Sumarstörf fyrir námsmenn 2020
Málsnúmer 2004194
Vakta málsnúmerFélags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 277. fundur - 25.05.2020
Sviðsstjóri upplýsti um að Sveitarfélagið Skagafjörður hafi sótt um 22 sumarstörf fyrir námsmenn 18 ára og eldri sbr. minnisblað sem fylgir í gögnunum. Vinnumálastofnun úthlutaði sveitarfélaginu 9 störf og er nú unnið að skilgreiningum þeirra og starfslýsingum.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 278. fundur - 26.08.2020
Þorvaldur fór yfir stöðuna eftir sumarið hvað varðar sumarstörf námsmanna. Sótt var um 22 störf frá VMST og fengum úthlutað 9 störfum. Um var að ræða sérstakt átaksverkefni rískisstjórnarinnar vegna Covid-19. Störfin sem ráðið var í voru ýmist í frístunda- og íþróttaþjónustu eða menningar- og kynningarmálum. Atvinnuástand í sveitarfélaginu var betra en búist var við og er ekki vitað um nein ungmenni sem voru án atvinnu í sveitarfélaginu.