Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
1.Byggðarráð Skagafjarðar - 926
Málsnúmer 2008004FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 926 Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur undanfarið haft til umfjöllunar og athugunar mengunarslys sem tengist bensínstöð N1 að Suðurbraut 9 á Hofsósi.
Sigurjón Þórðarson heilbrigðisfulltrúi Norðurlands vestra og Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs komu til viðræðu undir þessum dagskrárlið. Bókun fundar Afgreiðsla 926. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum -
Byggðarráð Skagafjarðar - 926 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 7. ágúst 2020 þar sem forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 145/2020, "Breytingar á lagaumhverfi Vísinda- og tækniráðs". Umsagnarfrestur er til og með 24.08.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 926. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum
- 1.3 2008047 Samráð;Drög að frumvarpi til laga um vernd, velferð og veiðar villtra fugla og villtra spendýra.Byggðarráð Skagafjarðar - 926 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 7. ágúst 2020 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneyti tilkynnir að umsagnarfrestur í máli nr. 130/2020, "Drög að frumvarpi til laga um til laga um vernd, velferð og veiðar villtra fugla og villtra spendýra.", hefur verið framlengdur og rennur út 24.08.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 926. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum
2.Byggðarráð Skagafjarðar - 927
Málsnúmer 2008016FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 927 Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar ákvað á fundi sínum þann 6. maí 2020 að skipa starfshóp um aðgerðir til eflingar nýsköpunar í Skagafirði.Lögð fram skýrsla starfshóps um aðgerðir til eflingar nýsköpunar í Skagafirði frá júní 2020. Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir formaður starfshópsins og Kristinn Hjálmarsson kom á fundinn og kynntu skýrsluna.
Byggðarráð þakkar fyrir góða vinnu starfshópsins og samþykkir að halda áfram með verkefnið. Samþykkt að setja málið aftur á dagskrá næsta byggðarráðsfundar. Bókun fundar Afgreiðsla 927. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 927 Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur undanfarið haft til umfjöllunar og athugunar mengunarslys sem tengist bensínstöð N1 að Suðurbraut 9 á Hofsósi. Málefni umhverfismengunar á Hofsósi rædd. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lagðar fram upplýsingar frá Festi í bréfi dagsettu 18. ágúst 2020, varðandi bensínleka frá bensínstöð N1 á Hofsósi.
Byggðarráð samþykkir að fela Steini að framkvæmd verði sýnataka úr fráveitukerfi sveitarfélagsins á Hofsósi og að gerð verði áætlun um frekari rannsóknir á menguninni af hálfu sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 927. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 927 Lagður fram tölvupóstur úr máli 2008144, frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsettur 19. ágúst 2020. Með umsókn dagsettri 7. júlí 2020 sækir Sólveig Jónasdóttir, kt. 300453-5899, Stóra-Gerði, 566 Hofsós, f.h. Stóragerði ehf., kt.450713-0230, um leyfi til að reka veitingastað í flokki II að Samgöngusafninu í Stóragerði, 566 Hofsós. Fnr. 226-8455.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 927. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum. - 2.4 2008169 Samráð; Áform um frumvarp til laga um samhæfingu stefna og áætlana á sviði samgöngu- og sveitarstjórnarmálaByggðarráð Skagafjarðar - 927 Lagt fram. Bókun fundar Afgreiðsla 927. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 927 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 20. ágúst 2020 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti þar sem ráðuneytið vill vekja athygli á eftirfarandi:
Ráðuneytið hefur lokið frumkvæðisathugun á samstarfssamningum sveitarfélaga, sem stofnað var til með vísan til eftirlitshlutverks þess með stjórnsýslu sveitarfélaga. Tilgangur athugunarinnar var að afla heildstæðra upplýsinga um samstarfssamningasveitarfélaga og leggja mat á hversu vel samningarnir samræmast þeim kröfum sem gerðar eru til slíkra samninga í lögum.
Yfirferð ráðuneytisins leiddi í ljós að töluverðir annmarkar eru á fjölmörgum samningum sveitarfélaga um samvinnu þeirra á milli. Ráðuneytið hefur af því tilefni tekið saman leiðbeiningar til sveitarfélaga um almenn sjónarmið sem gildaum samvinnu þeirra, form samvinnu og lagakröfur sem gerðar eru til slíkra samninga. Ráðuneytið mun fylgja leiðbeiningunum eftir með því að upplýsa sveitarfélög um athugasemdir þess við einstaka samninga en öllum sveitarfélögum landsins mun berast bréf þessefnis á næstu dögum. Sveitarfélögum verður gefinn frestur til að gera úrbætur og af þeim svörum mun ráðast hvort tilefni er til að taka einstaka samninga til frekari umfjöllunar.
Nánari uppplýsingar er að finna á fréttasíðu stjórnarráðsins. Bókun fundar Afgreiðsla 927. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
3.Byggðarráð Skagafjarðar - 928
Málsnúmer 2008020FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 928 Fulltrúar Hrafnshóls ehf. Ómar Guðmundsson, Friðrik Friðriksson kynntu áform um uppbyggingu íbúða við Freyjugötu auk Sigurðar Garðarssonar sem tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað. Fulltrúar skipulags- og byggingarnefndar sátu fundinn einnig undir þessum dagskrárlið ásamt Rúnari Guðmundssyni skipulagsfulltúa sem tók þátt í gegnum fjarfundabúnað.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna áfram að samningsgerð um uppbyggingu á reitnum við Freyjugötu við Hrafnshól ehf. Bókun fundar Afgreiðsla 928. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 928 Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur undanfarið haft til umfjöllunar og athugunar mengunarslys sem tengist bensínstöð N1 að Suðurbraut 9 á Hofsósi. Málefni umhverfismengunar á Hofsósi rædd. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti stöðu málsins og næstu skref rædd. Bókun fundar Afgreiðsla 928. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 928 Steinn Leó Sveinsson sviðssjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og fór yfir viðhalds- og nýframkvæmdir ársins 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 928. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 928 Lagt fram bréf dagsett 24. ágúst 2020 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu varðandi úttekt ráðuneytisins á þeim samningum sem Sveitarfélagið Skagafjörður starfaði eftir þegar úttektin var gerð í upphafi árs 2018. Ráðuneytið gerir athugasemdir við stofnsamning Norðursorps (Norðurá) bs. frá árinu 2005. Einnig samning um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk frá árinu 2017 og samkomulag um samstarf um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra frá sama ári. Að lokum er gerð athugasemd við samstarfssamning milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps um ýmsa þjónustu frá árinu 1999 og samkomulag um rekstur Varmahlíðarskóla, Tónlistarskóla Skagafjarðar og leikskólans Birkilundar, milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps, frá árinu 1999. Á árinu 2019 var gerður þjónustusamningur á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps sem uppfyllir þau skilyrði sem krafist er og tók hann gildi 1. janúar 2019 og féllu framangreindir samningar þá úr gildi.
Ráðuneytið beinir því til sveitarfélagsins í framangreindu erindi að það yfirfari framangreinda samninga og bæti úr annmörkum.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að endurskoða samningana í samráði við viðkomandi samstarfsaðila. Bókun fundar Afgreiðsla 928. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 928 Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Tímatákns ehf. árið 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 928. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
4.Byggðarráð Skagafjarðar - 929
Málsnúmer 2009003FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 929 Rætt um stöðu mála vegna lóðarúthlutunar á svokölluðum Freyjugötureit. Bókun fundar Afgreiðsla 929. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 929 Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur undanfarið haft til umfjöllunar og athugunar mengunarslys sem tengist bensínstöð N1 að Suðurbraut 9 á Hofsósi. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lagt fram tilboð frá Eflu verkfræðistofu í rannsóknir á fráveitukerfi sveitarfélagsins á Hofsósi vegna mengunarslyss. Byggðarráð samþykkir framangreint tilboð.
Farið var yfir tilboð Eflu varðandi frekari rannsóknir á jarðveginum á svæðinu og Steini falið að vinna áfram að málinu og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 929. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 929 Lagðar fram rekstrarupplýsingar fyrir tímabilið janúar-júlí 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 929. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 929 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 3. september 2020 úr máli 2009060 hjá sýslumannsembætti Norðurlands vestra. Með umsókn dagsettri 02.09.2020. sækir Andrés Geir Magnússon, kt. 250572-4849, Hellulandi, 551 Sauðárkrókur, um leyfi til að reka gististað í (bílskúr), flokki II að Hellulandi, 551 Sauðárkróki. Gestafjöldi 10 manns. Fasteignanúmer 214-2393.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 929. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 929 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. ágúst 2020 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 163/2020, "Áform um frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum nr. 77/2019". Umsagnarfrestur er til og með 11.09.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 929. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 929 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 1. september 2020 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 167/2020, "Áform um frumvarp til breytinga á lögum um skráningu einstaklinga". Umsagnarfrestur er til og með 07.09.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 929. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 929 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 3. september 2020 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 169/2020, "Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd nr. 60/2013". Umsagnarfrestur er til og með 16.09.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 929. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 929 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 3. september 2020 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 170/2020, "Áform um frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum (leyfi til bráðabirgða)". Umsagnarfrestur er til og með 17.09.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 929. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 929 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vekur athygli á eftirfarandi:
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi þann 28. apríl sl. að beina því til samráðsnefndar ríkis og sveitarfélaga að setja á fót greiningarhóp til að vinna að tvíþættu verkefni. Annars vegar að safna upplýsingum um fjárhagsáætlanir og fjárhagsstöðu einstakra sveitarfélagafyrir yfirstandandi ár, þróun þeirra og horfur og hins vegar að safna upplýsingum um einstaka þætti sem ljóst þykir að muni hafa mikil áhrif á afkomu sveitarfélaga á komandi mánuðum og misserum. Tilefnið er að bregðast við þeim aðstæðum sem myndast hafa íkjölfar Covid-19 faraldursins en ljóst er að áhrif hans verða mikil á efnahagslífið allt og þar með talið fjármál ríkis og sveitarfélaga.
