Fara í efni

Aukið félagsstarf fullorðinna sumarið 2020 vegna COVID-19

Málsnúmer 2005187

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 278. fundur - 26.08.2020

Félagsmálastjóri upplýsti að sótt hefði verið um styrk vegna félagsstarfs fullorðinna 67 ára og eldri í tengslum við Covid-19. Styrkur að upphæð rúm ein milljón króna fékkst til verkefnis sem fengið hefur nafnið ,,Félagsmiðstöð á flakki". Verkefnið, sem er tímabundið, gengur út á að ná til eldri borgara í félagsstarfi af ýmsu tagi í nærumhverfi heimilis, t.d. í félagsheimilum í sveitarfélaginu. Verkefnið fer af stað nú á haustmánuðum. Starfsmenn félagsþjónustu munu fara á milli og hvetja til samveru, samtals og afþreyingar meðal eldri borgara.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 282. fundur - 05.11.2020

Lögð fram til kynningar greinargerð verkefnisins Félagsmiðstöð á flakki sem hófst í október. Markmiðið var að ná til allra eldri borgara í Sveitarfélaginu Skagafirði og Akrahreppi og bjóða upp á kynningu á félagsstarfi fullorðinna og veita upplýsingar um þá þjónustu sem fólki stendur til boða. Því miður þurfti að fresta áður auglýstum viðburðum á nokkrum stöðum um óákveðinn tíma vegna þriðju bylgju Covid 19. Félags- og tómstundanefnd fagnar verkefninu og afrakstri þess og vonast til þess að hægt verði að klára fyrirhugaðar heimsóknir sem fyrst.