Fara í efni

Umsagnarbeiðni; frumvarp til laga um um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna

Málsnúmer 2005106

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 916. fundur - 27.05.2020

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. maí 2020 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9/2009, með síðari breytingum (átak í fráveitumálum),776. mál.
Byggðarráð fagnar frumvarpinu en framundan eru umfangsmiklar fráveituframkvæmdir hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Sveitarfélögin í landinu hafa lengi kallað eftir endurskoðun á fyrirkomulagi fráveituframkvæmda en um er að ræða nauðsynlegar en um leið mjög fjárfrekar framkvæmdir sem eðlilegt er að ríki og sveitarfélög hafa samvinnu um að koma í gott horf. Enginn vafi er á að stuðningur ríkisins mun skipta miklu máli í því mikilvæga verkefni að hraða fráveituframkvæmdum vítt og breytt um landið.