Samstarf á sviði brunamála
Málsnúmer 2005270
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 917. fundur - 03.06.2020
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 28. maí 2020 frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Þar kemur fram að að búið er að leggja lokahönd á skýrslu starfshóps um brunamál fyrir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) og verður hún gefin út á næstu dögum. Aðgerðir til að efla umgjörð brunamála og brunavarna á Íslandi eru m.a. að stórefla brunavarnir og fjölga þeim sem sinna eftirliti með að lögum og reglum sé framfylgt á öllum stigum, allt frá byggingu mannvirkja til þjálfunar slökkviliða, rannsókna á orsökum og fræðslu til almennings. Svið brunaeftirlits og brunavarna verður flutt á starfsstöð HMS á Sauðárkróki og stöðugildum sviðsins fjölgað í átta.