Starfshópurinn hefur nú lokið störfum og niðurstöður verið birtar í frétt á vef Stjórnarráðsins þann 28. ágúst 2020.
Bókun fundar Afgreiðsla 929. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
5.Byggðarráð Skagafjarðar - 930
Málsnúmer 2009009FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 930 Byggðarráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 930. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 930 Byggðarráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 930. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 930 Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar ákvað á fundi sínum þann 6. maí 2020 að skipa starfshóp um aðgerðir til eflingar nýsköpunar í Skagafirði. Starfshópurinn lagði fram skýrslu sína á fundi byggðarráðs þann 26. ágúst 2020.
Málið rætt og samþykkt að vinna frekar að þeim hugmyndum sem upp komu á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 930. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 930 Lagður fram viðauki númer 7 við fjárhagsáætlun ársins 2020. Meginefni viðaukans er hækkun launakostnaðar vegna kjarasamningsbreytinga sem hafa orðið á árinu 2020 með nýjum kjarasamningum. Launahækkunin er áætluð 276 mkr. en upp í hana var til óráðstafaður launapottur sem gengur á móti að fjárhæð 136 mkr., þannig að hækkun launakostnaðar í viðaukanum er 140 mkr. Einnig er gerðar breytingar á tekjum um 49 mkr. og munar þar mest lækkun tekna í Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ út af Covid-19, 40 mkr. Lagt er til að þessum breytingum í rekstri verði mætt með nýrri lántöku að fjárhæð allt að 191.227 þús.kr. Einnig er í þessum viðauka leiðrétt upphafsstaða áætlunar efnahags til samræmis við ársreikning 2019.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgeiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa málinu til liðar nr. 14 "Viðauki 7 við fjárhagsáætlun 2020." Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 930 Lögð fram ódagsett áskorun frá stjórn Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa til dómsmálaráðherra, alþingismanna og sveitarstjórnarfólks.
Samtök íslenskra handverksbrugghúsa skora á dómsmálaráðherra að leggja frumvarp um netverslun með áfengi fram á nýjan leik og tryggja íslenskum handverksbrugghúsum rétt til að selja gestum sínum vörur á staðnum. Íslensk handverksbrugghús eru nú á þriðja tug talsins. Þau tryggja um 200 manns störf í sinni heimabyggð og skila tugum milljóna í skatttekjur á ári. Brugghúsin framleiða vandaðar og eftirsóttar íslenskar vörur, draga til sín fjölda íslenskra og erlendra gesta og eru mikil lyftistöng fyrir lítil samfélög í nærumhverfi sínu, sem nokkur teljast til brothættra byggða. Samtökin skora því á ráðherra, alþingismenn og sveitarstjórnfólk að standa með íslenskum handverksbrugghúsum og standa þannig vörð um störf um land allt, vandaða íslenska framleiðslu og íslenskar skatttekjur. Bókun fundar Afgreiðsla 930. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum. - 5.6 2009063 Samráð; Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvótar o.fl.)Byggðarráð Skagafjarðar - 930 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. september 2020 þar sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 175/2020, "Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvótar o.fl.)". Umsagnarfrestur er til og með 18.09.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 930. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
- 5.7 2009067 Samráð; Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða o.fl. (veiðistjórn grásleppu o.fl.))Byggðarráð Skagafjarðar - 930 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. september 2020 þar sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 173/2020, "Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða o.fl. (veiðistjórn grásleppu o.fl.)).". Umsagnarfrestur er til og með 18.09.2020.
Byggðarráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 930. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 930 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. september 2020 þar sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 177/2020, "Frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, nr. 99/1993, með síðari breytingum (endurskoðun samnings um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða)." Umsagnarfrestur er til og með 18.09.2020.
Byggðarráð tekur jákvætt í frumvarpið. Bókun fundar Afgreiðsla 930. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 930 Lagt fram til kynningar minnisblað dagsett 2. júlí 2020 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi forsendur fjárhagsáætlana 2021-2024. Bókun fundar Afgreiðsla 930. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 930 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 8. september 2020 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem tilkynnt er um að fjármálaráðstefna sveitarfélaga fari fram með breyttu sniði í ár. Dagana 1. og 2. október 2020 verður hún alfarið á netinu í tvo tíma hvorn dag. Í kjölfarið verða svo vikulegir fundir út október þar sem farið verður í sérstök málefni sem að tengjast fjármálum sveitarfélaga. Þeir fundir verða kynntir sérstaklega þegar nær dregur. Bókun fundar Afgreiðsla 930. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
6.Byggðarráð Skagafjarðar - 931
Málsnúmer 2009014FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 931 Lagður fram samningur ásamt viðaukum, um uppbyggingu á lóðum við Freyjugötu á Sauðárkróki milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar annars vegar og hins vegar Hrafnshóls ehf. 540217-1300 og Nýjatúns ehf., 470219-1220, sem er óhagnaðardrifið leigufélag.
Byggðarráð samþykkir framlögð samningsdrög.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa málinu til liðar nr. 15, Freyjugata Sauðárkróki - umsókn um lóð - Freyjugötureitur. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 931 Eftirfarandi bókun lögð fram og samþykkt af byggðarráði:
Sveitarfélagið Skagafjörður sótti um og fékk úthlutað stofnframlagi f.h. óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar vegna átta íbúða við Freyjugötu á Sauðárkróki á grundvelli laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir, sbr. bréf Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) til sveitarfélagsins dags. 30.06. 2020. Ekki hefur komið til þess að sveitarfélagið hafi stofnað þá húsnæðissjálfseignarstofnun sem ráðgert var skv. framangreindri umsókn.
Nýjatún ehf., kt. 470219-1220, er stofnandi Bæjartúns hses., kt. 580820-1660, sbr. staðfestingu ráðherra sem tilkynnt var með bréfi dags. 11.08. 2020. Sveitarfélagið og Nýjatún ehf. óska hér með eftir því að HMS samþykki að Bæjartún hses. taki yfir öll réttindi og skyldur sveitarfélagsins f.h. hinnar óstofnuðu húsnæðissjálfseignarstofnunar skv. framangreindri úthlutun stofnframlags. Nýjatún ehf. þekkir framangreinda umsókn vel. Jafnframt hefur Nýjatún kynnt sér mat HMS á umsókninni sem fylgdi tilkynningu um samþykki umsóknar dags. 30.06. 2020. Með undirritun á yfirlýsingu samþykkja Nýjatún ehf., Sveitarfélagið Skagafjörður, Bæjartún hses. og HMS að öll réttindi og skyldur sem fylgja veitingu stofnframlaga ríkis og sveitarfélags færist frá sveitarfélaginu f.h. óstofnaðrar hses. til Bæjartúns hses. Sveitarfélagið Skagafjörður afsalar því öllum rétti sem fólst í samþykki HMS á umsókn um stofnframlag ríkisins til Bæjartúns hses., og skuldbindur sig jafnframt til að veita Bæjartúni hses. stofnframlag sveitarfélags vegna byggingar íbúðanna í samræmi við lög nr. 52/2016. Af framangreindu leiðir þá jafnframt að Bæjartún hses. verður sá aðili sem HMS gerir samning við um stofnframlag ríkisins og fær stofnframlagið greitt í samræmi við hann.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa málinu til liðar nr. 16, Umsókn um stofnframlög vegna leiguíbúða á Freyjugötu. Samþykkt samhljóða -
Byggðarráð Skagafjarðar - 931 Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur undanfarið haft til umfjöllunar og athugunar mengunarslys sem tengist bensínstöð N1 að Suðurbraut 9 á Hofsósi.
Byggðarráð samþykkti á fundi sínum þann 10. september s.l. tilboð frá Eflu verkfræðistofu í rannsóknir á fráveitukerfi sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkur nú að ráðast í rannsóknir á frekari umfangi mengunarinnar og samþykkir fyrirliggjandi tilboð frá Eflu verkfræðistofu. Byggðarráð harmar seinagang og aðgerðarleysi Umhverfisstofnunar í verkefninu til þessa, en telur ljóst að ekki sé hægt að bíða lengur með að fá mat á umfangi og alvarleika mengunarslyssins á landi sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 931. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum. - 6.4 2009067 Samráð; Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða o.fl. (veiðistjórn grásleppu o.fl.))Byggðarráð Skagafjarðar - 931 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. september 2020 þar sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 173/2020, "Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða o.fl. (veiðistjórn grásleppu o.fl.)).". Umsagnarfrestur er til og með 18.09.2020.
