Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

369. fundur 28. apríl 2020 kl. 09:00 - 11:00 með fjarfundabúnaði
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Regína Valdimarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
  • Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir
  • Jóhanna Ey Harðardóttir
  • Axel Kárason
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Jón Örn Berndsen skipulagsfulltrúi
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Móberg - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 2004103Vakta málsnúmer

Lögð er fram umsókn Kára Björns Þorsteinssonar, kt.141174-5769, og Sigríðar Ellenar Arnardóttur, kt.090179-4119, þinglýstra eiganda Móbergs, landnúmer 229512 þar sem óskað er eftir heimild skipulags-og byggingarnefndar til að stofna 10.393 m² byggingarreit, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 782606 útg. 8.apríl 2020. Afstöðuppdráttur unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Um er að ræða byggingarreit fyrir einbýlishús með bílskúr, að hámarki 330 m² að stærð. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir Vegagerðarinnar vegna vegtengingar dags.19.2.2020 og Minjavarðar Norðurlands vestra dagsett 21.4.2020.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir stofnun 10.393 m2 byggingarreits í landi Móbergs L229512, í samræmi við framlögð gögn.

2.Bráðabirgðaryfirlit fyrstu vatnaáætlunar fyrir Ísland

Málsnúmer 2002176Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar Bráðabirgðayfirlit Vatnaáætlunar Umhverfisstofnunar, um stjórn vatnamála á Íslandi.
"Lög um stjórn vatnamála tóku gildi 19. apríl 2011 og með þeim var innleidd í íslenskan rétt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2000/60/EB um aðgerðaramma um stefnu í vatnamálum, svokölluð vatnatilskipun. Yfirliti þessu er ætlað að gefa innsýn í stöðu innleiðingar á lögunum og þeirri vinnu sem fram undan er í málaflokknum, en umfangsmikil vinna hefur farið fram á síðustu árum. Markmið laga um stjórn vatnamála er líkt og tilskipunarinnar að vernda vatn og vistkerfi þess, hindra frekari rýrnun vatnsgæða og bæta ástand vatnavistkerfa, votlendis og vistkerfa sem eru háð vatni, til að stuðla að því að vatn njóti heildstæðrar verndar. Til að ná fram markmiðum laganna skal vinna vatnaáætlun, aðgerðaáætlun og vöktunaráætlun. Umhverfisstofnun annast stjórnsýslu á sviði vatnsverndar og á því að samræma og útbúa tillögu að vatnaáætlun. Öll sú vinna er unnin í samvinnu við þá aðila sem að stjórn vatnamála koma enda mikilvægt að fagleg þekking og sjónarmið sem flestra komi sem fyrst inn í vinnuna. Auk þess verður víðtækt samráð við hagsmunaaðila og almenning, m.a. í gegnum ráð og nefndir sem starfræktar eru í tengslum við lögin og með opinberri kynningu á tillögu áætlunarinnar. Gert er ráð fyrir að fyrsta vatnáætlun Íslands taki gildi árið 2022, en þá eru flest lönd Evrópu að skila sinni þriðju vatnaáætlun. Til að ná því markmiði hefur verið unnin stíf forgangsröðun verkefna. Samráð og samtal við almenning, sveitarfélög og hagsmunaaðila er afar mikilvægt þegar horft er til umfangs og stefnumörkunar sem mun koma fram í vatnaáætlun. Staðbundin þekking á álagi og gæðum vatns þarf að geta skilað sér með auðveldum hætti til stjórnvalda sem geta gripið til aðgerða. Bráðabirgðayfirlit þetta er því gefið út til að upplýsa almenning og hagsmunaaðila um stöðu verkefnisins og tækifæri gefið til að koma með ábendingar og athugasemdir á þessum stað í ferlinu. Að auki verða drög að vatnaáætlun auglýst til kynningar í sex mánuði árið 2021".

3.Brúsabyggð 14 - Lóðarmál

Málsnúmer 2003071Vakta málsnúmer

Björn Eyþórsson f.h. Háskólans á Hólum leggur fram umsókn um staðfestingu Skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjörður, á hnitasettum uppdrætti sem sýnir afmörkun parhúsalóðanna Brúsabyggð 12, L146456 og Brúsabyggð 14, L146457, á Hólum í Hjaltadal. Fyrir liggja gögn dags. 11.3.2020, unnin af Birni Magnúsi Árnassyni, hjá Stoð ehf. Verkfræðistofu.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

4.Laugarhvammur 146196, Laugarból 146191 - Umsókn um stofnlögn hitaveitu.

