Skipulags- og byggingarnefnd - 373
Málsnúmer 2005024F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 399. fundur - 03.06.2020
Fundargerð 373. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 28. maí 2020 lögð fram til afgreiðslu á 399. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi varaforseta, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 373 Skipulags- og byggingarnefnd ásamt Stefáni Thors skipulagsráðgjafa fengu á vinnufund vegna endurskoðunar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, aðila frá Hestamannafélaginu Skagfirðingi. Farið var yfir ýmsa kosti varðandi reiðleiðir í Skagafirði. Bókun fundar Afgreiðsla 373. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 373 Ingólfur Bergland Ingvarsson kt. 270898-2119, óskar eftir að skila inn íbúðarhúsalóðinni Birkimelur 20, í Varmahlíð. Fyrir liggur undirritað samkomulag á milli Ingólfs og skipulagsfulltrúa, f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar um skil á lóðinni. Bókun fundar Afgreiðsla 373. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.