Eftirfarandi umsögn lögð fram og samþykkt af byggðarráði:
Hvorki liggja fyrir byggðarleg eða fiskifræðileg rök fyrir kvótasetningu á hrognkelsum og leggst Sveitarfélagið Skagafjörður gegn því að það verði gert. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar beinir því til ráðherra að veiðiráðgjöf um hrognkelsasveiðar verði tekin til gagngerrar endurskoðunar með aðkomu vísindamanna utan Hafrannsóknarstofnunar og samtaka smábátasjómanna og byggi á breiðari vísindalegum grunni, eins og fyrirheit voru gefin um síðastliðið vor. Þá verði í samvinnu við sömu aðila útfærðar farsælli leiðir en úthlutun aflamarks til að stýra grásleppuveiðum sem bæði tryggja sjálfbærni þeirra og hagsmuni byggðanna sem á þeim byggja.
Ekki hafa verið færð fram veigamikil rök fyrir því að setja aflamark á grásleppu. Ljóst er að slíkt myndi koma mjög illa við mörg byggðarlög sem byggja á blandaðri sjósókn smábátaútgerða og torvelda nýliðun í greininni. Þá er hætta á samþjöppun í hrognkelsaveiðum sem gengur sömuleiðis gegn markmiðum laganna. Ljóst er að boðaðar breytingar á fyrirkomulagi veiðanna myndu koma mjög illa niður á grásleppusjómönnum í Sveitarfélaginu Skagafirði og grafa frekar undan lífsviðurværi þeirra og sjávarplássa eins og Hofsóss. Sterk rök þarf til að hefta atvinnufrelsi fólks en þau virðast ekki til staðar í þessu máli.
Fyrir liggur að veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar vegna síðustu grásleppuvertíðar var röng og stofnstærð verulega vanmetin. Þar kom tvennt til; stofnunin byggði beinlínis á röngum útreikningum, alvarleg mistök sem hún viðurkenndi um síðir opinberlega, en ekki fyrr en aðilar utan stofnunarinnar höfðu fært sönnur á villurnar og vertíðinni var víðast hvar lokið. Þá gagnrýndu fiskifræðingarnir Bjarni Jónsson og Halldór G. Ólafsson, sem stundað hafa hrognkelsarannsóknir, einnig að ekki hafi síðustu ár verið byggt á bestu fáanlegu þekkingu á líffræði hrognkelsa, niðurstöðum merkinga, netaralla og stofnstærðarvísa eins og afla á sóknareiningu. Þær ábendingar er að finna í gögnum til atvinnuveganefndar alþingis. Eftir nokkurn umþóttunartíma ákvað Hafrannsóknastofnun að taka að stóru leiti til greina þær ábendingar og tilkynnti að ný vinnubrögð yrðu tekin upp í haust þar sem ofangreind gögn yrðu einnig lögð til grundvallar við stofnstærðarútreikninga grásleppu og veiðiráðgjöf. Sjávarútvegsráðuneytið tilkynnti ennfremur að taka þyrfti vísindalegan grundvöll veiðiráðgjafarinnar til endurskoðunar fyrir næstu vertíð.
Ófullnægjandi veiðiráðgjöf og reiknimistök Hafrannsóknastofnunar urðu þess valdandi að Sjávarútvegsráðuneytið taldi sig knúið til að stöðva grásleppuveiðar fyrirvaralaust vegna mikillar grásleppugengdar og veiði á þeim svæðum þar sem grásleppuvertíðin hefst fyrr, því veiðin nálgaðist ráðlagt aflamagn stofnunarinnar. Það varð til þess að mjög margir grásleppusjómenn á Norðvesturlandi og til Vesturlands náðu ekki að veiða nema lítinn hluta þess afla sem annars hefði orðið. Þannig var að óþörfu afkoma fjölmargra sjómanna, fjölskyldna þeirra og byggðarlaga sem þær bitnuðu verst á í sett í uppnám vegna fyrirvaralausrar stöðvunar grásleppuveiða, án þess að þeir hefðu margir einu sinni náð að sjósetja bátana. Áður en vertíðinni lauk var ljóst að ekki hefði þurft að stöðva veiðarnar með þessum hætti því staða hrognkelsastofna var mun betri en þessir aðilar höfðu áður talið. Ef strax hefði verið brugðist við ábendingum um villur og tekið tillit þeirra vísbendinga sem óvenjugóð aflabrögð gáfu um stofnstærð, hefði verið hægt að bæta skaðann þá að einhverju leiti.
Reynslan af síðustu grásleppuvertíð undirstrikar nauðsyn þess að undirstöður veiðiráðgjafar fyrir hrognkelsi verði endurskoðuð og bætt, ekki síst með því að nýta betur þá víðtæku þekkingu sem þegar er til staðar og taka tillit til fleiri lykilþátta við mat á stofnstærð sem að ofan greinir. Hafrannsóknastofnun boðaði að slík vinna hæfist nú í haust og Sjávarútvegsráðuneytið kallaði eftir því að það yrði gert í samvinnu við fagfólk utan stofnunarinnar og hagsmunaaðila. Mikilvægt er að sú vinna hefjist nú þegar.
Það ætti því að vera forgangsefni hjá Sjávarútvegsráðuneyti nú að fylgja þeim fyrirheitum eftir og tryggja þannig sjálfbærni hrognkelsaveiða og hagsmuni byggðanna sem á þeim byggja. Bókun fundar Afgreiðsla 931. fundar byggðarráðs staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
7.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 79
Málsnúmer 2008022FVakta málsnúmer
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 79 Tekið fyrir erindi frá Berglindi Þorsteinsdóttur safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, dagsett 29. ágúst 2020, um breytingar á opnunartíma safnsins í Glaumbæ. Leggur safnstjóri til að safnið skipti fyrr yfir í vetraropnun en áætlað var og verði opið frá kl 10 - 16 alla virka daga frá 1. september. Er megin ástæðan minni aðsókn ferðamanna á safnið sökum hetra sóttvarnaaðgerða almannavarna sem nú eru í gildi.
Inga Katrín vék af fundi undir þessum lið.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir breyttan opnunartíma. Bókun fundar Afgreiðsla 79. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 79 Tekið fyrir erindi frá Magnúsi Jónssyni fyrir hönd Maró slf, dagsett 19. ágúst 2020, um undanþágu á veiðiskyldu móframlags fyrir byggðakvóta fiskveiðiárið 2019/2020.
Vegna bilunar í bát félagsins, Maró SK 33 fn 2833, og erfiðleika við að fá varahluti sem rekja má til COVID faraldursins hefur ekki verið unnt að stunda veiðar frá 21. apríl 2020 til 16. ágúst 2020. Er farið fram á að Sveitarfélagið Skagafjörður óski eftir undanþágu frá veiðiskyldu mótframlags byggðakvóta fyrir ofangreindan bát.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að fela starfsmönnum nefndarinnar að senda formlegt erindi á atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og óska eftir að málið verði tekið til skoðunar í ljósi aðstæðna. Bókun fundar Afgreiðsla 79. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 79 Tekið fyrir hvort unnt sé að halda Sæluviku dagana 27. september til 3. október eins og ákveðið var á síðasta fundi nefndarinnar.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd telur í ljósi hertra sóttvarnaaðgerða að ekki sé skynsamlegt að halda Sæluviku á þessum tímapunkti og aflýsir því Sæluviku 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 79. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 79 Samfélagsverðlaun Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020 tekin til umfjöllunar. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd ákveður að veita verðlaunin þrátt fyrir að Sæluviku 2020 hafi verið aflýst og felur starfsmönnum nefndarinnar að auglýsa eftir tilnefningum.
Bókun fundar Afgreiðsla 79. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 79 Starfsmenn nefndarinnar kynntu fyrirhugað markaðsátak fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð sem vænlegan búsetukost. Áhersla verður lögð á þá fjölbreyttu þjónustu, náttúru, menningu og atvinnulíf sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að ganga til samninga við auglýsingastofuna Sahara til að halda utan um herferðina á grundvelli hugmynda sem fyrirtækið hefur lagt fram. Bókun fundar Afgreiðsla 79. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
8.Félags- og tómstundanefnd - 279
Málsnúmer 2008006FVakta málsnúmer
- 8.1 2004194 Sumarstörf fyrir námsmenn 2020Félags- og tómstundanefnd - 279 Þorvaldur fór yfir stöðuna eftir sumarið hvað varðar sumarstörf námsmanna. Sótt var um 22 störf frá VMST og fengum úthlutað 9 störfum. Um var að ræða sérstakt átaksverkefni rískisstjórnarinnar vegna Covid-19. Störfin sem ráðið var í voru ýmist í frístunda- og íþróttaþjónustu eða menningar- og kynningarmálum. Atvinnuástand í sveitarfélaginu var betra en búist var við og er ekki vitað um nein ungmenni sem voru án atvinnu í sveitarfélaginu. Bókun fundar Afgreiðsla 279. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september með níu atkvæðum.
- 8.2 2001067 Leiðbeiningar fyrir sveitarfélög um framkvæmd frístundaþjónustuFélags- og tómstundanefnd - 279 Kynntar voru leiðbeiningar fyrir sveitarfélög varðandi framkvæmd frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni skv. lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarndi stuðningsþarfir. Unnið er að því að útfæra og aðlaga reglur og verklag að þjónustu sveitarfélagsins. Jafnframt þarf að meta þann kostnaðarauka sem reglur þessar hafa í för með sér. Málið verður kynnt frekar þegar vinnu við útfærslu er lokið. Bókun fundar Afgreiðsla 279. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september með níu atkvæðum.
