Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
Dagskrá
1.Byggðarráð Skagafjarðar - 908
Málsnúmer 2003015FVakta málsnúmer
Fundargerð 908. fundar byggðarráðs frá 1. apríl 2020 lögð fram til afgreiðslu á 398. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 908 Erindið áður tekið fyrir á 907. fundi byggðarráðs þann 25. mars 2020.
Farið yfir málið og stöðuna í sveitarfélaginu. Bókun fundar Afgreiðsla 908. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 908 Málið áður á dagskrá 906. fundi byggðarráðs þann 18. mars 2020.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir að fulltrúar starfshóps um framtíðarstarfsemi Sólgarðaskóla og Íbúa- og átthagafélags Fljóta komi til viðræðu á næsta byggðarráðsfund í gegnum fjarfundarbúnað. Bókun fundar Afgreiðsla 908. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 908 Málið áður á dagskrá 902. fundar byggðarráðs þann 19. febrúar 2020.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 908. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 908 Lagt fram yfirlit yfir kostnað við snjómokstur í Sveitarfélaginu Skagafirði fyrir árið 2019 og janúar og febrúar árið 2020. Heildarkostnaður vegna ársins 2019 er 37.870 þús.kr. og vegna ársins 2020 er kostnaðurinn kominn í 27.752 þús.kr. sem er töluvert umfram fjárhagsáætlun ársins. Kostnaður vegna tímabilsins desember 2019 til febrúarloka 2020 er samtals 65.622 þús.kr.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að undirbúa gerð viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 908. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 908 Lagt fram til kynningar afrit af bréfi dagsettu 19. mars 2020 frá Markaðsstofum landshlutanna til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis varðandi tillögur um aðgerðir til stuðnings ferðaþjónustunni vegna COVID-19 heimsfaraldurs. Einnig lagt fram afrit af bréfi dagsettu 7. febrúar 2020 frá Markaðsstofu Norðurlands til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis varðandi stöðu ferðaþjónustunnar á Norðurlandi. Bókun fundar Afgreiðsla 908. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 908 Lögð fram til kynningar aðgerðaráætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna COVID-19, útgáfa 1, 16. mars 2020 ásamt 2. útgáfu á viðbragðsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar við heimsfaraldri af völdum COVID-19. Bókun fundar Afgreiðsla 908. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum.
2.Byggðarráð Skagafjarðar - 909
Málsnúmer 2004002FVakta málsnúmer
Fundargerð 909. fundar byggðarráðs frá 8. apríl 2020 lögð fram til afgreiðslu á 398. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 909 Málið áður á dagskrá 906. fundar byggðarráðs þann 18. mars 2020. Lagt fram bréf dagsett 28. febrúar 2020 frá Olíudreifingu ehf. þar sem óskað er leyfis til þess að fjarlægja fasteignir í birgðastöð félagsins við Eyrarveg á Sauðárkróki, olíugeyma, dæluhús og geymsluhúsnæði, fasteignarnúmer 2131421, matshlutar 01 til 07, ásamt eldsneytislögnum stöðvarinnar sem eru ofanjarðar. Allt lagnakerfið frá bryggju inn í stöð verður tæmt af eldsneyti og lagnirnar hreinsaðar. Hörður Gunnarsson frkv.stj., Gestur Guðjónsson og Grétar Mar Steinarsson af hálfu Olíudreifingar ehf. og Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi og Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi, tóku þátt í fundinum undir þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundabúnað.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna að málinu frekar og boðað verður til annars fundar eftir páska.
Bókun fundar Afgreiðsla 909. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 909 Málið síðast á dagskrá 908. fundar byggðarráðs þann 1. apríl 2020. Undir þessum dagskrárlið tóku fulltrúar starfshóps um framtíðarstarfsemi Sólgarðaskóla annars vegar og Íbúa- og átthagafélags Fljóta hins vegar, þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.
Byggðarráð samþykkiir að breyta fyrri ákvörðun um leigu á Sólgarðaskóla í skammtímaleigu og leigja húsnæðið ekki, heldur reyna að hraða eftir föngum breytingu á fasteigninni í hagkvæmt leiguhúsnæði. Jafnframt samþykkir byggðarráð að auglýsa eftir rekstraraðila að sundlauginni á Sólgörðum til langs tíma með þeim skilyrðum að sundlaugin verði opin almenningi með sambærilegum hætti og er í öðrum sundlaugum sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 909. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 909 Málið áður á dagskrá 907. fundar byggðarráðs þann 25. mars 2020. Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsti til sölu fasteign á lóð númer 70 við Sauðárhlíð á Sauðárkróki, fasteignanr. F2132646, landnr. 144009. Um er að ræða hlöðu sem byggð var árið 1959, u.þ.b. 80 m2 og stendur á 2400 m2 lóð. Ráðstöfun lóðar er bundin því skilyrði að hefðbundinn lóðarleigusamningur verði gerður til allt að 25 ára, sem taki m.a. mið af skilmálum sem komu fram í auglýsingu, skilmálum á heimasíðu sveitarfélagsins og/eða leiða af hugmyndum bjóðanda, sbr. síðargreind greinargerð. Takmörkuð mannvirki verða leyfð á lóðinni, lægri en núverandi hlaða, sem hæfi umhverfinu, skv. nánari skipulagsskilmálum. Heimilt verður að rífa hlöðu ef þurfa þykir.
Tilboðsgjafar tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað í sitt hvoru lagi. Fyrst Kristinn T. Björgvinsson og Sigurpáll Aðalsteinsson og síðan fulltrúar Sauðárkróksbakarís ehf. og gagns ehf., Róbert Óttarsson og Magnús Freyr Gíslason. Bókun fundar Afgreiðsla 909. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 909 Málið áður á dagskrá 902. fundar byggðarráðs þann 19. febrúar 2020.
Byggðarráð samþykkir að fasteignin verði ekki seld að svo stöddu.
