Fara í efni

Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2020-2024

Málsnúmer 2004213

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 912. fundur - 29.04.2020

Lagður fram viðauki númer fjögur við fjárhagsáætlun ársins 2020. Viðaukinn gengur út á hækkun framkvæmdafjár til Hafnarsjóðs Skagafjarðar um 31,7 mkr. og hækkun á heimild eignasjóðs til að taka langtímalán að fjárhæð 32 mkr. Heildaráhrif á rekstur samstæðu sveitarfélagsins eru hækkun rekstrargjalda um 1,3 mkr. og lækkun á handbæru fé um 150 þkr.
Byggðarráð samþykkir að vísa viðaukanum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 398. fundur - 06.05.2020

Vísað frá 912. fundi byggðarráðs frá 29. apríl sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Lagður fram viðauki númer fjögur við fjárhagsáætlun ársins 2020. Viðaukinn gengur út á hækkun framkvæmdafjár til Hafnarsjóðs Skagafjarðar um 31,7 mkr. og hækkun á heimild eignasjóðs til að taka langtímalán að fjárhæð 32 mkr. Heildaráhrif á rekstur samstæðu sveitarfélagsins eru hækkun rekstrargjalda um 1,3 mkr. og lækkun á handbæru fé um 150 þkr.

Framlagður viðauki nr 4 við fjárhagsáætlun 2020-2024 borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.