- 8.3 2005108 Réttur til atvinnuleysisbóta og eða fjárhagsaðstoðar sveitarfélagaFélags- og tómstundanefnd - 279 Kynnt var erindi Félagsmálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um rétt til atvinnuleysisbóta og/eða fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga. Farið var yfir stöðuna í sveitarfélaginu með tilliti til endurmats á reglum um fjárhagsaðstoð. Ekki er talið að erindið gefi tilefni til að breyta reglum sveitarfélagsins að svo stöddu. Bókun fundar Afgreiðsla 279. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september með níu atkvæðum.
- 8.4 2005187 Aukið félagsstarf fullorðinna sumarið 2020 vegna COVID-19Félags- og tómstundanefnd - 279 Félagsmálastjóri upplýsti að sótt hefði verið um styrk vegna félagsstarfs fullorðinna 67 ára og eldri í tengslum við Covid-19. Styrkur að upphæð rúm ein milljón króna fékkst til verkefnis sem fengið hefur nafnið ,,Félagsmiðstöð á flakki". Verkefnið, sem er tímabundið, gengur út á að ná til eldri borgara í félagsstarfi af ýmsu tagi í nærumhverfi heimilis, t.d. í félagsheimilum í sveitarfélaginu. Verkefnið fer af stað nú á haustmánuðum. Starfsmenn félagsþjónustu munu fara á milli og hvetja til samveru, samtals og afþreyingar meðal eldri borgara. Bókun fundar Afgreiðsla 279. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september með níu atkvæðum.
- 8.5 2008152 Fundir félags- og tómstundanefndar haust 2020Félags- og tómstundanefnd - 279 Fundardagar félags- og tómstundanefndar voru dagsettir fram að áramótum, 24. september, 22, október, 26. nóvember og 10. desember. Bókun fundar Afgreiðsla 279. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september með níu atkvæðum.
9.Fræðslunefnd - 158
Málsnúmer 2008007FVakta málsnúmer
-
Fræðslunefnd - 158 Skóladagatöl leikskólanna lögð fram. Vegna aðstæðna í kjölfar Covid þarf að gera breytingar á dagatölunum. Fræðslunefnd samþykkir þau og felur sviðsstjóra að ganga frá þeim í samræmi við umræður og upplýsingar sem fram komu á fundinum. Foreldraráð leikskólanna hafa fjallað um þau og samþykkt þau fyrir sitt leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 158. fundar fræðslunefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 158 Lagt fram erindi um að 5 ára barn í Sveitarfélaginu Skagafirði fái að nýta skólabíl á milli heimils og leikskólans á Hofsósi. Skv. 5. grein reglna sveitarfélagsins um skólaakstur í dreifbýli er ekki heimilt að taka aðra farþega í bílinn en grunnskólanemendur, svo sem börn í leikskóla, nema með sérstöku samþykki fræðslunefndar. Hér er um að ræða barn sem á lögheimili í öðru sveitarfélagi. Vegalengd á milli heimilis og skóla er um 40 km. Fræðslunefnd telur mikilvægt að 5 ára börn í sveitarfélaginu hafi möguleika á að sækja leikskóla þar sem mikilvægur undirbúningur undir grunnskólagöngu fer fram. Svo hægt sé að samþykkja erindið þarf að liggja fyrir vilji skólabílstjóra til að aka barninu og jafnframt þarf að liggja fyrir að aksturinn hafi ekki aukalegan kostnað í för með sér fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Vegna leikskóladvalar þarf einnig að liggja fyrir samþykki lögheimilissveitarfélags um greiðslu hluta sveitarfélaga í kostnaði við leikskóladvöl.
Að uppfylltum ofangreindum skilyrðum samþykkir fræðslunefnd að barn þetta fái að nýta skólabílinn. Nefndin áskilur sér jafnframt rétt til að afturkalla heimildina þyki sýnt að samþykkt þessi valdi miklu óhagræði í akstrinum eða hafi aukalegan kostnað í för með sér fyrir sveitarfélagið. Bókun fundar Afgreiðsla 158. fundar fræðslunefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 158 Eitt mál á dagskrá. Samþykkt. Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 158. fundar fræðslunefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 158 Borist hefur erindi frá móður barns í dreifbýli þar sem óskað er eftir því að barn viðkomandi hefji sína skólagöngu í Varmahlíðarskóla skólárið 2021 ? 2022 í stað Grunnskólans austan Vatna á Hólum, sem er skólahverfi viðkomandi samkvæmt búsetu. Samkvæmt reglum sveitarfélagsins um skólasókn í öðru skólahverfi skulu börn á grunnskólaaldri sækja skóla í sínu skólahverfi. Hins vegar er fræðslunefnd heimilt að veita undanþágu frá þeirri reglu ef málefnaleg sjónarmið liggja fyrir og skal sækja um undanþágu með skriflegri og rökstuddri beiðni til fræðslustjóra. Fræðslunefnd samþykkir að veita undanþágu vegna grunnskólagöngu barnsins með þeim skilyrðum að foreldrar sjái um skólaakstur ef gerðar verða breytingar á akstursleiðum að loknum samningstíma skv. útboði á skólaakstri árin 2018 ? 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 158. fundar fræðslunefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 158 Fræðsluþjónustan hefur í samstarfi við grunnskólastjóra unnið að gerð samræmdra reglna um skólasókn nemenda í grunnskólum í Skagafirði. Reglurnar gilda annars vegar um fjarvistir vegna leyfa og veikinda nemenda og hins vegar um fjarvistir/seinkomur og brottrekstur úr kennslustundum. Tilgangurinn er að samhæfa reglur um skólasókn nemenda með því að setja fram viðmið um skólasókn ásamt verklagsreglum um viðbrögð og eftirfylgni við ófullnægjandi skólasókn. Fræðslunefnd fagnar þessari vinnu og felur sviðsstjóra og fræðslustjóra að ljúka henni sem fyrst. Bókun fundar Afgreiðsla 158. fundar fræðslunefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 158 Lagðar voru fram niðurstöður samræmdra könnunarprófa í 9. bekk í grunnskólum í Skagafirði sem fóru fram í mars s.l. Fræðslustjóri fór yfir helstu niðurstöður. Fræðslunefnd hvetur skólana til að rýna niðurstöður vel og bregðast við því sem betur má fara. Bókun fundar Afgreiðsla 158. fundar fræðslunefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 158 Lagðar voru fram til kynningar ársskýrslur Árskóla og Varmahlíðarskóla fyrir skólaárið 2019-2020. Fræðslustjóri fór yfir skýrslurnar. Fræðslunefnd þakkar skýrslurnar og þakkar bæði stjórnendum og starfsfólki skólanna fyrir einstaka lausnamiðun, samstöðu og jákvæðni í starfi á fordæmalausum tímum í samfélaginu vegna Covid-19. Bókun fundar Afgreiðsla 158. fundar fræðslunefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 158 Lagðar voru fram sjálfsmatsskýrslur Árskóla og Varmahlíðarskóla. Fræðslustjóri fór yfir skýrslurnar og kynnti helstu niðurstöður. Fræðslunefnd fagnar faglegum vinnubrögðum grunnskólanna. Bókun fundar Afgreiðsla 158. fundar fræðslunefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 158 Fræðslunefnd samþykkir að fundir nefndarinnar til áramóta verði sem hér segir: 16. september, 14. október, 10. nóvember og 2. desember. Bókun fundar Afgreiðsla 158. fundar fræðslunefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
10.Fræðslunefnd - 159
Málsnúmer 2009007FVakta málsnúmer
-
Fræðslunefnd - 159 Í leikskólanum Ársölum eru haldnir átta starfsmannafundir yfir árið. Á fundum þessum er starfið með börnunum skipulagt og unnið að faglegum málefnum leikskólans. Fundir þessir hafa verið haldnir á mismunandi tímum í gegnum tíðina, ýmist utan daglegs vinnutíma eða á vinnutíma. Eðli málsins samkvæmt hentar það starfsfólki misvel að mæta á starfsmannafundi að hefðbundnum vinnutíma loknum og því hefur mæting á þá verið dræm. Í ljósi þessa er lagt til að skólaárið 2020-2021 verði fjórir fundir haldnir á dagvinnutíma og fjórir fundir haldnir utan dagvinnutíma. Ákvörðun þessi verður endurmetin við gerð skóladagatals skólaárið 2021-2022. Bókun fundar Afgreiðsla 159. fundar fræðslunefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 159 Borist hefur erindi foreldra þriggja ára barns um að barnið fái að fara með skólabílnum í leikskóla. Reglur sveitarfélagsins um skólaakstur í dreifbýli heimila ekki að aðrir en grunnskólanemendur ferðist með skólabílunum. Fræðslunefnd sér ekki fært að verða við þessu erindi. Bókun fundar Afgreiðsla 159. fundar fræðslunefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 159 Lagt fram yfirlit yfir nemendafjölda í leik- grunn- og tónlistarskóla í Skagafirði. Ljóst er að nemendum fjölgar nokkuð á milli ára á öllum skólastigum. Fræðslunefnd fagnar því að nemendum fjölgar í héraðinu. Bókun fundar Afgreiðsla 159. fundar fræðslunefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 159 Skólaakstur á Sauðárkróki var boðinn út í maímánuði s.l. Tvö tilboð bárust í verkið og var ákveðið að ganga til samninga við lægstbjóðanda. Sú ákvörðun var kærð til kærunefndar útboðsmála. Kærunefnd útboðsmála stöðvaði samningsferlið á grundvelli kærunnar og jafnframt með vísan til þess að ekki var ljóst hvort rétt hefði verið staðið að útboðinu með tilliti til þeirrar lagaskyldu að bjóða verkið út á Evrópska efnahagssvæðinu. Í ákvörðun kærunefndar kemur eftirfarandi fram: ,,Með vísan til þess að útboðið hafi ekki verið auglýst svo sem lög bjóða telur nefndin í ákvörðun sinni dags. 31.08.2020, verulegar líkur á að hið kærða útboð hafi brotið í bága við lög eða reglur um opinbert útboð sem leitt getur til ógildingar útboðsins og þar með ákvörðunar um val á tilboði, sbr. 1. mgr. 110.gr. laga um opinber útboð." Með vísan til ofangreinds telur fræðslunefnd rétt að fella útboðið niður og felur sviðsstjóra að undirbúa nýtt útboð á skólaakstri á Sauðárkróki til eins árs.