Bókun fundar Afgreiðsla 909. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 909 Byggðarráð fjallaði um snjóalög og snjómokstur í sveitarfélaginu.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna þörf á auka snjómokstri í dreifbýli sveitarfélagsins, sambærilegt og gert var árið 2013 og í framhaldi senda erindi til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna kostnaðar sem sveitarfélagið hefur lagt út frá desember 2019 til vors 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 909. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 909 Málið áður á dagskrá 904. fundar byggðarráðs þann 4. mars 2020 og var þá vísað til umsagnar félags- og tómstundanefndar og fræðslunefndar. Félags- og tómstundanefnd og fræðslunefnd bókuðu svo á fundum sínum þann 27. mars 2020: "[...]nefnd fagnar þessu erindi og beinir því til byggðarráðs að fela fjölskyldusviði að undirbúa þátttöku í verkefninu ásamt því að greina það ítarlega með tilliti til þess hvað nú þegar er verið að gera í sveitarfélaginu sem fellur vel að inntaki þess og hvar þarf að bæta úr. Greiningunni fylgi tillaga að úrbótum."
Byggðarráð tekur undir bókanir nefndanna og samþykkir að vísa erindinu til sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 11 Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 909 Erindið rætt á fyrri fundum byggðarráðs.
Byggðarráð ræddi stöðu atvinnulífs í sveitarfélaginu og mögulegar aðgerðir. Bókun fundar Afgreiðsla 909. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 909 Lagt fram til kynningar bréf Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands til sveitarfélaga, dagsett 1. apríl 2020 varðandi íþróttahreyfinguna og COVID-19. Bókun fundar Afgreiðsla 909. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 909 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu/reikningsskila- og upplýsinganefnd, þar sem minnt er á yfirlýsingu frá ársreikningaskrá ríkisskattstjóra vegna áhrifa af COVID-19 frá 17. mars 2020, varðandi gerð ársreiknings fyrir árið 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 909. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 909 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 3. apríl 2020, varðandi framlengingu heilbrigðisráðherra á samkomubanni til 4. maí 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 909. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum.
3.Byggðarráð Skagafjarðar - 910
Málsnúmer 2004005FVakta málsnúmer
Fundargerð 910. fundar byggðarráðs frá 15. apríl 2020 lögð fram til afgreiðslu á 398. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 910 Erindið einnig rætt á fyrri fundum byggðarráðs.
Byggðarráð ræddi stöðu atvinnulífs í sveitarfélaginu og mögulegar aðgerðir. Bókun fundar Afgreiðsla 910. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 910 Málið áður á dagskrá 909. fundar byggðarráðs þann 8. apríl 2020.
Byggðarráð samþykkir að ganga til viðræðna við Sauðárkróksbakarí ehf. og gagn ehf. á grundvelli tilboðs þeirra.
Byggðarráð samþykkir einnig að fela sveitarstjóra að ræða við Sigurpál Aðalsteinsson og Kristinn T. Björgvinsson um möguleika á annarri lóð sem fallið getur að þeirra hugmyndum. Bókun fundar Afgreiðsla 910. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 910 Lagður fram tölvupóstur frá Þjóðskrá Íslands, dagsettur 3. apríl 2020. Þann 27. júní 2020 verður gengið til forsetakosninga og hefur Þjóðskrá Íslands hafið undibúning vegna kosninganna.
Byggðarráð samþykkir að kjörstaðir verði eftirtaldir í Sveitarfélaginu Skagafirði vegna forsetakosninganna:
Félagsheimilið Skagasel, FNV bóknámshús, Varmahlíðarskóli, Félagsheimilið Árgarður, Grunnskólinn Hólum Hjaltadal, Félagsheimilið Höfðaborg, Sólgarðaskóli í Fljótum og Heilbr.stofnun Norðurlands á Sauðárkróki.
Bókun fundar Afgreiðsla 910. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 910 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 7. apríl 2020 frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu til aðildarhafna Hafnasambands Íslands varðandi orkuskipti í höfnum. Sem liður í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er stefnt að orkuskiptum í höfnum og haftengdri starfsemi, þ.e. að tryggja innviðuppbyggingu sem stuðli að notkun endurnýjanlegra orkugjafa í stað jarðefnaeldsneytis. Óskað er eftir upplýsingum um verkefni í undirbúningi sem að stuðla að orkuskiptum í viðkomandi höfn á næstu árum.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar. Bókun fundar Afgreiðsla 910. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 910 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 7. apríl 2020 frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, þar sem kynnt er að mikil óvissa ríkir um áætlaðar tekjur Jöfnunarsjóðs á árinu 2020 verður að framkvæma nýja greiðsluáætlun vegna framlaga ársins 2020. Ljóst er að tekjur sjóðsins muni lækka nokkuð í ár miðað við fyrri spár. Bókun fundar Afgreiðsla 910. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum.
4.Byggðarráð Skagafjarðar - 911
Málsnúmer 2004010FVakta málsnúmer
Fundargerð 911. fundar byggðarráðs frá 22. apríl 2020 lögð fram til afgreiðslu á 398. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 911 Erindið einnig rætt á fyrri fundum byggðarráðs.
Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir kom á fund byggðarráðs undir þessum dagskrárlið til viðræðu.
Byggðarráð samþykkir að setja á fót starfshóp undir forystu Dr. Hólmfríðar Sveinsdóttur, sem hefur það að markmiði kortleggja möguleika sveitarfélagsins til eflingar nýsköpunar á svæðinu. Bókun fundar Afgreiðsla 911. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 911 Lögð fram til kynningar 2. útg. af Húsnæðisáætlun 2020-2024 fyrir Sveitarafélagið Skagafjörð sem unnin var af VSÓ ráðgjöf. Bókun fundar Afgreiðsla 911. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 911 Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa eftir umsóknum um stofnframlög til byggingar leiguhúsnæðis á almennum markaði. Bókun fundar Afgreiðsla 911. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 911 Lagt fram bréf frá Æskulýðssambandi Þjóðkirkjunnar dagsett 24. febrúar 2020, þar sem greint er frá því að stefnt er að því að halda Landsmót Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar 2020 á Norðurlandi í lok október n.k. Óskað er eftir að halda landsmótið á Sauðárkróki og fá styrk frá sveitarfélaginu í formi gistiaðstöðu í Árskóla, notkun íþróttahúss og sundlaugar.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umsagnar félags- og tómstundanefndar og fræðslunefndar. Bókun fundar Afgreiðsla 911. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 911 Lagt fram bréf dagsett 8. apríl 2020 frá Drangey, Smábátafélagi Skagafjarðar þar sem félagið óskar eftir stuðningi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar við tillögur sem Landssamband smábátaeigenda sendi sjávarútvegsráðherra í mars s.l. um að hann beiti sér fyrir breytingu á lögum um stjórn fiskveiða sem lúti að ákvæði um strandveiðar. Beiðnin er meðal annars tilkomin vegna áhrifa af COVID-19.
