Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
Samþykkt var í upphafi fundar að taka mál 2006031 - Eyvindarstaðaheiði ehf. - aðalfundur 2019, á dagskrá með afbrigðum.
1.Hugmyndir og ábendingar að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf
Málsnúmer 2003207Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar viðspyrna Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem kynnt hefur verið í fjölmiðlum og á heimasíðu sveitarfélagsins.
2.Ósk um kaup á landi norðan við Árhól
Málsnúmer 2004138Vakta málsnúmer
Málið áður á dagskrá 914. fundar byggðarráðs þann 13. maí 2020. Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. apríl 2020 frá Valdísi Hálfdánardóttur og Rúnari Þór Númasyni þar sem þau óska eftir að kaupa eða nýta landspildu sem er norðan við Árhólsland. Byggðarráð samþykkti að vísa erindinu til umsagnar landbúnaðarnefndar sem bókaði eftirfarandi: "Landbúnaðarnefnd leggst gegn því að landið verði selt en gerir ekki athugasemdir við að það verði leigt til landbúnaðarnota."
Byggðarráð samþykkir að landið verði leigt til landbúnaðarnota og felur sveitarstjóra að auglýsa það.
Byggðarráð samþykkir að landið verði leigt til landbúnaðarnota og felur sveitarstjóra að auglýsa það.
3.Aðalfundur 2020 Landskerfi bókasafna hf
Málsnúmer 2005255Vakta málsnúmer
Lagt fram aðalfundarboð Landskerfis bókasafna hf. 2020, þann 11. júní 2020, dagsett 29. maí 2020.
Byggðarráð samþykkir að fela Þórdísi Friðbjörnsdóttur héraðsbókaverði að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.
Byggðarráð samþykkir að fela Þórdísi Friðbjörnsdóttur héraðsbókaverði að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.
4.Eyvindarstaðaheiði ehf. - aðalfundur 2019
Málsnúmer 2006031Vakta málsnúmer
Lagt fram aðalfundarboð Eyvindarstaðaheiðar ehf., miðvikudaginn 10. júní 2020.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.
5.Hólar-Undir Byrðunni - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 2005147Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembætti Norðurlands vestra, úr máli 2005118 og dagsettur 16. maí 2020. Með umsókn dagsettri 08.05.2020 sækir Gústaf Gústafsson, f.h. Hjaltadalur ferðaþjónusta ehf., kt. 480520-0250, um leyfi til að reka veitingastað í flokki II í Hólaskóla, í Hjaltadal, 551 Sauðárkróki. Fastanúmer 214-2788.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
6.Ketilás - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 2005181Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembætti Norðurlands vestra, úr máli 2002428 og dagsettur 20. maí 2020. Með umsókn dagsettri 10.02.2020 sækir Stefanía Hjördís Leifsdóttir, f.h. Ferðaþjónustunnar Brúnastöðum, kt. 680911-0530, um leyfi til að reka veitingastað í flokki II í Félagsheimilinu Ketilás, 570 Fljót. Fastanr. 214-4081. Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
7.Deplar 146791 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 2005182Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembætti Norðurlands vestra, úr máli 2004146 og dagsettur 20. maí 2020. Með umsókn dagsettri 06.04.2020 sækir Haukur B. Sigmarsson, f.h. Green Highlander, kt.471113-0340, um leyfi til að reka gististað í flokki IV að Deplum, 570 Fljót. Fastanr. 214-3908.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
8.Hólar Bjórsetur - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 2005217Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembætti Norðurlands vestra, úr máli 2005187 og dagsettur 25. maí 2020. Með umsókn dagsettri 07.05.2020 sækir Bjarni Kristófer Kristjánsson, f.h. Bjórsetur Íslands kt. 530314-0810, um leyfi til að reka krá, veitingaleyfi í flokki II, að Hólum í Hjaltadal, 551 Sauðárkróki. Fastanr.214-2751.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
9.Greining á fjármálum sveitarfélaga í kjölfar Covid-19
Málsnúmer 2005224Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf dagsett 25. maí 2020 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til sveitarstjórna landsins varðandi áhrif Covid-19 faraldurins á opinber fjármál.
10.Samstarf á sviði brunamála
Málsnúmer 2005270Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 28. maí 2020 frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Þar kemur fram að að búið er að leggja lokahönd á skýrslu starfshóps um brunamál fyrir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) og verður hún gefin út á næstu dögum. Aðgerðir til að efla umgjörð brunamála og brunavarna á Íslandi eru m.a. að stórefla brunavarnir og fjölga þeim sem sinna eftirliti með að lögum og reglum sé framfylgt á öllum stigum, allt frá byggingu mannvirkja til þjálfunar slökkviliða, rannsókna á orsökum og fræðslu til almennings. Svið brunaeftirlits og brunavarna verður flutt á starfsstöð HMS á Sauðárkróki og stöðugildum sviðsins fjölgað í átta.
11.Viljayfirlýsing milli stjórnvalda og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um uppbyggingu koltrefjaframleiðslu í Skagafirði
Málsnúmer 2003011Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar viljayfirlýsing milli ríkisstjórnar Íslands og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um uppbyggingu koltrefjaframleiðslu í Skagafirði.
Fundi slitið - kl. 15:26.