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra, leggur fram eftirfarndi bókun: ,, VG og óháðir standa ekki að afgreiðslu nefndarinnar vegna skólaaksturs á Sauðárkróki og telja að ekki hafi verið staðið vel að þessu útboði og afgreiðslu þessa máls. Þá bárust fundargögn málsins ekki á tilskildum tíma á því formi sem auðvelt var að nálgast. Óskað er eftir því að leiðbeiningar um mismunandi leiðir við að opna fundarskjöl verði gefnar út."
Axel Kárason og Elín Árdís Björnsdóttir, fulltrúar meirihluta í sveitarstjórn, leggja fram eftirfarandi bókun: ,,Harma ber hve útboðsferlið tók langan tíma, en ítrekað að útboðsferlið tafðist þrátt fyrir að hafa verið undirbúið strax í janúar á þessu ári. Röð atvika orsakaði tafir en útboðið var jafnframt það fyrsta sem starfsmenn sveitarfélagsins undirbjuggu samkvæmt stöðlum Evrópska efnahagssvæðisins. Það var vel að því staðið og þökkum við vel unnin störf."
Jóhanna Ey Harðardóttir, fulltrúi Byggðalista, óskar eftirfarandi bókað: ,,fræðslunefnd ákvað 30. janúar að bjóða út skólaakstur á Sauðárkróki, fræðslunefndin hefur ekki fjallað um málið þar til í dag 16. september og þá er málið komið á þá leið að samþykkt hefur verið tilboð í verkið og sú samþykkt komin í kæruferli. Ljóst er að fræðslunefnd stóð ekki að umræddri ákvörðun, en samkvæmt samþykktum Sveitarfélgasins Skagafjarðar þá er það fræðslunefnd sem skal fara með og taka ákvörðun um skólaakstur í grunnskóla. Bókun fundar Jóhanna Ey Harðardóttir fulltrúi Byggðarlista tók til máls og ítrekar bókun sína frá fundi fræðslunefndar svohljóðandi: Fræðslunefnd ákvað 30. janúar að bjóða út skólaakstur á Sauðárkróki, fræðslunefndin hefur ekki fjallað um málið þar til í dag 16. september og þá er málið komið á þá leið að samþykkt hefur verið tilboð í verkið og sú samþykkt komin í kæruferli. Ljóst er að fræðslunefnd stóð ekki að umræddri ákvörðun, en samkvæmt samþykktum Sveitarfélgasins Skagafjarðar þá er það fræðslunefnd sem skal fara með og taka ákvörðun um skólaakstur í grunnskóla.
Axel Kárason tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Ný lög um opinber innkaup og breytingar á viðmiðunarfjárhæðum sem tóku gildi frá 31. maí 2019 hefur þær afleiðingar að útboðum sveitarfélaga hefur fjölgað til muna. Innkaup sveitarfélaga eru einnig í fleiri tilvikum en áður kæranleg til kærunefndar útboðsmála.
Lögin segja að kaupandi skuli velja fjárhagslega hagkvæmasta tilboð hverju sinni svo fremi sem það uppfylli hæfiskröfur og útboðsskilmála að öðru leyti. Það þýðir að eftir að ákveðið hefur verið að ráðast í gerð útboðs gilda útboðsreglur og niðurstöður útboða eru bindandi fyrir kaupanda, nema ágallar séu á tilboðum. Nefndir sveitarfélagsins hafa ekki áskilið sér sérstaka aðkomu að því að meta bjóðendur og tilboð. Er slíkt því framkvæmdaatriði sem sviðsstjórar og starfsmenn sviða hafa annast með aðstoð ráðgjafa, eftir atvikum með aðstoð sveitarstjóra.
Á árinu 2020 var ákveðið að ráðast í tvö stór útboð sem voru með þær viðmiðunarfjárhæðir að þær bar að bjóða út á evrópska efnahagssvæðinu. Um umfangsmikil útboð var að ræða sem undirbúin voru á miklum annatímum á erfiðum vetri og í Covid-ástandi en sveitarfélagið naut ráðgjafar fagaðila í báðum tilfellum.
Útboð á skólaakstri á Sauðárkróki til þriggja ára, sem fræðslunefnd samþykkti samhljóða að ráðast í fyrr á þessu ári, var kært til kærunefndar útboðsmála sem ákvað að samningsgerð skyldi stöðvuð vegna þess að ekki hefði verið rétt staðið að útboðinu.
Í því ljósi samþykktu allir aðalmenn í fræðslunefnd samhljóða á síðasta fundi nefndarinnar að undirbúa nýtt útboð á skólaakstri á Sauðárkróki til eins árs, svo ekki kæmi til tafa á upphafi skólaaksturs vegna þess að nýtt útboð á EES-svæðinu er talsvert tímafrekt.
Meirihluti sveitarstjórnar styður samþykkt fræðslunefndar.
Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram svohljóðandi bókun:
VG og óháð standa ekki að afgreiðslum tengdum eldra eða nýju útboði og málatilbúnaði honum tengdum vegna skólaaksturs á Sauðárkróki og telja að ekki hafi verið staðið vel að útboði og ákvörðunum í þessu máli. Þá fjallaði fræðslunefnd ekki um tilboðin, en slíkt er í hennar verkahring og í samræmi við góða stjórnsýsluhætti, en ekki láta það sviðsstjóra og starfsmönnum einum eftir. Ljóst er að skerpa þarf á valdsviði og hlutverki pólitískt kjörinna fastanefnda sveitarfélagsins. Áréttað er að VG og óháð eiga áheyrnarfulltrúa í fræðslunefnd án atkvæðisréttar.
Harmaður er sá farvegur sem málið er komið í. Það féll í hlut Kærunefndar útboðsmála að stöðva samningsferlið vegna fyrra útboðsins á grundvelli kæru sem lögð var fram og jafnframt með vísan til þess að ekki var ljóst hvort rétt hefði verið staðið að útboðinu. Ekki sér fyrir endann á málarekstri og til hvers það mun leiða.
Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir
Afgreiðsla 159. fundar fræðslunefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með sjö atkvæðum. Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir fulltrúar Vg og óháðra óska bókað að þau sitji hjá. -
Fræðslunefnd - 159 Drög að skólanámskrá Tónlistarskóla Skagafjarðar lögð fram til kynningar. Fræðslunefnd fagnar vinnu við gerð skólanámskrárinnar og hvetur starfsfólk skólans til áframhaldandi faglegs starfs. Bókun fundar Afgreiðsla 159. fundar fræðslunefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
11.Skipulags- og byggingarnefnd - 385
Málsnúmer 2009002FVakta málsnúmer
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 385 Anton Kristinn Þórarinsson kt. 140379-4339, sækir um að fá úthlutaðri lóðinni Melatúni 1 á Sauðárkróki, til byggingar íbúðarhúss.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjenda. Bókun fundar Afgreiðsla 385. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 385 María Ósk Steingrímsdóttir kt. 070493-3229 og Jón Páll Júlíusson kt. 070182-3869 sækja um að fá úthlutaðri lóðinni Melatún 7, til byggingar íbúðarhúss.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjenda. Bókun fundar Afgreiðsla 385. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 385 Atli Gunnar Arnórsson f.h. landeigenda Staðarhofs í Skagafirði, landnr. 230392, óskar eftir heimild til að stofna byggingarreiti á jörðinni, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti sem unninn er af Stoð ehf. verkfræðistofu. Á byggingarreitum er fyrirhugað að reisa íbúðarhús, hesthús, vélageymslu og frístunda¬hús. Samhliða stofnun byggingarreitanna er sótt um heimild til lagningar vega skv. uppdrættinum, þar með talin heimreið frá Sauðárkróksbraut. Jákvæð umsögn Vegagerðarinnar liggur fyrir vegna aðkomuvegar að svæðinu. Deiliskipulagsferli er hafið fyrir svæðið.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt, að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 385. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 385 Ólöf Margrét Ólafsdóttir kt. 050644-4729 og Jón Torfi Snæbjörnsson kt. 270541-3059 eigendur Lónkots L146557 leggja fram hnitasettan afstöðuppdrátt sem sýnir afmörkun jarðarinnar Lónkots. Eigendur aðliggjandi jarða, Glæsibæjar L146524, Róðhóls L146580 og Höfða L146547 hafa undirritað samþykki sitt fyrir landamerkjum Lónkots. Þá óska landeigendur Lónkots eftir heimild til að skipta 39.1 ha spildu úr landi jarðarinnar, og er óskað eftir að ný spilda fái heitið Lónkot 2. Lögbýlaréttur fylgir áfram Lónkoti L146557.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 385. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 385 Alda Snæbjört Kristinsdóttir kt. 070768-5269 og Jón Daníel Jónsson kt. 120968-3439, leggja fram fyrirspurn, um hvort heimild fáist til að breikka innkeyrslu við Raftahlíð 59 á Sauðárkróki. Saga þarf niður steyptan vegg að hluta, um ca 2.6m.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Óska skal eftir umsögn sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs vegna málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 385. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 385 Knútur Aadnegard leggur fram skipulagslýsingu dagsetta 5.8.2020, fyrir "Laufsali". Deiliskipulagið tekur til um 21ha svæðis og afmarkast að vestan af landamerkjum Laufhóls, að norðan af landamerkjum Ásgarðs, að austan með Siglufjarðarvegi (76) og að sunnan af Laufhólsvegi (7762). Fyrir er á svæðinu eitt heilsárshús og er áætlað að byggja annað heilsárshús, auk aðstöðuhúss og einbýlishúss. Aðkoma að svæðinu er um aðkomuveg af Siglufjarðarvegi.
