Ársskýrslur grunnskólanna skólaárið 2019 - 2020
Málsnúmer 2007017
Vakta málsnúmerFræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 158. fundur - 27.08.2020
Lagðar voru fram til kynningar ársskýrslur Árskóla og Varmahlíðarskóla fyrir skólaárið 2019-2020. Fræðslustjóri fór yfir skýrslurnar. Fræðslunefnd þakkar skýrslurnar og þakkar bæði stjórnendum og starfsfólki skólanna fyrir einstaka lausnamiðun, samstöðu og jákvæðni í starfi á fordæmalausum tímum í samfélaginu vegna Covid-19.