Málsnúmer 1805039Vakta málsnúmer

Friðrik Rúnar Friðriksson kt 141156-5009 sækir um leyfi til að leggja hitavatnslögn frá borholu í landi Laugarbóls, landnr. 146191 að tengiskúr við sundlaug í landi Laugarhvamms, landnr. 146196. Lögð er fram breytt tillaga að lagnaleið miðað við fyrri samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 24. október 2018. Tillaga fyrir fyrir nýja lagnaleið nú, er að lögn verði færð austan Merkigarðsvegar, skv. meðfylgjandi gögnum frá Stoð ehf. Verkfræðistofu.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við nýja lagnleið, svo fremi að fyrir liggi samþykki landeigenda þeirra, sem lögnin snertir.
Óska skal að nýju eftir umsögn Minjastofnunar Íslands og Vegagerðarinnar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrirhugaða lagnaleið fyrir sitt leyti.

5.Skíðasvæðið í Tindastóli - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi.

Málsnúmer 1910010Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir skíðasvæðið í Tindastóli. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010, frá 20. nóvember 2019 og með athugasemdafresti til 8. janúar 2020. Tillagan var auglýst að nýju í Lögbirtingarblaði skv.43. gr. og 1. mgr. 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010, þann 21.febrúar 2020 með athugasemdafresti til 6. apríl 2020. Engar athugasemdir bárust. Þá liggur fyrir umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra dags. 21.4.2020.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjörður samþykki tillöguna og feli skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu skv. 42. gr. Skipulagslaga nr.123/2010.

6.Fellstún 16 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2004183Vakta málsnúmer

Sunna Björk Björnsdóttir kt.311083-3929 og Jón Ölver Kristjánsson kt.170679-5209, leggja fram tillögu að staðsetningu og útliti einbýlishúss sem fyrirhugað er að byggja á lóðinni Fellstúni 16, á Sauðárkróki.
Skipulags- og byggingarnefnd synjar framkominni tillögu, þar sem grunnflötur hús fer 1,5m út fyrir bygginggarreit.




7.Gil (145930) í Borgarsveit - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 2004087Vakta málsnúmer

Ómar Jensson, sækir f.h. Gilsbúsins ehf. kt. 540502-5790 um leyfi til að stofna byggingareit fyrir íbúðarhúsi á jörðinni Gili, landnúmer 145930. Meðfylgjandi er hnitsettur afstöðuuppdráttur gerður af Bjarna Reykjalín kt. 070149-3469, dagsettur 15.08.2019. Fyrir liggur jákvæð umsögn Minjavarðar Norðurlands vestra dagsett 21.4.2020.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

8.Blöndulína 3. Tillaga að matsáæltun. Drög. 8.4.2020. (Landsnet)