Skipulags- og byggingarnefnd mælist til að sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykki fyrirliggjandi lýsingu dagsetta 5.8.2020. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa málinu til liðar nr. 17, Miklihóll land s L221574. Deiliskipulag. Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 385 Knútur Aadnegard kt. 020951- og Brynja Kristjánsdóttir kt. 301151-2929, eigendur lóðarinnar Miklihóll lan 2, L221574, óska eftir breyttu heiti landeignarinnar, og að landið fái heitið Laufsalir.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 385. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 385 Helga Júlíana G. Steinarsdóttir Kt: 111163-4729 og Tryggvi Ólafur Tryggvason Kt. 090165-5269, sækja um leyfi til að gera bílastæði vestan við húsið, með aðkomu frá Ægisstíg 10, á Sauðárkróki, samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Óska skal eftir umsögn sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs vegna málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 385. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 385 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið áformar að leggja fram frumvarp til breytinga á skipulagslögum nr. 123/2010. Breytingarnar á skipulagslögum fela það í sér að heimilt verði að skipa sérstaka stjórnsýslunefnd sem hefur það hlutverk að taka sameiginlega skipulagsákvörðun sem nær til einnar framkvæmdar vegna flutningskerfis raforku, þvert á sveitarfélagsmörk. Meginhlutverk nefndarinnar yrði undirbúningur og samþykkt skipulagsákvörðunar vegna framkvæmdarinnar, útgáfa sameiginlegs framkvæmdaleyfis og yfirumsjón með eftirliti með framkvæmdinni. Slík nefnd væri skipuð fyrir hverja og eina framkvæmd í senn. Þá verður kveðið á um styttan umsagnarfrest við afmarkaðar breytingar á deiliskipulagi með það að markmiði að auka skilvirkni í stjórnsýslu vegna uppbyggingar íbúðarhúsnæðis. Þá eru áformaðar breytingar í þeim tilgangi að tryggja lagalegar forsendur fyrir stafrænni skipulagsgátt. Umsagnarfrestur er 10.09.2020. Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 385. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
- 11.10 2009054 Áform um frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 1062000 um mat á umhverfisáhrifum (leyfi til bráðabirgða)Skipulags- og byggingarnefnd - 385 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið áformar að leggja fram frumvarp til breytinga á lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Þá er áformað að í frumvarpinu verði einnig lögð til breyting á lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Áformað er að leggja til breytingu á lögum nr. 106/2000 um að leyfisveitandi geti í undantekningartilvikum, ef leyfi fyrir framkvæmd hefur verið fellt úr gildi vegna annmarka á mati á umhverfisáhrifum og sérlög sem um framkvæmdina gilda veita tímabundnar heimildir til framkvæmdar, veitt leyfi til bráðabirgða að uppfylltum tilteknum skilyrðum, m.a. að fullnægjandi umsókn um endanlegt leyfi liggi fyrir hjá leyfisveitanda og unnið verði að því að bæta úr annmörkum á mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar meðan umsóknin er til meðferðar. Þá verður að meta umhverfisáhrif frá upphafi framkvæmdar.
Áformað er einnig að leggja til breytingu á lögum nr. 7/1998 að fella niður heimild ráðherra til að veita tímabundnar undanþágur frá starfsleyfi og þess í stað verði leyfisveitendum veitt heimild til útgáfu leyfis til bráðabirgða í undantekningatilvikum, að uppfylltum nánari skilyrðum. Tryggja skal aðkomu og kærurétt almennings í ferlinu.
Umsagnarfrestur er til 17.09.2020. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast. Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar Afgreiðsla 385. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 385 Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 108 Bókun fundar 108. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020.
12.Skipulags- og byggingarnefnd - 386
Málsnúmer 2009013FVakta málsnúmer
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 386 Gunnar H. Kristjánsson bygginga- og brunaverkfræðingur kynnti fyrir skipulags- og byggingarnefnd, brunahönnun á byggingum Mjólkursamlags KS á Sauðárkróki, vegna áætlana um uppsetningar bruggverksmiðju.
Gunnar Kristjánsson brunahönnuður kynnti innihald skýrslunnar. Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi og Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri.
Skipulags- og bygingarnefnd er sammála að leita eftir mati óháðs aðila á skýrslunni. Bókun fundar Afgreiðsla 386. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 386 Torfi Ólafsson eigandi lóðarinnar Nýja-Skarð L229354 óskar eftir heimild til að stofna 989 m² byggingarreit innan lóðarinnar skv. afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 783801 útg. 8. október 2019. Afstöðuppdráttur unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 386. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 386 Yrma Guðvarðsdóttir kt. 150488-3469 og Guðmundur Árni Sigurbergsson kt. 080989-2969 sækja um að fá úthlutaðri lóðinni Melatún 2 á Sauðárkróki, til byggingar íbúðarhúss. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjenda. Bókun fundar Afgreiðsla 386. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 386 Lögð er fram tillaga frá Kollgátu arkitektum dags. 3.9.2019, að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Neðri-Áss 2, land 3 og land 4 í Hjaltadal. Um er að ræða 8,5 ha spildu sem staðsett er á ási, sem skilur að Hjaltadal í vestri og Kolbeinsdal í austri. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir 9 lóðum undir frístundahús og 9 lóðum fyrir orlofshúsabyggð. Fyrir eru á svæðinu nokkur frístundahús. Aðkoma að svæðinu er um Siglufjarðarveg og um aðkomuveg af Ásavegi. Deiliskipulagið er í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 og tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 sem er í skipulagsferli. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að hún samþykki tillöguna og mælist til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa málinu í lið 18, Neðri-Ás 2, land 3 og 4 - Umsókn um deiliskipulag
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 386 Helena Breiðfjörð Bæringsdóttir kt. 190768-4499 og Kristján Geir Jóhannesson kt. 290973-3259, þinglýstir eigendur jarðarinnar Sjónarhóls, landnúmer 202324, óska eftir heimild til að stofna 750 m² byggingarreit á landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 732701 útg. 8. sept. 2020, unnin af Stoð verkfræðistofu. Um er að ræða byggingarreit fyrir fjárhús með hámarksnýtingarhlutfall 0,3. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir afmörkun byggingarreitar, með fyrirvara um að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið. Bókun fundar Afgreiðsla 386. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 386 Fyrir fundinum liggur umsókn um úthlutun á byggingarsvæði við Freyjugötu (Freyjugötureits) á Sauðárkróki frá Ómari Guðmundssyni fh. Hrafnshóls ehf. kt. 470110-0820. Skipulags- og byggingarnefnd tók jákvætt í erindið á fundi sínum 17.5.2019, og samþykkti að vísa erindinu til byggðarráðs. Vinna við gerð samnings ásamt viðaukum um uppbyggingu milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar annarsvegar og hinsvegar Hrafnhóls ehf kt. 540217-1300 og Nýjatúns ehf kt. 470219-1220, um framkvæmd og þróun á byggingum á svokölluðum Freyjugötureit var samþykktur á fundi byggðarráðs á fundi ráðsins 17.9.2020.