Byggðarráð tekur undir með félaginu og styður við tillögur sem Landssamband smábátaeigenda sendi sjávarútvegsráðherra í mars s.l. Bókun fundar Afgreiðsla 911. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 911 Byggðarráð vill benda á hróplegt ósamræmi í úthlutunum Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða á árinu 2020. Verkefni í landshlutanum hafa fengið takmarkaða styrki úr sjóðnum. Það er ekki hægt að una við að svæðinu sé haldið á ís þegar kemur að uppbyggingu ferðamannastaða. Byggðarráð brýnir stjórnvöld til að horfa til svæðisins varðandi framtíðarúthlutanir úr sjóðnum. Bókun fundar Afgreiðsla 911. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 911 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 17. apríl 2020, þar sem mennta- og menningarmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 85/2020, "Reglugerð um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi". Umsagnarfrestur er til og með 01.05. 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 911. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 911 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 17. apríl 2020 frá Markaðsstofu Norðurlands. Ferðamálastofa mun nú á vordögum setja í gang átak til að hvetja Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar og kaupa vörur og þjónustu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Auglýsingastofan Brandenburg sér um þróun átaksins og er efni þess hugsað þannig að það nýtist fyrir alla landshluta og að ferðaþjónustufyrirtæki og fleiri geti nýtt það í sínu eigin markaðsefni. Markaðsstofa Norðurlands mun taka þátt í átakinu en hefur reyndar þegar farið af stað með vinnu við að uppfæra allt efni á íslensku og þýða það efni sem ekki var til. Bókun fundar Afgreiðsla 911. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 911 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsettur 6. apríl 2020 varðandi gerð viðauka við fjárhagsáætlun ársins. Bókun fundar Afgreiðsla 911. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum.
5.Byggðarráð Skagafjarðar - 912
Málsnúmer 2004014FVakta málsnúmer
Fundargerð 912. fundar byggðarráðs frá 29. apríl 2020 lögð fram til afgreiðslu á 398. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 912 Erindið einnig rætt á fyrri fundum byggðarráðs. Farið yfir stöðu mála. Bókun fundar Afgreiðsla 912. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 912 Lagður fram ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana fyrir árið 2019. Kristján Jónasson lögg. endurskoðandi hjá KPMG ehf. fór yfir og kynnti ársreikninginn fyrir fundarmönnum. Undir þessum dagskrárlið sat Ásta Ólöf Jónsdóttir aðalbókari fundinn. Sveitarstjórnarfulltrúarnir Álfhildur Leifsdóttir, Jóhanna Ey Harðardóttir, Inga Huld Þórðardóttir og Axel Kárason tóku þátt í fundinum undir þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundarbúnað.
Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 15 Ársreikningur 2019 - Sveitarfélagið Skagafjörður. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 912 Lagt fram fjárfestingaryfirlit ársins 2019.
Byggðarráð samþykkir að yfirlitinu verði vísað til sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 12 Fjárfestingar á árinu 2019 - upplýsingagjöf. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 912 Lagður fram viðauki númer fjögur við fjárhagsáætlun ársins 2020. Viðaukinn gengur út á hækkun framkvæmdafjár til Hafnarsjóðs Skagafjarðar um 31,7 mkr. og hækkun á heimild eignasjóðs til að taka langtímalán að fjárhæð 32 mkr. Heildaráhrif á rekstur samstæðu sveitarfélagsins eru hækkun rekstrargjalda um 1,3 mkr. og lækkun á handbæru fé um 150 þkr.
Byggðarráð samþykkir að vísa viðaukanum til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 13 Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2020-2024. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 912 Lögð fram 2. útg. af Húsnæðisáætlun 2020-2024 fyrir Sveitarafélagið Skagafjörð sem unnin var af VSÓ ráðgjöf. Bókun fundar Afgreiðsla 912. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 912 Bjarni Jónsson (Vg og óháð) óskar eftir að fá upplýsingar um stöðu fráveituframkvæmda að Hólum í Hjaltadal.
Málið rætt og farið yfir minnisblað frá Eflu verkfræðistofu sem og næstu skref í málinu. Byggðarráð ítrekar mikilvægi þess að framkvæmdin verði kláruð og mun eiga samtal við mennta- og menningarráðuneytið þar sem verkefnið er á þeirra ábyrgð. Bókun fundar Afgreiðsla 912. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 912 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 912. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum.
- 5.8 2004209 Umsagnarbeiðni; frumvarp til laga um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitniByggðarráð Skagafjarðar - 912 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. apríl 2020 þar sem allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021-2025, 643. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 912. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 912 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 24. apríl 2020 þar sem mennta- og menningarmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 89/2020, "Drög að reglugerð um undanþágunefnd kennara". Umsagnarfrestur er til og með 08.05.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 912. fundar byggðarráðs staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum.
6.Fræðslunefnd - 154
Málsnúmer 2004004FVakta málsnúmer
Fundargerð 154. fundar fræðslunefndar frá 15. apríl 2020 lögð fram til afgreiðslu á 398. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Axel Kárson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson, Ólafur Bjarni Haraldsson, Axel Kárson, Stefán Vagn Steánsson, Álfhildur Leifsdóttir, Bjarni Jónsson, Stefán Vagn Stfánsson og Ólafur Bjarni Haraldsson kvöddu sér hljóðs.
-
Fræðslunefnd - 154 Á fundi nefndarinnar þann 30. janúar s.l. var ákveðið að bjóða framleiðslu hádegisverðar fyrir Ársali og Árskóla út í einu lagi til þriggja ára. Í bókun sinni lagði nefndin áherslu á ákveðna þætti í útboðslýsingu sem varða uppruna hráefnis, heilnæmi þess, vistspor framleiðslunnar og fleira. Útboðslýsing liggur nú fyrir og hefur fyrirtækið Consensa annast gerð útboðslýsingar. Útboðið verður auglýst í samræmi við lög um opinber innkaup nr. 120/2016 með síðari breytingum. Í 7. kafla útboðslýsingar eru kröfur verkkaupa settar fram og eru þær í samræmi við óskir nefndarinnar frá 30. janúar s.l. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti útboðslýsinguna og felur sviðstjóra að koma henni í auglýsingu. Bókun fundar Afgreiðsla 154. fundar fræðslunefndar staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með sjö atkvæðum. Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir óska bókað að þau sitji hjá.
