Fara í efni

Blöndulína 3. Tillaga að matsáæltun. Drög. 8.4.2020. (Landsnet)

Málsnúmer 2004200

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 369. fundur - 28.04.2020

Lögð er fram tillaga að matsáætlun fyrir Blöndulínu 3. (Drög)
Blöndulína 3 er matsskyld framkvæmd samkvæmt tölulið 3.08 í 1. viðauka laga nr. 106/2000 m.s.br. um mat á umhverfisáhrifum.
Kynnt eru drög að tillögu matsáætlunar, sem greinir frá áætlun Landsnets um hvernig ætlunin er að vinna umhverfismatið, t.d hvaða þætti umhverfisins er áætlað að rannsaka, hvernig og af hverjum. Þá greinir Landsnet frá því hvaða hugmyndir hafa komið fram um valkosti og rökstyður hverja þessara hugmynda ætlunin er að meta sem valkosti í umhverfismatinu. Á þessu stigi er því mikilvægt að fá ábendingar frá öllum aðilum sem láta sig málið varða um hvaða þætti beri að taka fyrir í mati á umhverfisáhrifum verkefnisins. Þar getur verið um að ræða ábendingar um aðra valkosti en hér eru kynntir en einnig upplýsingar um þætti í nærumhverfinu og umhverfisþætti sem talið er að fjalla þurfi um (sjá nánar í kafla 2.2). Mikilvægt er að ábendingar þessa efnis komi fram á þessu stigi, áður en ráðist er í rannsóknavinnu og frekari undirbúning matsins.
Tilgangur mats á umhverfisáhrifum Samkvæmt 1. gr. laga nr. 106/2000 er markmið og tilgangur mats á umhverfisáhrifum að:
- tryggja að áður en leyfi er veitt fyrir matsskyldri framkvæmd, hafi farið - fram mat á umhverfisáhrifum.
- draga eins og kostur er úr neikvæðum umhverfisáhrifum framkvæmdar.
- stuðla að samvinnu þeirra aðila sem hafa hagsmuna að gæta eða láta sig málið varða, og að kynna fyrir almenningi umhverfisáhrif framkvæmdarinnar og mótvægisaðgerðir vegna þeirra.
- og að gefa almenningi kost á að koma að athugasemdum og upplýsingum áður en álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar liggur fyrir.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir neðangreinda umsögn við drögum að matsáætlun vegna Blöndulínu 3.
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur farið yfir drög að matsáætlun vegna Blöndulínu. Sú yfirferð miðast fyrst og fremst við hvernig drögin samræmast aðalskipulagi sveitarfélagsins varðandi Blöndulínu 3. Þar er m.a. litið til valkosta, skilmála og nauðsynlegra rannsókna.
Valkostir
Almennt virðist valkostagreining falla að þeirri vinnu sem var unnin vegna aðalskipulagsbreytingar fyrir Blöndulínu 3. Sveitarfélagið afmarkaði legu Blöndulínu 3, með 3,8 km jarðstreng. Hluti af skilmálum var að í umhverfismati Blöndulínu yrði fjallað um valkosti sem taki a.m.k. til Efribyggðaleiðar, Héraðsvatnaleiðar og Kiðaskarðsleiðar.
Auk þess voru settir fram skilmálar að Rangárvallalína 1 og Blöndulína 2 færu í jörðu þegar framkvæmdum við Blöndulínu 3 er lokið. Í kafla 4.3.3 drögunum er fjallað um valkosti til mótvægis, sem snýr að Rangárvallalínu 1.
- Sveitarfélagið fer þess á leit við Landsnet að sambærilegur valkostur verði varðandi Blöndulínu 2 í umhverfismatinu.
Áherslur og rannsóknir í umhverfismati
Í aðalskipulagi sveitarfélagsins kemur fram sú krafa að umhverfismat Blöndulínu 3 fjalli m.a. um vistgerðir, óraskað land, votlendi, vatnsverndarsvæði og vatnsból, menningarminjar, áflugshættu, ræktað land, hljóðvist og heilsu, og áhrif þverunar raflínu á Svartá/Húseyjarkvísl.
- Drög að matsáætlun fjallar um alla ofangreinda þætti og er ekki gerð athugasemd á þessu stigi.
Verklag
- Í kafla 6.5.2 áhrif og athuganarsvæði efnistökustaða er óskað eftir því að Landsnet taki bæti við eftirfarandi (undirstrikað):
Efnistakan veldur beinu raski innan efnistökusvæðanna, og geta haft áhrif á gróður, jarðmyndanir og skert búsvæði fugla. Huga þarf einnig að mögulegum áhrifum á fornleifar, vatnsverndarsvæði, heitavatnsöflun og vatnalíf ef námur eru í ám.
Í aðalskipulagsvinnu sveitarfélagsins komu fram áhyggjur af mögulegum áhrifum framkvæmda á vatnsból og heitavatnsöflun. Sveitarfélagið setti það því sem skilmála fyrir framkvæmd að á framkvæmdatíma þurfi að huga að því að raska ekki vatnsbólum og heitavatnstöku bæja/búsetu.
- Sveitarfélagið vísar til kafla 9.1 í aðalskipulagi vegna Blöndulínu3, en sá kafli fjallar um skilmála sem gilda vegna efnistöku.
Almennar ábendingar
- Óskað er eftir því að í umfjöllun um efnistökusvæði verði einnig notuð þau heiti sem koma fram í aðalskipulagi vegna Blöndulínu 3. Megin tilgangur þess er að auðveldara verði að fara yfir og kanna samræmi við stefnumörkun sveitarfélagsins og skilmála vegna efnistökusvæða.
- Jafnframt vísar sveitarfélagið í kafla 12 í aðalskipulagsbreytingu vegna Blöndulínu 3, sem fjallar um mótvægisaðgerðir og vöktunaráætlun.

Álfhildur Leifsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun:
VG og óháð standa ekki að samþykkt fyrirliggjandi tillögu að matsáætlun vegna Blöndulínu 3 og vísa til fyrri bókanna er málið varða.