Óskað er eftir að félagið fái heimild til að vinna deiliskipulag af svæðinu sem sótt er um og að svæðinu verði úthlutað Hrafnshóli ehf. Á fyrsta ári reikna umsækjendur með að byggja 10-20 íbúðir. Reiknað er með í umsókn að reiturinn verði fullbyggður innan 10 ára, þá með 50 til 90 íbúðum eftir því hvaða útfærsla verður valin. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að úthluta Hrafnshóli ehf kt. 540217-1300 svokölluðum Freyjugötureit til byggingar 40-90 íbúða á reitnum, allt eftir því hvernig reiturinn þróast samkvæmt samningi. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa málinu til liðar nr. 19, Freyjugata Sauðárkróki - umsókn um lóð - Freyjugötureitur. Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 386 Friðrik Friðriksson arkitekt f.h. Nýjatúns ehf kt. 540217-1300 leggur umsókn um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi „gamla bæjarins“ á Sauðárkróki. Breyting á deiliskipulagi felur í sér samkvæmt fyrirliggjandi uppdrætti dags.8.9.2020, að tveir byggingarreitir við Freyjugötu 7-7a verði sameinaðir og að heimilt verði að byggja á sameiginlegum reit tveggja hæða fjölbýlishús fyrir allt að 10 íbúðir. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir allt að 0,7 nýtingarhlutfalli á byggingarreitum, en í breytingunni verði nýtingarhlutfall 0,53. Skipulags- og byggingarnefnd mælist til að sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykki framlagðan uppdrátt, sem gerir ráð fyrir óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi "gamla bæjarins" sem nær yfir byggingarreitina Freyjugata 7 og 7a, sem verða sameinaðir og tekur til byggingar eins húss tveggja hæða, með allt að 10 íbúðum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir óverulega breytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123.2010, og að tillagan verði grenndarkynnt íbúum nærliggjandi húsa við Freyjugötu og Knarrarstíg. Tillagan er talin hafa óveruleg áhrif á svæðið, þar sem nú þegar eru mörg hús við Freyjugötu tveggja hæða og eitt hús þriggja hæða. Sú tillaga að hústýpu sem liggur frammi er talin falla vel að þeim húsakosti sem er til staðar í næsta nágrenni. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa málinu til liðar nr. 20, Freyjugata 7, 7a - Umsókn um breytingu á gildandi deiliskipulagi. Samþykkt samhljóða.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 386 Eyjólfur Sverrisson kt. 030868-5879, f.h. Skefilsstaða ehf. kt. 641109-1260, þinglýsts eiganda jarðarinnar Skefilsstaðir, landnúmer 145911 óskar hér með eftir heimild til að stofna 1,3 ha spildu úr landi jarðarinnar, sem „Bakkatún“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 721001 útg. 18. ágúst 2020. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. Verkfræðistofu.
Óskað er eftir því að útskipt spilda verði tekin úr landbúnaðarnotkun og skráð sem sumarbústaðaland (60). Kvöð um sameiginlegan yfirferðarrétt Skefilsstaða, L145911, og útskiptrar spildu um vegarslóða sem mun liggja í landi beggja landeigna er sýnd á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti. Staðvísir útskiptrar spildu vísar til þess landslags sem einkennir spilduna. Ekki er annað landnúmer innan sveitarfélagsins skráð með þennan staðvísi. Engin fasteign er á umræddri spildu. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Skefilsstöðum, landnr. 145911.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 386. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 386 Halldór Ingólfur Hjálmarsson kt. 300155-2789, leggur fram umsókn um leyfi til að byggja á lóðinni Fellstúni 14 á Sauðárkróki, garðskála við austurvegg íbúðarhúss og kalt skýli milli íbúðarhúss og bílgeymslu. Auk þess er óskað eftir að byggja steypta veggi, stoðveggi við lóðarmörk, samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða vegna byggingu stoðveggja. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 386. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 386 Lagt fram til kynningar.
Drög að frumvarpi til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123/2010.
Frumvarpið felur í sér tillögu til einföldunar á stjórnsýslu við gerð skipulagsáætlana og útgáfu framkvæmdaleyfa vegna framkvæmda í flutningskerfi raforku. Þá felur frumvarpið í sér tillögu til einföldunar á skipulagsbreytingum og ákvæði um stafræna málsmeðferð.
Með frumvarpinu er kveðið á um heimild til að unnið sé sérstakt raflínuskipulag sem tekur til svæðis þvert á sveitarfélagamörk til að auðvelda og flýta fyrir uppbyggingu flutningskerfis raforku. Gert er ráð fyrir að gerð slíks skipulags yrði í höndum nefndar sem skipuð verður fulltrúum ríkis og sveitarfélaga.
Einnig er lagt til að umsagnarfrestur vegna tiltekinna auglýstra breytinga á deiliskipulagi verði styttur með það að markmiði að auka skilvirkni í stjórnsýslu vegna uppbyggingar íbúðarhúsnæðis. Í samræmi við stefnu stjórnvalda um stafræna stjórnsýslu er auk þess kveðið á um stafræna gagnagátt fyrir skipulagsáætlanir í frumvarpinu.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að treysta þurfi betur flutnings- og dreifikerfi raforku í landinu og að hraða þurfi málsmeðferð ákvarðana sem tengjast línulögnum. Frumvarpið er liður í þessu en jafnframt hluti af úrvinnslu á tillögum átakshóps um úrbætur á innviðum í kjölfar óveðurs sem gekk yfir landið 10. og 11. desember 2019. Tillögurnar hafa þannig það markmið að einfalda og hraða málsmeðferð er varða framkvæmdir vegna raflína í meginflutningskerfi raforku sem liggja um fleiri en eitt sveitarfélag. Slíkar framkvæmdir geta kallað á breytingar á aðalskipulagi hvers sveitarfélags auk útgáfu framkvæmdaleyfis frá hverju sveitarfélagi. Tillagan gerir ráð fyrir að tekin sé sameiginleg ákvörðun ríkis og viðkomandi sveitarfélaga um skipulag leyfisveitingar fyrir framkvæmd af þessu tagi.
Þau ákvæði frumvarpsins sem varða málsmeðferð vegna deiliskipulagsbreytinga og stafræna stjórnsýslu fela í sér framfylgd á hluta tillagna átakshóps í húsnæðismálum í tengslum við gerð lífskjarasamninga. Óskað er eftir því að athugasemdir við frumvarpsdrögin berist eigi síðar 1. október 2020.
Bókun fundar Afgreiðsla 386. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 386 Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 109 Bókun fundar 109. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020
13.Umhverfis- og samgöngunefnd - 171
Málsnúmer 2008019FVakta málsnúmer
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 171 Fundagerðir nr. 420, 421, 422, 423 og 424 frá Hafnasambandi Íslands yfirfarnar. Bókun fundar Fjórar fundargerðir Hafnarsambands Íslands frá mars - maí 2020, lagðar fram til kynningar á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 171 Fundargerðir nr.20, 21 og 22 frá Siglingaráði yfirfarnar. Bókun fundar Þrjár fundargerðir Siglingaráðs lagðar fram til kynningar á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 171 Dagur Þór Baldvinsson fór yfir viðbragðsáætlanir hafna og gerður var samningur við Brunavarnir Skagafjarðar um aðgerðaáætlanir ef mengurnarslys verður. Gert var grein fyrir þeim búnaði sem til er og þarf að hafa ef slys verður. Bókun fundar Afgreiðsla 171. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 171 Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2019 og yfirfarinn. Engar athugasemdir voru gerðar við reikninginn. Bókun fundar Afgreiðsla 171. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 171 Ekki er búið að festa kaup á dráttarbát en verið er að skoða mögulega kaup á notuðum bátum sem henta verkefninu. Hafnarstjóri er í sambandi við Vegagerðina vegna málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 171. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 171 Sviðsstjóri kynnti stöðu verkefnisins. Framvinda verksins er í samræmi við áætlun verktaka. Efni í rofvarnir er tekið við Vindheima og í Hegaranesi. Bókun fundar Afgreiðsla 171. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 171 Breytingar á hönnun er í gangi eftir ábendingar frá smábátasjómönnum. Bókun fundar Afgreiðsla 171. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 171 Sviðstjóra og hafnarstjóra er falið að ræða við Rarik vegna lagningu aðveitustrengja að höfninni. Einnig verður gerð þarfagreining á orkuþörf hafnarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 171. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 171 Sviðsstjóra er falið að fylgja málinu eftir og sjá til þess að hugsmunum Sveitarfélagsins sé gætt. Bókun fundar Afgreiðsla 171. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 171 Sviðsstjóri upplýsir nefndina um stöðu málsins. Búið er að semja við Verkfræðistofuna Eflu um að taka sýni úr fráveitukerfi bæjarins. Bókun fundar Afgreiðsla 171. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 171 Nefndin er ánægð með breytingartilögur og felur Ingvari Páli verkefnisstjóra að halda áfram með málið ásamt sviðstjóra. Þegar fullnaðarteikningar og leyfi liggur fyrir munu framkvæmdir hefjast. Bókun fundar Afgreiðsla 171. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 171 Sviðsstjóri kynnti stöðu verksins. Verkið er hafið í samræmi við samþykkta verkáætlun verktaka og er verkið á áætlun. Vinnusvæði verktaka er eini vegurinn að skólanum og mun vegurinn verða torfær á meðan á verkinu stendur. Sviðsstjóri hefur haldið kynningarfundi með verktaka, skólastjóra, bílstjórum og kennurum Varmahlíðarskóla og farið yfir verklag, skipulag og öryggismál. Bókun fundar Afgreiðsla 171. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 171 Nefndin lýsir yfir ánægju sinni á breytingum á frágangi yfirborðs á svæðinu. Áætlað er að opna móttökusvæðið í lok september. Bókun fundar Afgreiðsla 171. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 402. fundi sveitarstjórnar 23. september 2020 með níu atkvæðum.
