar Sveinsdóttur, sem hefur það að markmiði kortleggja möguleika sveitarfélagsins til eflingar nýsköpunar á svæðinu.
Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir kom á fund byggðarráðs undir þessum dagskrárlið til viðræðu.
Byggðarráð samþykkir að setja á fót starfshóp undir forystu Dr. Hólmfríðar Sveinsdóttur, sem hefur það að markmiði kortleggja möguleika sveitarfélagsins til eflingar nýsköpunar á svæðinu.
2.Húsnæðisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020
Málsnúmer 2001163Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar 2. útg. af Húsnæðisáætlun 2020-2024 fyrir Sveitarafélagið Skagafjörð sem unnin var af VSÓ ráðgjöf.
3.Auglýsing eftir umsóknum um stofnframlög
Málsnúmer 2004158Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa eftir umsóknum um stofnframlög til byggingar leiguhúsnæðis á almennum markaði.
4.Landsmót æskulýðsfélaga þjóðkirkjunnar
Málsnúmer 2003223Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Æskulýðssambandi Þjóðkirkjunnar dagsett 24. febrúar 2020, þar sem greint er frá því að stefnt er að því að halda Landsmót Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar 2020 á Norðurlandi í lok október n.k. Óskað er eftir að halda landsmótið á Sauðárkróki og fá styrk frá sveitarfélaginu í formi gistiaðstöðu í Árskóla, notkun íþróttahúss og sundlaugar.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umsagnar félags- og tómstundanefndar og fræðslunefndar.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umsagnar félags- og tómstundanefndar og fræðslunefndar.
5.Stuðningur við breytt fyrirkomulag strandveiða
Málsnúmer 2004149Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dagsett 8. apríl 2020 frá Drangey, Smábátafélagi Skagafjarðar þar sem félagið óskar eftir stuðningi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar við tillögur sem Landssamband smábátaeigenda sendi sjávarútvegsráðherra í mars s.l. um að hann beiti sér fyrir breytingu á lögum um stjórn fiskveiða sem lúti að ákvæði um strandveiðar. Beiðnin er meðal annars tilkomin vegna áhrifa af COVID-19.
Byggðarráð tekur undir með félaginu og styður við tillögur sem Landssamband smábátaeigenda sendi sjávarútvegsráðherra í mars s.l.
Byggðarráð tekur undir með félaginu og styður við tillögur sem Landssamband smábátaeigenda sendi sjávarútvegsráðherra í mars s.l.
6.Úthlutun styrkja úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2020
Málsnúmer 2004186Vakta málsnúmer
Byggðarráð vill benda á hróplegt ósamræmi í úthlutunum Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða á árinu 2020. Verkefni í landshlutanum hafa fengið takmarkaða styrki úr sjóðnum. Það er ekki hægt að una við að svæðinu sé haldið á ís þegar kemur að uppbyggingu ferðamannastaða. Byggðarráð brýnir stjórnvöld til að horfa til svæðisins varðandi framtíðarúthlutanir úr sjóðnum.
7.Samráð; Reglugerð um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi.
Málsnúmer 2004143Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 17. apríl 2020, þar sem mennta- og menningarmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 85/2020, "Reglugerð um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi". Umsagnarfrestur er til og með 01.05. 2020.
8.Innanland-hvatningarátak og samfélagsmiðlar
Málsnúmer 2004146Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 17. apríl 2020 frá Markaðsstofu Norðurlands. Ferðamálastofa mun nú á vordögum setja í gang átak til að hvetja Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar og kaupa vörur og þjónustu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Auglýsingastofan Brandenburg sér um þróun átaksins og er efni þess hugsað þannig að það nýtist fyrir alla landshluta og að ferðaþjónustufyrirtæki og fleiri geti nýtt það í sínu eigin markaðsefni. Markaðsstofa Norðurlands mun taka þátt í átakinu en hefur reyndar þegar farið af stað með vinnu við að uppfæra allt efni á íslensku og þýða það efni sem ekki var til.
9.Upplýsingar um gerð viðauka
Málsnúmer 2004084Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsettur 6. apríl 2020 varðandi gerð viðauka við fjárhagsáætlun ársins.
Fundi slitið - kl. 12:46.