Málsnúmer 2004200Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að matsáætlun fyrir Blöndulínu 3. (Drög)
Blöndulína 3 er matsskyld framkvæmd samkvæmt tölulið 3.08 í 1. viðauka laga nr. 106/2000 m.s.br. um mat á umhverfisáhrifum.
Kynnt eru drög að tillögu matsáætlunar, sem greinir frá áætlun Landsnets um hvernig ætlunin er að vinna umhverfismatið, t.d hvaða þætti umhverfisins er áætlað að rannsaka, hvernig og af hverjum. Þá greinir Landsnet frá því hvaða hugmyndir hafa komið fram um valkosti og rökstyður hverja þessara hugmynda ætlunin er að meta sem valkosti í umhverfismatinu. Á þessu stigi er því mikilvægt að fá ábendingar frá öllum aðilum sem láta sig málið varða um hvaða þætti beri að taka fyrir í mati á umhverfisáhrifum verkefnisins. Þar getur verið um að ræða ábendingar um aðra valkosti en hér eru kynntir en einnig upplýsingar um þætti í nærumhverfinu og umhverfisþætti sem talið er að fjalla þurfi um (sjá nánar í kafla 2.2). Mikilvægt er að ábendingar þessa efnis komi fram á þessu stigi, áður en ráðist er í rannsóknavinnu og frekari undirbúning matsins.
Tilgangur mats á umhverfisáhrifum Samkvæmt 1. gr. laga nr. 106/2000 er markmið og tilgangur mats á umhverfisáhrifum að:
- tryggja að áður en leyfi er veitt fyrir matsskyldri framkvæmd, hafi farið - fram mat á umhverfisáhrifum.
- draga eins og kostur er úr neikvæðum umhverfisáhrifum framkvæmdar.
- stuðla að samvinnu þeirra aðila sem hafa hagsmuna að gæta eða láta sig málið varða, og að kynna fyrir almenningi umhverfisáhrif framkvæmdarinnar og mótvægisaðgerðir vegna þeirra.
- og að gefa almenningi kost á að koma að athugasemdum og upplýsingum áður en álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar liggur fyrir.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir neðangreinda umsögn við drögum að matsáætlun vegna Blöndulínu 3.
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur farið yfir drög að matsáætlun vegna Blöndulínu. Sú yfirferð miðast fyrst og fremst við hvernig drögin samræmast aðalskipulagi sveitarfélagsins varðandi Blöndulínu 3. Þar er m.a. litið til valkosta, skilmála og nauðsynlegra rannsókna.
Valkostir
Almennt virðist valkostagreining falla að þeirri vinnu sem var unnin vegna aðalskipulagsbreytingar fyrir Blöndulínu 3. Sveitarfélagið afmarkaði legu Blöndulínu 3, með 3,8 km jarðstreng. Hluti af skilmálum var að í umhverfismati Blöndulínu yrði fjallað um valkosti sem taki a.m.k. til Efribyggðaleiðar, Héraðsvatnaleiðar og Kiðaskarðsleiðar.
Auk þess voru settir fram skilmálar að Rangárvallalína 1 og Blöndulína 2 færu í jörðu þegar framkvæmdum við Blöndulínu 3 er lokið. Í kafla 4.3.3 drögunum er fjallað um valkosti til mótvægis, sem snýr að Rangárvallalínu 1.
- Sveitarfélagið fer þess á leit við Landsnet að sambærilegur valkostur verði varðandi Blöndulínu 2 í umhverfismatinu.
Áherslur og rannsóknir í umhverfismati
Í aðalskipulagi sveitarfélagsins kemur fram sú krafa að umhverfismat Blöndulínu 3 fjalli m.a. um vistgerðir, óraskað land, votlendi, vatnsverndarsvæði og vatnsból, menningarminjar, áflugshættu, ræktað land, hljóðvist og heilsu, og áhrif þverunar raflínu á Svartá/Húseyjarkvísl.
- Drög að matsáætlun fjallar um alla ofangreinda þætti og er ekki gerð athugasemd á þessu stigi.
Verklag
- Í kafla 6.5.2 áhrif og athuganarsvæði efnistökustaða er óskað eftir því að Landsnet taki bæti við eftirfarandi (undirstrikað):
Efnistakan veldur beinu raski innan efnistökusvæðanna, og geta haft áhrif á gróður, jarðmyndanir og skert búsvæði fugla. Huga þarf einnig að mögulegum áhrifum á fornleifar, vatnsverndarsvæði, heitavatnsöflun og vatnalíf ef námur eru í ám.
Í aðalskipulagsvinnu sveitarfélagsins komu fram áhyggjur af mögulegum áhrifum framkvæmda á vatnsból og heitavatnsöflun. Sveitarfélagið setti það því sem skilmála fyrir framkvæmd að á framkvæmdatíma þurfi að huga að því að raska ekki vatnsbólum og heitavatnstöku bæja/búsetu.
- Sveitarfélagið vísar til kafla 9.1 í aðalskipulagi vegna Blöndulínu3, en sá kafli fjallar um skilmála sem gilda vegna efnistöku.
Almennar ábendingar
- Óskað er eftir því að í umfjöllun um efnistökusvæði verði einnig notuð þau heiti sem koma fram í aðalskipulagi vegna Blöndulínu 3. Megin tilgangur þess er að auðveldara verði að fara yfir og kanna samræmi við stefnumörkun sveitarfélagsins og skilmála vegna efnistökusvæða.
- Jafnframt vísar sveitarfélagið í kafla 12 í aðalskipulagsbreytingu vegna Blöndulínu 3, sem fjallar um mótvægisaðgerðir og vöktunaráætlun.

Álfhildur Leifsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun:
VG og óháð standa ekki að samþykkt fyrirliggjandi tillögu að matsáætlun vegna Blöndulínu 3 og vísa til fyrri bókanna er málið varða.

9.Glaumbær II lóð - Umsókn um nafnleyfi

Málsnúmer 2004175Vakta málsnúmer

Gísli Gunnarsson kt. 050157-4749 og Þuríður Kristjana Þorbergsdóttir kt. 181158-3799 skráðir eigendur lóðarinnar Glaumbær II L224804, óska eftir breyttri skráningu lóðarinnar, og að hún fái nýtt heiti, Glaumbær III.
Skipulags- byggingarnefnd samþykkir nýtt heiti lóðarinnar.

10.Þrasastaðir L146917. Umsókn um afmörkun byggingarreitar

Málsnúmer 2004007Vakta málsnúmer

Jón Elvar Númason kt.040573-3809 og Íris Jónsdóttir kt.230271-5189, þinglýstir eigendur Þrasastaða, landnr. 146917, óska eftir heimild til að stofna byggingarreit í landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti, gerður af Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni, dags. 13. mars 2020. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 772602.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið, með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjavarðar Norðurlands Vestra.