14.Viðauki 7 við fjárhagsáætlun 2020
Málsnúmer 2008235Vakta málsnúmer
"Lagður fram viðauki númer 7 við fjárhagsáætlun ársins 2020. Meginefni viðaukans er hækkun launakostnaðar vegna kjarasamningsbreytinga sem hafa orðið á árinu 2020 með nýjum kjarasamningum. Launahækkunin er áætluð 276 mkr. en upp í hana var til óráðstafaður launapottur sem gengur á móti að fjárhæð 136 mkr., þannig að hækkun launakostnaðar í viðaukanum er 140 mkr. Einnig eru gerðar breytingar á tekjum um 49 mkr. og munar þar mest lækkun tekna í Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ út af Covid-19, 40 mkr. Lagt er til að þessum breytingum í rekstri verði mætt með nýrri lántöku að fjárhæð allt að 191.227 þús.kr. Einnig er í þessum viðauka leiðrétt upphafsstaða áætlunar efnahags til samræmis við ársreikning 2019. Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgeiðslu sveitarstjórnar."
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
15.Freyjugata Sauðárkróki - umsókn um lóð - Freyjugötureitur
Málsnúmer 1905113Vakta málsnúmer
"Lagður fram samningur ásamt viðaukum, um uppbyggingu á lóðum við Freyjugötu á Sauðárkróki milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar annars vegar og hins vegar Hrafnshóls ehf. 540217-1300 og Nýjatúns ehf., 470219-1220, sem er óhagnaðardrifið leigufélag. Byggðarráð samþykkir framlögð samningsdrög."
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
16.Umsókn um stofnframlög vegna leiguíbúða á Freyjugötu
Málsnúmer 2004257Vakta málsnúmer
Eftirfarandi bókun lögð fram og samþykkt af byggðarráði:
"Sveitarfélagið Skagafjörður sótti um og fékk úthlutað stofnframlagi f.h. óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar vegna átta íbúða við Freyjugötu á Sauðárkróki á grundvelli laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir, sbr. bréf Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) til sveitarfélagsins dags. 30.06. 2020. Ekki hefur komið til þess að sveitarfélagið hafi stofnað þá húsnæðissjálfseignarstofnun sem ráðgert var skv. framangreindri umsókn. Nýjatún ehf., kt. 470219-1220, er stofnandi Bæjartúns hses., kt. 580820-1660, sbr. staðfestingu ráðherra sem tilkynnt var með bréfi dags. 11.08. 2020. Sveitarfélagið og Nýjatún ehf. óska hér með eftir því að HMS samþykki að Bæjartún hses. taki yfir öll réttindi og skyldur sveitarfélagsins f.h. hinnar óstofnuðu húsnæðissjálfseignarstofnunar skv. framangreindri úthlutun stofnframlags. Nýjatún ehf. þekkir framangreinda umsókn vel. Jafnframt hefur Nýjatún kynnt sér mat HMS á umsókninni sem fylgdi tilkynningu um samþykki umsóknar dags. 30.06. 2020. Með undirritun á yfirlýsingu samþykkja Nýjatún ehf., Sveitarfélagið Skagafjörður, Bæjartún hses. og HMS að öll réttindi og skyldur sem fylgja veitingu stofnframlaga ríkis og sveitarfélags færist frá sveitarfélaginu f.h. óstofnaðrar hses. til Bæjartúns hses. Sveitarfélagið Skagafjörður afsalar því öllum rétti sem fólst í samþykki HMS á umsókn um stofnframlag ríkisins til Bæjartúns hses., og skuldbindur sig jafnframt til að veita Bæjartúni hses. stofnframlag sveitarfélags vegna byggingar íbúðanna í samræmi við lög nr. 52/2016. Af framangreindu leiðir þá jafnframt að Bæjartún hses. verður sá aðili sem HMS gerir samning við um stofnframlag ríkisins og fær stofnframlagið greitt í samræmi við hann."
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
17.Miklihóll land 2 L221574. Deiliskipulag.
Málsnúmer 2008105Vakta málsnúmer
Knútur Aadnegard leggur fram skipulagslýsingu dagsetta 5.8.2020, fyrir "Laufsali". Deiliskipulagið tekur til um 21ha svæðis og afmarkast að vestan af landamerkjum Laufhóls, að norðan af landamerkjum Ásgarðs, að austan með Siglufjarðarvegi (76) og að sunnan af Laufhólsvegi (7762). Fyrir er á svæðinu eitt heilsárshús og er áætlað að byggja annað heilsárshús, auk aðstöðuhúss og einbýlishúss. Aðkoma að svæðinu er um aðkomuveg af Siglufjarðarvegi.
Borið upp til afgreiðslu og samþykkir Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar með níu atkvæðum, fyrirliggjandi lýsingu dagsetta 5.8.2020. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga
18.Neðri-Ás 2, land 3 og 4 - Umsókn um deiliskipulag
Málsnúmer 1505046Vakta málsnúmer
Lögð er fram tillaga frá Kollgátu arkitektum dags. 3.9.2019, að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Neðri-Áss 2, land 3 og land 4 í Hjaltadal. Um er að ræða 8,5 ha spildu sem staðsett er á ási, sem skilur að Hjaltadal í vestri og Kolbeinsdal í austri. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir 9 lóðum undir frístundahús og 9 lóðum fyrir orlofshúsabyggð. Fyrir eru á svæðinu nokkur frístundahús. Aðkoma að svæðinu er um Siglufjarðarveg og um aðkomuveg af Ásavegi. Deiliskipulagið er í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 og tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 sem er í skipulagsferli.
Borið upp til afgreiðslu og samþykkir Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar tillöguna með níu atkvæðum og mælist til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
19.Freyjugata Sauðárkróki - umsókn um lóð - Freyjugötureitur
Málsnúmer 1905113Vakta málsnúmer
Fyrir fundinum liggur umsókn um úthlutun á byggingarsvæði við Freyjugötu (Freyjugötureits) á Sauðárkróki frá Ómari Guðmundssyni fh. Hrafnshóls ehf. kt. 470110-0820. Skipulag- og byggingarnefnd tók jákvætt í erindið á fundi sínum 17.5.2019, og samþykkti að vísa erindinu til Byggðarráðs. Vinna við gerð samnings ásamt viðaukum um uppbyggingu milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar annarsvegar og hinsvegar Hrafnhóls ehf kt. 540217-1300 og Nýjatúns ehf kt. 470219-1220, um framkvæmd og þróun á byggingum á svokölluðum Freyjugötureit var samþykktur á fundi Byggðarráðs á fundi ráðsins 17.9.2020. Óskað er eftir að félagið fái heimild til að vinna deiliskipulag af svæðinu sem sótt er um og að svæðinu verði úthlutað Hrafnshóli ehf. Á fyrsta ári reikna umsækjendur með að byggja 10-20 íbúðir. Reiknað er með í umsókn að reiturinn verði fullbyggður innan 10 ára, þá með 50 til 90 íbúðum eftir því hvaða útfærsla verður valin.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum, að úthluta Hrafnshóli ehf kt. 540217-1300 svokölluðum Freyjugötureit til byggingar 40-90 íbúða á reitnum, allt eftir því hvernig reiturinn þróast samkvæmt samningi
20.Freyjugata 7, 7a - Umsókn um breytingu á gildandi deiliskipulagi
Málsnúmer 2009159Vakta málsnúmer
Friðrik Friðriksson arkitekt f.h. Nýjatúns ehf kt. 540217-1300 leggur umsókn um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi „gamla bæjarins“ á Sauðárkróki. Breyting á deiliskipulagi felur í sér samkvæmt fyrirliggjandi uppdrætti dags.8.9.2020, að tveir byggingarreitir við Freyjugötu 7-7a verði sameinaðir og að heimilt verði að byggja á sameiginlegum reit tveggja hæða fjölbýlishús fyrir allt að 10 íbúðir. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir allt að 0,7 nýtingarhlutfalli á byggingarreitum, en í breytingunni verði nýtingarhlutfall 0,53. Skipulags- og byggingarnefnd mælist til að sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykki framlagðan uppdrátt, sem gerir ráð fyrir óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi "gamla bæjarins" sem nær yfir byggingarreitina Freyjugata 7 og 7a, sem verða sameinaðir og tekur til byggingar eins húss tveggja hæða, með allt að 10 íbúðum.
Borið upp til afgreiðslu og samþykkir Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar með níu atkvæðum, óverulega breytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123.2010, og að tillagan verði grenndarkynnt íbúum nærliggjandi húsa við Freyjugötu og Knarrarstíg. Tillagan er talin hafa óveruleg áhrif á svæðið, þar sem nú þegar eru mörg hús við Freyjugötu tveggja og eitt hús þriggja hæða. Sú tillaga að hústýpu sem liggur frammi er talin falla vel að þeim húsakosti sem er til staðar í næsta nágrenni.
21.Sæberg L146736 - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 2009105Vakta málsnúmer
Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum að fela byggingarfulltrúa að auglýsa hina fyrirhugðu framkvæmd í tvær vikur áður en tekin er ákvörðun um leyfi til framkvæmda.
22.Fundagerðir stjórnar SÍS 2020
Málsnúmer 2001002Vakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 16:55.