-
Fræðslunefnd - 154 Á síðasta fundi fræðslunefndar þann 27. mars s.l. óskaði Auður Björk Birgisdóttir, áheyrnarfulltrúi VG og óháðra, eftir svörum við spurningum er varða yfirstandandi stöðumat á innleiðingu upplýsingatækni í grunnskólum. Fyrirspurnin er í fjórum liðum. Svar við þeim fylgir með í gögnum fundarins.
Í svarinu kemur einnig fram að stöðuskýrslu um innleiðinguna er að vænta í byrjun maí og verður hún kynnt á fundum skólastjóra og fræðslunefndar.
Auður Björk Birgisdóttir áheyrnarfulltrúi VG og óháðra óskar bókað.
Svörin verða yfirfarin og möguleg viðbrögð við þeim. Við fyrstu sýn virðast þessi svör ófullnægjandi.
Bókun fundar Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun.
Eftir að umrætt stöðumat var framkvæmt í desember á síðasta ári hefur skert skólahald af völdum covid staðið yfir í skólum Skagafjarðar síðastliðnar vikur. Skipti þar tæknivæðing skólanna og þjálfun kennara gríðarlegu máli svo hægt væri að halda úti fjarnámi þar sem þess þurfti. Er að okkar mati full ástæða til að taka stöðumat hvað varðar tæknivæðingu skólanna aftur þar sem þær upplýsingar sem safnað var í desember síðastliðnum eru að okkar mati að mörgu leiti ekki marktækar og gefa ekki glöggva mynd af stöðunni í dag. Þá er lögð áhersla á mikilvægi faglegar meðferðar innan fræðslunefndar áður en nýtt mat verður lagt fyrir.
Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum
Stefán Vagn Stefánsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Á fundi fræðslunefndar þann 15. apríl sl. tók fræðslunefnd fyrir fyrirspurn frá fulltrúa VG og óháðra vegna könnunar á stöðu tækniinnleiðingar í grunnskólum Skagafjarðar. Fyrirspurnin var í fjórum liðum. Starfsmenn fræðsluþjónustu lögðu fram svör við fyrirspurninni. Svörin eru ítarleg og því þótti ekki tækt að bóka þau í fundargerðina sjálfa, heldur fylgdu svörin með sem fylgigagn. Þau fylgja einnig með í fundagátt sveitarstjórnar. Ekki verður betur séð en að svör starfsmanna séu vel unnin og skilmerkileg. Meirihluti sveitarstjórnar fagnar því að áhugi sé á að fylgja eftir könnun á stöðu tækniinnleiðingar í grunnskólum Skagafjarðar og hún verði framkvæmd með reglubundnum hætti þannig að Skagafjörður hafi metnað til að verða áfram í fremstu röð á þessu sviði.
Stefán Vagn Stefánsson, Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Axel Kárason, Gísli Sigurðsson og Regína Valdimarsdóttir
Afgreiðsla 154. fundar fræðslunefndar staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 154 Með hliðsjón af Covid-19 faraldrinum þykir óhjákvæmilegt að breyta skóladagatölum leikskóla sbr. meðfylgjandi óskir. Um er að ræða tilfærslur á skipulagsdögum í Birkilundi og Tröllaborg. Í Ársölum er óskað eftir tilfærslu á einum skipulagsdegi og jafnframt er óskað eftir því að skólinn verði lokaður þriðjudaginn 2. júní vegna starfsmannafunda. Fræðslunefnd samþykkir tillögu leikskólastjóra að breytingum á leikskóladagatölum. Bókun fundar Afgreiðsla 154. fundar fræðslunefndar staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum.
7.Skipulags- og byggingarnefnd - 369
Málsnúmer 2004012FVakta málsnúmer
Fundargerð 369. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 28. apríl 2020 lögð fram til afgreiðslu á 398. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi varaforseta, kynnti fundargerð. Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 369 Lögð er fram umsókn Kára Björns Þorsteinssonar, kt.141174-5769, og Sigríðar Ellenar Arnardóttur, kt.090179-4119, þinglýstra eiganda Móbergs, landnúmer 229512 þar sem óskað er eftir heimild skipulags-og byggingarnefndar til að stofna 10.393 m² byggingarreit, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 782606 útg. 8.apríl 2020. Afstöðuppdráttur unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Um er að ræða byggingarreit fyrir einbýlishús með bílskúr, að hámarki 330 m² að stærð. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir Vegagerðarinnar vegna vegtengingar dags.19.2.2020 og Minjavarðar Norðurlands vestra dagsett 21.4.2020.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir stofnun 10.393 m2 byggingarreits í landi Móbergs L229512, í samræmi við framlögð gögn.
Bókun fundar Afgreiðsla 369. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 369 Lögð fram til kynningar Bráðabirgðayfirlit Vatnaáætlunar Umhverfisstofnunar, um stjórn vatnamála á Íslandi.