11.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 102

Málsnúmer 2004001FVakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 102. dags. 2.4.2020
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 102 Guðmundur Þór Guðmundsson kt. 200857-5269 sækir f.h. eiganda Safnahússins á Sauðárkróki um leyfi til að byggja sorpskýli á lóðinni Faxatorg L143322. Framlagðir uppdrættir gerðir á Veitu- og framkvæmdasviði af umsækjanda. Uppdrættir eru í verki 200120, númer A-01 til A-03, dagsettir 20. janúar 2020. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 102 Guðmundur Þór Guðmundsson sækir f.h. eiganda geymsluhúsnæðis að Borgarflöt 17D-17E og 19E um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi hússins. Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni kt. 120379-4029. Uppdrættir eru í verki 7794, númer A-100 til A-103, dagsettir 31. janúar 2020. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 102 Jóhann Gunnlaugsson kt. 110481-5439 og Kristinn T. Björgvinsson kt. 200380-4369 sækja um leyfi til að byggja parhús á lóðinni númer 3 við Melatún. Framlagðir uppdrættir gerðir af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni kt. 020884-3639. Uppdrættir er í verki 3073, númer A-101 til A-104, dagsettur 23. mars 2020. Byggingaráform samþykkt.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 102 Sigríður Ólafsdóttir kt. 020481-5879, eigandi einbýlishúss sem stendur á lóðinni nr. 14 við Nátthaga á Hólum í Hjaltadal, sækir um leyfi til að breyta útliti og innangerð hússins. Framlagður uppdráttur gerður af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni kt. 020884-3639. Uppdráttur er í verki 0022020, númer A-01, dagsettur 29. mars 2020. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 102 Guðmundur Þór Guðmundsson kt. 200857-5269 sækir f.h. eiganda Þangstaða L146738 á Hofsósi um leyfi að breyta útliti, innangerð og notkun hússins í vinnustofu/ endurnýtingarmiðstöð. Framlagðir uppdrættir gerðir á Veitu- og framkvæmdasviði af umsækjanda. Uppdrættir eru númer 1 og 2, dagsettir 30. mars 2020. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 102 Andri Þór Árnason kt. 080580-5179 sækir um leyfi til breyta útliti raðhúss sem stendur á lóðinni númer 2 við Raftahlíð. Breytingarnar varða nýjan glugga á suðurstafn hússins. Framlagðir uppdrættir gerðir af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni kt. 020884-3639. Uppdrættir er í verki 221-4, númer 1 til 3 dagsettir 23. febrúar 2020. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 102 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. mars 2020 frá sýslumannsembætti Norðurlands vestra, úr máli 2003274. Óskað er umsagnar um umsókn dagsetta 12.mars 2020 þar sem Gunnar Rögnvaldsson, kt. 031067-3919, Löngumýri, f.h. Löngumýrarskóla sækir um leyfi til að reka gististað í flokki II að Löngumýri. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

12.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 103

Málsnúmer 2004009FVakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr.103. dags. 16.4.2020
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 103 Guðmundur J. Sverrisson kt. 291066-3219 sækir f.h. Makita ehf. kt. 651017-1300 eiganda Brúarlands í Deildardal L146511 um leyfi til að byggja vélageymslu á jörðinni. Framlagður aðaluppdráttur gerður af Þorgeiri Þorgeirssyni kt. 260260-7749. Uppdráttur er í verki 05-001, númer A1-001, dagsettur í febrúar 2020. Byggingaráform samþykkt.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 103 Stefán Björnsson kt. 170753-2839 sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni Hvammur L229358. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Haraldi S. Árnasyni kt. 120149-2539. Uppdrættir í verki 20-303, númer 1302 og 1303, dagsettir 5. mars 2020. Byggingaráform samþykkt.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 103 Sæmundur Jónsson kt. 160191-3339 sækir um leyfi til að byggja íbúðarhús á lóðinni Fosshóll 1 L229259 í Sæmundarhlíð. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Plan-teiknistofu af Ragnari Má Ragnarssyni kt. 200373-5109. Uppdrættir númer 001 til 004, dagsettir 20. janúar 2020. Byggingaráform samþykkt.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 103 Jón Eyjólfur Jónsson kt. 020665-4839 sækir um leyfi til að einangra og klæða utan íbúðarhúsið á Bessastöðum L145967 í Sæmundarhlíð. Klæðningarefni Steni. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 103 Snæbjörn Hólm Guðmundsson kt. 100559-5959 sækir um og f.h. Blettar ehf. kt. 630304-3180, leyfi til að rífa geymslu og hlöðu, skráð mhl. 04 og 06 á jörðinni Hafgrímsstöðum L146169. Húsin sem um ræðir eru byggð árið 1960. Erindið samþykkt.

Fundi slitið - kl. 11:00.