Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

373. fundur 27. maí 2020 kl. 17:00 - 19:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Regína Valdimarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
  • Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir
  • Jóhanna Ey Harðardóttir
  • Axel Kárason
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Jón Örn Berndsen skipulagsfulltrúi
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 - Endurskoðun

Málsnúmer 1812032Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd ásamt Stefáni Thors skipulagsráðgjafa fengu á vinnufund vegna endurskoðunar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, aðila frá Hestamannafélaginu Skagfirðingi. Farið var yfir ýmsa kosti varðandi reiðleiðir í Skagafirði.

2.Birkimelur 20 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1907134Vakta málsnúmer

Ingólfur Bergland Ingvarsson kt. 270898-2119, óskar eftir að skila inn íbúðarhúsalóðinni Birkimelur 20, í Varmahlíð. Fyrir liggur undirritað samkomulag á milli Ingólfs og skipulagsfulltrúa, f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar um skil á lóðinni.

Fundi slitið - kl. 19:30.