Fara í efni

Ljósleiðari Hveravellir - Skagafjörður

Málsnúmer 2007007

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 924. fundur - 06.08.2020

Fyrirhuguð er lagning ljósleiðara á vegum Mílu frá Hveravöllum og að Steinsstöðum í Skagafirði sumarið 2020. Tengill ehf. vinnur við undirbúning verkefnisins með Mílu. Óskað er eftir leyfi fyrir lagningu ljósleiðarans um land í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá Fossá að Svartá en umrætt land er ekki þjóðlenda. Byggðarráð samþykkti á 923. fundi sínum 15. júlí 2020 að fela skipulagsfulltrúa að gefa út leyfi til framkvæmda í samræmi við reglugerð 772/2012, með fyrirvara um að fyrir liggi samþykki þeirra landeigenda sem ljósleiðarinn fer um og samþykki þeirra veiðifélaga sem eru á lagningarsvæði Mílu og sem lagning ljósleiðara hefur hugsanlega áhrif á.
Byggðarráð samþykkir að veita leyfi fyrir lagningu ljósleiðarans um það land í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem lagnaleiðin liggur um. Gísli Sigurðsson óskar bókað að hann tekur ekki þátt í afgreiðslu þessa dagskrárliðar.