"Lög um stjórn vatnamála tóku gildi 19. apríl 2011 og með þeim var innleidd í íslenskan rétt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2000/60/EB um aðgerðaramma um stefnu í vatnamálum, svokölluð vatnatilskipun. Yfirliti þessu er ætlað að gefa innsýn í stöðu innleiðingar á lögunum og þeirri vinnu sem fram undan er í málaflokknum, en umfangsmikil vinna hefur farið fram á síðustu árum. Markmið laga um stjórn vatnamála er líkt og tilskipunarinnar að vernda vatn og vistkerfi þess, hindra frekari rýrnun vatnsgæða og bæta ástand vatnavistkerfa, votlendis og vistkerfa sem eru háð vatni, til að stuðla að því að vatn njóti heildstæðrar verndar. Til að ná fram markmiðum laganna skal vinna vatnaáætlun, aðgerðaáætlun og vöktunaráætlun. Umhverfisstofnun annast stjórnsýslu á sviði vatnsverndar og á því að samræma og útbúa tillögu að vatnaáætlun. Öll sú vinna er unnin í samvinnu við þá aðila sem að stjórn vatnamála koma enda mikilvægt að fagleg þekking og sjónarmið sem flestra komi sem fyrst inn í vinnuna. Auk þess verður víðtækt samráð við hagsmunaaðila og almenning, m.a. í gegnum ráð og nefndir sem starfræktar eru í tengslum við lögin og með opinberri kynningu á tillögu áætlunarinnar. Gert er ráð fyrir að fyrsta vatnáætlun Íslands taki gildi árið 2022, en þá eru flest lönd Evrópu að skila sinni þriðju vatnaáætlun. Til að ná því markmiði hefur verið unnin stíf forgangsröðun verkefna. Samráð og samtal við almenning, sveitarfélög og hagsmunaaðila er afar mikilvægt þegar horft er til umfangs og stefnumörkunar sem mun koma fram í vatnaáætlun. Staðbundin þekking á álagi og gæðum vatns þarf að geta skilað sér með auðveldum hætti til stjórnvalda sem geta gripið til aðgerða. Bráðabirgðayfirlit þetta er því gefið út til að upplýsa almenning og hagsmunaaðila um stöðu verkefnisins og tækifæri gefið til að koma með ábendingar og athugasemdir á þessum stað í ferlinu. Að auki verða drög að vatnaáætlun auglýst til kynningar í sex mánuði árið 2021".
Bókun fundar Afgreiðsla 369. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 369 Björn Eyþórsson f.h. Háskólans á Hólum leggur fram umsókn um staðfestingu Skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjörður, á hnitasettum uppdrætti sem sýnir afmörkun parhúsalóðanna Brúsabyggð 12, L146456 og Brúsabyggð 14, L146457, á Hólum í Hjaltadal. Fyrir liggja gögn dags. 11.3.2020, unnin af Birni Magnúsi Árnassyni, hjá Stoð ehf. Verkfræðistofu.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 369. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 369 Friðrik Rúnar Friðriksson kt 141156-5009 sækir um leyfi til að leggja hitavatnslögn frá borholu í landi Laugarbóls, landnr. 146191 að tengiskúr við sundlaug í landi Laugarhvamms, landnr. 146196. Lögð er fram breytt tillaga að lagnaleið miðað við fyrri samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 24. október 2018. Tillaga fyrir fyrir nýja lagnaleið nú, er að lögn verði færð austan Merkigarðsvegar, skv. meðfylgjandi gögnum frá Stoð ehf. Verkfræðistofu.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við nýja lagnleið, svo fremi að fyrir liggi samþykki landeigenda þeirra, sem lögnin snertir.
Óska skal að nýju eftir umsögn Minjastofnunar Íslands og Vegagerðarinnar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrirhugaða lagnaleið fyrir sitt leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 369. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 369 Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir skíðasvæðið í Tindastóli. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010, frá 20. nóvember 2019 og með athugasemdafresti til 8. janúar 2020. Tillagan var auglýst að nýju í Lögbirtingarblaði skv.43. gr. og 1. mgr. 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010, þann 21.febrúar 2020 með athugasemdafresti til 6. apríl 2020. Engar athugasemdir bárust. Þá liggur fyrir umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra dags. 21.4.2020.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjörður samþykki tillöguna og feli skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu skv. 42. gr. Skipulagslaga nr.123/2010. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 14 Skíðasvæðið í Tindastóli - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi. Samþykkt samhljóða.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 369 Sunna Björk Björnsdóttir kt.311083-3929 og Jón Ölver Kristjánsson kt.170679-5209, leggja fram tillögu að staðsetningu og útliti einbýlishúss sem fyrirhugað er að byggja á lóðinni Fellstúni 16, á Sauðárkróki.
Skipulags- og byggingarnefnd synjar framkominni tillögu, þar sem grunnflötur hús fer 1,5m út fyrir bygginggarreit.
Bókun fundar Afgreiðsla 369. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 369 Ómar Jensson, sækir f.h. Gilsbúsins ehf. kt. 540502-5790 um leyfi til að stofna byggingareit fyrir íbúðarhúsi á jörðinni Gili, landnúmer 145930. Meðfylgjandi er hnitsettur afstöðuuppdráttur gerður af Bjarna Reykjalín kt. 070149-3469, dagsettur 15.08.2019. Fyrir liggur jákvæð umsögn Minjavarðar Norðurlands vestra dagsett 21.4.2020.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 369. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 369 Lögð er fram tillaga að matsáætlun fyrir Blöndulínu 3. (Drög)
Blöndulína 3 er matsskyld framkvæmd samkvæmt tölulið 3.08 í 1. viðauka laga nr. 106/2000 m.s.br. um mat á umhverfisáhrifum.
Kynnt eru drög að tillögu matsáætlunar, sem greinir frá áætlun Landsnets um hvernig ætlunin er að vinna umhverfismatið, t.d hvaða þætti umhverfisins er áætlað að rannsaka, hvernig og af hverjum. Þá greinir Landsnet frá því hvaða hugmyndir hafa komið fram um valkosti og rökstyður hverja þessara hugmynda ætlunin er að meta sem valkosti í umhverfismatinu. Á þessu stigi er því mikilvægt að fá ábendingar frá öllum aðilum sem láta sig málið varða um hvaða þætti beri að taka fyrir í mati á umhverfisáhrifum verkefnisins. Þar getur verið um að ræða ábendingar um aðra valkosti en hér eru kynntir en einnig upplýsingar um þætti í nærumhverfinu og umhverfisþætti sem talið er að fjalla þurfi um (sjá nánar í kafla 2.2). Mikilvægt er að ábendingar þessa efnis komi fram á þessu stigi, áður en ráðist er í rannsóknavinnu og frekari undirbúning matsins.
Tilgangur mats á umhverfisáhrifum Samkvæmt 1. gr. laga nr. 106/2000 er markmið og tilgangur mats á umhverfisáhrifum að:
- tryggja að áður en leyfi er veitt fyrir matsskyldri framkvæmd, hafi farið - fram mat á umhverfisáhrifum.
- draga eins og kostur er úr neikvæðum umhverfisáhrifum framkvæmdar.
