Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

924. fundur 06. ágúst 2020 kl. 11:30 - 12:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Stefán Vagn Stefánsson varaform.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir varam.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Axel Kárason
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Kristín Jónsdóttir. ritari
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Dagskrá
Á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 var samþykkt að byggðarráð hafi heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar samkvæmt III. kafla skv. 8. gr. samþykktar sveitarfélagsins. Sumarleyfið hefst 1. júlí 2020 og lýkur 13. ágúst 2020.

1.Málefni bensínstöðvar N1 á Hofsósi

Málsnúmer 2002003Vakta málsnúmer

Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, tók þátt í umræðum undir þessum dagskrárlið í gegnum síma.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur undanfarið haft til umfjöllunar og athugunar mengunarslys sem tengist bensínstöð N1 að Suðurbraut 9 á Hofsósi. Hefur m.a. verið fjallað um málið í byggðarráði í fjórgang þar sem mætt hafa í tvígang framkvæmdastjóri og formaður stjórnar Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, og forstjóri Festis hf. sem er móðurfélag N1 og framkvæmdastjóri N1 á einn fund. Þá hefur umhverfis- og samgöngunefnd sveitarfélagsins einnig haft málið til umfjöllunar.

Ljóst er að umfang mengunar frá bensíntanki N1 að Suðurbraut er mikið og hefur m.a. haft þau áhrif að Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra hefur bannað afnot af íbúðarhúsnæðinu að Suðurbraut 6 þar til fullnægjandi hreinsun hefur átt sér stað. Mengunin hefur auk þess haft áhrif á starfsemi fyrirtækja á svæðinu.

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur ríkra hagsmuna að gæta í málinu sem eigandi lóða og veitumannvirkja í nágrenni bensínstöðvar N1 á Hofsósi. Sama gildir um eigendur fasteigna á svæðinu, íbúa og rekstraraðila. Sveitarfélagið leggur því ríka áherslu á að N1 uppræti þá mengun sem ljóst er að orðið hefur af völdum bensínleka úr tanki N1 við Suðurbraut 9 og komist alfarið fyrir mengunina hvar sem hana er að finna. Til grundvallar aðgerðum þurfa að liggja ítarlegar rannsóknir á umfangi mengunarinnar og jarðlögum á svæðinu enda um grafalvarlegt mál að ræða þegar svo virðist sem mengunin leiti langt frá upptökum sínum, þ.m.t. í átt að sjávarkambinum vestan Suðurbrautar. Nú er orðið ljóst að N1 hefur ekki tilkynnt mengunartjónið til Umhverfisstofnunar með þeim hætti sem lög kveða skýrt á um og lítur byggðarráð það alvarlegum augum. Skorar byggðarráð á N1 að tilkynna mengunartjónið strax með þeim hætti sem vera ber.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir gagnvart N1 og Umhverfisstofnun og fá frá þessum aðilum og HNV nánari upplýsingar um eðli og umfang tjónsins og þær ráðstafanir, þ.m.t. rannsóknir, sem rekstraraðili hefur þegar ráðist í og mun verða gert að ráðast í. Byggðarráð felur sveitarstjóra ennfremur að gefa skýrslu um stöðu aðgerða á næsta fundi ráðsins.

2.Ljósleiðari Hveravellir - Skagafjörður

Málsnúmer 2007007Vakta málsnúmer

Fyrirhuguð er lagning ljósleiðara á vegum Mílu frá Hveravöllum og að Steinsstöðum í Skagafirði sumarið 2020. Tengill ehf. vinnur við undirbúning verkefnisins með Mílu. Óskað er eftir leyfi fyrir lagningu ljósleiðarans um land í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá Fossá að Svartá en umrætt land er ekki þjóðlenda. Byggðarráð samþykkti á 923. fundi sínum 15. júlí 2020 að fela skipulagsfulltrúa að gefa út leyfi til framkvæmda í samræmi við reglugerð 772/2012, með fyrirvara um að fyrir liggi samþykki þeirra landeigenda sem ljósleiðarinn fer um og samþykki þeirra veiðifélaga sem eru á lagningarsvæði Mílu og sem lagning ljósleiðara hefur hugsanlega áhrif á.
Byggðarráð samþykkir að veita leyfi fyrir lagningu ljósleiðarans um það land í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem lagnaleiðin liggur um. Gísli Sigurðsson óskar bókað að hann tekur ekki þátt í afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

3.Erindi vegna fasteignagjalda

Málsnúmer 2008001Vakta málsnúmer

Sjá trúnaðarbók.

4.Aðalgata 1 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2006111Vakta málsnúmer

Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar var fyrirhuguð framkvæmd Sauðárkrókskirkju, umsókn um leyfi til að byggja skábraut til bráðabirgða við Safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju, ásamt því að laga aðgengismál Safnaðarheimilisins auglýst/kynnt frá og með miðvikudegi 1. júlí til og með 15. júlí 2020 í Ráðhúsi Sveitarfélagsins Skagafjarðar og á heimasíðu sveitarfélagsins og í Sjónhorni.
Engar athugasemdir bárust.
Byggðarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

5.Aðalgata 16B - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2005053Vakta málsnúmer

Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar var fyrirhuguð framkvæmd Kaupfélgs Skagfirðinga, eiganda Aðalgötu 16b á Sauðárkróki, umsókn um leyfi til að breyta húsnæðinu sem áður hýsti minjasafn í gistiheimili auglýst/kynnt frá og með miðvikudegi 1. júlí til og með 15. júlí 2020 í Ráðhúsi Sveitarfélagsins Skagafjarðar og á heimasíðu sveitarfélagsins og í Sjónhorni.
Engar athugasemdir bárust.
Byggðarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

6.Afskriftarbeiðnir

Málsnúmer 2007142Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra varðandi afskrift á fyrndum þing- og sveitarsjóðsgjöldum skv. afskriftabeiðni nr. 202007171137134. Höfuðstólsfjárhæð 371.580 kr. Samtals með dráttarvöxtum og kostnaði 663.484 kr. Byggðarráð samþykkir að afskrifa framangreind gjöld.

7.Samráð Áform um ný lög um uppbygging og rekstur flugvalla og veiting flugleiðsöguþjónustu

Málsnúmer 2007190Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 24. júlí 2020 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 138/2020, "Áform um ný lög um uppbyggingu og rekstur flugvalla og veitingu flugleiðsöguþjónustu". Umsagnarfrestur er til og með 14.08. 2020.

Fundi slitið - kl. 12:30.