Fara í efni

Stuðningur við breytt fyrirkomulag strandveiða

Málsnúmer 2004149

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 911. fundur - 22.04.2020

Lagt fram bréf dagsett 8. apríl 2020 frá Drangey, Smábátafélagi Skagafjarðar þar sem félagið óskar eftir stuðningi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar við tillögur sem Landssamband smábátaeigenda sendi sjávarútvegsráðherra í mars s.l. um að hann beiti sér fyrir breytingu á lögum um stjórn fiskveiða sem lúti að ákvæði um strandveiðar. Beiðnin er meðal annars tilkomin vegna áhrifa af COVID-19.
Byggðarráð tekur undir með félaginu og styður við tillögur sem Landssamband smábátaeigenda sendi sjávarútvegsráðherra í mars s.l.