- stuðla að samvinnu þeirra aðila sem hafa hagsmuna að gæta eða láta sig málið varða, og að kynna fyrir almenningi umhverfisáhrif framkvæmdarinnar og mótvægisaðgerðir vegna þeirra.
- og að gefa almenningi kost á að koma að athugasemdum og upplýsingum áður en álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar liggur fyrir.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir neðangreinda umsögn við drögum að matsáætlun vegna Blöndulínu 3.
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur farið yfir drög að matsáætlun vegna Blöndulínu. Sú yfirferð miðast fyrst og fremst við hvernig drögin samræmast aðalskipulagi sveitarfélagsins varðandi Blöndulínu 3. Þar er m.a. litið til valkosta, skilmála og nauðsynlegra rannsókna.
Valkostir
Almennt virðist valkostagreining falla að þeirri vinnu sem var unnin vegna aðalskipulagsbreytingar fyrir Blöndulínu 3. Sveitarfélagið afmarkaði legu Blöndulínu 3, með 3,8 km jarðstreng. Hluti af skilmálum var að í umhverfismati Blöndulínu yrði fjallað um valkosti sem taki a.m.k. til Efribyggðaleiðar, Héraðsvatnaleiðar og Kiðaskarðsleiðar.
Auk þess voru settir fram skilmálar að Rangárvallalína 1 og Blöndulína 2 færu í jörðu þegar framkvæmdum við Blöndulínu 3 er lokið. Í kafla 4.3.3 drögunum er fjallað um valkosti til mótvægis, sem snýr að Rangárvallalínu 1.
- Sveitarfélagið fer þess á leit við Landsnet að sambærilegur valkostur verði varðandi Blöndulínu 2 í umhverfismatinu.
Áherslur og rannsóknir í umhverfismati
Í aðalskipulagi sveitarfélagsins kemur fram sú krafa að umhverfismat Blöndulínu 3 fjalli m.a. um vistgerðir, óraskað land, votlendi, vatnsverndarsvæði og vatnsból, menningarminjar, áflugshættu, ræktað land, hljóðvist og heilsu, og áhrif þverunar raflínu á Svartá/Húseyjarkvísl.
- Drög að matsáætlun fjallar um alla ofangreinda þætti og er ekki gerð athugasemd á þessu stigi.
Verklag
- Í kafla 6.5.2 áhrif og athuganarsvæði efnistökustaða er óskað eftir því að Landsnet taki bæti við eftirfarandi (undirstrikað):
Efnistakan veldur beinu raski innan efnistökusvæðanna, og geta haft áhrif á gróður, jarðmyndanir og skert búsvæði fugla. Huga þarf einnig að mögulegum áhrifum á fornleifar, vatnsverndarsvæði, heitavatnsöflun og vatnalíf ef námur eru í ám.
Í aðalskipulagsvinnu sveitarfélagsins komu fram áhyggjur af mögulegum áhrifum framkvæmda á vatnsból og heitavatnsöflun. Sveitarfélagið setti það því sem skilmála fyrir framkvæmd að á framkvæmdatíma þurfi að huga að því að raska ekki vatnsbólum og heitavatnstöku bæja/búsetu.
- Sveitarfélagið vísar til kafla 9.1 í aðalskipulagi vegna Blöndulínu3, en sá kafli fjallar um skilmála sem gilda vegna efnistöku.
Almennar ábendingar
- Óskað er eftir því að í umfjöllun um efnistökusvæði verði einnig notuð þau heiti sem koma fram í aðalskipulagi vegna Blöndulínu 3. Megin tilgangur þess er að auðveldara verði að fara yfir og kanna samræmi við stefnumörkun sveitarfélagsins og skilmála vegna efnistökusvæða.
- Jafnframt vísar sveitarfélagið í kafla 12 í aðalskipulagsbreytingu vegna Blöndulínu 3, sem fjallar um mótvægisaðgerðir og vöktunaráætlun.
Álfhildur Leifsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun:
VG og óháð standa ekki að samþykkt fyrirliggjandi tillögu að matsáætlun vegna Blöndulínu 3 og vísa til fyrri bókanna er málið varða.
Bókun fundar Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér hljóðs og ítrekar bókun frá fundi skipulags- og byggingarnefndar um að VG og óháð standa ekki að samþykkt fyrirliggjandi tillögu að matsáætlun vegna Blöndulínu 3 og vísa til fyrri bókanna er málið varða.
Afgreiðsla 369. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með sjö atkvæðum. Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir óska bókað að þau sitji hjá. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 369 Gísli Gunnarsson kt. 050157-4749 og Þuríður Kristjana Þorbergsdóttir kt. 181158-3799 skráðir eigendur lóðarinnar Glaumbær II L224804, óska eftir breyttri skráningu lóðarinnar, og að hún fái nýtt heiti, Glaumbær III.
Skipulags- byggingarnefnd samþykkir nýtt heiti lóðarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 369. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 369 Jón Elvar Númason kt.040573-3809 og Íris Jónsdóttir kt.230271-5189, þinglýstir eigendur Þrasastaða, landnr. 146917, óska eftir heimild til að stofna byggingarreit í landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti, gerður af Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni, dags. 13. mars 2020. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 772602.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið, með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjavarðar Norðurlands Vestra. Bókun fundar Afgreiðsla 369. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 369 Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 102. dags. 2.4.2020 Bókun fundar Afgreiðsla 369. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 369 Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr.103. dags. 16.4.2020 Bókun fundar Afgreiðsla 369. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum.
8.Umhverfis- og samgöngunefnd - 168
Málsnúmer 2004015FVakta málsnúmer
Fundargerð 168. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 29. apríl 2020 lögð fram til afgreiðslu á 398. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Ingibjörg Huld Þórðardóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 168 Farið var yfir lista með umhverfistengdum verkefnum fyrir 2020 og stöðu þeirra. Unnið verður áfram með listann. Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 168 Lagðar voru fyrir hugmyndir um fegrun á iðnaðarsvæðum á Sauðárkróki. Samþykkt var að efla til umhverfisátaks á svæðinu. Sigurjón heilbrigðisfulltrúi sat þennan lið fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 168 Rætt var um framkvæmd umhverfisdaga 2020. Sigfús Ólafur Guðmundsson, verkefnastjóri, atv. og menningarmála sat fundinn undir þessum lið. Ákveðið er að hafa umhverfisdagana 15.-16. maí 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum.
