Umsókn um stofnframlög vegna leiguíbúða á Freyjugötu
Málsnúmer 2004257
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 931. fundur - 17.09.2020
Eftirfarandi bókun lögð fram og samþykkt af byggðarráði:
Sveitarfélagið Skagafjörður sótti um og fékk úthlutað stofnframlagi f.h. óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar vegna átta íbúða við Freyjugötu á Sauðárkróki á grundvelli laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir, sbr. bréf Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) til sveitarfélagsins dags. 30.06. 2020. Ekki hefur komið til þess að sveitarfélagið hafi stofnað þá húsnæðissjálfseignarstofnun sem ráðgert var skv. framangreindri umsókn.
Nýjatún ehf., kt. 470219-1220, er stofnandi Bæjartúns hses., kt. 580820-1660, sbr. staðfestingu ráðherra sem tilkynnt var með bréfi dags. 11.08. 2020. Sveitarfélagið og Nýjatún ehf. óska hér með eftir því að HMS samþykki að Bæjartún hses. taki yfir öll réttindi og skyldur sveitarfélagsins f.h. hinnar óstofnuðu húsnæðissjálfseignarstofnunar skv. framangreindri úthlutun stofnframlags. Nýjatún ehf. þekkir framangreinda umsókn vel. Jafnframt hefur Nýjatún kynnt sér mat HMS á umsókninni sem fylgdi tilkynningu um samþykki umsóknar dags. 30.06. 2020. Með undirritun á yfirlýsingu samþykkja Nýjatún ehf., Sveitarfélagið Skagafjörður, Bæjartún hses. og HMS að öll réttindi og skyldur sem fylgja veitingu stofnframlaga ríkis og sveitarfélags færist frá sveitarfélaginu f.h. óstofnaðrar hses. til Bæjartúns hses. Sveitarfélagið Skagafjörður afsalar því öllum rétti sem fólst í samþykki HMS á umsókn um stofnframlag ríkisins til Bæjartúns hses., og skuldbindur sig jafnframt til að veita Bæjartúni hses. stofnframlag sveitarfélags vegna byggingar íbúðanna í samræmi við lög nr. 52/2016. Af framangreindu leiðir þá jafnframt að Bæjartún hses. verður sá aðili sem HMS gerir samning við um stofnframlag ríkisins og fær stofnframlagið greitt í samræmi við hann.
Sveitarfélagið Skagafjörður sótti um og fékk úthlutað stofnframlagi f.h. óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar vegna átta íbúða við Freyjugötu á Sauðárkróki á grundvelli laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir, sbr. bréf Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) til sveitarfélagsins dags. 30.06. 2020. Ekki hefur komið til þess að sveitarfélagið hafi stofnað þá húsnæðissjálfseignarstofnun sem ráðgert var skv. framangreindri umsókn.
Nýjatún ehf., kt. 470219-1220, er stofnandi Bæjartúns hses., kt. 580820-1660, sbr. staðfestingu ráðherra sem tilkynnt var með bréfi dags. 11.08. 2020. Sveitarfélagið og Nýjatún ehf. óska hér með eftir því að HMS samþykki að Bæjartún hses. taki yfir öll réttindi og skyldur sveitarfélagsins f.h. hinnar óstofnuðu húsnæðissjálfseignarstofnunar skv. framangreindri úthlutun stofnframlags. Nýjatún ehf. þekkir framangreinda umsókn vel. Jafnframt hefur Nýjatún kynnt sér mat HMS á umsókninni sem fylgdi tilkynningu um samþykki umsóknar dags. 30.06. 2020. Með undirritun á yfirlýsingu samþykkja Nýjatún ehf., Sveitarfélagið Skagafjörður, Bæjartún hses. og HMS að öll réttindi og skyldur sem fylgja veitingu stofnframlaga ríkis og sveitarfélags færist frá sveitarfélaginu f.h. óstofnaðrar hses. til Bæjartúns hses. Sveitarfélagið Skagafjörður afsalar því öllum rétti sem fólst í samþykki HMS á umsókn um stofnframlag ríkisins til Bæjartúns hses., og skuldbindur sig jafnframt til að veita Bæjartúni hses. stofnframlag sveitarfélags vegna byggingar íbúðanna í samræmi við lög nr. 52/2016. Af framangreindu leiðir þá jafnframt að Bæjartún hses. verður sá aðili sem HMS gerir samning við um stofnframlag ríkisins og fær stofnframlagið greitt í samræmi við hann.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 402. fundur - 23.09.2020
Málinu vísað frá 931. fundi byggðarráðs dags 17. september 2020 þannig bókað:
Eftirfarandi bókun lögð fram og samþykkt af byggðarráði:
"Sveitarfélagið Skagafjörður sótti um og fékk úthlutað stofnframlagi f.h. óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar vegna átta íbúða við Freyjugötu á Sauðárkróki á grundvelli laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir, sbr. bréf Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) til sveitarfélagsins dags. 30.06. 2020. Ekki hefur komið til þess að sveitarfélagið hafi stofnað þá húsnæðissjálfseignarstofnun sem ráðgert var skv. framangreindri umsókn. Nýjatún ehf., kt. 470219-1220, er stofnandi Bæjartúns hses., kt. 580820-1660, sbr. staðfestingu ráðherra sem tilkynnt var með bréfi dags. 11.08. 2020. Sveitarfélagið og Nýjatún ehf. óska hér með eftir því að HMS samþykki að Bæjartún hses. taki yfir öll réttindi og skyldur sveitarfélagsins f.h. hinnar óstofnuðu húsnæðissjálfseignarstofnunar skv. framangreindri úthlutun stofnframlags. Nýjatún ehf. þekkir framangreinda umsókn vel. Jafnframt hefur Nýjatún kynnt sér mat HMS á umsókninni sem fylgdi tilkynningu um samþykki umsóknar dags. 30.06. 2020. Með undirritun á yfirlýsingu samþykkja Nýjatún ehf., Sveitarfélagið Skagafjörður, Bæjartún hses. og HMS að öll réttindi og skyldur sem fylgja veitingu stofnframlaga ríkis og sveitarfélags færist frá sveitarfélaginu f.h. óstofnaðrar hses. til Bæjartúns hses. Sveitarfélagið Skagafjörður afsalar því öllum rétti sem fólst í samþykki HMS á umsókn um stofnframlag ríkisins til Bæjartúns hses., og skuldbindur sig jafnframt til að veita Bæjartúni hses. stofnframlag sveitarfélags vegna byggingar íbúðanna í samræmi við lög nr. 52/2016. Af framangreindu leiðir þá jafnframt að Bæjartún hses. verður sá aðili sem HMS gerir samning við um stofnframlag ríkisins og fær stofnframlagið greitt í samræmi við hann."
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
Eftirfarandi bókun lögð fram og samþykkt af byggðarráði:
"Sveitarfélagið Skagafjörður sótti um og fékk úthlutað stofnframlagi f.h. óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar vegna átta íbúða við Freyjugötu á Sauðárkróki á grundvelli laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir, sbr. bréf Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) til sveitarfélagsins dags. 30.06. 2020. Ekki hefur komið til þess að sveitarfélagið hafi stofnað þá húsnæðissjálfseignarstofnun sem ráðgert var skv. framangreindri umsókn. Nýjatún ehf., kt. 470219-1220, er stofnandi Bæjartúns hses., kt. 580820-1660, sbr. staðfestingu ráðherra sem tilkynnt var með bréfi dags. 11.08. 2020. Sveitarfélagið og Nýjatún ehf. óska hér með eftir því að HMS samþykki að Bæjartún hses. taki yfir öll réttindi og skyldur sveitarfélagsins f.h. hinnar óstofnuðu húsnæðissjálfseignarstofnunar skv. framangreindri úthlutun stofnframlags. Nýjatún ehf. þekkir framangreinda umsókn vel. Jafnframt hefur Nýjatún kynnt sér mat HMS á umsókninni sem fylgdi tilkynningu um samþykki umsóknar dags. 30.06. 2020. Með undirritun á yfirlýsingu samþykkja Nýjatún ehf., Sveitarfélagið Skagafjörður, Bæjartún hses. og HMS að öll réttindi og skyldur sem fylgja veitingu stofnframlaga ríkis og sveitarfélags færist frá sveitarfélaginu f.h. óstofnaðrar hses. til Bæjartúns hses. Sveitarfélagið Skagafjörður afsalar því öllum rétti sem fólst í samþykki HMS á umsókn um stofnframlag ríkisins til Bæjartúns hses., og skuldbindur sig jafnframt til að veita Bæjartúni hses. stofnframlag sveitarfélags vegna byggingar íbúðanna í samræmi við lög nr. 52/2016. Af framangreindu leiðir þá jafnframt að Bæjartún hses. verður sá aðili sem HMS gerir samning við um stofnframlag ríkisins og fær stofnframlagið greitt í samræmi við hann."
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
Niðurstaða umsóknar um stofnframlög er að HMS hefur samþykkt að veita stofnframlög að upphæð kr. 51.881.797,-
Byggðarráð fagnar stuðningi ríkisvaldsins við uppbyggingu hagkvæmra leiguíbúða á landsbyggðinni.