9.Veitunefnd - 67
Málsnúmer 2004008FVakta málsnúmer
Fundargerð 67. fundar veitunefndar frá 16. Aprí. 2020 lögð fram til afgreiðslu á 398. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Veitunefnd - 67 Rætt var um útboð vegna hitaveitu og lagningu ljósleiðara frá Sauðárkróki að Hellulandi í Hegranesi ásamt tengingu notenda á þeirri leið.
Nefndin felur sviðsstjóra að bjóða verkið út í lokuðu útboði.
Bókun fundar Afgreiðsla 67. fundar veitunefndar staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 67 Kynntar hugmyndir um lagningu nýrrar kaldavatnslagnar á milli vatnssöfnunartanks að kaldavatnsstofni á Eyri.
Nefndin felur sviðsstjóra að láta hanna verkið og kostnaðargreina. Bókun fundar Afgreiðsla 67. fundar veitunefndar staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 níu atkvæðum.
10.Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 24
Málsnúmer 2004011FVakta málsnúmer
Fundargerð 24. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks frá 22. apríl 2020 lögð fram til afgreiðslu á 398. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 24 Ingvar Páll Ingvarsson fór yfir stöðu framkvæmda við Sundlaug Sauðárkróks. Bókun fundar Fundargerð 24. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 24 Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks samþykkir að hafin verði fullnaðarhönnun sem byggð er á þeim drögum sem lögð voru fyrir fundinn. Byggingarnefndin samþykkir einnig að fela Ingvari Páli Ingvarssyni að rýna kostnaðaráætlun framkvæmdarinnar og leggja síðan fyrir nefndina. Byggingarnefndin leggur áherslu á að hægt verði að hefja framkvæmdir á haustdögum. Bókun fundar Fundargerð 24. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks staðfest á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020 með níu atkvæðum.
11.Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
Málsnúmer 2002253Vakta málsnúmer
Vísað frá 909. fundi byggðarráðs frá 8. apríl til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Málið áður á dagskrá 904. fundar byggðarráðs þann 4. mars 2020 og var þá vísað til umsagnar félags- og tómstundanefndar og fræðslunefndar. Félags- og tómstundanefnd og fræðslunefnd bókuðu svo á fundum sínum þann 27. mars 2020: "[...]nefnd fagnar þessu erindi og beinir því til byggðarráðs að fela fjölskyldusviði að undirbúa þátttöku í verkefninu ásamt því að greina það ítarlega með tilliti til þess hvað nú þegar er verið að gera í sveitarfélaginu sem fellur vel að inntaki þess og hvar þarf að bæta úr. Greiningunni fylgi tillaga að úrbótum." Byggðarráð tekur undir bókanir nefndanna og samþykkir að vísa erindinu til sveitarstjórnar."
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
"Málið áður á dagskrá 904. fundar byggðarráðs þann 4. mars 2020 og var þá vísað til umsagnar félags- og tómstundanefndar og fræðslunefndar. Félags- og tómstundanefnd og fræðslunefnd bókuðu svo á fundum sínum þann 27. mars 2020: "[...]nefnd fagnar þessu erindi og beinir því til byggðarráðs að fela fjölskyldusviði að undirbúa þátttöku í verkefninu ásamt því að greina það ítarlega með tilliti til þess hvað nú þegar er verið að gera í sveitarfélaginu sem fellur vel að inntaki þess og hvar þarf að bæta úr. Greiningunni fylgi tillaga að úrbótum." Byggðarráð tekur undir bókanir nefndanna og samþykkir að vísa erindinu til sveitarstjórnar."
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
12.Fjárfestingar á árinu 2019 - upplýsingagjöf
Málsnúmer 1907038Vakta málsnúmer
Vísað frá 912.fundi byggðarráðs frá 29. apríl sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þanngi bókað:
"Lagt fram fjárfestingaryfirlit ársins 2019. Byggðarráð samþykkir að yfirlitinu verði vísað til sveitarstjórnar."
Yfirlitið borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
"Lagt fram fjárfestingaryfirlit ársins 2019. Byggðarráð samþykkir að yfirlitinu verði vísað til sveitarstjórnar."
Yfirlitið borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
13.Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2020-2024
Málsnúmer 2004213Vakta málsnúmer
Vísað frá 912. fundi byggðarráðs frá 29. apríl sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lagður fram viðauki númer fjögur við fjárhagsáætlun ársins 2020. Viðaukinn gengur út á hækkun framkvæmdafjár til Hafnarsjóðs Skagafjarðar um 31,7 mkr. og hækkun á heimild eignasjóðs til að taka langtímalán að fjárhæð 32 mkr. Heildaráhrif á rekstur samstæðu sveitarfélagsins eru hækkun rekstrargjalda um 1,3 mkr. og lækkun á handbæru fé um 150 þkr.
Framlagður viðauki nr 4 við fjárhagsáætlun 2020-2024 borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.
Lagður fram viðauki númer fjögur við fjárhagsáætlun ársins 2020. Viðaukinn gengur út á hækkun framkvæmdafjár til Hafnarsjóðs Skagafjarðar um 31,7 mkr. og hækkun á heimild eignasjóðs til að taka langtímalán að fjárhæð 32 mkr. Heildaráhrif á rekstur samstæðu sveitarfélagsins eru hækkun rekstrargjalda um 1,3 mkr. og lækkun á handbæru fé um 150 þkr.
Framlagður viðauki nr 4 við fjárhagsáætlun 2020-2024 borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.
14.Skíðasvæðið í Tindastóli - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi.
Málsnúmer 1910010Vakta málsnúmer
Vísað frá 369.fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 28. apríl þannig bókað:
"Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir skíðasvæðið í Tindastóli. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010, frá 20. nóvember 2019 og með athugasemdafresti til 8. janúar 2020. Tillagan var auglýst að nýju í Lögbirtingarblaði skv.43. gr. og 1. mgr. 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010, þann 21.febrúar 2020 með athugasemdafresti til 6. apríl 2020. Engar athugasemdir bárust. Þá liggur fyrir umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra dags. 21.4.2020. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjörður samþykki tillöguna og feli skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu skv. 42. gr. Skipulagslaga nr.123/2010."
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir skíðasvæðið í Tindastóli, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar, og samþykkt með níu atkvæðum.
Jafnfram felur sveitarstjórn skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu skv. 42. gr. Skipulagslaga nr.123/2010.
"Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir skíðasvæðið í Tindastóli. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010, frá 20. nóvember 2019 og með athugasemdafresti til 8. janúar 2020. Tillagan var auglýst að nýju í Lögbirtingarblaði skv.43. gr. og 1. mgr. 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010, þann 21.febrúar 2020 með athugasemdafresti til 6. apríl 2020. Engar athugasemdir bárust. Þá liggur fyrir umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra dags. 21.4.2020. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjörður samþykki tillöguna og feli skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu skv. 42. gr. Skipulagslaga nr.123/2010."
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir skíðasvæðið í Tindastóli, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar, og samþykkt með níu atkvæðum.
Jafnfram felur sveitarstjórn skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu skv. 42. gr. Skipulagslaga nr.123/2010.
15.Ársreikningur 2019 - Sveitarfélagið Skagafjörður
Málsnúmer 2004193Vakta málsnúmer
Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri kynnti ásreikninginginn.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2019 er hér lagður fram til fyrri umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A- og B-hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf. og Eyvindarstaðaheiði ehf.
Rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar námu á árinu 5.977 millj. króna af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 5.119 millj. króna. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 5.250 millj. króna, þar af A-hluti 4.660 millj. króna. Rekstrarhagnaður A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 728 millj. króna, þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð fyrir afskriftir og fjármagnsliði um 459 millj. króna. Afskriftir eru samtals 234 millj. króna, þar af 139 millj. króna hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals um 262 millj. króna, þ.a. eru 205 millj. króna fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarhagnaður A- og B-hluta á árinu 2019 er 231 millj. króna og rekstrarafgangur A-hluta er er jákvæður um 115 millj. króna.
Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar A- og B-hluta voru í árslok samtals 10.102 millj. króna, þar af voru eignir A-hluta 8.040 millj. króna. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2019 samtals 6.999 millj. króna, þar af hjá A-hluta 6.205 millj. króna. Langtímaskuldir námu alls 4.577 millj. króna hjá A- og B-hluta auk 401 millj. króna næsta árs afborgana. Eigið fé nam 3.103 millj. króna hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 30,7%. Lífeyrisskuldbindingar nema 1.196 millj. króna í árslok.
Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nam 667 millj. króna, þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 420 millj. króna. Handbært fé frá rekstri A- og B-hluta er 424 millj. króna. Fjárfestingahreyfingar samstæðunnar námu á árinu 2019, 563 millj. króna, þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 578 millj. króna. Afborganir langtímalána og skuldbreytinga námu 423 millj. króna. Handbært fé nam 120 millj. króna í árslok. Tekin ný langtímalán voru að fjárhæð 422,5 millj. króna.
Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga sem og tekjur og skuldir veitna og langtímakröfu vegna Brúar lífeyrissjóðs. Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2019, 117,1% án þess að dreginn sé frá sá hluti af heildarskuldum sem heimilað er í lögum og reglugerð. Skuldaviðmið er 88,2% þegar búið er að draga frá það sem heimilað er vegna lífeyrisskuldbindinga og veltufé frá rekstri.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum að vísa ársreikningi 2019, til síðari umræðu sveitarstjórnar.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2019 er hér lagður fram til fyrri umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A- og B-hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf. og Eyvindarstaðaheiði ehf.
Rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar námu á árinu 5.977 millj. króna af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 5.119 millj. króna. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 5.250 millj. króna, þar af A-hluti 4.660 millj. króna. Rekstrarhagnaður A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 728 millj. króna, þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð fyrir afskriftir og fjármagnsliði um 459 millj. króna. Afskriftir eru samtals 234 millj. króna, þar af 139 millj. króna hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals um 262 millj. króna, þ.a. eru 205 millj. króna fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarhagnaður A- og B-hluta á árinu 2019 er 231 millj. króna og rekstrarafgangur A-hluta er er jákvæður um 115 millj. króna.
Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar A- og B-hluta voru í árslok samtals 10.102 millj. króna, þar af voru eignir A-hluta 8.040 millj. króna. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2019 samtals 6.999 millj. króna, þar af hjá A-hluta 6.205 millj. króna. Langtímaskuldir námu alls 4.577 millj. króna hjá A- og B-hluta auk 401 millj. króna næsta árs afborgana. Eigið fé nam 3.103 millj. króna hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 30,7%. Lífeyrisskuldbindingar nema 1.196 millj. króna í árslok.
Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nam 667 millj. króna, þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 420 millj. króna. Handbært fé frá rekstri A- og B-hluta er 424 millj. króna. Fjárfestingahreyfingar samstæðunnar námu á árinu 2019, 563 millj. króna, þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 578 millj. króna. Afborganir langtímalána og skuldbreytinga námu 423 millj. króna. Handbært fé nam 120 millj. króna í árslok. Tekin ný langtímalán voru að fjárhæð 422,5 millj. króna.
Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga sem og tekjur og skuldir veitna og langtímakröfu vegna Brúar lífeyrissjóðs. Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2019, 117,1% án þess að dreginn sé frá sá hluti af heildarskuldum sem heimilað er í lögum og reglugerð. Skuldaviðmið er 88,2% þegar búið er að draga frá það sem heimilað er vegna lífeyrisskuldbindinga og veltufé frá rekstri.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum að vísa ársreikningi 2019, til síðari umræðu sveitarstjórnar.
16.Fundagerðir Norðurár bs 2020
Málsnúmer 2001007Vakta málsnúmer
94. fundargerð stjórnar Norðurár bs. frá 8. apríl 2020 lögð fram til kynningar á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020
17.Fundagerðir FNV 2020
Málsnúmer 2001006Vakta málsnúmer
Fundargerð skólanefndar FNV frá 27. mars 2020 lögð fram til kynningar á 366. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020
18.Fundagerðir stjórnar SÍS 2020
Málsnúmer 2001002Vakta málsnúmer
Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 881. fundar frá 24. apríl og 882. fundi frá 29. apríl 2020 og lagðar fram til kynningar á 398. fundi sveitarstjórnar 6. maí 2020
Fundi slitið - kl. 17:28.